Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 23 Stuðningur þinn setur æskufólk í öndvegi með íslenska þjóðfánanum. Flöggum á góðum degi SKÁTAHREYFINGIN WWW.SCOUT.IS 50 vinningar Vöruúttektir í Kringlunni, hver að verðmæti 100.000,- 2000 vinningar Emmess fjölskyldupakkar af blönduðum ís og ístertum, hver að verðmæti 2.500,- 20 vinningar Ferðavinningar frá Plús-ferðum, hver að verðmæti 200.000,- Verðmæti kr. 2.690.000,- Verðmæti kr. 1.890.000,- Verðmæti kr. 1.990.000,- Greiða má með greiðslukort i í s íma 550 9800 H Ö N N U N A R H Ú S IÐ 0 10 5 BÚMENN hafa fengið loforð Íbúða- lánasjóðs fyrir láni vegna bygg- ingar sex íbúða í Grindavík. Fyrir liggja umsóknir frá félaginu um fleiri íbúðir í Grindavík og Vogum. Á vegum Búmanna er verið að byggja í Garði og Sandgerði og á síðarnefnda staðnum stendur auk þess til að félagið yfirtaki leigu- íbúðir fyrir aldraða sem Sandgerð- isbær lét byggja. Búmenn eru með á þriðja þúsund félagsmenn á Suðurnesjum og fer þeim sífellt fjölgandi. Segir Reynir Ingibjartsson, framkvæmdastjóri, að eftirsókn eftir íbúðum hjá félag- inu sé mjög mikil á þessu svæði. Búmenn standa fyrir byggingu íbúða sem einkum eru hugsaðar fyrir fólk sem orðið er fimmtugt eða eldra. Fólkið kaupir sér búsetu- rétt með því að leggja fram 10% eða 30% byggingarkostnaðar en Íbúða- lánasjóður lánar hinn hlutann. Hægt er að selja búseturéttinn. Í samvinnu við Grindina hf. hafa Búmenn áform um að reisa tíu íbúð- ir í parhúsum í Grindavík á þessu ári og jafn margar á því næsta. Einnig á að hefja uppbyggingu í Vogum þar sem félagið hefur feng- ið lóðir undir þrjátíu íbúðir. Á síð- asta fundi stjórnar Íbúðalánasjóðs var veitt lánsloforð fyrir sex íbúð- um í Grindavík, auk fjögurra íbúða í parhúsum í Hveragerði, en Reynir vonast til að fá á næstunni jákvæða svar við hinum umsóknunum. Þegar er byrjað að byggja þessar sex íbúðir í Grindavík. Verkefnið í Vogum er sérlega áhugavert, að sögn Reynis. Vatns- leysustrandarhreppur úthlutaði félaginu lóðum fyrir 30 íbúðir og var Guðmundur Jónsson, arkitekt sem starfar í Noregi, fenginn til að skipuleggja svæðið og hanna húsin. Í þessi hverfi verður blanda af ein- býlis-, par- og raðhúsum og segir Reynir að arkitektinum hafi tekist að blanda þessu saman á skemmti- legan hátt. Húsin verða byggð úr timbureiningum sem SP-hönnun/ húseiningar framleiða. Segir Reyn- ir að þótt um sé að ræða eininga- hús, hafi hverfið yfir sér fjölbreytt yfirbragð vegna þess að formið sé brotið upp. Reynir segir að við hönnunina hafi verið lögð áhersla á að láta umhverfið halda sér. Yfirtaka íbúðir aldraðra Húsagerðin hf. er langt komin með byggingu átta íbúða fyrir Bú- menn í Sandgerði. Íbúðirnar eiga að vera tilbúnar í lok ágúst. Þær eru í fjölbýlishúsi, sem byggt er í tengslum við leigu- íbúðir aldraðra. Sandgerðisbær hefur óskað eftir því að Búmenn taki einnig yfir eignarhald og rekstur leiguíbúðanna og segir Reynir að samkomulag hafi náðst um það. Sandgerðisbær mun þá verða eigandi búseturéttarins og hafa ráðstöfunarrétt á honum. Tek- ur Reynir fram að þetta hafi engin áhrif á íbúa hússins, þeir muni búa þarna áfram. Í Garðinum er Bragi Guðmunds- son, byggingameistari, langt komin með byggingu fjögurra íbúða í par- húsum. Verða þær afhentar í lok ágúst. Þá er Bragi byrjaður á sex íbúðum til viðbótar. Reynir Ingibjartsson segir að verulegur áhugi sé einnig í Reykja- nesbæ, ekki síst eftir kynning- arfund sem þar var haldinn síðast- liðinn vetur. Félagið er í viðræðum við tvo byggingaverktaka, sem hafa lóðir á áhugaverðum stöðum, en Reynir segir nauðsynlegt að undirbúa mál- ið betur. Tími stofnanalausna liðinn Sú mikla eftirspurn sem er eftir búseturétti hjá Búmönnum end- urspeglar, að sögn Reynis, þær breytingar sem eru að verða á fyr- irkomulagi þessarra mála, bæði hér á landi og í öðrum vestrænum ríkj- um. „Tími stofnanalausna er liðinn. Fólk vill vera í íbúðum sínum eins lengi og það getur. Á Suðurnesjum búa margir í stórum íbúðum eða einbýlishúsum. Fólkið vill frekar vera áfram í sínum byggðarlögum en að flytjast í blokkir í Reykjavík,“ segir Reynir. Hann segir að sú lausn sem Bú- menn bjóði henti mörgum, en tekur fram að mikilvægt sé að íbúðirnar séu á góðum stöðum, þar sem stutt sé í mikilvægustu þjónustu. Búmenn eru að byggja tugi íbúða Áform um upp- byggingu í Vog- um og Grindavík Guðmundur Jónsson arkitekt teiknaði húsin sem Búmenn hyggjast byggja í Vogum. Suðurnes BÆJARFULLTRÚI Framsóknar- flokksins í Sandgerði hefur ákveðið að leita álits félagsmálaráðuneytis- ins á því hvort rétt hafi verið staðið að málum við útleigu grunnskóla bæjarins til varnaræfingarinnar Norðurvíkings 2001. Bæjarstjórn Sandgerðis leigði varnarmálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins húsnæði skólans við síð- ustu varnaræfingu. Hluti her- mannanna sem kom til landsins til að taka þátt í æfingunni gistu þar. Að sögn Óskars Gunnarssonar for- seta bæjarstjórnar var ákveðið að verða ekki við ósk ráðuneytisins um leigu skólans nú. Ekki hafi verið nógu vel greitt fyrir afnotin síðast auk þess sem mikið rask væri á lóð- inni vegna framkvæmda við stækk- un skólans. Ráðuneytið ítrekaði beiðni sína og segir Óskar að ákveð- ið hafi verið að verða við henni eftir samráð við húsvörð skólans, skóla- stjóra og aðra viðkomandi aðila. Málið var tekið fyrir á síðasta bæj- arstjórnarfundi og samþykkt með sex atkvæðum gegn einu. Heiðar Ásgeirsson, fulltrúi Fram- sóknarflokksins, sem greiddi at- kvæði á móti, hefur gert athuga- semdir við það hvernig að málinu var staðið af hálfu meirihluta bæj- arstjórnar og var í gær að ganga frá bréfi til félagsmálaráðuneytisins þar sem hann leitar álits á hvort meðferð málsins hafi verið samkvæmt fund- arsköpum bæjarstjórnar. Hann seg- ir að bæjarstjórinn hafi verið búinn að semja um málið og aðeins hafi átt að renna samningnum í gegnum bæjarstjórn. Þá hafi málið ekki verið í boðaðri dagskrá fundarins. Óskar Gunnarsson, forseti bæjar- stjórnar, neitar því að búið hafi verið að ganga frá málinu áður en það var lagt fyrir bæjarstjórn. Aðeins hafi legið fyrir upplýsingar um ákvæði í væntanlegum samningi og hvað greitt yrði fyrir afnot húsnæðisins. Athugasemd ekki gerð Óskar segir að í upphafi bæjar- stjórnarfundarins hafi verið sam- þykkt að bæta þremur málum á dag- skrá og það verið samþykkt samhljóða. Hann hafi ákveðið að ræða útleigu grunnskólans með öðru máli frá varnarmálaskrifstofunni enda hafi enginn gert athugasemd við þá málsmeðferð þótt eftir því væri leitað. Hermennirnir verða ellefu daga í skólanum og greiðir ráðuneytið 240 þúsund krónur fyrir. Að sögn Ósk- ars ganga peningarnir til grunnskól- ans, til tækjakaupa. Bæjarfulltrúi gagnrýnir vinnubrögð við útleigu skólans Ákveður að leita álits félagsmálaráðuneytis Sandgerði GLERLISTAVERKIÐ Tyrkjaránið eftir Einar Lárusson var afhjúpað í Grindavík á sjómannadaginn. Eins og nafnið ber með sér er yrkisefnið sótt aftur til júní 1627 þegar Tyrkir gerðu strandhögg á staðnum. Tyrkjaránið er á lóð Grindavíkur- kirkju, almenningi til sýnis með frá- sögn af atburðunum. Textinn er á fimm erlendum tungumálum. Auk ís- lenska textans er sagt frá á frönsku, dönsku, ensku, þýsku og kínversku. Meðal annars er frásögn af því, að á bænum Járngerðarstöðum hafi húsfreyjan beðið með öðrum milli vonar og ótta eftir heimsókn sjóræn- ingjanna. Þeir hafi farið ránshendi um það heimili eins og önnur. Til er munnmælasaga sem segir, að þar sem blóð ræningjanna og heima- manna hafi blandast sé að finna þyr- nijurt. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Glerlistaverkið Tyrkjaránið var afhjúpað um helgina. Tyrkjaránið afhjúpað Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.