Morgunblaðið - 24.04.2001, Side 16

Morgunblaðið - 24.04.2001, Side 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9–12 og 16–20, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9–16. Æfingabekkir Hreyfingar Ármúla 24, sími 568 0677  Er vöðvabólga að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum?  Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum?  Vantar þig aukið blóðstreymi og þol?  Þá hentar æfingakerfið okkar þér vel. Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað einhverja líkams- þjálfun í langan tíma. Sjö bekkja æfingakerfið liðkar styrkir og eykur blóð- streymi til vöðvanna. Hver tími endar á góðri slökun. Við erum einnig með göngubraut, þrekstiga og tvo auka nuddbekki. Getur eldra fólk notið góðs af þessum bekkjum? Já, þessi leið við að hreyfa líkamann er þægileg, liðkar og gefur góða slökun. Og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. Vortilboð : 12 tímar kr. 6.500 „Ég er með slitgigt og beinþynningu. Ég tel að æfingabekkirnir hafi haft mjög góð áhrif á þessa sjúkdóma. Ráðlegg ég öllum sem eru með gigt að reyna þá.“ Guðrún Þorsteinsdóttir „Fyrir 8 árum var ég svo slæm í baki að ég varð að vera í bakbelti og gat ekki verið í leikfimi. Æfingabekkirnir hafa hjálpað mér mikið.“ Vigdís Guðmundsdóttir Frír kynningartími SAMFARA því að bráðlega þarf að hyggja að endurbótum á þaki Hótels Borgar vilja eigendur hótelsins nota tækifærið, koma fyrir lyftuhúsi á efstu hæðinni og bæta við herbergj- um. Sótt hefur verið um leyfi til Reykjavíkurborgar um að gera þess- ar breytingar og hafa jákvæð við- brögð borist frá skipulagsnefnd og byggingarnefnd að ákveðnum skil- yrðum uppfylltum, en fleiri nefndir koma reyndar að málinu. Heiður Gunnarsdóttir hótelstjóri segir að verið sé að kanna alla mögu- leika en málið sé í biðstöðu og fáist samþykki á viðkomandi stöðum fyrir breytingunum verði sennilega ekki ráðist í framkvæmdir fyrr en í fyrsta lagi að tveimur árum liðnum. Fyrst og fremst er verið að skoða hvort hægt sé að hækka þakið en við það skapast aukið rými fyrir lyftu- hús og herbergi. Heiður segir að að- eins sé um þreifingar að ræða og engin ákvörðun hafi verið tekin um framkvæmdir en Ívar Guðmundsson arkitekt hafi verið fenginn til að gera tillögur um hugsanlegar breytingar. Nú eru tvö herbergi á efstu hæð- inni og geymslur. Með því að hækka þakið verður hægt að bæta fjórum til fimm herbergjum við, en ekki er fyr- irhugað að breyta turnherberginu. Lyfta hótelsins nær upp á fjórðu hæð fyrir ofan jarðhæðina og segir Heiður að vegna nýrra reglna um stjörnugjöf og annað sé mikilvægt að gestir hafi aðgang að lyftu á öllum hæðum, en til að það verði hægt verði að lyfta þakinu. Fyrsta um- sóknin vegna málsins var send Reykjavíkurborg í janúar sl., önnur í febrúar og sú þriðja í aprílbyrjun. Heiður segir að aðalatriðið sé að líta á málið í heild og hafa skipulag og hagkvæmni að leiðarljósi. Svona framkvæmdir kosti líka sitt og því sé ekki verið að tala um að ráðast í þær strax heldur sé frekar um framtíð- arsýn að ræða. Hún segir að húsið sé orðið 71 árs gamalt og það sé fullur hugur allra að vernda eins og hægt er uppruna- legt útlit hótelsins og vinna með öll- um hlutaðeigandi nefndum að því máli. „Hönnuður, friðunarnefnd og fleiri vinna saman að þessu til að allir séu ánægðir og þetta tekur sinn tíma en við leggjum áherslu á að halda hótelinu sem fallegustu,“ segir Heið- ur. Morgunblaðið/Golli Eigendur Hótels Borgar hafa hug á að koma fyrir lyftuhúsi á efstu hæð hótelsins og bæta við herbergjum, en þar sem kvistirnir eru eru nú tvö stór herbergi og geymslur. Vilja stækka Hótel Borg Miðborgin NÝR skóli hefur starfsemi í Kópavogi á haustdögum og nefnist hann Salaskóli. Í fyrstu munu einungis 1.– 4. bekkur stunda þar nám, en eldri bekk- ir koma svo að skólanum er fram í sækir. Áætlað er að fyrsti áfangi skólabygg- ingarinnar verði tilbúinn í haust, auk þess sem umhverfi skólans býður upp á ýmsa möguleika til fjölbreyttrar kennslu. Við skólann verður byggð íþróttamiðstöð og þar verður íþróttasalur, inni- og úti- sundlaug og fleira. Fyrsti áfangi íþróttamiðstöðvarinnar verður væntanlega tilbúinn eftir ár. Hafsteinn Karlsson hefur verið ráðinn skólastjóri Sala- skóla. Hann er fæddur á Rang- árvöllum en fluttist 5 ára gam- all í Kópavoginn og ólst þar upp. „Já, ég átti heima rétt hjá trönunum og sandgryfjunum, rétt hjá þessum nýja skóla,“ sagði Hafsteinn í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann hef- ur verið skólastjóri um 15 ára skeið, fyrst í Villingaholtsskóla í Flóa, en síðastliðin fimm ár í Selásskóla í Reykjavík. Breyttar áherslur frá því sem nú tíðkast „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er mjög spennandi; nýr skóli og nýjar hugmyndir. Við ætlum að koma á fót skóla sem byggir á sterkum hliðum ein- staklinganna. Ég legg áherslu á, að strax frá fyrsta degi verði hugað að sérþörfum og hæfileikum hvers og eins. Hug- myndafræðin er fengin héðan og þaðan og úr henni saumuð flík sem passar þessum skóla. Það má segja að ég sé þarna yfirskraddari, en svo munu koma að málinu þeir kennarar sem ráðast að skólanum í haust. Þetta er semsagt allt í mótun. En því verður ekki neitað að ég er með ákveðnar hug- myndir, sem verða að ein- hverju marki leiðandi. Ég er t.d. að hugsa um umhverf- ismálin, að þetta verði grænn skóli strax frá upphafi, og einnig verður hugað að jafn- réttismálum m.t.t. mismunandi þarfa kynjanna og öðru slíku. Þá er ljóst að íþróttir koma til með að leika þarna stórt hlut- verk, eftir að íþróttamiðstöðin verður komin, með sundlaug- um og öllu.“ Skólinn nú þegar kominn með heimasíðu Athygli vekur, að hinn nýi skóli er þegar kominn með heimasíðu (salaskoli.kopavog- ur.is), þótt ekki sé byggingin enn kominn í ljós. „Jú, þetta er í fyrsta skipti sem verið er að setja nýjan skóla af stað og hann er strax kominn með vef- setur,“ sagði Hafsteinn. „Hugmyndin er sú að for- eldrar og nemendur geti strax kynnst skólanum og þannig verði hægt að byggja upp sam- félag í kringum hann, áður en húsið sjálft verður til. Eins er ráðgert að setja inn á vefinn möguleika fyrir foreldra til þess að taka þátt í umræðum um skólann og taka þannig þátt í að móta hugmyndafræð- ina. Þar er einnig hægt að koma á framfæri ábendingum til kennara og skólastjóra um það sem betur má fara, og þar fram eftir götunum.“ Gert ráð fyrir um 100 nemendum Hafsteinn kveðst ekki óttast að skólahúsnæðið verði ekki tilbúið fyrir haustið. „Nei, nei. Þetta er fyrsti áfanginn og hann er fyrir 1.–4. bekk og verður tilbúinn til að taka við þeim nemendum sem koma. Það er annars alveg óvíst hversu margir hefja nám á haustdögum, en gert ráð fyrir að þeir verði eitthvað um 100 talsins og 7–8 kennarar. Við erum einmitt núna að leita að áhugasömu fólki sem er tilbúið til að taka þátt í að byggja upp og þróa frá grunni metnaðarfullt skólastarf og umsóknarfrestur um kenn- arastörfin er til 8. maí. Fljótlega verður svo einnig auglýst eftir öðru starfsfólki. Við erum nýlega búin að aug- lýsa, og ég er samt þegar kom- inn með þrjár umsóknir og fjöldann allan af fyrirspurnum, svo að ég lít björtum augum til haustsins og komandi vetrar.“ Nýr skóli, Salaskóli, hefur starf- semi í Kópavogi á haustdögum Byggt verður á sterkum hliðum einstaklinganna Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrsti áfangi Salaskóla er að rísa af grunni í Kópavogi og á að verða tilbúinn fyrir haustið til að taka við þeim nemendum sem koma í 1., 2., 3. og 4. bekk. Salahverfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.