Morgunblaðið - 24.04.2001, Síða 68

Morgunblaðið - 24.04.2001, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. NÝ sög verður sett upp í steypuskála álversins í Straumsvík í sumar og haust og er hún nærfellt helmingi afkastameiri en sögin sem hún leysir af hólmi, sem er orðin um þrjátíu ára gömul. Áætl- að er að framkvæmdin kosti í það heila tekið um 400 milljónir kr. Þá er fyrirhugað að auka afköst steypuskála ÍSAL um 30 þúsund tonn með kaup- um á nýjum bræðsluofni. Þar verður endurbrætt ál sem keypt verður að utan og breytt yfir í dýr- ari afurð og að því meðtöldu verður framleiðslu- geta álversins um 200 þúsund tonn á ári. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi ÍSAL, sagði að framkvæmdir við nýju sögina hæfust á næstu dögum. Byrjað yrði á að grafa fyrir henni í steypuskálanum til að búa til kjallara undir vél- ina, en hún væri 50–60 metrar að lengd. Sögin sjálf kæmi til landsins síðla sumars og síðan tæki 2–3 mánuði að setja hana upp og prófa hana. Hrannar sagði að nýja sögin gæti afkastað allt að 300 þúsund tonnum á ári, en það réðist dálítið af því hvers konar melmi væri sagað og hvaða stærðir væru á börrunum sem sagaðir væru. Nýja sögin leysti af hólmi þrjátíu ára gamla sög sem tæplega hefði haft undan síðustu árin. Gamla sögin væri hjólsög með 12 mm þykku blaði, en sú nýja bandsög með 3 mm blaði, en það gerði það að verkum að nýtingin yrði betri og minna af spæni félli til. Þannig hefðu verið að falla til um 700 tonn af spæni á ári með gömlu söginni, en með nýju söginni yrðu það um 2–300 tonn. Hrannar sagði að einnig stæði til að kaupa nýjan bræðsluofn inn í steypuskálann, en með honum væri hægt að framleiða barra úr hrááli. Með þessum nýja ofni yrði hægt að auka fram- leiðslugetu einnar steypuvélarinnar um 30 þús- und tonn og þá yrði framleiðslugeta steypuskál- ans um 200 þúsund tonn á ári. Þá yrði framleitt í kerskálanum svipað magn og verið hefði, en í fyrra voru framleidd þar 168 þúsund tonn af áli og síðan yrði hægt að bæta við 30 þúsund tonna framleiðslu í steypuskálanum með því að end- urbræða ál sem keypt væri að utan og breytt yf- ir í barra, sem væri dýrari afurð. Stefnt væri að því að setja þennan ofn í gang í byrjun næsta árs. 400 milljóna króna álsög verður sett upp í Álverinu í Straumsvík 200 þúsund tonna fram- leiðsla með nýjum ofni UNG stúlka nýtur hér leiðsagnar sér eldri skipamálara og ekki skort- ir einbeitinguna hjá þeim. Myndin var tekin í Skipasmíðastöð Njarð- víkur í gær þar sem Melavík SF frá Hornafirði var til viðgerðar í verk- falli sjómanna. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Málað í verkfalli TOYOTA hefur hækkað verð á nýjum bílum um 5% og Hekla hf. um 3,5–7% eftir tegundum. Ingv- ar Helgason hf. mun að líkindum hækka verð á sínum bílum í vik- unni. Björn Víglundsson, markaðs- stjóri Toyota, segir að gengis- rýrnun krónunnar gagnvart þeim gjaldmiðlum sem þeir kaupa inn á, hafi verið 16% síðastliðna tíu mánuði. Björn segir að það beri vott um mikla samkeppni í sölu á nýjum bílum að bílverð hafi ekki hækkað meira. Hann segir að ákvörðun hafi verið tekin um að bíða með frekari breytingar og sjá til hver þróunin verði. Jakob Möller, yfirmaður er- lendra samskipta hjá Ingvari Helgasyni hf., segir að gengið hafi hækkað verulega í langan tíma en þó misjafnt eftir gjald- miðlum. Veruleg gengishækkun Nú sé svo komið að grípa verði til þess að hækka verð á bílum og það verði gert í takt við breytingar hjá öðrum á mark- aðnum, að öllum líkindum í þess- ari viku. Fyrirtækið kaupir inn Nissan-bíla í sterlingspundum, Opel í þýskum mörkum og evr- um og Subaru í japönskum jen- um. „Við höfum setið á okkur lengi en hækkuðum verð reyndar örlítið fyrir skemmstu en ekki nóg til þess að vega upp á móti gengishækkununum,“ segir Jak- ob. Jóhannes Reykdal, blaða- fulltrúi Heklu hf., segir að á und- anförnum tíu mánuðum hafi verð nýrra bifreiða hjá Heklu ekki fylgt þeirri gengisþróun og verð- hækkunum frá framleiðendum sem átt hefur sér stað. „Þeir bifreiðaframleiðendur, sem Hekla hefur umboð fyrir, hafa hækkað verð bifreiða sinna sem nemur 2 til 7% á þessu tíma- bili og samhliða þeirri miklu gengissveiflu, sem orðið hefur undanfarið, var ljóst að ekki varð komist hjá því að hækka verð nýrra bifreiða,“ segir Jóhannes. Nálægt 5% verðhækk- un á nýjum bílum ÞÝSKA rokksveitin Ramm- stein er á leið hingað til lands til hljómleikahalds, 15. júní næstkomandi, og mun leika í Laugardalshöllinni. Rammstein er með umdeild- ustu og vinsælustu rokksveit- um heims í dag og þykir vera með allra bestu tónleikasveit- um. Hérlendis nýtur hún gríð- arvinsælda og til marks um það hefur nýútkomin breið- skífa hennar selst í yfir 4.000 eintökum á aðeins þremur vik- um. Ramm- stein með tónleika á Íslandi  Rammstein / 64 RANNSÓKNAR- og veiðiskipið Fengur RE 006 hefur verið aug- lýst til sölu og verður söluand- virðinu varið til þróunaraðstoðar á sviði fiskveiðirannsókna í Mós- ambík. Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands fékk í fyrra heimild til að gefa sjávarútvegsráðuneyti Mós- ambík skipið í þágu fiskveiðirann- sókna. Ráðuneytið óskaði hins veg- ar eftir því við eiganda skipsins, Þróunarsamvinnustofnun, að skip- ið yrði selt og andvirðið notað til að fjármagna fiskveiðirannsóknir í Mósambík. Ástæðan var sú að ráðuneytið treysti sér ekki til að reka skipið. Við þessu hefur Þró- unarsamvinnustofnun orðið og verður andvirði skipsins ráðstafað til fiskveiðirannsókna sem stofn- unin samþykkir. Morgunblaðið/Ól.K.M. Treystu sér ekki til að reka Feng Skip sem átti að gefa Mósambík verður selt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.