Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 D 37 ALLTOF oft berast mér hörmulegar fréttir af sjálfsvígum Þar eru karlmenn í miklum meirihluta. Þar sem ég hef unnið talsvert að rannsóknum á tilfinn- ingatengslum karla og stundað ráðgjöf m.a. fyrir karla með krabba- mein, tel ég rétt að miðla aðeins af þeirri reynslu ef verða skyldi að það vekti einhvern til umhugsunar. Tilfinningaleg einangrun Af 660 körlum (50–80 ára, meðalaldur 67 ára) sem tóku þátt í rannsókn á tilfinninga- tengslum var fjórðungur tilfinn- ingalega einangraður, þ.e. höfðu enga sem þeir gátu deilt með erfiðum tilfinningum. Af þeim sem voru giftir eða í sambúð, var bara einn af tíu sem deildi erfiðum tilfinn- ingum með öðrum en maka sínum. Sjö af tíu gátu trúað makanum fyrir flestu en átta af tíu þeirra sem voru einhleypir voru tilfinningalega einangraðir. Karlar skilja sig nokkuð afgerandi frá jafnaldra konum. Fyrstu niðurstöður úr óbirtri rann- sókn Unnar Valdimarsdóttur sál- fræðings á miðaldra konum sýna að önnur hver miðaldra kona (meðal- aldur 67 ára) í sambúð hafði ein- hvern annan en makann sem hún gat deilt með erfiðum tilfinningum. Karlar með krabbamein Til að athuga hvort karlmenn í lífs- kreppu séu líklegri til þess en aðrir karlar að deila erfiðum tilfinningum með öðrum en makanum, fengu 430 karlar í (80 ára og yngri) sem greinst höfðu með krabbamein í blöðruhálsi tveim árum áður, sömu spurningar. Enginn munur var á svörum þeirra og jafnaldra þeirra sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Sá sál- félagslegi stuðningur sem krabba- meinssjúklingum stendur til boða virtist því ekki hafa náð til karlanna a.m.k. ekki hvað varðar stuðning við að vinna úr erfiðum tilfinningum. Þessar niðurstöður (og aðrar svip- aðar) hafa m.a. leitt til þess að farið er að huga að því hvort ekki þurfi að taka tillit til kynjamismunar þegar tilboð um sál-félagslegan stuðning eru þróuð. Það er líka reynsla þeirra sem vinna við sál-félagslega þjón- ustu við krabbameinssjúklinga að konur notfæri sér þjónustuna mun betur en karlar. Í samtölum sem ég hef átt við fjölda karla á öllum aldri í tengslum við rannsóknir mínar og í stuðningsviðtölum við karla með krabbamein í blöðruhálsi, kemur skýrt fram að tilfinningalega ein- angraðir menn eiga oft „vini“ og kunningja. Þeir deila með þeim skemmtileg- um upplifunum og viss- um áhyggjum, en veru- lega erfið mál eins og kvíði, ótti við einsemd, ótti við að mistakast, örvænting og uppgjöf fá að liggja milli hluta. Slíkum málum halda menn fyrir sig og ef þeir deila þeim með einhverjum þá er það með makanum. Það er því ljóst að maki krabbameinssjúks manns þarf að bera þunga byrði. En hann var besti vinur minn Karlmaður um fimmtugt hringdi í mig í vinnuna fyrir nokkru eftir að hafa séð umfjöllun um ofangreindar rannsóknir í fjölmiðlum. Hann hringdi vegna þess að hann þurfti að ná í einhvern til að tala við um erfitt mál, hann hafði engan annan. Besti vinur hans hafði svipt sig lífi fyrr í sömu viku. Það hafði komið eins og reiðarslag bæði fyrir hann og alla aðra. Vinur hans hafði látið í veðri vaka að hann ætti í „hjónabandsvandamálum“ en honum hafði aldrei komið til hugar að hann væri það þjáður að hann myndi svipta sig lífi. Það hafði ekki einu sinni hvarflað að honum að hon- um liði verulega illa. Þeir höfðu verið bestu vinir frá því í menntaskóla og hittust reglulega, síðast tveim dög- um áður en vinurinn svipti sig lífi. Hengdi sig. Nú sat hann einn eftir með svíðandi sektartilfinningu og höfuðið fullt af spurningum. Um hvað hafði þessi vinátta eiginlega snúist? Hafði hann kannski ekki hlustað, ekki heyrt, þegar vinur hans var að hrópa á hjálp? Hefði hann ekki getað gert eitthvað? Ég sat bara og þagði, svaraði beinum spurningum en sagði annars sem minnst. Leyfði honum að tala eins og hann hafði líklega aldrei áður gert, við mann sem hann þekkti ekki neitt. Það var kannski einmitt þess vegna sem hann þorði. Að orka ekki Það þarf engan fræðing til að draga ályktanir af þessum niður- stöðum. Karlmenn sem missa tengslin við maka sinna af einhverjum ástæðum, eru í langflestum tilvikum tilfinn- ingalega einangraðir. Það sama gild- ir um þann tæplega þriðjung karl- manna í sambúð sem deila ekki tilfinningum sínum með makanum af einhverjum ástæðum. Karlmenn sem missa maka sinn hafa því oftast engan sem þeir geta deilt sorginni með. Að geta deilt sorg og vanlíðan með öðrum er oft lykillinn að því að orka að lifa áfram. Karlmenn sem standa frammi fyrir þeim möguleika að missa maka sinn t.d. vegna lífs- hættulegs sjúkdóms eða skilnaðar fyllast því oft örvæntingu. Þeir hræðast einsemdina og einstaka sinnum verður álagið svo yfirþyrm- andi og einsemdin svo alger að menn svipta sig lífi. Einn og sterkur Hvers vegna eru svo margir karl- menn tilfinningalega lokaðir? Þeirri spurningu getur enginn svarað með neinni vissu. Þó er ekki ólíklegt að ástæðunnar megi leita langt aftur í tímann þegar hver var sér næstur og allir aðrir karlar voru hugsanlegir keppinautar og mögulegir óvinir. Það var lífshættulegt að sýna merki um veikleika. Ef til vill er það úr þessum jarðvegi samkeppni og tor- tryggni sem goðsögnin um hinn sterka, einræna og sjálfsörugga karlmann hefur sínar rætur. En því miður þá er goðsögnin einmitt það sem hún er, goðsögn. Rannsóknir hafa sýnt að tilfinningalega lokaðir karlmenn eru allt annað en sterkir. Þegar þeir eru bornir saman við karla sem ekki eru tilfinningalega lokaðir kemur í ljós að þeir eru marktækt líklegri til að kvarta yfir ýmsum sál-vefrænum einkennum eins og viðvarandi þreytu og orku- leysi sem eru helstu einkenni lang- varandi streitu. Síðast en ekki síst eru þeir mun ólíklegri en aðrir jafnaldrar þeirra til að telja sig hamingjusama einstak- linga. Einsemd karla og sjálfsvíg Ásgeir R. Helgason Heilsa Rannsóknir hafa sýnt, segir Ásgeir R. Helga- son, að tilfinningalega lokaðir karlmenn eru allt annað en sterkir. Höfundur er sálfræðingur og læknir. Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör úr Plastisol- vörðu stáli. Heildarlausn á þakrennuvörnum í mörgum litum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.