Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 47 ✝ Sólveig Þórðar-dóttir fæddist í Seljabrekku í Mos- fellssveit 14. maí 1952. Hún lést á heim- ili sínu 17. apríl. For- eldrar hennar eru Þórður Jónsson, f. 10.5. 1927, d. 22.1. 1972, fósturfaðir Ein- ar Leó Guðmundsson, f. 4.12. 1928, d. 26.1. 1989, og Margrét Erla Einarsdóttir, f. 11.5. 1931. Systkini Sólveigar eru: Ragn- hildur Aldís Kristins- dóttir, f. 1950, Einar Marel Þórð- arson (tvíburabróðir) f. 1952, Arnbjörg Þórðardóttir, f. 1953, Laufey Dís Einarsdóttir, f. 1958, og Erla Björk Einarsdóttir, f. 1963. Hinn 15. apríl 1974 giftist Sól- veig Baldri Brjánssyni veitinga- manni, f. 30.9. 1948. Hann er sonur hjónanna Brjáns Guðjónssonar, f. 19.11. 1923, og Ragnheiðar Hlífar Júlíusdóttur, f. 10.7. 1927. Börn þeirra eru: 1) Erla Dröfn Baldursdóttir leikskólakennari, f. 28.10. 1972. Eigin- maður hennar er Jó- hann Bjarni Gunn- arsson, f. 22.7. 1971. Börn þeirra eru Arn- ór Orri, f. 26.7. 1996, og Aníta Sólveig, f. 16.6. 1999. 2) Ragn- heiður Mjöll Baldurs- dóttir sölu- og mark- aðsfulltrúi, f. 8.3. 1974. Sambýlismað- ur hennar er Harald- ur Þór Gunnlaugsson rafvirki, f. 23.12. 1967. Sonur þeirra er Baldur Þór, f. 10.3. 1997. Sólveig vann ýmis störf, m.a. sem móttökuritari á Borgarspítal- anum. Ráku þau hjónin krána Feita dverginn í þrjú ár og eftir það starfaði hún á hjúkrunarheim- ilinu Eir við aðhlynningu. Útför Sólveigar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Í dag ætla ég að kveðja hana mömmu mína, þessa stórkostlegu konu, sem fór svo sannarlega ótroðn- ar slóðir í lífi sínu. Mér hlotnuðust þau forréttindi að fá að koma inn í þennan heim fyrir 27 árum og fá að vera undir stjórn henn- ar og njóta hlýju hennar þann tíma. Mamma mín hefur alltaf verið fyr- irmynd mín í öllu sem tengdist henni, fegurð hennar og þokki þar á meðal. Ég hef alltaf verið stolt af lifnaðar- háttum hennar þar sem heilsan var í fyrirrúmi. Mamma spáði í allt sem viðkom hollustu og mataræði og fór ekki hvað sem er ofan í hennar líkama eða á. Við systurnar fengum mjög strangt uppeldi og vorum við langt frá því að vera sáttar við það að fá aldrei kókó pöffs í morgunmat né nokkurn tím- ann sælgæti eða súkkulaðikex. Við systurnar dóum þó ekki ráðalausar því við báðum bara oftar um að fá að sofa hjá Siggu og Bryndísi, því þar fengum við alltaf kókó pöffs eða hun- angsseríos í morgunmat. Í dag er ég þér mjög þakklát því ég bý við góða heilsu og hef sterkar tenn- ur. Margar eru minningarnar sem rifj- ast upp fyrir mér er ég skrifa þetta og er tilhugsunin sár því þú ert ekki lengur hjá mér og það eina sem við eigum orðið sameiginlegt eru minn- ingar mínar og hringurinn þinn, sem ég ber nú. Elsku mamma mín, núna ertu kom- in til hans afa, laus frá þessum hræði- lega sjúkdómi sem þú barðist við af hugrekki og dugnaði í rúmt ár, og veit ég að afi hefur tekið vel á móti þér því ég fann svo sterkt fyrir honum heima daginn sem þú kvaddir okkur. Ég kveð þig, mamma mín, með bæninni minni og bið þig að hvíla í friði og hafa engar áhyggjur af okkur því það varst þú sem kenndir okkur að vera sterk. Ég veit að þú átt eftir að veita okkur áfram þann styrk sem við þörfnumst: „Guð, gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli.“ (Æðruleysisbænin.) Þín dóttir, Ragnheiður Mjöll Baldursdóttir. Elsku besta mamma mín, nú hefur þú kvatt okkur og ert komin á stað þar sem þú ert laus úr viðjum sjúk- dómsins og ég veit að þér líður vel. Eftir að þú veiktist átti ég mér eina ósk. Hún var sú að þú gætir verið með mér á útskriftardaginn minn í júní. Ég veit að þú verður viðstödd, mér til halds og trausts; á annan hátt en ég óskaði mér en ekki síður stolt en þú hefur verið af mér í gegnum skóla- göngu mína. Ég á eftir að sakna þín mikið en ég sé ljós í myrkrinu því ég veit að við eigum eftir að hittast á ný. Þín dóttir, Erla Dröfn. Elsku amma, nú ertu farin frá okk- ur og ert ekki lengur veik. Við vitum að þér líður vel núna á þeim stað sem þú ert. Við eigum eftir að sakna þín mikið en ætlum að geyma minn- inguna um þig í hjartanu okkar. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Arnór Orri og Aníta Sólveig. Í sorgarinnar sölum, er sálin ein svo hrygg. Í dimmum táradölum er döpur vonin stygg. Og dagsins ljúfu draumar dofna ósköp hljótt og allir sælu straumar sofna ósköp fljótt. Í hljóðum aftans hnígur hjartans óskin mín. Og svefninn ávallt sígur í sorgardraum til þín. Því vonir aldrei vakna í veröld aftur hér. Í sorgum ákaft sakna, sárt græt í hjarta mér. Þú ert bros sálar minnar og æsku- hlýjan er hjá mér krýpur. Þú léttir huga minn í minningum kærleikans. Þú verndaðir hjarta mitt í örmum um- hyggjunnar. Þú lyftir von minni upp á hærri hæðir þannig að hamingjan óx í brjósti mér. Þú tendraðir kerti ljóss- ins svo myrkrið náði ekki að skelfa unga sál mína. Þú nærðir ástina í vöggu bernsk- unnar og fórst höndum þínum með nærandi góðvild um barnssál mína, sem ég væri viðkvæmt blóm. Þú gafst mér anda þinn og kærleika, dýrmæt- ustu gjöf frá guði. Ég elska þig af hreinleik sálar minnar, alltaf, alls staðar, í öllum heimum drottins. Góður guð, ég bið þig með nístandi sársauka sorgarinnar og vanmætti anda míns að umvefja móður mína Margréti Erlu, systkin, mág minn, Baldur Brjánsson, dætur þeirra, Erlu Dröfn og Ragnheiði Mjöll, barnabörn og tengdasyni líknandi örmum þín- um. Kveiktu yl ljóssins í hjarta þeirra allra með líknandi krafti hins heilaga anda. Guð varðveiti sál þína, elsku Solla mín. Þín elskandi systir, Laufey Dís. Elsku Sólveig, á þessari saknaðar- stundu hverfur hugur okkar aftur til bernskunnar þegar þú varst stoð okk- ar og stytta, studdir okkur í hverri þraut, gladdist með okkur á gleði- stundum og skammaðir okkur þegar við áttum það skilið. Þú fékkst ábyrgðartilfinningu í vöggugjöf og frá fyrstu tíð hélstu utan um systkina- hópinn og lagðir þitt af mörkum í upp- eldi okkar allra þótt þú hafir eiginlega verið jafngömul okkur eldri systkin- unum. Við viljum í dag kveðja þig um sinn með þessu ljóði: Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr.) Þínar systur, Arnbjörg og Erla Björk. Elsku Solla frænka. Það er sárt að þurfa að kveðja þig en það er mikil huggun að vita að nú líður þér vel og þú færð hvíld eftir erfið veikindi. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt þig að og mun, eins og allir sem fengu að kynnast þér, minnast þín fyrir sterk- an persónuleika og manngæsku. Mamma hefur stundum sagt að ég líkist þér meira en henni og það er ekki leiðum að líkjast. Guð geymi þig, elsku Solla, ég geymi þig ávallt í hjarta mínu. Elsku Baldur, Erla, Ragnheiður, amma Erla og aðrir aðstandendur: Megi Guð styrkja ykkur og vernda á þessum sorgartímum. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð. og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa. meðan sólin í djúpinu er. og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stef.) Lína Petra. SÓLVEIG ÞÓRÐARDÓTTIR okkar systkina. Ég varð þess heið- urs aðnjótandi að vinna með Óla stóra eins og hann var kallaður af okkur vinnufélögum hans hjá Tré- smiðju Reykjavíkurborgar. Fram að því að ég fór að vinna með afa hafði ég líkt og systur mínar því miður ekki haft mjög náið samband við hann, móðir okkar var á unga aldri tekin í fóstur hjá góðum ættingjum í Hafnarfirði þegar móðir hennar, Guðbjörg, dó úr berklum. Aðstæður hjá afa þá leyfðu ekki að hann tæki móður mína og Margréti systur hennar til sín og ég veit að það þótti honum erfitt. Sem vinnufélagi var afi afskaplega vel liðinn, allir áttu auðvelt með að vinna með honum, aldrei sá ég hann skipta skapi og hann stundaði vinnu sína af kostgæfni. Mér eru minnisstæðust orð hans þegar hann var að kenna okkur strákunum að það ætti að vinna verkin af vandvirkni því þegar þeim væri lokið þá myndu þau verða met- in af því hve vel þau væru unnin, ekki hversu langan tíma þau hefðu tekið. Ég segi að þessi orð lýsi afa best. Hin seinni ár fórum við í fjölskyld- unni að hitta afa oftar, það var orð- inn fastur punktur í tilverunni að þegar fjöskyldan hittist á hátíðum að afi kom og var með okkur. Hann ljómaði af gleði þegar hann sá alla afkomendurna, sérstaklega yngstu börnin, því afi var afskaplega barn- góður maður. Ég held að þessi síð- ustu ár hafi hann og við tengst nán- ari böndum og afi hafið farið sæll og sáttur úr þessum heimi. Við kveðjum þig, elsku afi Óli. Guðbjörg, Guðlaugur, Ásdís og Dagbjört. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Á heimasíðu okkar er m.a. • Undirbúningur á útför. • Myndir af kistum. • Myndir af kórum og söngvurum. • Listi yfir sálma. • Verð á öllu sem lítur að útför Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is - utfarir@utfarir.is   # !! #   **!D21!66.!.==*! <  EF !"# $   #    &    +       !  G>' (  '    %G>'    $ " ("# 3 '' (  'G>'     # '  '' 0  0 % !" # !! (*6D ;2?!.==*!   5 9 )    0    1    &2        '     '  %  !  # !! &.?*6&-6.==*! 3 D 3  ' 0 ,H !"# $  0        &3     4          ! !$   -   " ! !  &33/ +      5         5  $  ! !$  3/   !  &. # + < 4# 3  & 9 ''3     ,!   ''  # %'3 '' 6 #   $''3 '' '3  '3& '3  0# 6 ! 3 ''     '3   >'  =    '' ( $+ '3 '' (  '3 % ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.