Morgunblaðið - 24.04.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.04.2001, Qupperneq 20
SUÐURNES 20 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMNINGAR eru á lokastigi við verktaka um byggingu á 25 félagsleg- um leiguíbúðum fyrir aldraða í Reykjanesbæ, samkvæmt alútboði sem fram hefur farið. Íbúðirnar eiga að vera tilbúnar að ári. Hugmynda- fræði rekstraráætlunar hefur verið notuð við undirbúning byggingarinn- ar og er það nýjung við alútboð op- inberra bygginga hér á landi. Fyrir tveimur árum, vegna árs aldraðra, var gerð könnun á húsnæð- isþörf aldraðra í Reykjanesbæ. Að sögn Hjördísar Árnadóttur félags- málastjóra staðfesti könnunin þann grun félagsmálayfirvalda að margir aldraðir einstaklingar væru í húsnæð- isvandræðum. „Við héldum að þetta væri sá hópur sem byggi við trygg- ustu húsnæðisaðstæður,“ segir Hjör- dís. Í ljós kom hins vegar að margir aldraðir einstaklingar eiga ekki íbúð- ir, hafa misst þær af mismunandi ástæðum eða skulda mikið í þeim. Ekki unnt að bæta við sameig- inlegum tómstundakjarna Fjölskyldu- og félagsmálaráð Reykjanesbæjar lagði þá hugmynd fyrir Íbúðalánasjóð að byggt verði 25 íbúða hús, sem félagslegar leiguíbúðir fyrir aldraða einstaklinga, og var það samþykkt. Þrír embættismenn bæj- arins, Stefán Bjarkason tómstunda- fulltrúi, Hjörtur Zakaríasson bæjar- ritari og Hjördís félagsmálastjóri, fengu það verkefni að undirbúa bygg- inguna. Jafnframt var kannað hvort unnt yrði að koma stórum kjarna fyr- ir félagsþjónustu aldraðra í Reykja- nesbæ fyrir í byggingunni en það reyndist ekki mögulegt á þeirri lóð sem úthlutað var, það er að segja Kirkjuvegi 5 í Keflavík. Ákveðið var að fara í alútboð og VSÓ-ráðgjöf tók að sér umsjón verks- ins. Fjórir verktakar tóku þátt í út- boðinu. Þótti tilboð Hjalta Guð- mundssonar ehf. best, að teknu tilliti til gæða byggingarinnar, en önnur til- boð voru lægri. Íbúðalánasjóður hefur lofað láni að fjárhæð tæpar 142 milljónir kr. og á síðasta bæjarráðsfundi var ákveðið að sækja um viðbótarlán. Hlutur Reykjanesbæjar er áætlaður 19 millj- ónir kr. Einar S. Gunnarsson, verkfræðing- ur hjá VSÓ-ráðgjöf, segir að staðið hafi verið að undirbúningi bygg- ingarinnar á óhefðbundinn hátt. Verkefnið hafi frá upphafi verið hugsað út frá hugmyndafræði rekstr- aráætlunar. Þörfin hafi verið fyrir hendi og lánsloforð fengist. Ákveðið hafi verið að halda byggingar- og rekstrarkostnaði hússins í skefjum þannig að hægt yrði að halda leigugjaldi íbúðanna í lágmarki. Bendir Hjördís Árnadóttir á það að væntanlegir leigjendur séu úr þeim hópi í samfélaginu sem hafi einna minnst fé handa í milli. Segir Einar að markmiðið með alútboðinu hafi náðst og byggingin yrði góð til sinna nota. Hjördís er einnig ánægð með ár- angurinn. Segir að tillagan sem valin var hefði marga góða kosti fyrir vænt- anlega íbúa. Byggingin er hönnuð af Teiknistofunni ehf., Ármúla 6. Húsið er einkum ætlað öldruðum einstaklingum og eru íbúðirnar hann- aðar með það í huga. Allar jafnstórar, eða liðlega 60 fermetrar að stærð. Þó eiga hjón að geta búið þar ef því er að skipta. Þörfin er mikil því 50 sýndu áhuga á leigu, í könnun sem gerð var, og tel- ur Hjördís að þar af eigi að minnsta kosti 30 rétt á leiguíbúð af þessu tagi. Samningar á lokastigi um byggingu 25 félagslegra leiguíbúða fyrir aldraða 25 félagslegar leiguíbúðir fyrir aldraða í Reykjanesbæ verða í þessari blokk sem byggð verður á Kirkjuvegi 5 í Keflavík. Verkefnið hugsað út frá hugmyndafræði rekstraráætlana Reykjanesbær ÍBÚATALA Vatnsleysustrandar- hrepps hækkar úr 730 í 1.100, eða um 50%, þegar nýtt hverfi verður full- byggt. Á síðasta ári var úthlutað 140 lóðum og runnu þær út eins og heitar lummur. Er nú biðlisti eftir lóðum sem losna. Á vegum Vatnsleysustrandar- hrepps var skipulagt nýtt bygginga- svæði norðan við þorpið í Vogum og tveimur götum einnig bætt við sunn- an við núverandi byggð. Á vegum hreppsnefndar var efnt til markaðs- átaks í því skyni að selja lóðirnar og að sögn Þóru Bragadóttur oddvita gekk það vonum framar. Seldust allar lóðirnar á tiltölulega stuttum tíma og nú er biðlisti eftir lóðum sem losna en að hennar sögn er fáum lóðum skilað. Byrjað er að byggja hús á nýju svæðunum og margir lóðahafar eru að hugsa sér til hreyfings um þessar mundir. Vinnur á höfuðborgarsvæðinu Fólkið sem keypt hefur lóðir í Vog- um og hyggst flytja þangað kemur af höfuðborgarsvæðinu en einnig af landsbyggðinni, að sögn Þóru. Marg- ir hafa komið úr Hafnarfirði en nú er hópurinn blandaðri en oft áður, til dæmis nokkuð um að fólk hyggist flytja úr Kópavogi. Nýju íbúarnir eru ekki að sækjast eftir vinnu í Vogum heldur vilja vinna áfram á höfuðborg- arsvæðinu og aka á milli. Þetta er mikið ungt fólk, með börn, sem vill komast í barnvænna umhverfi, að sögn Þóru. Hreppsfélagið er ágætlega í stakk búið til að taka við þessum nýju íbú- um, að sögn oddvitans. Unnið er að stækkun leikskólans og áformað að stækka grunnskólann aftur eftir tvö til þrjú ár. Með íbúafjölguninni er verið að nýta betur þjónustuna sem fyrir er og gera hana hagkvæmari. Ef til frekari stækkunar þorpsins kem- ur, þarf að gera það í mun stærra stökki, að sögn Þóru Bragadóttur, því þá þarf að mynda nýtt skólahverfi. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um slíkt enda segir Þóra mikilvægast að ljúka þeirri uppbyggingu sem nú eigi sér stað. Á vegum Vatnsleysustrandar- hrepps er nú unnið að skipulagningu nýs iðnaðarhverfis. Biðlisti eftir lóðum í Vogum Stefnir í 50% fjölgun íbúa Vogar „MÉR LÍST ágætlega á þetta og tel að íþróttahreyfingin sé til við- ræðna um málið ef góð aðstaða fæst og vel verður gert við hana,“ segir Ólafur Thordersen, formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, um hugmyndir um að taka íþrótta- svæðin í Keflavík og Njarðvík und- ir byggingar og gera nýtt íþrótta- svæði á Neðra-Nickelsvæðinu, ofan við Reykjaneshöllina. Hugmyndin um uppbyggingu sameiginlegs íþróttasvæðis kom upp í skipulags- og byggingar- nefnd Reykjanesbæjar og íþrótta- og tómstundaráð taldi hana at- hyglisverða. Einar Haraldsson, formaður að- alstjórnar Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, segir að málið hafi ekki verið kynnt félaginu og því ekkert verið fjallað um það á þeim vettvangi. Íþróttavöllurinn í Keflavík er orðinn gamall og gera þarf á honum lagfæringar, skipta um gras og laga öryggismál. Segir Einar að fram til þessa hafi ekki annað komið til tals en félagið yrði áfram þarna með sína starfsemi og hefði haft áhuga á að fá þar að- stöðu fyrir félagsstarfsemina. En þegar nýir fletir kæmu upp þyrfti að ræða þá. Ólafur Thordersen segir að vissulega séu skiptar skoðanir meðal félagsmanna á flutningi íþróttasvæðanna. Þetta sé tilfinn- ingamál, ekki síst meðal eldri manna. Sjálfur segist hann ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að ræða framtíðina á þessum grundvelli. Segir Ólafur að miklar fram- kvæmdir séu fram undan á vell- inum í Keflavík og þar sé ónotaður malarvöllur. Telur hann brýnt að bæjarstjórnin svari því hvort ráð- ast eigi í lagfæringar á vellinum eða stíga skrefið og byggja upp á nýjum stað. Hins vegar segist hann ekki sjá fyrir sér að íþrótta- svæðið í Njarðvík verði lagt niður á næstunni enda verið að ljúka við uppbyggingu þess og enn til lóðir í nágrenni þess. Hugmyndir um nýtt íþróttasvæði ofan Reykjaneshallar Íþróttahreyfingin er til viðræðna um vallarmálið Reykjanesbær Morgunblaðið/Jim Smart Hugmyndin er að nýr leikvangur Reykjanesbæjar og æfingavellir knatt- spyrnufélaganna verði byggðir á Neðra-Nickelsvæðinu, ofan Reykjanes- hallarinnar. Það er varnarsvæði og þarf að hreinsa það fyrir aðra notkun. KÖRFUKNATTLEIKSMENN í Grindavík héldu uppskeruhátíð sína fyrir skömmu. Það kemur kannski ekki neinum á óvart að Sigríður Anna Ólafsdóttir var valin besti leikmaðurinn hjá kvenfólkinu og Páll Axel Vil- bergsson hjá körlunum. Hátíðin fór fram á Sjó- mannastofunni Vör og var vel mætt og ball á eftir. Boðið var upp á heimatilbúin skemmti- atriði frá bæði kvennakörfunni og karlakörfunni sem vöktu mikla lukku. Viðurkenningin best Jovana Stefánsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir mestu framfarir en sú efnilegasta var Erna Rún Magnúsdóttir. Hjá körlunum voru veittar við- urkenningar fyrir hina ýmsu tölfræðiþætti körfuboltans. „Það jákvæðasta fyrir mig við þennan vetur er þessi viður- kenning að vera kosin besti leikmaðurinn og líka það að vera valin í landsliðshópinn“, sagði Sigríður Anna Ólafsdóttir. Unnum titil Aðspurður um þennan vetur sagði Páll Axel Vilbergsson: „Það er margt jákvætt og margt neikvætt við veturinn. Við unnum titil en stóðum okk- ur ekki jafn vel og við ætluðum. Við misstum erlenda leikmann- inn okkar þegar við vorum að ná góðu jafnvægi í leik okkar. Ég verð að spila körfubolta næsta vetur en ég samdi bara til eins árs í fyrra þannig að ég get ekki sagt til um það hvar ég verð að spila.“ Sigríður Anna sagðist ætla að spila með Grindavíkurliðinu næsta vetur. Uppskeruhátíð körfuknattleiksmanna í Grindavík Sigríður Anna og Páll Axel best Morgunblaðið/GPV Þau bestu í Grindavík á nýliðinni körfuboltavertíð, Sigríður Anna Ólafsdóttir og Páll Axel Vilbergsson. Grindavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.