Morgunblaðið - 24.04.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 24.04.2001, Qupperneq 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 33 ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að Henri Cartier-Bresson sé meðal mestu ljósmyndara sögunnar. Raðir þær af ljósmyndum sem nú prýða veggi Listasafnsins á Akureyri bera vott um óvenjusterka sýn hans á til- veruna. Eins og alltaf þegar list er annars vegar er það eitthvað ofar sjálfri tækninni sem gerir gæfumun- inn og skilur milli þess sem er kall- aður og hins sem er útvalinn. Í tilviki Cartier-Bresson virðist það vera ást hans á lífinu og fólkinu sem lifir því sem leiðir hann frá einu myndefninu til annars og ræður því að hann þurfti minni tíma og færri tökur til að ná því þroskaða augnabliki sem flesta ljósmyndara dreymir um að fanga. Vissulega má ekki gleyma að Cartier-Bresson er af einstaklega vel heppnaðri kynslóð ljósmyndara, sem ásamt honum stofnuðu hið margfræga fyrirtæki Magnum árið 1947. Meðal þeirra var jafnaldri hans, Bretinn George Rodger, sem varð þekktur fyrir að opna Vestur- landabúum aðra og jákvæðari sýn á Afríku og íbúa hennar en þeir áttu að venjast. Aðrir voru stríðsfrétta- ljósmyndararnir Robert Capa og David „Chim“ Seymour – sá fyrr- nefndi ungverskur en hinn pólsk- bandarískur – sem náðu meðal ann- ars að fanga borgarastyrjöldina á Spáni með svo eftirminnilegum hætti að myndir þeirra sitja eins og prentaðar í minni okkar. Þótt Cartier-Bresson yrði fyrir miklum áhrifum af stríðsfrétta- myndum þessara félaga sinna getur hann eflaust þakkað langlífi sitt því að hann skyldi ekki feta í fótspor þeirra. Báðir létust nefnilega um aldur fram, Capa í Víetnam, árið 1954, og Seymour í Suez, tveim ár- um síðar. Eflaust hafði Cartier- Bresson of mikla óbeit á hernaði til að gerast slíkur fréttaljósmyndari. Að minnsta kosti er sagt að hann hafi gegnt herþjónustu á millistríðs- árunum með megnustu óbeit. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann væri kvaddur í franska herinn þegar heimsstyrjöldin síðari braust út – að vísu fékk hann friðsamlegan starfa sem höfuðsmaður við kvik- mynda- og ljósmyndadeild hersins – og lenti sem stríðsfangi í vinnubúð- um Þjóðverja í heil þrjú ár. Honum tókst að vísu að flýja í þriðju tilraun og setja sig í samband við frönsku andspyrnuhreyfinguna þar sem hann varð virkur meðlimur til stríðs- loka. Geta má nærri að sem stríðsfangi hafi Cartier-Bresson fundið smjör- þefinn af því sem kvikmyndaleik- stjórinn Jean Renoir lýsti svo eft- irminnilega í stórmynd sinni Blekkingin mikla, frá árinu 1937, en hún fjallaði um franska stríðsfanga í heimsstyrjöldinni fyrri. Cartier- Bresson var einmitt aðstoðarleik- stjóri Renoir í myndinni Une partie de campagne, sem byrjað var að taka árið 1936 og fjallaði um hið ljúfa líf á tímum impressjónistanna; þema sem Renoir þekkti vel frá föður sín- um, málaranum Auguste Renoir. Þótt myndinni væri aldrei fyllilega lokið þykir hún eitthvert fremsta verk höfundarins vegna mennsku sinnar og tilfinningar fyrir sam- skiptum fólks og samspili þess við náttúruna í útjaðri Parísarborgar. Sjálfur gerði Cartier-Bresson snilldarlega heimildarmynd í lok heimsstyrjaldarinnar sem heitir Le retour – Endurkoman – og fjallar um heimkomu fanga úr þýskum fangabúðum að stríðinu loknu. Þá átti hann eftir að gera tvær stutt- myndir síðar á ferlinum; Southern Exposure, árið 1970, og Sud – Suðrið – árið 1971, en hún er litmynd. Að ógleymdum öllum ferðalögum Cart- ier-Bresson til fjarlægra heimshluta – hann varð meðal annars vitni að sjálfstæði Indverja og valdatöku kommúnista í Kína – má sjá að reynslan af heiminum í sinni fjöl- breyttustu mynd gerði ljósmyndar- ann að því sem hann varð. Þótt Cartier-Bresson hafi haft heppnina með sér, en nútíma ljós- myndavélar komu einmitt fyrst á markað um svipað leyti og hann fékk áhuga á faginu, átti hann rætur í myndlistinni sem áhugamaður um teikningu. Meira að segja var hann nemandi André Lhote á árunum 1927 og 1928, en Lhote var einhver eftirsóttasti myndlistarkennari Par- ísarskólans. Gombrich nefnir ást ljósmyndarans á rúmfræði í Sögu listarinnar, og getur þess að hann hegði sér ekki ósvipað veiðimanni sem bíður færis að hitta bráð sína. Víst er að sýningin í Listasafninu á Akureyri skartar ófáum perlunum sem bera vott um óviðjafnanlegt auga Cartier-Bresson fyrir mynd- byggingu. Þar skákar hann jafnvel lærimeisturum sínum Eugène Adg- et og André Kertész. Hin beina röð- un sýningarinnar í tveim sölum safnsins veitir áhorfendum tækifæri til að nema myndir meistarans sem klasa, eða syrpur. Hvort það er besta leiðin skal ósagt látið en all- tént fá gestir að sjá mun fleiri mynd- ir fyrir vikið. Það eina sem þeir þurfa er að staldra við og leyfa stöku meistaraverkum að starfa á sjón- himnunni. Það tekur ekki langan tíma því ansi þurfa menn að vera sjóndaprir til að sjá ekki meistara- braginn á þessum ljósmyndum. Von- andi verður þessi sýning til þess að ýta rækilega undir áhuga landans á þessum vægast sagt vanmetna list- miðli. Með augað á réttum stað Henri Cartier-Bresson/Magnum Photos Michel-Gabriel, 1952. MYNDLIST L i s t a s a f n i ð á A k u r e y r i Til 3. júní. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 13–18. LJÓSMYNDIR HENRI CARTIER- BRESSON Halldór Björn Runólfsson Á SÚFISTANUM, bókakaffi í versl- un Máls og menningar, Laugavegi 18, verður dagskrá í tilefni af útkomu Píslarsögu séra Jóns Magnússonar, í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. Matth- ías Viðar Sæmundsson ritstýrði bók- ina og kynnir hana, Guðrún Ingólfs- dóttir, bókmenntafræðingur fjallar um Píslarsöguna í samhengi ís- lenskra bókmennta og Hilmar Örn Hilmarsson, tónskáld flytur tónseið. Enn fremur mun Hrafn Gunn- laugsson, kvikmyndaleikstjóri ræða um hvernig hann sótti innblástur í verk Jóns þumals og Steinunn Ólafs- dóttir og Benedikt Erlingsson leik- arar lesa úr Píslarsögunni. Sýnd verða myndskeið úr kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Myrkra- höfðinginn. Dagskrá á Súfistanum KONSÚLL Íslands í Bergen, Arne Holm, opnaði málverkasýn- ingu Rúnu Gísladóttur í Galleríi Ryvarden í bænum Sveio skammt suður af Bergen í byrjun apríl. Rúna hlaut norska Ryvard- en 2000 styrkinn og dvaldi í Ryv- arden 5 vikur sl. sumar við mynd- listarstörf og er sýningin af- rakstur þeirrar dvalar. Í Ryv- arden er menningarmiðstöð bæj- arfélagsins en þar er rekið gallerí og sýningarsalur. Þessi starfsemi fer fram í fyrr- um íbúðarhúsum þeirra fjöl- skyldna sem sáu um að halda Ryvarden-vitanum logandi, en hann var rafvæddur árið 1984. Þar er nú, auk sýningahalds og gallerírekstrar, kaffihús og einn- ig er þar íbúðarhús og vinnustofa fyr- ir listamann. Menningarmálanefnd bæjarfélagsins velur árlega einn lista- mann til dvalar á Ryvarden, norskan eða íslenskan, en bæði bæjarstjórinn, Olav Haugen og bæjarritari Odd Henry Dahle eru Íslandsvinir. Land- ið er alfriðað svæði og þangað sækja árlega um 35 þúsund ferðamenn. Lít- ið Flókasafn er á staðnum, en Flóki Vilgerðarson, Hrafna-Flóki, sigldi þaðan árið 869 til Íslands. Staðurinn hét áður Flokavarden vegna vörð- unnar sem Flóki og menn hans gerðu þar áður en þeir yfirgáfu land sitt og er sú varða talin elst þekktra varða í Noregi. Sýningin stendur til mánaðamóta. Rúna Gísladóttir sýnir í Noregi Verk Rúnu Gísladóttur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.