Morgunblaðið - 24.04.2001, Side 10

Morgunblaðið - 24.04.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Dagskrá Alþingis þriðjudaginn 24. apríl 2001 hefst kl. 13:30. Atkvæðagreiðslur: 1. Árósarsamn. um aðgang að upp- lýsingum. 2. Samn. um verndun norðaustur Atlantshafssins. 3. Genfarsamn. um skráningu hönnunar á sviði iðnaðar. 4. Menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafnar fiskiskips. 5. Girðingarlög. 6. Landgræðsluáætlun 2002-2013. 7. Smitsjúkdómavarnir og eftirlit með innfl. matvælum og aðföng- um. Önnur mál: 8. Stéttarfélög og vinnudeilur. 9. Lækningatæki. 10. Samningur um bann við notkun jarðsprengna. 11. Samningur um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn. 12. Staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar. 13. Dýrasjúkdómar. 14. Barnalög. 15. Umgengni um nytjastofna sjávar. 16. Bókasafnsfræðingar. 17. Fjarskipti. 18. Almenn hegningarlög. 19. Meðferð opinberra mála. 20. Skylduskil til safna. 21. Viðurkenning á menntun og prófskírteinum. 22. Leikskólar. 23. Framhaldsskólar. 24. Grunnskólar. 25. Kvikmyndalög. 26. Grunnskólar. 27. Útvarps- og sjónvarpssendingar á öll heimili á Íslandi. 28. Rekstur Ríkisútvarpsins. 29. Ný námsbraut við Sjómanna- skóla Íslands. ALLS voru 1.186 liðsmenn Banda- ríkjaflota í varnarliðinu á Keflavíkur- velli 31. mars sl. Af þeim voru 635 úr flugher, 2 úr landher og 52 land- gönguliðar flotans. Engar áætlanir liggja fyrir um fækkun í varnarliðinu á næstunni. Þetta kom fram í svari Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra á Alþingi við fyrirspurn Þór- unnar Sveinbjarnardóttur, Samfylk- ingunni, um starfsemi Keflavíkur- stöðvarinnar og framkvæmd varnar- samningsins. Í svari utanríkisráðherra kemur fram að starfsemi Keflavíkurstöðvar- innar sem slíkrar hafi ekki tekið breytingum frá því bókun um varnarsamstarf Íslands og Banda- ríkjanna var staðfest árið 1996. Hins vegar hafi orðið breyting á her- stjórnarskipulagi Atlantshafsbanda- lagsins sem tók gildi 1998. Hún feli í sér aukin tengsl varnarliðsins við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalags- ins í Northwood í Bretlandi (Allied Command Eastern Atlantic, EAST- LANT). Íslenska loftvarnakerfið saman- stendur af fjórum ratsjárstöðvum ásamt tilheyrandi fjarskiptabúnaði og stjórnstöðvum sem fylgjast með flug- umferð. Hús ratsjár-, stjórn- og fjar- skiptastöðvanna, svo og skýli orrustu- flugvélanna, eru sérstaklega styrkt til að takmarka skemmdir af völdum sprenginga. Orrustuþotur varnarliðs- ins (F-15) eru búnar litlum flugskeyt- um og byssum gegn flugvélum. Eft- irlitsflugvélar varnarliðsins (P-3) eru hýstar í flugskýli af hefðbundinni gerð. Þær geta borið tundurskeyti gegn kafbátum og lítil flugskeyti gegn skipum og skotmörkum á landi. Að því er fram kemur í svari ráð- herra, hefur einu sinni gerst að orr- ustuþotur á Keflavíkurflugvelli hafi flogið til móts við erlendar herflug- vélar frá árinu 1996 og gerðist það ár- ið 1999. Fjórar HH-60G Pavehawk bryn- varðar björgunarþyrlur og ein HC-130 Hercules fjarskipta- og elds- neytisvél eru í flugflota varnarliðsins til aðstoðar við leit og björgun. Um- ræddur flugkostur gegnir einnig mik- ilvægu borgaralegu björgunarhlut- verk á sjó og landi í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Ýmsar endurbætur gerðar á vellinum undanfarin ár Fram kemur í svari utanríkisráð- herra að frá árinu 1996 hafa verið gerðar ýmsar endurbætur á flugvall- ar- og varnarmannvirkjum á Kefla- víkurfugvelli, íbúðum, þjónustu- og starfsaðstöðu varnarliðsmanna og fjölskyldna þeirra. Eitt flugskýli var endurnýjað frá grunni, nýtt verk- stæði reist til viðhalds á vopnabúnaði flugvéla flotans, níu stórir íbúðarskál- ar hermanna voru endurnýjaðir frá grunni, auk tíu fjölskylduíbúða. Verið er að endurnýja lendingarljósabúnað flugvallarins og áætluð er áframhald- andi endurnýjun á íbúðar- og þjón- ustuhúsnæði, viðhald á flugbrautum, lagning skolpræsis í sjó fram í sam- vinnu við Reykjanesbæ og endurnýj- un á vopnageymslum varnarliðsins á Patterson-flugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá varn- arliðinu nam árlegur heildarkostnað- ur við rekstur varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli að meðaltali um 27 milljörðum króna (300 milljónum Bandaríkjadala) á árunum 1997–99 og er þar meðtalinn rekstur Keflavík- urflugvallar. Skiptist sá kostnaður þannig að vinnulaun, þ.m.t. til her- manna, námu 95.524.000 dölum, efni 15.560.000 dölum, verksamningar 59.095.000 dölum, verkefni 29.696.000 dölum og annað 99.935.000 dölum. Í svari Halldórs Ásgrímssonar ut- anríkisráðherra kemur einnig fram að ríkisstjórnin hefur engin áform þess efnis að óska eftir breytingum á fjölda orrustuflugvéla og kafbátaleit- arvéla varnarliðsins í Keflavík. Utanríkisráðherra segir engar áætlanir um fækkun í varnarliðinu 1.186 liðsmenn Banda- ríkjaflota eru í Keflavík DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær, að málefni Þjóðhagsstofnunar væru enn í skoðun og nefnd undir stjórn Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, hefði haft þessi mál með höndum að und- anförnu. Hann upplýsti að málefni stofnunarinnar hefðu tvívegis komið til umræðu í ríkisstjórn. Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, þingmaður Samfylkingarinnar, innti forsætisráðherra eftir svör- um um áform sín varðandi Þjóð- hagsstofnun í fyrirspurnatíma og minnti á að ráðherrann hefði nán- ast sett stofnunina af í fjölmiðlum á dögunum. Vildi hún fá að vita hvenær ráðherra gerði ráð fyrir að leggja stofnunina niður og þá hve- nær frumvarp um slíkt yrði lagt fram. Davíð Oddsson svaraði því til að Þjóðhagsstofnun og hugmyndir um breytingu á rekstri hennar hefðu tvívegis verið rædd með efn- islegum hætti innan ríkisstjórnar- innar, fyrst í fyrra í tengslum við ársfund Seðlabankans og síðan í fyrra mánuði. Sagði hann unnt að gera breytingar á starfsemi stofn- unarinnar í samræmi við núgild- andi lög, en hins vegar væri það sín skoðun að áður en endanlega verði ákveðið um niðurlagningu Þjóðhagsstofnunar, verði sú nið- urstaðan, að þá þurfi þau mál að ræða með formlegum hætti í rík- isstjórn og á Alþingi. Sagði forsætisráðherra augljóst að þessi mál komi ekki til kasta þingsins í vor, það verði ekki fyrr en á haustmánuðum. Málefni Þjóðhagsstofnunar Ekki frumvarp fyrr en í haust ÞINGFLOKKUR Framsóknar- flokksins tilnefndi í gær Ólaf Örn Haraldsson, fyrsta þingmann flokksins í Reykjavík, sem for- mann fjárlaganefndar Alþingis í stað Jóns Kristjánssonar sem tek- ið hefur við embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Enn á eftir að ráðstafa sætum þeim sem Jón Kristjánsson hefur haft með höndum í heilbrigðis- nefnd og utanríkisnefnd, en það verður gert á næstu dögum, að sögn Kristins H. Gunnarssonar, formanns þingflokks Framsóknar- flokksins. Þá hefur heldur ekki verið ákveðið hver taki við formennsku í umhverfisnefnd Alþingis, en þeirri nefnd hefur Ólafur Örn stýrt. Hann er einnig varaformaður menntamálanefndar og félags- málanefndar og á sæti í allsherj- arnefnd. Ekki er ljóst á þessu stigi hvort breyting verður á þeirri til- högun. Ólafur Örn er fyrst- ur þingmanna Reykja- víkur til þess að verða formaður fjárlaga- nefndar, en það emb- ætti er jafnan talið eitt hið annasamasta í nefndastörfum Al- þingis. Hann var ekki viðstaddur fund þing- flokksins í gær, þar sem hann er staddur í Strassborg á fundi Evrópuráðsins, en sagðist í samtali við Morgunblaðið ákveð- inn í að sinna þessu embætti af samvisku- semi. „Það var auðvitað ljóst að þetta umfangsmikla embætti losnaði með því að Jón Kristjánsson yrði ráðherra og mér var boðið það. Eftir sólarhrings umhugsun ákvað ég að láta slag standa og taka boð- inu,“ sagði Ólafur Örn og bætti við að hann hefði borið þennan ráðahag undir fjölda manns, bæði innan fjárlaganefnd- arinnar og utan. Þeirra á meðal væri Jón Kristjánsson. Mun beita mér fyrir landið allt „Ég skoðaði þetta mál mjög rækilega og mun hefja þessa vinnu af krafti um leið og ég kem heim. Það er ljóst að fyrstu drög að fjárlögum koma til skoðunar á vordögum og verða síðan til vinnslu í sumar. Aðaltörn- in hefst síðan í haust og stendur fram eftir árinu,“ sagði Ólafur Örn og sagði þá sem til þekkja segja formennsku í fjárlaganefnd vera afar annasamt starf, en hann kveinki sér ekki undan því. „Nefndin hefur yfir mjög góðu starfsfólki að ráða og ég hlakka til að takast á við þessi verkefni.“ Framsóknarmenn í Reykjavík höfðu uppi óskir um að ráðherra- stóll sá sem losnaði við brotthvarf Ingibjargar Pálmadóttur úr emb- ætti heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra færi til þingmanns Reykjavíkur, en varð ekki að ósk sinni. Það liggur því beinast við að spyrja Ólaf Örn hvort hann telji að formennska í fjárlaganefnd sé ætl- uð sem smyrl á sár flokksmanna í höfuðborginni. „Ég skal ekki meta hvort svo er. Það er ljóst að með þessu er fram- sóknarmönnum í Reykjavík falin mikil ábyrgð. Með þessu má því ef til vill segja að Framsóknar- flokkurinn viðurkenni mikilvægi borgarinnar sem kjördæmis. En það mun ekki skipta höfuðmáli í störfum nefndarinnar og ég mun beita mér fyrir landið allt,“ sagði hann. Ólafur Örn Haraldsson formaður fjárlaganefndar Ólafur Örn Haraldsson MAGNÚS Stefánsson tók sæti á Al- þingi í gær sem 2. þingmaður Vest- urlands með því að Ingibjörg Pálmadóttir sagði af sér þing- mennsku í gær með bréfi til forseta Alþingis. Magnús er ekki ókunnugur störf- um Alþingis, hann hefur setið þetta kjörtímabil sem varaþingmaður og var þingmaður Framsóknarflokks- ins í Vesturlandskjördæmi á ár- unum 1995 til 1999. Hann gegnir ennfremur stöðu framkvæmda- stjóra Heilbrigðisstofnunar Suður- lands. Áður en þingfundur hófst í gær buðu þingmenn Magnús velkominn aftur til leiks á löggjafarsamkund- unni. Hér eru það Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, og Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sem fagna nýja þing- manninum. Að baki sjást sam- fylkingarmennirnir Karl V. Matthíasson og Einar Már Sigurð- arson. Morgunblaðið/Árni SæbergFundir á Alþingi. Magnús aftur á þing ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.