Morgunblaðið - 24.04.2001, Qupperneq 24
VIÐSKIPTI
24 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VILTU VITA MEIRA?
Námstefna á vegum Tölvudreifingar
og Microsoft verður haldin í
Salnum þann 8. maí nk.
Kynnt verða Office XP og Windows XP
og fleiri nýjungar frá Microsoft.
Ókeypis aðgangur.
Nánari upplýsingar og skráning á
www.td.is og í síma 591 9100.
SAMKVÆMT upplýsingum frá
greiningardeild Búnaðarbankans
verðbréfa hefur velta félaga í Úr-
valsvísitölu Verðbréfaþings Íslands
dregist saman um 70% frá síðasta
ári.
Úrvalsvísitalan er samsett úr
þeim fimmtán félögum á Verðbréfa-
þingi sem hafa mest markaðsvirði og
mest viðskipti eru með. Verðmyndun
þessara félaga er því að öðru jöfnu
skilvirkust og seljanleikaáhætta
þeirra minnst.
Þau félög sem nú eru í Úrvalsvísi-
tölunni eru sýnd í meðfylgjandi töflu
og þar kemur fram hver velta bréfa
þeirra á nafnvirði er sem hlutfall af
nafnvirði hlutafjár. Þetta hlutfall er
fundið þannig að velta félags á fyrsta
ársfjórðungi er reiknuð upp til árs-
veltu og svo er deilt í þá tölu með
nafnvirði hlutafjár í viðkomandi
félags. Úr töflunni má lesa að miðað
við veltuhraða síðustu þriggja mán-
aða skipta 67% bréfa Íslandsbanka-
FBA um hendur á ári, en aðeins 2%
bréfa Þormóðs ramma – Sæbergs.
Þar sem tvö félög, Íslandsbanki-
FBA og Húsasmiðjan, voru ekki
skráð á fyrsta fjórðungi ársins 2000
er ekki hægt að bera saman veltu
þeirra þá og nú. Sé velta hinna þrett-
án félaganna í Úrvalsvísitölunni á
fyrsta fjórðungi í ár borin saman við
það sem þau veltu á sama tímabili í
fyrra kemur í ljós að viðskiptin voru
rúmir 42 milljarðar króna í fyrra en
tæpir 13 milljarðar króna í ár, sem
þýðir að veltan hefur minnkað um
70%.
Greiningardeild Búnaðarbankans
verðbréfa segir mestu muna um við-
skiptin með ríkisviðskiptabankana,
Búnaðarbanka og Landsbanka, þar
sem mikil viðskipti hafi verið með þá
í kjölfar sölu á hlut ríkisins í desem-
ber 1999. Sé litið fram hjá þessum
tveimur félögum og þau ellefu sem
eftir eru skoðuð, má sjá að veltan í
fyrra var rúmir 32 milljarðar króna,
en rúmir 11 milljarðar króna í ár.
Hún hefur því minnkað um 65%.
$
41
/
* 3$
4$$44
' 5&
67
8
9 :
5 ; <=
>? @
' 6 4 ?@A' B 57 '
= C ! (
+
(
+
))
))
)
(
$
41
" 4*
"" &#$$
Velta hluta-
bréfa 70% minni
Viðskipti á Verðbréfaþingi Íslands
ÁRLEG velta þeirra 19 fyrirtækja
sem voru í eignasafni áhættufjár-
festingarsjóðsins Talentu-Hátækni
um síðustu áramót jókst að með-
altali um 51% á síðastliðnum þrem-
ur árum. Þá var árleg fjölgun
starfa hjá þessum fyrirtækjum að
meðaltali 52% á sama tímabili. Af
fyrirtækjunum 19 skiluðu 5 hagn-
aði á síðasta ári. Samkvæmt áætl-
unum er gert ráð fyrir að 12 þeirra
skili hagnaði á þessu ári en að þau
skili öll hagnaði á árinu 2002. Þetta
kom meðal annars fram í máli
Bjarna K. Þorvarðarsonar, sjóð-
stjóra Talentu-Hátækni, á fundi
sem sjóðurinn hélt nýlega fyrir
hluthafa og fjárfesta til kynningar
á niðurstöðum síðasta árs, horfum
framundan og sýn sjóðsins á ávöxt-
unartækifæri í hátæknigeiranum.
Kynningarfundurinn var haldinn í
tengslum við aðalfund félagsins,
sem haldinn var í Lúxemborg en
sjóðurinn er skráður þar.
Bjarni sagði á kynningarfundin-
um að Talenta-Hátækni hefði fjár-
fest í tveimur fyrirtækjum frá ára-
mótum og ætti því hlut í 21
fyrirtæki nú. Fyrirtækin skiptust
nokkuð jafnt á milli fjarskipta-,
hugbúnaðar- og tölvufyrirtækja, en
stefna sjóðsins væri að fjárfesta í
ungum vaxtarfyrirtækjum.
Tap 188 milljónir á árinu 2000
Samkvæmt rekstrarreikningi
Talentu-Hátækni nam tap til lækk-
unar á eigin fé sjóðsins á árinu
2000 samtals 188 milljónum króna.
Þar af var óinnleyst gengistap 143
milljónir. Eignir sjóðsins sam-
kvæmt efnahagsreikningi á ára-
mótum námu samtals 1.190 millj-
ónum króna og var eigið fé 1.179
milljónir.
Talenta-Hátækni sjóðurinn var
stofnaður í mars á síðasta ári.
Bjarni segist ekki vera ánægður
með afkomu ársins en hún hafi að
verulegu leyti ráðist af árferðinu.
Skrifstofa í Lundúnum
Að sögn Bjarna er unnið að því
að opna skrifstofu Talentu-Há-
tækni í Lundúnum næstkomandi
sumar. „Okkar hlutverk er að
verulegu leyti að aðstoða þau fyr-
irtæki sem við eigum í. Fyrirtækin
eiga það nánast öll sameiginlegt að
vera annað hvort að leita að fjár-
magni, jafnvel erlendis, eða að leita
að erlendum samstarfsaðilum til að
geta stækkað og gert útrásar-
möguleika að veruleika. Við getum
mun auðveldar aðstoðað fyrirtæki
ef við erum með skrifstofu í Lund-
únum heldur en ef við reynum það
héðan frá Íslandi. Þetta er ný
hugsun meðal fjárfesta hér á landi,
þ.e. að styðja við bakið á þeim fyr-
irtækjum sem við höfum fjárfest í
frekar en að leita stöðugt að nýj-
um,“ segir Bjarni.
Eitt skráð og 18 óskráð
Talenta-Hátækni á hlut í einu
skráðu félagi, Columbus IT Partn-
er í Danmörku, og í 20 óskráðum
íslenskum fyrirtækjum. Eignar-
hlutur Talentu-Hátækni er 26,8% í
Eignarhaldsfélaginu Halló!, 25,0%
í Bestun og ráðgjöf hf., 25% í
Flyware hf., sem sjóðurinn keypti
á þessu ári, 21,4% í Áliti ehf. og
20,0% í Króla verkfræðistofu ehf.
Eignarhlutur sjóðsins er minni í
öðrum félögum. Bókfært verð
hlutabréfa sjóðsins nemur samtals
973 milljónum króna, þar af eru
256 milljónir bókfært verð eign-
arhlutar í EJS hf., sem er 2,8%
hlutur í fyrirtækinu.
19 vaxtarfyrirtæki í eignasafni Talentu-Hátækni á áramótum
Fimm fyrirtæki skil-
uðu hagnaði á árinu
Morgunblaðið/Ásdís
Bjarni K. Þorvarðarson, sjóðstjóri Talentu-Hátækni, segir að unnið sé að
því að sjóðurinn opni skrifstofu í Lundúnum næstkomandi sumar.
STJÓRN sænsku hótelkeðjunnar
Scandic hefur fyrir sitt leyti sam-
þykkt tilboð bresku hótelkeðjunn-
ar Hilton upp á 612 milljónir
punda eða 82 milljarða íslenskra
króna, og ráðleggur hluthöfum
Scandic að samþykkja tilboðið.
Scandic rekur 150 hótel í ellefu
löndum og voru hótel undir
merkjum Scandic einnig rekin á
Íslandi um tíma.
Hilton býður 108 sænskar
krónur og 1,12 hlut í Hilton á
hvern hlut í Scandic. Scandic
metur tilboðið á sem samsvarar
144 sænskum krónum á hlut og
er það um 30% yfir lokagengi
hlutabréfa Scandic sl. föstudag.
Roland Nilson, forstjóri Scandic,
er ánægður með tilboðið og segir
Norðurlöndin mikilvægt mark-
aðssvæði fyrir hótelkeðju eins og
Hilton. „Scandic-hótelin eru í for-
ystuhlutverki á norræna mark-
aðnum og samruni við eins sterkt
og þekkt fyrirtæki og Hilton,
mun hafa umtalsverð samlegðar-
áhrif.“ David Michels, forstjóri
Hilton, sagði samninginn í sam-
ræmi við áætlanir félagsins um
aukin umsvif í Evrópu. „Þetta er
mikilvægt skref í því ferli. Við er-
um að kaupa mjög gott fyrirtæki
með mikla möguleika. Hilton býst
við samlegðaráhrifum upp á sem
samsvarar 2,2 milljörðum ís-
lenskra króna á ári fyrir árið
2003.“
Scandic er stærsta hótelkeðja á
Norðurlöndunum og á síðasta ári
nam hagnaður fyrirtækisins um
3,7 milljörðum króna en sala nam
55 milljörðum. Afkoma Hilton á
fyrsta ársfjórðungi var góð, og
jókst hagnaður um 27% miðað við
sama tíma í fyrra. Stærsti hlut-
hafinn í Scandic, Ratos sem á
25% hlutafjár, hefur þegar sam-
þykkt tilboð Hilton, að því er
Dagens Industri greinir frá, og
hefur skuldbundið sig til að halda
hluta greiðslunnar, 1,3% hluta-
bréfa í Hilton, í tólf mánuði. Sölu-
hagnaður Ratos nemur um 15
milljörðum íslenskra króna.
Hilton mun setja nafn sitt á um
20 Scandic-hótel á Norðurlönd-
unum en halda Scandic-nafninu á
hinum. Hilton rekur nú aðeins
eitt hótel á Norðurlöndunum, þ.e.
við Kastrup flugvöllinn í Kaup-
mannahöfn. Scandic rekur um
120 hótel á Norðurlöndunum og
um 30 annars staðar í Evrópu.
Hilton rekur 220 hótel um allan
heim, þar af 127 í Evópu. Hluta-
bréf Hilton eru skráð í Kauphöll-
inni í London og er markaðs-
verðmæti þeirra um 450
milljarðar króna. Gengi hluta-
bréfanna hækkaði um 4% í við-
skiptum fyrri hluta gærdagsins í
kjölfar tilkynningarinnar.
Hilton kaupir Scandic
Ósló. Morgunblaðið.