Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STARFSMENN Listasafns
Reykjavíkur unnu í gær við að
flytja verk eftir Erró úr geymslu á
Kjarvalsstöðum í Hafnarhúsið en
opnunarsýning Errósafnsins hefst
þar í öllum sölum annan laugar-
dag. Erró ánafnaði Reykjavíkur-
borg myndarlegu safni verka sinna
1989. Þetta eru málverk, vatnslita-
myndir, grafíkverk, skúlptúrar,
teiknimyndir, klippimyndir og
fleira. Þessi listaverkaeign Reyk-
víkinga hefur haldið áfram að vaxa
á undanförnum árum og eru nú ríf-
lega þrjú þúsund verk í eigu safns-
ins. Í fyrra var Errósafninu svo
fundinn varanlegur staður í Hafn-
arhúsinu.
Sýningin er skipulögð með þeim
hætti, að góð yfirsýn fæst yfir all-
an feril listamannsins, allt frá
sjötta áratugnum til síðustu ára.
Morgunblaðið/Sverrir
Erró á faraldsfæti
ÍSLANDSBANKI vinnur nú að und-
irbúningi fjármögnunar á lagningu
nýs sæstrengs milli Íslands, Fær-
eyja og Skotlands. Gert er ráð fyrir
að verkið kosti á bilinu 6,5 til 7 millj-
arða. Fulltrúar Landssíma Íslands
og Föroya Tela sem hafa síðustu tvö
árin rætt samstarf um verkið hafa
átt fundi með fulltrúum bankans um
málið.
Undirbúningur fjármögnunar
hófst fyrir 5 til 6 mánuðum og er nú á
lokastigi. Er gert ráð fyrir að unnt
verði að bjóða verkið út meðal er-
lendra banka og fjármálastofnana á
næstu vikum en gert er einnig ráð
fyrir að Íslandsbanki fjármagni
hluta verksins. Þá er búist við að yf-
irvöld á Hjaltlandseyjum og skosk
olíufyrirtæki taki einnig þátt í fjár-
mögnuninni en með öllu er þó óljóst
um hugsanlegan hlut þeirra en Ís-
landsbanki mun annast umsjón með
allri fjármögnun.
Gera má ráð fyrir að 6 til 8 mán-
uðir líði þar til fjármögnun er að fullu
frágengin og er stefnt að því að verk-
inu geti verið lokið í lok ársins 2003.
Sæstrengurinn milli
Íslands, Færeyja
og Skotlands
Fjármögn-
un boðin út
á næstunni
STJÓRN Landsvirkjunar hefur
ákveðið að hækka gjaldskrá fyr-
irtækisins til almenningsveitna
um 4,9% frá og með 1. júlí nk.
Ástæða hækkunarinnar er auk-
inn rekstrarkostnaður fyrirtæk-
isins, ekki síst í kjölfar óhag-
stæðrar gengisþróunar undan-
farin misseri sem eykur mjög
fjármagnskostnað fyrirtækisins.
Á tveimur árum hefur gjald-
skrá Landsvirkjunar hækkað
um 7,9% en á sama tíma hefur
vísitala neysluverðs hækkað um
12,6%.
Á þeim mælikvarða er raun-
lækkun gjaldskrárinnar á þess-
um tíma því 4,4% og er það í
samræmi við þá stefnu eigenda
fyrirtækisins að lækka að jafn-
aði raunverð gjaldskrár um
2–3% árlega á tímabilinu 2001–
2010.
Orkuveitan ekki búin að
taka ákvörðun um hækkun
Ásgeir Margeirsson, aðstoð-
arforstjóri Orkuveitu Reykja-
víkur, segir að ekki sé búið að
taka ákvörðun um það hvernig
Orkuveitan bregðist við um-
ræddri hækkun gjaldskrá
Landsvirkjunar.
„Nú erum við að skoða kostn-
aðarþættina. Raforkukaup frá
Landsvirkjun ráða býsna miklu
um okkar raforkuverð. Þetta er
í allt í skoðun og verður tekið
fyrir í stjórn fyrirtækisins núna
mjög fljótlega,“ segir Ásgeir.
Rafmagn
hækkar frá
Landsvirkjun HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkurdæmdi í gær íslenska ríkið til að
greiða lögreglumanni vaktaálag,
dagpeninga og ferðakostnað til
viðbótar þeim launum sem hann
vann sér inn þegar hann stundaði
nám á seinni önn í Lögregluskóla
ríkisins.
Greiðslur vegna þessa nema um
710 þúsund krónum. Af þeirri upp-
hæð voru 535 þúsund vegna dag-
peninga og rúmlega 30 þúsund í
ferðakostnað.
Gylfi Thorlacius hrl., lögmaður
Landssambands lögreglumanna,
sagði í gær að alls ættu 30 lög-
reglumenn rétt á bótum í sam-
ræmi við dóminn. Tíu þeirra voru
búsettir á landsbyggðinni og því
eigi þeir rétt á dagpeningum og
greiðslum vegna ferðakostnaðar.
Hinir 20 geti hvorki krafist greiðlu
vegna ferðakostnaður né dagpen-
inga en eigi inni greiðslur vegna
vaktaálags. Kostnaður ríkisins
vegna þessa geti því orðið tölu-
verður. „Næsta skref er að reikna
út kröfur fyrir þá aðila sem dóm-
urinn nær til og síðan er bara að
bíða og sjá hvort ríkið áfrýjar,“
sagði Gylfi.
Krafðist vaktaálags, dagpen-
inga og ferðakostnaðar
Lögreglumaðurinn sem stefndi
ríkinu hóf nám á fyrri önn Lög-
regluskólans árið 1997. Í lögum
um Lögregluskólann sem þá voru í
gildi stóð að nám við skólann
skyldi vera tvær annir og skyldi sú
síðari vera launuð. Eftir fyrri önn-
ina var maðurinn ráðinn til lög-
reglunnar á Akureyri. Hann hóf
nám á seinni önn í byrjun árs 1999
og lauk því í maí sama ár. Lög-
reglumaðurinn taldi að ríkið ætti
að greiða sér vaktaálag, dagpen-
inga og ferðakostnað þann tíma.
Hann byggði á því að laun lög-
reglumanna væru bundin í kjara-
samning lögreglumanna og ríkis-
ins sem var endurnýjaður í ágúst
1997, tveimur mánuðum eftir að ný
lög um Lögregluskólann frá 1996
tóku gildi. Í samningnum sé skýrt
kveðið á um að lögreglumenn sem
stundi nám við Lögregluskólann
skuli fá greidd föst laun og vakta-
álag, ferðakostnað og dvalarkostn-
að. Fullyrðingar fjármálaráðuneyt-
is um að breytingar sem gerðar
voru á lögreglulögum árið 1996
hafi fellt niður þennan rétt stand-
ist ekki lög.
Kjarninn í málflutningi ríkisins
var sá að miklar breytingar hefðu
orðið á námi við Lögregluskólann
með gildistöku nýju laganna. Lög-
reglumenn séu ekki lengur sendir í
nám heldur sæki þeir um skóla-
vist. Um leið hafi þeir misst rétt á
vaktaálagi, dagpeningum og ferða-
kostnaði. Þó svo að kjarasamning-
ur frá 1997 geri ráð fyrir því að
lögreglunemar fái greitt eftir
samningnum eigi það ekki við á
meðan þeir stunda nám í skólanum
Héraðsdómur komst hins vegar
að þeirri niðurstöðu, að af kjara-
samningi, lögum og reglugerðum
yrði engan veginn ráðið með
óyggjandi hætti að nemar á síðari
önn í Lögregluskólanum nytu ekki
fullra réttinda samkvæmt um-
ræddum kjarasamningi þó að nem-
endur væru ekki lengur formlega
sendir í Lögregluskólann að beiðni
lögreglustjóra.
Lögreglumanni dæmdar
710 þúsund kr. í bætur
„ÞAÐ var mjög gott
veður á tindinum, blés
nokkuð hressilega en
það var heiðskírt og
glampandi sól og
magnað hvernig sést
af tindinum beint nið-
ur í sjó, hann rís svo
brattur upp frá sjáv-
armáli,“ sagði Har-
aldur Örn Ólafsson í
samtali við Morg-
unblaðið í gær en
hann náði tindi Den-
ali, hæsta fjalls Norð-
ur-Ameríku sl. laug-
ardagskvöld. Á
mánudagskvöld kom-
ust Haraldur Örn og
félagi hans, Guðmundur Eyjólfsson,
úr neðstu búðunum í fjallinu í um
2.200 m hæð í flugvél til bæjarins
Talkeetna en þá var að skella á hið
versta veður.
„Eftir að hafa náð niður í neðstu
búðir var allt mjög tæpt því við rétt
sluppum upp í flugvél en þokubakk-
ar voru að hrannast upp og síðan
hefur ekkert verið flogið frá búð-
unum. Við áttum að fá farangur
okkar með næstu flugvél en hann
er ennþá þarna upp frá,“ sagði Har-
aldur Örn. Sagði hann að þar væri
allur búnaður og tæki, myndavélar
og filmur, Iridium-gervihnattasím-
inn og peningar og hafði hann það
á orði að líklega yrðu þeir félagar
að hlaupa í í gripavinnu við bíla-
þvott til að vinna fyrir mat sínum.
Úr því varð þó ekki því síðar í gær-
kvöld fékk Haraldur þær fréttir að
veðrið hefði skánað og að farang-
urinn væri á leið til þeirra.
Síðasti áfanginn tók
sex og hálfan tíma
„Það var kalt á tindinum og eins
gott að vera mjög vel klæddur,“
sagði Haraldur Örn. „Þarna í kring
eru líka svo margir aðrir tindar,
allt blátt og hvítt og mjög tært,
topparnir eins og syk-
urhúðaðir og ólýs-
anlega fallegir,“ og
sagði hann varla einu
sinni hægt að lýsa þess-
ari fegurð á myndum.
Ferðin á tindinn,
sem er 6.194 m hár, tók
sex og hálfan tíma og
síðan voru þeir félagar
þrjá tíma niður í efstu
búðir og sagði Har-
aldur það nokkuð hratt
farið. Þá var strikið
tekið niður í neðstu
búðir sem eru í 2.200
metra hæð.
Hann kvaðst vera í
skýjunum yfir því að
hafa byrjað leiðangurinn svo vel.
Hann væri vel á sig kominn en þeir
félagarnir urðu að gera tvær til-
raunir áður en tindinum var náð.
Um 50% þeirra sem reyndu næðu
markinu, veður og heilsufar gætu
spillt fyrir og heppni réði oft ein-
hverju líka um gengi manna. Hann
sagði síðustu brekkurnar hafa ver-
ið feikn erfiðar, þeir hefðu aðeins
gengið fáein skref og síðan orðið að
hvílast enda súrefnið orðið af
skornum skammti. Hann sagði
menn ekki taka súrefni með heldur
reyna að aðlagast þunna loftinu í að
minnsta kosti hálfan mánuð, ekki
væri ráðlegt að halda á tindinn fyrr
en á 14. degi aðlögunar, sem þeir
og gerðu.
Haraldur Örn gerði ráð fyrir að
halda af stað heimleiðis í dag. Guð-
mundur Eyjólfsson er nú við ágæta
heilsu en hann fékk snert af há-
fjallaveiki og varð að hætta við
uppgöngu. Haraldur Örn lagði því
á tindinn ásamt Bandaríkjamann-
inum Erik Fryman. Næsti áfangi
Haraldar Arnar í leiðangri hans á
tindana sjö hefst 19. ágúst þegar
hann klífur hæsta fjall Evrópu, sem
er í Rússlandi, og hæsta fjall Afr-
íku.
Haraldur Örn Ólafsson á tind Denali
Síðustu brekkurnar
feikn erfiðar
Haraldur
Örn Ólafsson
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var
kölluð út í gærkvöldi til að sækja fót-
brotinn mann á Fimmvörðuháls. Að
sögn lögreglunnar á Hvolsvelli hafði
maðurinn, sem er þýskur ferðalang-
ur, hringt sjálfur í neyðarlínu en
ferðafélagi mannsins hafði haldið
áfram í átt til Skóga að sækja hjálp.
Ekki lá fyrir í gærkvöldi með
hvaða hætti slysið bar að. Maðurinn
var fluttur á slysadeild Landspítala
–háskólasjúkrahúss í Fossvogi.
Slys á Fimm-
vörðuhálsi
♦ ♦ ♦