Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 17 SÝSLUMANNSEMBÆTTIÐ í Kópavogi flytur sig um set í næsta mánuði að Dalvegi í Kópavogsdal en embættið er nú til húsa í Auð- brekku 10. Að sögn Þorleifs Pálssonar, sýslumanns í Kópavogi, verður mikil bót að nýja húsnæðinu. „Þetta verður meira rými sem við fáum og betri aðstaða á allan hátt, bæði fyrir lögreglu og skrifstofu,“ segir hann. Með nýja húsnæðinu sameinast starfsemin á einn stað en embættið hefur neyðst til að leigja viðbótarhúsnæði á öðrum stað í Kópavogi. Flutningarnir munu breyta miklu varðandi aðgengi fatlaðra að embættinu því að sögn Þorleifs fullnægir húsnæðið að Auðbrekku ekki núgildandi reglum um að- gengi fatlaðra. Þá segir hann að samfara flutningnum verði tækjabúnaður, svo sem hús- gögn og tölvukostur, endurnýj- aður að nokkru leyti. Þrengsli hafa háð starfseminni Hann segir mikil þrengsli hafa verið hjá lögreglunni og það hafi háð starfseminni nokkuð. Til að mynda hafi þurft að skipta herbergjum niður og dreifa starfseminni á fleiri staði en einn svo eitthvað sé nefnt. Tæplega 60 manns starfa hjá lögreglu og á skrifstofu sýslumannsins í Kópavogi. Sýslumaður í nýtt húsnæði Kópavogur Morgunblaðið/Golli Bráðlega flyst sýslumaðurinn í Kópavogi í þetta húsnæði við Dalveg. ATHUGASEMDIR hafa borist vegna fyrirhugaðra bygginga á Hrólfskálamelum á Seltjarnarnesi en samkvæmt verðlaunatillögu er gert ráð fyrir sex hæða fjölbýlishúsi við Kirkjubraut og tveimur fimm hæða fjölbýlishúsum sunnan Mýrar- húsaskóla. Að sögn Einars Norðfjörð, bygg- ingafulltrúa Seltjarnarness hafa 3-4 athugasemdir borist vegna bygging- anna en það er hæð húsanna sem fólkið setur fyrir sig. „Fólk óttast skuggavarp inn á skólalóðina og svo eru einhverjir sem missa útsýni.“ Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um athugasemdirnar fyrr en skipu- lagsnefnd Seltjarnarness hefði fjallað um þær. Nefndin kemur sam- an til fundar í næstu viku. Íbúar gera athuga- semdir Seltjarnarnes ÖLL börn á aldrinum 6–16 ára í Mos- fellsbæ fá kennslu í skák í öllum íþróttatímum alla þess viku, og njóta þar aðstoðar Helga Ólafssonar stór- meistara og Guðlaugar Stefánsdóttur skákkonu, en hún er systir Hannesar Hlífars Stefánssonar stórmeistara. Er þetta liður í því sem bæjarstjórnin hefur verið að gera undanfarið, sem er að reyna að hvetja börn til þátt- töku í íþróttum og tómstundum. Það var á fundi íþrótta- og tóm- stundanefndar bæjarins 17. mars síð- astliðinn að samþykkt var að Sigurð- ur Guðmundsson íþróttafulltrúi leitaði til bæjarráðs um 100.000 króna fjárveitingu til þessa verkefnis, til að greiða laun skákkennaranna, og var það einróma samþykkt í bæjar- ráði. „Það er kennt á tveimur stöðum, þar sem eru á að giska 40 krakkar á hvorum stað,“ sagði Sigurður Guð- mundsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta er aðallega hugsað sem kynning á skáklistinni, því við erum að fara í einsetningu grunnskólans í haust og einn þáttur verður að bjóða upp á félagsstarf. Því höfum við velt fyrir okkur hvað við gætum helst boð- ið krökkunum upp á og þetta er eitt af því, enda teljum við skák bæði holla og góða íþrótt fyrir hugann. Krakk- arnir eru mjög ánægðir með þetta, og hér ríkir mikil gleði. Hvert barn fær kennslu í tvö skipti að lágmarki, auk þess að fá að taka þátt í skákmóti í lok kennsluvikunnar, þar sem skipting keppenda verður eftir aldri.“ En þetta er ekki eini skákviðburð- urinn í Mosfellsbæ, því Íslandsmótið í grunnskólaskák verður haldið í Varmárskóla um helgina, 28.–29. apr- íl, og einnig er fyrirhugað að hafa eitt af helgarskákmótum Skáksambands Íslands í Mosfellsbæ um sömu helgi. Skákveisla í grunn- skólanum Mosfellsbær ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.