Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Áskorun til allra Færeyinga búsettra á Íslandi Áheitan á allar Føroyingar í Íslandi Í 1999 gjørdu føroyskar fyritøkur framtak fyri sølu í Íslandi og samstarvi við Íslendingar. Framtakið varð hildið í Perluni í Reykjavík. Tað eydnaðist framúr væl, ikki minst tí at teir mongu Føroyingarnir í Íslandi stuðlaðu so væl frændum sínum heima á landi. 7. - 9. juni í ár fara føroyskar fyritøkur aftur at gera vart við seg í Perluni í Reykjavík. Hesaferð ber framtakið heitið TorNuuRek, tí ætlanin er at fáa grønlendskar fyritøkur at luttaka í hesum framtaki og fáa tær við í felags samstarvið millum londini í útnorðuri. Vit heita við hesum á allar Føroyingar í Íslandi um at stuðla hesum nýggja tiltaki eins dyggiliga, og tit gjørdu í 1999 við at vitja framsýningina og seta tykkara dám á hana, men eisini við at eggja vinum og íslendskum fyritøkum at vitja. Menningarstovan www.trade.fo Árið 1999 stóðu færeysk fyrirtæki fyrir sölusýningu á Íslandi í samvinnu við Íslendinga. Sýningin var haldin í Perlunni í Reykjavík, og tókst með eindæmum vel, ekki síst vegna þeirra fjölmörgu Færeyinga, búsettra á Íslandi, sem studdu þjóð sína með svo dyggum hætti. 7. til 9. júní næstkomandi munu færeysk fyrirtæki aftur gera vart við sig í Perlunni. Í þetta skiptið mun sýningin bera heitið „TorNuuRek“, og er ætlunin að fá grænlensk fyrirtæki til að taka þátt í þessum atburði og fá þau til samstarfs við löndin í norðri. Við heitum á alla Færeyinga, búsettir eru á Íslandi, að sýna þessu framtaki jafn dyggilegan stuðning og þeir gerðu 1999 með viðveru sinni á sýningunni sjálfri, og óskum við þess að þeir hvetji vini og kunningja sem og íslensk fyrirtæki að heimsækja sýninguna. Menningarstovan www.trade.fo UMSJÓNARMANNI þykir það dönskulegt mál, þegar sagt er „að leiða“ framboðslista, um þann eða þá sem er efst(ur) á listanum. Ég held ég hafi verið orðinn talsvert fullorðinn, þeg- ar ég sá og heyrði svo til orða tekið og mér fannst hálft í hvoru að listinn væri þá svo aumur og ósjálfstæður, að ein- hver þyrfti að leiða hann eins og barn eða gamalmenni. Hægt er að segja þetta á marga vegu. Menn eru efstir á lista, í fyrsta sæti, og vel kann ég hið gamla orðalag að fara fyrir. Í Njálu segir á einum stað: „Þeir sögðu, að þá var eigi ins verra eftir von, er slíkur fór fyrir.“ Það er því fullkominn óþarfi að líkja eftir máli annarra þjóða, þegar við eigum gott fyrir. Guðbrand- ur Þorláksson Hólabiskup sagði í formála Sálmabókar 1589, að íslenskt mál væri bæði ljóst og fagurt, „og ekki þarf í þessu efni úr öðrum tungumál- um orð til láns að taka eða brákað mál né bögur að þiggja.“  En úr því að við fórum að tala um að vera efst(ur ) á fram- boðslista, skulum við gægjast rétt sem snöggvast á sögnina að kjósa. Hún hefur svolítið breytilega beygingu eða hneig- ingu, eins og sumir gamlir mál- fræðingar sögðu. Hún fer eftir 2. hljóðskiptaröð og eru kenni- myndir nú almennt kjósa-kaus- kusum-kosinn. En stundum segjum við að einhver hafi ver- ið kjörinn í sömu merkingu og kosinn, og hvernig skyldi standa á því? Jú, í gamla daga voru að verki hljóðlögmál sem hér er ekki tóm til að útskýra, svo að sögnin beygðist um hríð: kjósa-kaus-kurum-körinn. Síð- an laumaðist j-ið úr nafnhætt- inum inn í 4. kennimynd. Við fáum svo að velja um nafnorðin kosning og kjör. Á sama hátt og kjósa beygð- ist sögnin að frjósa. Lýsingar- háttur þátíðar af henni er einn- ig tvenns konar: frosinn og freðinn. Seinni orðmyndin var froRinn, svo frørinn en þá þótti mönnum liprara að hafa ekki tvö r með svo skömmu millibili og breyttu seinna r-inu í ð. Það nefna málfræðingar ólíkingu eða hljóðfirringu (dissimilat- io).  Stungið í vasa uppi í sundi Í „Fjallinu“ er fagurt og bjart og frostið þar nokkuð svo hart; menn renna sér greitt, þó þeir geti ekki neitt, en brotna samt bara í einn part.  Óskar Þór Kristinsson (Sail- or) hefur beðið mig að skýra orðið bábilja. Mér datt í hug að þetta væri skylt fabúla=skáld- saga, lygisaga, en eins og vant er fletti ég upp í orðsifjabók Ásgeirs Bl. Magnússonar sem aldrei gengur mér hendi firr. Þar segir í lauslegri endursögn: Orðið er þekkt allt frá því á 16. öld og merkir hégilja, hind- urvitni, bull. Talið ættað úr frönsku babiller eða babil- =þvaður, heimskulegt mas. Óvíst er hvort þetta er í beinum tengslum við orð eins og babl ... eða tengt latínu fabula=frá- saga eða babulus=þvaðrari. Meira kann ég ekki um þetta að segja að sinni, en þakka Óskari fyrir sleitulausa rækt hans við móðurmálið.  Hlymrekur handan kvað: Herra Jónas með hljóðum var hlaupandi á eftir fljóðum, það var lífshugsjón hans, þessa lausgyrta manns, að fjölga hér frjálsbornum jóðum.  Þá er hér þriðji skammtur af nýyrðatilraunum úr Lesbók Morgunblaðsins frá 1926: 1) húsblas matarlím 2) kalkúlera verðleggja 3) kandís steinsykur 4) karamellur töggur 5) kardemommur körður 6) kjörvel kerfill 7) klid hrat 8) konfekt mungæti 9) kopía aftak 10) madressa dýna 11) manicure handsnyrting 12) mandarína gullaldin 13) makkaroni stenglur 14) molskinn hamvoð 15) musselín tyrkjatraf 16) núðlur stirnur 17) pakkhús vöruskáli 18) pels loðkápa 19) pickles grænsúrs 20) provision ómakslaun Og sést enn hversu misjafn- lega nýyrðum vegnar í máli okkar.  Í Orðabók Menningarsjóðs er bjúga sagt tvíkynja, þ.e. hvorugkyns og kvenkyns, það bjúgað og þau bjúgun, svo og hún bjúgan og þær bjúgurnar. Mér er ótamt að hafa orðið kvenkyns, annars nota ég það lítið. Ég nefni fyrirbrigðið sperðil. Upprunalega er bjúga hvorugkyns og beygist eins og auga, milta, hjarta, eista, nýra, lunga o.s.frv. Hvers vegna breytist þá kynið? Mér þykir trúlegast að um sé að ræða margnefnda áhrifsbreytingu. Nokkur orð, sem ríma á móti bjúga, eru kvenkyns, svo sem hrúga, tjúga = gaffall, heykvísl og lúga = stigagat, söluop. Þar að auki kemur til að orðið merkir svipað og kvenkynsorð- ið pylsa, svo að þarna á hvor- ugkynsmyndin í vök að verjast. Það er líka í tiltölulega sjald- gæfum beygingarflokki, og ekki bætir það úr skák fyrir bjúganu, að forðast breyt- inguna yfir í: hún bjúgan og þær bjúgurnar. En skelfing þykir mér það álappalegt, rétt eins og sagt væri að skera í ?eyrurnar eða stinga í ?augurn- ar. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1105. þáttur Samkeppnisstofnun hefur nú lagt fram í fjölmiðlum úttekt á þeim fyrirtækjum sem stunda heildsöludreif- ingu á íslensku græn- meti. Þar er margt fullyrt og að því er virðist við fyrstu sýn, mikið til stutt gögn- um. Mér hefur virst, hin síðari ár, að ákveðnir aðilar vilji ganga milli bols og höfuðs á nær öllum þeim sem ekki eru innan gamla SÍS- veldisins í landbúnað- argeiranum. Nefni ég þar svína- og alifuglarækt. Líklega er helsta ástæða þess, að sam- keppnisyfirvöld leggja í svona gagngera skoðun á grænmetisgeir- anum sú, að þeir eru ekki innan viðurkennds kerfis. Farið var mik- inn um okur og verðsamráð þess- ara aðila. Ekki var minnst einu aukateknu orði á, að líklega eru ávextir og bananar hvað ódýrastir hér á Norðurlöndunum. Ekki er með neinni sanngirni hægt að segja að epli, appels- ínur og aðrir ávextir séu sérlega dýrir hér í búðum og að innflytj- endur hafi staðið illa að verki þar. Ekki vaknaði stofn- unin þegar einkaaðil- um var bannað að kaupa mjólkurbúið uppi í Borgarnesi. Þá héldu menn að sér höndum. Einnig er á margra vitorði, að óþekktarormum í slátrun búfjár hefur verið refsað grimmi- lega ef þeir hafa verið með einhverja tilburði til sjálfstæðrar hugsunar í rekstri sinna fyrirtækja. Dæmin sanna, að hinum ýmsu opinberu stofnunum hefur verið beitt til að koma slík- um fyrir björgin. Stofnun, sem vill láta taka eitt- hvað mark á sér til langframa, verður því að höggva inn í þau vé sem umlykja svonefnda landbún- aðarmafíu. Þeir verða að kynna neytendum skýrt og skorinort, hvað mjólkurlítrinn kostar með öllu, niðurgreiðslum og styrkjum, allt verður að koma upp á borðið. Verðlagning á kinda- og nauta- kjöti, með niðurgreiðslum og styrkjum, verður að liggja fyrir og einnig hverjir njóta þessara fjár- veitinga. Neytendur vita að kostnaðarút- reikningar vegna sláturkostnaðar eru gleyptir hráir af kerfinu, vegna þess, að ,,réttir aðilar“ njóta. Einnig vita menn,að þegar allt kemur til alls, eru það vasar neytenda – skattgreiðenda – sem eru tæmdir til þess að jafna reikn- inga við þessi kerfi. Svína- og alifuglabændur hafa lækkað verð á markaði ár eftir ár og ekki njóta þeir styrkja, heldur þurftu þeir til skamms tíma einnig að greiða kjarnfóðurgjald ofan í kaupið. Það vita allir sem komnir eru á miðjan aldur, að ekki er langt síðan að fugla- og svínakjöt var slíkur lúxus, að ekki var á færi nema efnaðra að hafa slíkt á borð- um, nema ef menn þekktu ein- hvern í siglingum, sem gat ,,redd- að“ skinku. Þessi tímar eru liðnir. Alþingismenn fylltust ,,réttlátri“ reiði, þegar skýrslan kom fram. En það var ekki nokkur þeirra sem minntist einu aukateknu orði á svikamyllu hefðbundins landbún- aðarkerfis. Þeir höfðu uppi stór orð um svik og samsæri ljótu karl- anna í grænmetinu en þögðu ær- andi þögn um SÍS-arana – þeir eru friðaðir allt árið eins og bankarnir. Stórfurðulegt, Goði vill sameinast KEA og flytja starfsemina alla norður í land, eins langt frá mark- aði og hægt er, sem þátt í hagræð- ingu. Auðvitað fá þeir niðurgreidd (víkjandi) lán hjá Byggðastofnun og hugsanlega styrk. Líklega ætl- ast þeir til að fá bætur og styrki til flutninga á hráefni og afurðum aft- ur nær markaði. Það er vaninn. Ráðherra gat ekkert lagt til mál- anna annað en, að hann vildi koma á niðurgreiðslu og styrkjakerfi inn í grænmetisgeirann. Hann gat ekki séð aðra leið út úr þeirri stöðu sem upp er komin. Sumum virðist með öllu ómögulegt, að geta séð ein- hverja framleiðslu eða starfsemi öðruvísi en undir pilsfaldi ríkis og sveitarfélaga. Einhver góður mað- ur á Alþingi benti þó á líklega væri réttara að skoða verðlagningu á rafmagni og slíkum rekstrarvörum greinarinnar. Allir vita, að verulegar niður- greiðslur eru á grænmeti og ávöxt- um innan Evrópu þaðan sem við erum að kaupa mest af grænmeti okkar. Það er borin von, að hægt sé að framleiða þessa góðu vöru hér í beinni samkeppni við nið- urgreiddar afurðir. Því er alger- lega eðlilegt, að veita þá vernd sem nemur niðurgreiðslum á er- lendum markaði. Eftir upphæð niðurgreiðslna má leita hjá stjórn- völdum erlendis, því vart er þar um nein heimumál að véla. Ekki er ástæða til að hafa verndina meiri eða minni. Atvinnustarfsemi manna sem eru nokkuð frjálsir til athafna er hvað affarasælust ríkinu til lang- frama. Viðreisnarstjórnin vissi þetta og hagaði sér eftir því. Því bið ég fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að hafa þetta hugfast og láta ekki plata sig inn í eitthvað niður- greiðslukerfi sem fá sérstakt líf og verður nánast ódrepandi, eins og er með ýmsa Móra og Skottur í löggjöf okkar s.s. kvótakerfi og Ólafslög. Sekur, sekari, ...astur Bjarni Kjartansson Landbúnaður Það er algerlega eðlilegt, segir Bjarni Kjartansson, að veita þá vernd sem nemur niðurgreiðslum á erlendum markaði. Höfundur er verkefnisstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.