Morgunblaðið - 24.04.2001, Page 29
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 29
Suzuki bílar eru alltaf á meðal
þeirra sparneytnustu
FAÐIR flugmanns lítillar einshreyfils flug-
vélar bandarískra trúboða, sem var skotin nið-
ur yfir Amazon-fljóti á laugardag, sagði í gær
að hún hefði fengið heimild til lendingar áður
en þota flughers Perú hefði skotið hana niður
án viðvörunar.
Flugher Perú sagði hins vegar að vélin hefði
hvorki gefið upp flugáætlun né haft samband
við flugumferðarstjóra þegar hún hefði flogið
yfir afskekkt frumskógarsvæði, sömu leið og
fíkniefnasmyglarar hefðu oft notað til að
sækja kókaín á vinnslustöðvar í Kólumbíu.
Bandarísk eftirlitsvél
veitti herþotunni upplýsingar
Embættismaður bandarísku leyniþjónust-
unnar, CIA, sagði á sunnudag að eftirlitsflug-
vél á vegum CIA hefði greint flugher Perú frá
því að flugvélin kynni að vera á vegum eitur-
lyfjasmyglara en seinna lagst gegn því að hún
yrði skotin niður. George W. Bush Banda-
ríkjaforseti sagði að bandarískir embættis-
menn hefðu aðstoðað flugher Perú við að bera
kennsl á hugsanlega eiturlyfjasmyglara með
því að veita honum upplýsingar, m.a. um
stélnúmer flugvéla sem gefa ekki upp flug-
áætlun. Annar bandarískur embættismaður
sagði að fulltrúar hers Perú tækju síðan sjálfir
ákvörðun um hvort ástæða væri til að stöðva
flugvélarnar og þeir hefðu dregið þá röngu
ályktun í þessu tilviki að um eiturlyfjasmygl-
ara væri að ræða.
Bush sagði að Bandaríkjamenn hefðu
ákveðið að hætta eftirlitsfluginu á svæðinu þar
til upplýst yrði til fulls „hvað fór úrskeiðis í
þessu hörmulega slysi“.
CIA hefur tekið þátt í slíku eftirlitsflugi yfir
Perú frá árinu 1995 eftir að Bandaríkjaþing
samþykkti lög sem heimila leyniþjónustunni
að aðstoða erlend ríki við að stöðva flugvélar
ef rökstuddur grunur leikur á að þær séu not-
aðar til eiturlyfjasmygls.
Samkvæmt samningi ríkjanna getur her
Perú aðeins notað upplýsingar Bandaríkja-
manna til að gera árás á flugvél ef hún hefur
ekki gefið upp flugáætlun. Herflugvélarnar
þurfa fyrst að reyna að ná talstöðvarsambandi
við flugvélina og gefa henni merki
um að lenda. Fari flugvélin ekki eftir
fyrirmælunum eiga herflugvélarnar
að skjóta viðvörunarskotum áður en
þær reyna að skjóta flugvélina niður.
Bandarískir embættismenn segja
að flugher Perú hafi ef til vill ekki
farið eftir þessum reglum.
Faðir flugmanns vélarinnar, sem
var skotin niður yfir Amazon-fljóti,
sagði að hún hefði fengið heimild til
lendingar um tíu mínútum áður en
herþotan skaut á hana. Flugmaður-
inn hefði ekki fengið neina viðvörun.
Yfirmaður nálægs flugvallar sagði
að vélin hefði gefið upp flugáætlun
um 45 mínútum eftir að fyrst varð
vart við hana og flugmaðurinn hefði
verið í talstöðvarsambandi við flug-
turn vallarins. Faðir flugmannsins
sagði hins vegar að sonur sinn hefði
gefið upp flugáætlun áður en flugið
hófst og kvaðst hafa séð eintak af
henni á flugvellinum á laugardag. Al-
þjóðleg trúboðasamtök babtista
sögðu að herþotan hefði ekki notað
sömu talstöðvarrás og flugvél trú-
boðanna.
Flugvélin var af gerðinni Cessna
185 og á leiðinni frá bænum Islandia, við
landamærin að Brasilíu. 35 ára kona og sjö
mánaða dóttir hennar létu lífið en eiginmaður
hennar og sex ára sonur þeirra komust lífs af.
Flugmaðurinn slasaðist á báðum fótum.
Árásin á flugvél bandarískra trúboða
Frásögn flughers
Perú vefengd
AP
Kevin Donaldson, flugmaður vélarinnar sem var
skotin niður í Perú, er hér borinn út úr flugvél á al-
þjóðaflugvellinum í Fíladelfíu. Hann slasaðist á báð-
um fótum í árásinni.
Lima. AP.