Morgunblaðið - 24.04.2001, Side 27

Morgunblaðið - 24.04.2001, Side 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 27 JUNICHIRO Koizumi, sem telst til umbótasinna í japanska stjórnarflokknum LDP, vann yfirburðasigur í prófkjöri í gær, sem gerir hann líklegastan til að verða næsti forsætisráðherra Japans. Hann hefur lýst því yfir að komist hann til valda muni hann stýra ríkisstjórn sem endur- spegli „rödd þjóð- arinnar“. Koizumi hlaut stuðning 123 af 141 hér- aðsdeild flokksins, en vali á leið- toga flokksins í komandi kosn- ingum lýkur í dag er hinir 346 þingmenn LDP greiða atkvæði. Drukknir gæslumenn UPPLÝST hefur verið, að sum- ir gæslumannanna á Hróars- kelduhátíðinni á síðasta sumri voru drukknir við störfin er níu manns létu lífið í miklum troðn- ingi. Hefur það vakið mikla hneykslan í Danmörku og danska blaðið Berlingske Tid- ende upplýsir, að enginn gæslu- mannanna hafi fengið nokkra þjálfun. Talsmenn hátíðarinnar fullyrða raunar, að enginn gæslumannanna megi vera ölv- aður en eftir einum þeirra er haft, að hann hafi verið ölvaður allan daginn og illa upplagður til vinnu. Auk þess hefði hann ekki haft neina hugmynd um hvað gera skyldi ef til hans kasta hefði komið. Síðasta nazista- réttarhaldið? LÆKNAR í München stað- festu í gær að Anton Malloth, 89 ára gamall fyrrverandi liðsmað- ur gæzlusveita SS í fangabúð- um nazista í Theresienstadt, nú Terezin í Tékklandi, væri nægi- lega heill heilsu til að geta kom- ið fyrir rétt, en hann hefur verið ákærður fyrir morð á þremur gyðingum á tímabilinu 1943– 1945. Verði af réttarhöldunum má bóka að það verði með síð- ustu skiptunum sem réttað er yfir meintum stríðsglæpamönn- um nazista. Gates ekki ríkastur S. ROBSON Walton, aðaleig- andi verzlanakeðjunnar Wal- Mart, hefur steypt Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni hugbúnaðarfyrirtækisins Micro- soft, af stalli sem ríkasta manni heims, að því er skýrt er frá í brezka blaðinu Sunday Times. Samkvæmt frétt blaðsins eru eignir Waltons, sem er elzti son- ur Sams Waltons, stofnanda Wal-Mart, metnar á 65 millj- arða Bandaríkjadala, eða rúma 6 þúsund milljarða króna. Eign- ir Gates eru metnar á 54 millj- arða dala eða rúmlega 5 þúsund milljarða króna. Larry Ellison forstjóri hugbúnaðarfyrirtæk- isins Oracle er í 3. sæti á listan- um með 42,5 milljarða dala og Fahd konungur Sádi-Arabíu er í 4. sæti með 28,8 milljarða. STUTT Koizumi næsti Jap- ansleiðtogi? Junichiro Koizumi VEL vopnaðir Tsjetsjenar, sem tóku tugi manna í gíslingu á glæsihóteli í Istanbul í fyrrakvöld, gáfust upp í gærmorgun og slepptu fólkinu. Með gíslatökunni vildu þeir mótmæla hernaði Rússa í Tsjetsjníu. Gíslatakan á Swisshotel í Istanbul stóð í 12 tíma en að því búnu voru Tsjetsjenarnir, 13 að tölu, færðir í járnum á lögreglustöð. Engan gísl- anna, sem voru 120, sakaði en í þeirra hópi voru nokkrir Rússar. Barátta Tsjetsjena gegn Rússum nýtur samúðar í Tyrklandi en Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í gær, að landið væri enginn griðastaður fyrir skæruliða. Óttast margir, að atburðurinn geti dregið úr líkum á því, að Istanbul fái að halda Ólympíuleikana 2008. Gíslataka Tsjetsjena í Istanbul Öllum sleppt heilum á húfi Istanbul. AFP. AP Þessi kona, með barn sitt í fanginu, var í hópi gíslanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.