Morgunblaðið - 24.04.2001, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 51
Eftirfarandi starf hjá Vinnumálastofnun er
laust til umsóknar:
Starf afgreiðslufulltrúa
hjá Svæðisvinnumiðlun Vesturlands
á Akranesi
Um er að ræða 100% starf sem felst m.a. í:
● Símsvörun
● Skráningu atvinnuleitenda
● Vinnslu og útborgun atvinnuleysisbóta
● ásamt öðrum verkefnum
Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi góða
tölvukunnáttu, sé áhugasamur og jákvæður
í samskiptum og samvinnu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin-
berra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og
skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Umsóknarfrestur er til 8. maí 2001, öllum
umsóknum verður svarað.
Umsóknum með upplýsingum um menntun
og starfsferil skal skila til:
Vinnumálastofnunar, Heiðu Gestsdóttur,
starfsmannastjóra, Hafnarhúsinu við Tryggva-
götu, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún
Sigr. Gísladóttir, forstöðumaður í síma
430 5300
Vinnumálastofnun er þjónustustofnun sem starfar samkvæmt lögum
nr. 13/1997 um vinnumarkaðsaðgerðir og fer með yfirstjórn vinnu-
miðlunar í landinu. Á vegum stofnunarinnar starfa átta svæðisvinnu-
miðlunarskrifstofur. Umdæmi Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands
er Vesturlandskjördæmi auk Reykhólahrepps í Austur-Barðastrandar-
sýslu. Starfsmenn skrifstofunnar eru þrír (forstöðumaður, ráðgjafi
og fulltrúi). Vinnustaðurinn er reyklaus. Frekari upplýsingar um
Svæðisvinnumiðlun Vesturlands er að finna á heimasíðu: http://
vinnumalastofnun.is .
Lausar stöður
Framhaldsskólakennara vantar í
eftirtalda kennslu:
● Enska (heil staða).
● Tölvufræði (heil staða).
● Læknaritun (stundakennsla).
● Félagsfræði (afleysing í heila stöðu).
● Lyfjafræði (heil staða).
● Stærðfræði (heil staða).
● Staða aðstoðarskólameistara. Staðan
er veitt til fimm ára frá og með 1. ágúst næst-
komandi.
Umsókn skal stíla á skólameistara og skila á
skrifstofu skólans, sem er opin kl. 8.00—15.00
eða senda í pósti. Heimilisfang skólans er Ár-
múli 12, 108 Reykjavík. Ekki þarf að fylla út sér-
stök umsóknareyðublöð, en umsókn skulu
fylgja afrit prófskírteina og starfsferilsskrá. Öll-
um umsóknum verður svarað skriflega. Um-
sóknarfrestur er til 16. maí. Laun eru í samræmi
við gildandi kjarasamninga.
Nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma
581 4022. Greinargóð lýsing á skólanum er á
heimasíðu hans, www.fa.is .
Fjölbrautaskólinn við Ármúla er kjarnaskóli í heilbrigðisgreinum
og þróunarskóli í upplýsingatækni. Um 250 manns stunda nám á
heilbrigðisbrautum en 500—550 á öðrum starfsmenntabrautum
og bóknámsbrautum til stúdentsprófs. Frá og með haustinu verður
meirihluti kennara með fartölvu við starf sitt og nemendum gefst
kostur á að kaupa eða leigja slíkt tæki hjá Nýherja hf. eða öðrum
seljendum. Skólinn tekur þátt í samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar
og Gallups, Hinu gullna jafnvægi, en markmið þess er að auka sveigj-
anleika í starfi og starfsánægju. Starfsmenn eru 70—80.
Skólameistari.
Rafhlöður
Við erum fyrirtæki sem flytur inn allar stærðir
og gerðir af rafhlöðum, mjög þekkt vörumerki.
Við auglýsum eftir dreifingaraðila/umboðsaðila
á Suðurlandi að og með Hornafirði og einnig
á Vesturlandi.
Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsinga-
deildar Mbl. fyrir 10. maí, merktar „Rafhlöður
— 11140“.
Hjúkrunarfræðingur
heilsugæslu
Laus er til umsóknar 70% staða hjúkrunarfræðings
við heilsugæslustöð frá 1. júní nk. eða eftir nánara
samkomulagi. Launakjör samkvæmt kjarasamn-
ingi hjúkrunarfræðinga.
Allar nánari upplýsingar veita Kristjana Arnardótt-
ir, hjúkrunarforstjóri, sími 455 4128 og Valgerður
Guðmundsdóttir, hjúkrunarstjóri, sími 455 4110.
Umsóknir skulu berast til Kristjönu Arnardóttur,
Flúðabakka 2, 540 Blönduósi.
Umsóknarfrestur er til 9. maí 2001.
Aðstoðardeildarstjóri
sjúkradeild II
Laus er til umsóknar 50—70% staða aðstoðar-
deildarstjóra á sjúkradeild II frá 1. júní nk. eða eftir
nánara samkomulagi. Launakjör samkvæmt kjara-
samningi hjúkrunarfræðinga.
Allar nánari upplýsingar veita Kristjana Arnardótt-
ir, hjúkrunarforstjóri, sími 455 4128 og Vigdís
Björnsdóttir, hjúkrunarstjóri, sími 455 4140. Um-
sóknir skulu berast til Kristjönu Arnardóttur, Flúða-
bakka 2, 540 Blönduósi.
Umsóknarfrestur er til 9. maí 2001.
Heilbrigðisstofnunin Blönduósi.
Rafvirkjar — rafvirkjar
Óskum eftir vönum rafvirkjum til fram-
tíðarstarfa. Fjölbreytt verkefni.
Traustur vinnuveitandi.
Uppl. næstu daga í síma 894 1083, Eggert.
Vantar þig
áhugavert starf?
Félags– og þjónustumiðstöðin, Bólstaðarhlíð
43, óskar eftir starfsfólki, 18 ára og eldra, til
starfa við félagslega heimaþjónustu.
Um er að ræða fastar stöður.
Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur-
borgar og Eflingar.
Margvísleg reynsla kemur að notum.
Við leitum að góðu fólki. Hringdu og fáðu nánari
upplýsingar.
Hlökkum til að heyra frá þér.
Nánari upplýsingar veita: Anna Kristín Guð-
mannsdóttir, deildarstjóri, og Ragnheiður
Steinbjörnsdóttir, deildarstjóri, í síma 568 5052.
Helga Jörgensen, deildarstjóri, og María Þórar-
insdóttir í síma 568 6960.
Sölumaður
Lítil en ört vaxandi heildverslun með þekkt
vörumerki óskar að ráða sölumann í heilsdags-
starf.
Hæfniskröfur: Reynsla af sölumennsku, þjón-
ustulund, stundvísi og reglusemi.
Aðeins er um framtíðarstarf að ræða.
Vinsamlegast skilið inn umsóknum til auglýs-
ingadeildar Mbl. fyrir föstudaginn 27. apríl
merktar: „H — 2189“. Með allar umsóknir verð-
ur farið sem trúnaðarmál.
Sumarafleysingar
2001
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa frá 1. júní
vegna sumarafleysinga. Helgar-, kvöld- og
næturvaktir eða eftir nánara samkomulagi.
Yfirumsjón með tveimur hjúkrunardeildum.
Sjúkraliðar
Sjúkraliðar óskast á hjúkrunardeildir frá 1. júní
vegna sumarafleysinga.
Vinnuhlutfall samkomulag. Dag/vaktavinna.
Starfsfólk við aðhlynningu
Starfsfólk óskast til aðhlynningarstarfa á hjúkr-
unardeildir frá 1. júní vegna sumarafleysinga.
Vinnuhlutfall samkomulag. Dag/vaktavinna.
Getur hentað skólafólki.
Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunar-
forstjóri, Borghildur Ragnarsdóttir, í síma
563 8803.
Víðines er 2ja ára hjúkrunarheimili fyrir
aldraða. Á heimilinu eru tvær deildir, fyrir
19 og 18 íbúa. Við viljum leggja áherslu
á heimilislegt umhverfi fyrir íbúa og
starfsfólk. Víðines er staðsett á fallegum
og friðsælum stað, ca 10 km fyrir utan
Mosfellsbæ. Bifreiðastyrkur er greiddur
samkvæmt reglum þar um.