Morgunblaðið - 24.04.2001, Page 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 31
„VORTÓNLEIKAR“ voru ekki
nefndir á nafn, en ætli það hugtak
hljóti samt ekki að hafa átt við fram-
komu Kórs Menntaskólans í Reykja-
vík á sunnudagskvöldið var í Ými,
sönghúsi Karlakórs Reykjavíkur við
Skógarhlíð. Því miður voru kórfélag-
ar og þar með raddskipan þeirra
hvergi tilgreind í tónleikaskrá, en þó
að kvenraddir væru að vonum í áber-
andi meirihluta, vakti fljótlega at-
hygli hvað heyrðist mikið í karlrödd-
um – að vísu mest í bassa. Samt sem
áður gilti um herrana, að söngur
þeirra var oftast tandurhreinn, að
mestu rembingslaus, og þar á ofan
hljómfyllri en gengur og gerist í
blönduðum ungmennakórum, sem
eins og kunnugt er þurfa jafnan að
kljást við krónískt undirframboð af
bössum og sérstaklega tenórum.
Fyrstu sjö lögin voru með einni
undantekningu sungin a cappella.
Hljómurinn í Hver á sér fegra föð-
urland (Emil Thoroddsen) var smá-
gerður en öruggur í inntónun, þrátt
fyrir örlítinn vott af tímastreitu milli
hendinga, sem vildi víðar einkenna
mótun hins annars þaulreynda kór-
stjóra. Á hinn bóginn var hressandi
að heyra þar sem oft síðar meir hvað
kýlt var beint á tóninn í stað þess að
læðast inn í hann með tilheyrandi
eftirreigingi, eins og algengt er í ung-
um kórsöng hérlendis. Marteinn H.
Friðriksson stjórnaði frá píanóinu í
Sjá dagar koma (Sigurður Þórðar-
son), að virtist í einfaldari píanósatz
en fylgir einsöngsgerðinni, enda
vantaði tilfinnanlega hreyfingu og
„komplementer-rytmík“ í undirleik-
inn til að ljá laginu nægilega epíska
reisn. Fyrrgetinn hressileiki ein-
kenndi aftur á móti skemmtilega
Smávinir fagrir (Jón Nordal) og eink-
um Maístjörnu Jóns Ásgeirssonar.
Síðendurreisnin kvaddi sér hljóðs
með Mín sál, þinn söngur hljómi eftir
Adam Gumpelzhaimer, sem tekið var
látlaust og ferskt með miklum glæsi-
brag, og barokktíminn með Lofið
Drottin (Antonio Caldara), þrátt fyr-
ir smá eirðarleysi í tempó. Í Rorando
coeli defluant eftir Vodnansky söngst
10 manna kammerkór á sviði antí-
fónalt á við afgangskórinn uppstilltan
meðfram veggjum í hálfhring kring-
um hlustendasætin, og kom það dá-
vel út, þó að sungið væri ívið of hægt
fyrir fremur stuttan eftirhljóm Ým-
issalarins.
Síðust fyrir hlé voru fjórar þjóð-
lagaraddsetningar eftir stjórnand-
ann, er leiddi sönginn frá slaghörp-
unni. Eftir hið júgóslavneska Glötuð
ást, er svipar til upphafsstefsins í
Slavneskum mars Tsjækovskíjs, kom
fallegt þýzkt þjóðlag – „Bárðabrunn-
ur á jökli“ í íslenzkun Þorsteins
Valdimarssonar – sem menn könn-
uðust við í meðförum Brahms og
ugglaust fleiri; flutt í hraðari kant-
inum og að auki nokkuð slitrótt í
hendingamótun. Hið japanska Sak-
úra var fínlega sungið og ljúft sem
kirsuberjavín, þó að austurlenzki
fimmtónastíllinn væri svolítið strauj-
aður út í vestrænni hljómsetningu.
Allt voru þetta prýðilegar raddsetn-
ingar, en þó var hin bezta eftir, Söng-
ur Volguferjumanna, þar sem Mar-
teinn náði skemmtilega breiðum og
þrælrússneskum blæ úr hugvits-
samri útsetningu sinni, og hefði hún
óefað náð enn meiri áhrifum hefði
lagið fengið að hvíla ögn betur í sjálfu
sér.
Seinni hlutinn hófst á óskráðu at-
riði án undirleiks, Integer vitae, er
setti „stúdentíkósan“ svip á and-
rúmsloftið áður en lagt var til atlögu
við tvær söngleikjasyrpur frá
Broadway. Hin meistaralega Vestur-
bæjarsaga Bernsteins var fyrst, og
sönggleðin og krafturinn sem þar
leystist úr læðingi við píanóundirleik
Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur var
slíkur, að mann langaði fyrr en varði
til að skella stimplinum „Bezti bland-
aði ungmennamjúsíkalkórinn á höf-
uðborgarsvæðinu!“ á menntlingana
og spyrja hvort leikfélag þeirra
Herranótt þekkti almennilega sinn
vitjunartíma með því að nýta ekki
slíkt gæðaapparat hið snarasta í
söngleiksuppfærslu. Fátt brá skugga
á vandaðan flutninginn, og mætti
kannski helzt nefna tilhlaup til rangr-
ar píanóinnkomu lokalagsins í miðri
syrpu, sem setti kórinn út af laginu
eitt augnablik, auk þess sem maður
saknaði ósjálfrátt gjammandi undir-
söngs-ískra púertorísku stúlknanna í
hemíóluðu 6/8-sennu þeirra America.
Bragi Sveinsson söng svolítið feiminn
en snotran einsöng í Make Of Our
hands, og lokaballaðan frábæra,
Therés A Place For Us (lagið af sum-
um talið fremur eftir Stephen Sond-
heim en Bernstein), tókst afburðavel,
þó að enn mætti gefa laglínunni að-
eins betri tíma á kostnað asans.
Píanóparturinn í seinni syrpunni,
úr Porgy and Bess eftir Gershwin-
bræður, var áfram í höndum Önnu
Guðnýjar; ef nokkuð var enn kröfu-
harðari en hjá Bernstein, sem var þó
ekki árennilegur fyrir. En miðað við
trúlega takmarkaðan samæfingar-
tíma var sá leikur leystur af hendi
með snöfurlegum þokka og jafnvel
votti af sveiflu, sem einnig gat að
heyra ávæning af í kórsöngnum þeg-
ar bezt lét – þrátt fyrir dálítið hart
stakkató á stundum, sem hefði mátt
fljóta aðeins betur. Mér var hins veg-
ar hulið hvaðan ábúðarmikla emb-
ættismannahrynjandin var fengin
(útsetjara hvorugrar syrpu var getið)
í It Ain’t Necessarily So – í stað hinna
vel kunnu rúllandi tríólna – en að
öðru leyti fór kórinn glimrandi vel
með sitt, ekki sízt í glansmiklum
forte-lokahljómum.
Sigrún Ólafsdóttir opinberaði í
Summertime efnilegt „krún“-söng-
talent, sem orðið gæti mikið úr með
tíð, tíma og auknum krafti. Tvísöngur
hennar og Hjalta Snæs Ægissonar
ásamt kórnum að P&B loknu í Pie
Jesu úr Sálumessu Lloyds Webbers í
raddsetningu kórstjórans hljómaði
mjög vel og myndaði bráðfallegt nið-
urlag á vel heppnuðum MR-kórtón-
leikum.
Músíkalskir menntlingar
TÓNLIST
Ý m i r
Ýmis inn- og erlend lög auk laga-
syrpna úr West Side Story og
Porgy and Bess. Kór Menntaskól-
ans í Reykjavík. Píanóundirleikur:
Anna Guðný Guðmundsdóttir.
Stjórnandi: Marteinn H. Frið-
riksson. Sunnudaginn 22. apríl
kl. 20:30.
KÓRTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
STOFNFUNDUR Samtaka um leik-
minjasafn var haldinn í Iðnó síðast-
liðinn laugardag. Tilgangur sam-
takanna er að vinna að skráningu
leiklistarsögulegra minja og stofn-
un leikminjasafns á Íslandi. Að
stofnun samtakanna stóðu 26 félög,
samtök og stofnanir á sviði leik-
listar, kvikmyndagerðar, tónlistar
og lista- og menningarlífs almennt.
Stofnfundurinn tókst vel og var
vel sóttur. Samþykkt voru lög fyrir
samtökin og kosin var stjórn átján
fulltrúa aðildarfélaganna. Frum-
mælendur voru Sveinn Einarsson
leikstjóri og dr. Jón Viðar Jónsson
leikhúsfræðingur og fjölluðu þeir
um leikminjavörslu á Íslandi út frá
ólíkum sjónarhornum. Þá afhenti
Sveinn samtökunum leikminjar úr
sínum fórum sem höfðu borist hon-
um og Steindóri Hjörleifssyni. Ólaf-
ur J. Engilbertsson, formaður
félags leikmynda- og búningahöf-
unda, flutti skýrslu undirbúnings-
nefndar. Vigdís Finnbogadóttir var
útnefnd verndari samtakanna en í
erindi sínu sagði hún að með því
starfi sem nú lægi fyrir höndum
væri gamall draumur sinn að ræt-
ast. Tinna Gunnlaugsdóttir, formað-
ur Bandalags íslenskra listamanna,
var fundarstjóri.
Eftirtaldir aðilar voru tilnefndir í
fyrstu stjórn samtakanna: Ari Krist-
insson fyrir Samtök kvikmynda-
framleiðenda, Benóný Ægisson fyr-
ir Leikskáldafélag Íslands, Björn G.
Börnsson fyrir Félag leikmynda- og
búningahöfunda, Helga Steffensen
fyrir brúðuleikhússamtökin Unima
á Íslandi, Hjálmtýr Heiðdal fyrir
Félag kvikmyndagerðarmanna,
Ingibjörg Björnsdóttir fyrir Félag
íslenskra listdansara og Íslenska
dansflokkinn, Jón Viðar Jónsson
fyrir Félag leiklistarfræðinga, Jón
Þórisson fyrir Leikfélag Reykjavík-
ur, Magnús Geir Þórðarson fyrir
Bandalag sjálfstæðra leikhúsa og
Leikfélag Íslands, Ólafur J. Eng-
ilbertsson fyrir Ríkisútvarpið, Pét-
ur Eggerz fyrir Assitej á Íslandi,
Pétur Stefánsson fyrir Samband ís-
lenskra myndlistarmanna, Stefán
Baldursson fyrir Þjóðleikhúsið,
Stefán Jónsson fyrir Félag íslenskra
leikara, Sveinn Einarsson fyrir
Félag leikstjóra á Íslandi, Sigurður
Hróarsson fyrir Leikfélag Akureyr-
ar og Vilborg Valgarðsdóttir fyrir
Bandalag sjálfstæðra leikhúsa. Síð-
ar verða skipaðir tveir fulltrúar,
fyrir Íslensku óperuna annars veg-
ar og Félag íslenskra tónlistar-
manna, Félag íslenskra hljómlist-
armanna og Tónskáldafélagið hins
vegar. Stofnaðilar án stjórnarsetu
eru auk þess fjórir, Bandalag ís-
lenskra listamanna, Leiklistar-
samband Íslands, Listaháskóli Ís-
lands – leiklistardeild og
Þjóðminjasafn Íslands.
Aðstaða til skráningar
Forsaga stofnunar samtakanna
er sú að undanfarið hefur Félag
leikmynda- og búningahöfunda leit-
að samráðs við önnur fagfélög og
stofnanir á sviði lista og menningar
um stofnun safns um leikmuni sem
hafa leiklistarsögulegt gildi og
hefja kerfisbundna skráningu
þeirra. Á undanförnum mánuðum
hefur félagið kynnt málið þjóð-
minjaverði og menntamálaráð-
herra, m.a. með fulltingi Bandalags
íslenskra listamanna, við jákvæðar
undirtektir. Nýlega ákvað mennta-
málaráðherra að styrkja undirbún-
ing að leikminjasafni og er nú svo
komið að 26 aðildarfélög hafa sam-
einast um stofnun Samtaka um leik-
minjasafn.
Ólafur J. Engilbertsson segir að
næsta skref stjórnarinnar verði að
kjósa fimm manna starfsstjórn.
„Fyrsta verk starfsstjórnarinnar
yrði að afla fjármagns og koma upp
aðstöðu til skráningar. Stefnt er að
því að leikminjarnar verði skráðar í
Sarp, skráningarkerfi Þjóðminja-
safnsins. Skráningin mun auðvelda
allar rannsóknir á leiklistarsögu og
sýningahald í tengslum við leiklist.
Þá verður staðið fyrir ýmiss konar
kynningarstarfsemi, fyrirlestrum,
sýningum o.fl. Að lokum má jafn-
framt vænta þess að til verði safn
þar sem leikminjum yrði komið fyr-
ir á einum stað,“ segir Ólafur.
Samtök um leikminjasafn eru
áhugasamtök og munu þau ekki
standa að neins konar atvinnu-
rekstri. „Þær stofnanir og félög sem
standa að samtökunum verða með
tilfallandi starfskrafta í skráning-
unni. Einnig mun háskólanemum
bjóðast að sækja um að vinna við
skráningu, en til þess þyrftu þeir að
sækja um nýsköpunarstyrki.“ Ólaf-
ur telur stofnun samtakanna hafa
mikið gildi og segist vona að þau
veki fólk til vitundar um mikilvægi
leikminja, sem fram til þessa hafa
lítillar varðveislu notið, ólíkt öðrum
minjum sem hafa sögulegt gildi.
„Þetta hefur staðið lengi til og
margir hafa vakið máls á þessu mál-
efni í gegnum tíðina. Það er því stór
áfangi að ná svo breiðri samstöðu
um þetta mál,“ segir hann að lokum.
Samtökum um leikminjasafn komið á fót og stefnt að skráningu leiklistarsögulegra minja
Morgunblaðið/Jim Smart
Vigdís Finnbogadóttir, Sveinn Einarsson og Guðrún Ásmundsdóttir voru meðal viðstaddra á fundinum.
„Stór áfangi
að ná svo
breiðri
samstöðu“
FRESTUR til að skila inn
handritum til Bókmenntaverð-
launa Halldórs Laxness rennur
út 1. maí. Verðlaunin, sem
nema 500.000 krónum, eru veitt
fyrir nýja og áður óbirta ís-
lenska skáldsögu eða safn smá-
sagna og verða veitt í fimmta
sinn í haust. Samkeppnin er öll-
um opin og mun bókin, sem
verðlaunin hlýtur, koma út hjá
Vöku-Helgafelli sama dag og
þau verða afhent. Vaka-Helga-
fell leggur fram verðlaunaféð,
en við þá upphæð bætast venju-
leg höfundarlaun samkvæmt
rammasamningi Rithöfunda-
sambands Íslands og Félags ís-
lenskra bókaútgefenda.
Utanáskriftin er Bók-
menntaverðlaun Halldórs Lax-
ness, Vaka-Helgafell, Suður-
landsbraut 12, 108 Reykjavík.
Handrit eiga að vera merkt
dulnefni en rétt nafn fylgi með í
lokuðu umslagi.
Frestur til
handritaskila
að renna út