Morgunblaðið - 24.04.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 24.04.2001, Qupperneq 26
ÚR VERINU 26 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan á Vestfjörðum efndi til fund- ar síðastliðinn laugardag á Ísafirði með Grétari Mar, forseta Far- manna- og fiskimannasambandsins, og Benedikt Valssyni, framkvæmda- stjóra sambandsins. Sunnanmenn fóru yfir stöðu samningamála og Vestfirðingarnir sögðu þeim sínar skoðanir á málun- um, að sögn Gísla Hjartarsonar, starfsmanns Bylgjunnar. Hann sagði að mikill einhugur hefði verið á fundinum, þar sem flestir skipstjórnarmenn í verkfalli á norðanverðum Vestfjörðum voru samankomnir, en Barðstrendingar komust ekki vegna óveðurs og óvissrar færðar. Hann sagði að menn væru mjög óánægðir með gang mála, en einhugur ríkti um að klára dæmið án afskipta stjórnvalda. Í ályktun sem fundurinn sendi frá sér kemur fram að skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan lýsir yfir fullu trausti á samninganefnd FFSÍ og hvetur hana til að standa þétt með öðrum samtökum sjómanna við að verjast ósanngjörnum málflutningi LÍÚ varðandi mönnunarmál. Jafnframt er skorað á stjórnvöld að virða sjálfsagðan rétt sjómanna til að berjast fyrir kjörum sínum á sama grunni og aðrar stéttir í þjóð- félaginu. Hugmyndir um verðmyndun á fiski telur fundurinn allt of flóknar og telur beina markaðssetningu mun nær sanngirni. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Frá fundi Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar á Ísafirði. Við háborðið eru Stígur Arnórsson, Bene- dikt Valsson, Grétar Mar Jónsson, Bergþór Gunnlaugsson og Gísli Hjartarson. Lýsa fullu trausti á samninganefnd FFSÍ Ísafirði. Morgunblaðið. HALLDÓR Árnason, sjómaður á Patreksfirði, sendi nýverið Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra bréf þar sem hann hvetur til kvóta- setningar krókabáta undir 6 tonn- um. „Mig langaði að koma þessum ábendingum á framfæri og ráð- herrann hefur lesið bréfið og gefið mér svör sem ég er sáttur við,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Í bréfi sínu til ráðherra segir Halldór meðal annars, „Báturinn hjá mér er 10,76 tonn og hefur verið kvótasettur síðan 1984. Þá var kvóti settur á veiðistofna til að hlífa þeim vegna ofveiði. Ef árangur yrði af vernduninni átti það að koma við- komandi veiðiskipi til góða. Lítill hefur árangur þó orðið. Í upphafi kvótakerfisins var mið- að við 10 tonna báta. Bátar undir því marki voru að miklu leyti frjálsir til veiða. Allir þekkja þá hörmungar- sögu. Nú síðast var ákveðið að hafa báta undir 6 tonnum að mestu frjálsa. Staðreyndin er hins vegar sú að 6 tonna bátur í dag er orðinn stærri en þessi 11 tonna bátur hjá mér og mun öflugri, þ.e.a.s. með þrefalda vélarstærð. Vinsamlega berðu nú saman kvót- ann hjá mér og þessum öflugu 6 tonna bátum eins og þeir kæmu út eftir kvótasetningu samkvæmt nú- verandi lögum. Eins og allir vita, eru þessir bátar búnir að éta út úr fyrsta kerfinu stóran kvóta og mættu vera sáttir við það. Nú er mælirinn fullur og ef enn verður gefið eftir eykst mis- ræmið ennþá meira. Jafnræði á að gilda Ég tel að jafnræði eigi að gilda milli allra stærða af veiðiskipum. Það er allt mælt upp á kíló hjá okk- ur, en bátar undir 6 tonnum mega veiða samtals tugi þúsunda fram yfir úthlutaðan kvóta. Það hefur engin áhrif að þeirra sögn og margir al- þingismenn eru þeim sammála. Ef þetta er jafnræði og sami dansinn á að vera í gangi áfram, þá skal ég verða fyrstur manna til að fara í mál við ráðuneytið vegna framkvæmda fiskveiðilaganna. Byggðaröskun á Vestfjörðum er allt annað mál og kemur jafnrétti til fiskveiða ekkert við. Við erum tveir eigendur að bátnum Sæbjörgu BA-59 og búum enn á Vestfjörðum þrátt fyrir þröngan kost. Við ætlum að sjá til enn um sinn áður en við pökkum saman og flytjum í sæluríkið við Faxaflóa.“ Halldór bætir við að afli skipa sem eru undir 10 tonnum sé nú um þriðjungur af öllum botnfiskafla landsmanna, en hafi verið innan við 2% af heildarveiðinni þegar kvóti var settur í fyrsta skipti árið 1984 og sé það til marks um að fyrirkomulag veiða hefur breyst gífurlega, en reglugerðir ekki til góða í samræmi við það. Sjónarmið sem eiga rétt á sér Halldór segir Árna Mathiesen hafa brugðist vel við bréfi sínu og hann hafi svarað sér nýverið. „Hann segir hugmyndir mínar þess eðlis að þær megi tvímælalaust koma fyrir almenningssjónir. Á vegum sjávar- útvegsráðuneytisins sé nú að störf- um nefnd sem eigi að endurskoða lög um stjórn fiskveiða. Nefndinni sé ætlað að koma með tillögur að breytingum á fiskveiðistjórnarlög- unum sem meiri almenn sátt geti orðið um en þau lög sem nú gilda án þess þó að glata því góða sem sem núverandi stjórnkerfi hefur í för með sér. Hann segir að formaður nefndarinnar hafi fengið afrit af bréfi mínu þannig að sjónarmiðin komi fram við endurskoðun lag- anna.“ Smábátasjómaður hvetur til kvótasetningar krókabáta Hótar málssókn verði það ekki gert í haust ERLENT FUNDI leiðtoga 34 Ameríkuríkja í Quebec-borg í Kanada lauk á sunnudag með undirritun yfirlýs- ingar um að stefnt væri að mynd- un fríverslunarsvæðis, sem næði heimskautanna á milli, fyrir árið 2005. Aðeins lýðræðisríki munu fá aðild að fríverslunarbandalaginu, sem yrði það stærsta í heimi. Með myndun fríverslunarbanda- lags Ameríkuríkja (FTAA) yrði viðskiptahömlum aflétt á svæði sem nær frá heimskautahéruðum Kanada til Horn-höfða í Chile. Á þessu svæði búa um 800 milljónir manna, sem framleiða vörur og veita þjónustu fyrir samtals 11,4 þúsund milljarða dollara á ári – meira en í Evrópusambandinu. Gert er ráð fyrir að tollar verði felldir niður eða lækkaðir í við- skiptum milli aðildarríkjanna og að kvótar, niðurgreiðslur og aðrar hindranir í vegi frjálsra viðskipta verði afnumin. Í yfirlýsingunni er kveðið á um að samningaviðræðum um myndun FTAA verði í síðasta lagi lokið í janúar 2005 og að samningurinn taki gildi eigi síðar en í desember sama ár. Fríverslunarsamningur er þegar í gildi milli Bandaríkjanna, Kan- ada og Mexíkó (NAFTA). Aðeins lýðræðisríki fá aðild Í yfirlýsingu þjóðarleiðtoganna er skýrt tekið fram að einungis lýðræðisríki geti átt aðild að frí- verslunarbandalaginu. Varað er við því að „ólýðræðislegar stjórn- arfarsbreytingar eða hindrun lýð- ræðislegra stjórnarhátta“ útiloki ríki frá viðræðum um myndun bandalagsins. Kúba er eina ríkið í Ameríkuálf- unum þar sem ekki fara fram lýð- ræðislegar kosningar, og átti ekki fulltrúa á fundinum í Quebec. Þrátt fyrir að margt sé enn óljóst varðandi hið fyrirhugaða frí- verslunarsamkomulag og að ýmis ágreiningsefni séu óleyst, lýsti George W. Bush Bandaríkjaforseti ánægju með niðurstöðu leiðtoga- fundarins og sagði hann hafa verið afar árangursríkan. „Mér er ljóst að okkar bíður umfangsmikið verkefni, en ég efast ekki um að við getum sigrast á þessari áskor- un.“ Ýmsir hafa áhyggjur af því að Bandaríkjaþing kunni að setja for- setanum stólinn fyrir dyrnar varð- andi myndun fríverslunarbanda- lagsins, en Bush hét því að þrýsta á þingið að veita sér fulla heimild til samninga. Hugo Chavez, forseti Venesúela, skrifaði undir yfirlýsinguna, en áskildi þjóð sinni rétt til að taka afstöðu til tímamarkanna. Óeirðaseggir mótmæla frjálsum viðskiptum Í lokayfirlýsingu fundarins skuldbinda þjóðarleiðtogarnir sig til að fækka þeim íbúum Ameríku- ríkja sem búa við algjöra örbirgð um helming fyrir árið 2015. Leið- togarnir heita því einnig að efla umhverfisvernd og stuðla að sjálf- bærri nýtingu náttúruauðlinda, með það fyrir augum að „tryggja jafnvægi milli efnahagsþróunar, þjóðfélagsþróunar og náttúru- verndar“. Fréttaskýrendur segja þessum liðum yfirlýsingarinnar að ein- hverju leyti ætlað að koma til móts við kröfur andstæðinga hnattvæð- ingar, sem héldu uppi mótmælum gegn auknu frelsi í heimsviðskipt- um við fundarstaðinn í Quebec- borg. Þrýstivatnsdælur og táragas gegn ofbeldismönnum Lögregla þurfti að beita þrýsti- vatnsdælum og táragasi til að halda aftur af óeirðaseggjum í borginni um helgina. Reyndu þeir að rífa niður girðingar, sem var komið upp umhverfis fundarstað- inn, og réðust að lögreglu. Á fimmta hundrað manns var hand- tekið. Talið er að um 6 þúsund manns hafi átt aðild að ofbeldis- fullum mótmælaaðgerðum, en um 25 þúsund tóku þátt í friðsamlegri mótmælagöngu um borgina á laug- ardag. Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti, Jean Chrétien, forsætisráðherra Kanada, og Richardo Lagos, forseti Chile, takast í hendur við undir- ritun lokayfirlýsingar fundar Ameríkuríkja í Quebec á sunnudag. Fríverslunar- svæði heim- skauta á milli Quebec-borg. AFP, AP. Fundi leiðtoga Ameríkuríkja lauk með undirritun yfirlýsingar um viðskiptabandalag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.