Morgunblaðið - 24.04.2001, Side 57

Morgunblaðið - 24.04.2001, Side 57
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 57 AÐ skilja ástina í lífi sínu er heiti á samskiptanámskeiði, sem haldið verður í Digraneskirkju fimmtudag- inn 26. 4. og hefst það kl. 19. Þetta er 6 klst. námskeið fyrir hjón og sam- býlisfólk. Markmið námskeiðsins er að pörin kynnist betur og læri að meta styrkleika og mismun hvors annars. Leiðbeinendur eru hjónin séra Magnús Björn Björnsson, prestur í Digraneskirkju og Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, hjúkrunar- fræðingur. Seinni kennsludagurinn er laugardagurinn 28. 4. kl. 10. Verð er 6000 kr. fyrir parið og innifalið í verði eru vinnubók og hressing. Inn- ritun er í Digraneskirkju. Sunnudaga- skólaferðalag Árbæjarkirkju LAUGARDAGINN 28. apríl kl. 10 verður lagt af stað með rútum út í óvissuferð sunnudagaskólans. Ungir sem aldnir eru boðnir velkomnir í þessa ferð. Það eins sem þarf að gera er að hafa samband við kirkj- una í síma 587-2405 og skrá sig og sína í ferðina. Ennfremur þurfa ferðalangar að vera klæddir í sam- ræmi við veður. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og ávaxtasafa. Farið verður í leiki og helgistund á óvenju- legum stað. Fyrirhuguð heimkoma verður kl. 14 að kirkjunni. Munið eftir skráningunni núna í vikunni. Starfsfólk sunnudagaskólans. Íslensk kristni í Vesturheimi SÉRA Ingþór Indriðason Ísfeld, fyrrverandi prestur við Fyrstu lúth- ersku kirkjuna í Winnipeg í Mani- toba í Kanada heldur fyrirlestur í safnaðarheimilinu Borgum miðviku- daginn 25. apríl kl. 20. Í fyrirlestr- inum mun séra Ingþór fjalla um fyrstu ár íslensku landnemanna í Vesturheimi. Hann mun m.a. fjalla um ástæður vesturferða og þær nýju aðstæður sem mættu löndum okkar sem héldu vestur um haf. Þar var engin þjóðkirkja eins og hér heima og margt annað með öðrum hætti en í gamla landinu. Séra Ingþór mun svo halda annað erindi á sama stað miðvikudaginn 2. maí kl. 20. Í þeim fyrirlestri mun hann einkum fjalla um umbrot í Nýja-Íslandi, einkum stefnuna í félags- og trúmálum. Allir eru hjartanlega velkomnir til að hlýða á fyrirlestra séra Ingþórs um þetta áhugaverða efni sem hann þekkir flestum betur. Hann mun svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum að fyrirlestrunum lokn- um. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa í neðri safnaðarsal kl. 10–14 í umsjá Þórönnu Þórarinsdóttur. Skemmtiganga kl. 10.30. Júlíana Tyrfingsdóttir leiðir gönguhópinn. Bæna- og fyrirbænastund í kirkj- unni kl. 12 í umsjá Guðrúnar K. Þórsdóttur, djákna. Léttur hádeg- isverður á vægu verði eftir stundina. Samvera foreldra ungra barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. Tólf spora hóparnir hittast kl. 19 í neðri safn- aðarsal. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12.10. Orgelleikur, ritning- arlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheim- ilinu eftir stundina. Æfing barna- kórs kl. 17–19. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguð- sþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Fundur í Æskulýðs- félaginu Vináttu kl. 19.30. Spurt og svarað. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Skírnarfræðsla. Foreldrar skírnar- barna árið 2000 hvattir til þátttöku. Bjarni Karlsson kennir um gildi skírnarinnar og fjallar um trúarupp- eldi ungra barna. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunn- arssonar. Félagi úr fullorðins- fræðslunni greinir frá gildi trúar- innar í eigin lífi og sóknarprestur stýrir fyrirbæn fyrir skírnarbörn- um. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjón bænahóps kirkjunnar. Neskirkja. Tíðasöngur kl. 12. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30– 18. Stjórnandi Inga J. Backman. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Fræðsla: Tónlist fyrir ung börn og foreldra. Ólöf María Ing- ólfsdóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldra- morgunn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Verið öll hjartanlega velkomin. Fríkirkjan í Reykjavík. Bænastund í kapellunni í safnaðarheimilinu 2. hæð kl. 12. Koma má bænarefnum á framfæri áður en bænastund hefst eða með því að hringja í síma 552- 7270 og fá bænarefnin skráð. Safn- aðarprestur leiðir bænastundirnar. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10–12. Heim- sókn á gæsluvöll í hverfinu. Hitt- umst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30.Bænaefnum má koma til sókn- arprests í viðtalstímum hans. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Foreldra- stundir kl. 10–12. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 17–18. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldr- aðra. Leikfimi ÍAK kl. 11.20. Sam- vera, léttur málsverður, kaffi. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digra- neskirkju fyrir stúlkur (10–12 ára) kl. 17.30. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Alltaf eitthvað got t með kaffinu. Kirkju- krakkar í Engjaskóla kl. 18–19 fyrir börn á aldrinum 7–9 ára. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Foreldramorgnar. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í Vonarhöfn, Strand- bergi, kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl.17–18.30 fyrir 7–9 ára börn. Vídalínskirkja. Helgistund í tengslum við félagsstarf aldraðra kl. 16. Starf fyrir stúlkur 10–12 ára í samstarfi við KFUK kl. 17.30 í safn- aðarheimilinu. Lágafellskirkja. Fjölskyldumorg- unn í safnaðarheimili Þverholti 3, 3. hæð frá kl. 10–12. Fundur hjá kirkjukrökkum frá kl. 17.15–18.15. Safnaðarheimilið opnað kl. 17. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Ytri-Njarðvíkurkirkja. TTT-starf í dag kl. 17 í umsjá Ástríðar Helgu Sigurðardóttur og undirleikari er Tune Solbakke. Starfið er ætlað börnum 10–12 ára. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðjudögum kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 KKK Kirkjuprakkarar 7–9 ára. Allir krakkar velkomnir. Hvammstangakirkja. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20 í Hrakhólum. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. Safnaðarfélag Digranespresta- kalls. Fundur verður haldinn í kvöld kl. 20.30 í safnaðarsal kirkjunnar. Aðalefni fundarins eru að Eggert Vigfússon flytur erindi um reynslu sína af Alfanámskeiði sem haldið var í kirkjuni og kynnt verður fyrirhug- uð vorferð safnaðarfélagsins. Allir eru velkomnir. KFUK. Afmælis- og inntökufundur í kvöld kl. 19. Guðrún Edda Gunn- arsdóttir og Einar Sigurbjörnsson segja frá heimsókn til Kenya á sl. ári. Ástríður Haraldsdóttir leikur á flygil. Nýjar konur teknar inn í félagið. Fundurinn hefst með borð- haldi kl. 19. Samskipta- námskeið í Digraneskirkju VILTU SPARA? Kíktu þá til okkar 2.000 Hvítir/svartir st. 30-41 2.000 Bláir og svartir st. 40-46 2.500 Svartir st. 36-41 KRINGLAN sími 568 6062 Ábyrgð – áreiðanleiki Gullsmiðir & Sprenghlægilegt verð! Skart og klútar kr. 150 - Töskur kr. 500 - Regnhlífar og sólgleraugu kr. 200 - Húfur og hattar kr. 500-1000 - Buxur kr. 1000 - Pils frá kr. 800-1.500 - Kjólar frá 1.250-3.000 - Stutterma jakkar kr. 2.000 - Síðerma jakkar kr. 2.500 Opið alla daga frá kl. 12-18 Grensásvegi 16 (inni í portinu) LOKADAGAR Sprenghlæ ilegt verð! Enn meiri verðlækkun Öll föt á kr. 1.000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.