Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsing um framlengingu á umsóknarfresti: Þann 29. apríl 2001 var staða yfirlæknis við sameinaða deild lyflækninga krabbameina á lyflækningasviði II auglýst sem hér segir með umsóknarfresti til 15. júní 2001: Staða yfirlæknis við sameinaða deild lyflækninga krabbameina á lyflækningasviði II er laus til umsóknar. Starfið er 100% og er veitt frá 1. október 2001. Umsækjendur skulu hafa sérfræðiviðurkenningu í krabbameinslækningum með sérþekkingu á lyflækningum krabbameina. Áhersla er lögð á frekari uppbyggingu og þróun lyflækninga krabbameina við sjúkrahúsið. Yfirlæknir sérgreinar er yfirmaður deildarinnar og ber ábyrgð á henni gagnvart sviðsstjóra og lækningaforstjóra. Stjórnunarreynsla er því mikilvægt skilyrði. Yfirlæknir þarf að hlúa að kennslu og vísindavinnu á deildinni og skapa nauðsynlegan jarðveg til að slík vinna þrífist. Því er nauðsynlegt að umsækjendur hafi reynslu á því sviði. Umsóknum, sem skila ber á þar til gerðum eyðublöðum og nálgast má á heimasíðu heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytisins eða skrifstofu landlæknisembættisins, fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af stjórnunarstörfum, kennslu og vísindavinnu ásamt sérprenti eða ljósriti af greinum sem umsækjandi hefur skrifað eða birt. Umsóknagögn sendist í tvíriti til sviðsstjóra lyflækningasviðs II LSH, Vilhelmínu Haraldsdóttur sími 525 1000, netfang vilhehar@landspitali.is fyrir 15. júní 2001 og veitir hún eða lækningaforstjóri, upplýsingar um starfið. Mat stöðunefndar byggist á innsendum umsóknargögnum. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim. Hér með framlengist umsóknarfrestur um þessa stöðu til 16. júlí 2001. Auglýsing um framlengingu á umsóknarfresti: Þann 29. apríl 2001 var staða yfirlæknis geislameðferðardeildar lyflækningasviðs II auglýst sem hér segir með umsóknarfresti til 15. júní 2001: Staða yfirlæknis geislameðferðardeildar lyflækningasviðs II er laus til umsóknar. Starfið er 100% og veitist frá 1. október 2001. Umsækjendur skulu hafa sérfræðiviðurkenningu í krabbameinslækningum með sérþekkingu á geislameðferð krabbameina. Áhersla er lögð á frekari uppbyggingu og þróun geislameðferðar krabbameina við sjúkrahúsið. Yfirlæknir sérgreinar er yfirmaður deildarinnar og ber ábyrgð á henni gagnvart sviðsstjóra og lækningaforstjóra. Stjórnunarreynsla er því mikilvægt skilyrði. Yfirlæknir þarf að hlúa að kennslu og vísindavinnu á deildinni og skapa nauðsynlegan jarðveg til að slík vinna þrífist. Því er nauðsynlegt að umsækj- endur hafi reynslu á því sviði. Umsóknum, sem skila ber á þar til gerðum eyðublöðum og nálgast má á heimasíðu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins eða landlæknisembættisins, fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af stjórnunarstörfum, kennslu og vísindavinnu ásamt sérprenti eða ljósriti af greinum sem umsækjandi hefur skrifað eða birt. Umsóknagögn sendist í tvíriti til sviðsstjóra lyflækningasviðs II LSH, Vilhelmínu Haraldsdóttur sími 525 1000, netfang vilhehar@landspitali.is fyrir 15. júní 2001 og veitir hún eða lækningaforstjóri, upplýsingar um starfið. Mat stöðunefndar byggist á innsendum umsóknargögnum. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim. Hér með framlengist umsóknarfrestur um þessa stöðu til 16. júlí 2001 R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Almenni hlutabréfasjóðurinn Aðalfundur verður haldinn í húsakynnum Kaupþings hf., Ármúla 13A, fimmtudaginn 28. júní nk. kl. 16.00. Dagskrá: ● Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. ● Ákvörðun um samruna félagsins við Hluta- bréfasjóðinn Auðlind hf., sbr. 124. gr. og 93. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. ● Tillaga um að Almenni hlutabréfasjóður- inn hf. verði sameinaður Hlutabréfasjóðn- um Auðlind hf. með yfirtöku eigna og skulda. Gögn vegna fundarins má nálgast hjá Kaupþingi hf. viku fyrir aðalfundinn. Reykjavík, 14. júní 2001. Stjórn Almenna hlutabréfasjóðsins hf. Ármúla 13A, 108 Reykjavík, sími 515 1500, fax 515 1509. Kynning á tillögu að matsáætlun Sultartangalínu 3 Landsvirkjun hyggst leggja nýja 420 kV há- spennulínu, Sultartangalínu 3, frá tengivirki við Sultartangastöð að aðveitustöð Landsvirkj- unar á Brennimel á Hvalfjarðarströnd. Af þessu tilefni stendur Landsvirkjun fyrir opnu húsi þar sem framkvæmdin verður kynnt í Ara- tungu, Reykholti í Biskupstungum, föstudaginn 15. júní frá kl. 16.00—22.00 og laugardaginn 16. júní frá kl. 10.00—18.00. Við hvetjum alla, sem hafa áhuga á að kynna sér þessi málefni, til að mæta. TIL SÖLU Trjáplöntusalan Bjarkarholti 1, Mosfellsbæ (við hliðina á versluninni 11-11) Aspir, reynitré, birki, fura, greni, fjallaþinur. Sími 566 6187. TILKYNNINGAR Skógarganga Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir skógargöngu í kvöld. Boðið er upp á rútuferð frá Mörkinni 6 kl. 20.00. Fargjald kr. 500.- Gangan hefst við Maríuhella, hliðið inn í Heið- mörk að vestanverðu kl. 20.30. Gengið verður um skógarstíga, skógurinn og náttúra svæðis- ins skoðuð. Kynnt verður nýtt gönguleiðakort af Heiðmörk. Allir velkomnir. Skógræktarfélag Reykjavíkur. Forval Umsýslustofnun varnarmála, sala varnar- liðseigna, f.h. varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli framlengir hér með frest til að taka þátt í forvali vegna útboðs á verki innan varnar- svæðisins á Keflavíkurflugvelli: Málningar- vinna utanhúss á byggingum 914-919 og 921-925. Auglýsing um forval vegna verksins birtist áður 7. júní sl. Nánari lýsingar fylgja forvalsgögnum. Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra lögaðila. Forvalsgögn fást hjá umsýslustofnun varnar- mála, sölu varnarliðseigna, Grensásvegi 9, Reykjavík og að Brekkustíg 39, Reykjanesbæ. Þau ber að fylla út af umsækjendum og áskilur forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins sér rétt til að hafna forvalsgögnum sem ekki eru full- nægjandi. Ekki verður tekið við upplýsingum frá þátttakendum eftir að forvalsfrestur rennur út. Frestur til að skila umsóknum er hér með framlengdur til mánudagsins 25. júní nk., kl. 16:00. Umsóknum skal skilað til umsýslu- stofnunar varnarmála, sölu varnarliðs- eigna, Grensásvegi 9, Reykjavík eða Brekkustíg 39, Njarðvík fyrir þann tíma. Umsýslustofnun varnarmála, sala varnarliðseigna. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Íslands Sálarrannsóknar- félagið Sáló 1918— 2000, Garðastræti 8, Reykjavík Vinsamlega athugið! Fyrirlesturinn með Guðrúnu Hjörleifsdóttur sem vera átti í kvöld fellur niður vegna óviðráð- anlegra orsaka. SRFÍ. FÉLAGSLÍF Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Samhjálpar vinir vitna. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is . Fimmtudag 14. júní: í kvöld kl. 20. Lofgjörðarsamkoma í umsjón majóranna Turid og Knut Gamst. Allir hjartanlega velkomnir. Útivist Næsta helgi: Jeppaferð í Bása 15. - 17. júní. Fjölskyldu- og grillferð. Útivistardagur fjölskyldunnar. Laugardaginn 16. júní kl. 13, létt ganga. Þjóðhátíðarganga yfir Leggj- abrjót 17. júní kl.10.30. Góð æfing fyrir Jónsmessunæt- urgönguna geysivinsælu yfir Fimmvörðuháls. Fimmvörðuhálsganga 16.— 17. júní, en uppselt í ferð- ina 15.—17. júní. Sjá utivist.is og textavarp bls. 616. Eignist nýja ársritið um Hornstrandir. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Samkoma kl. 20:00. Högni Vals- son predikar, lofgjörð og fyrir- bænir. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnudag, opið hús kl. 20.00. Mánudag, fjölskyldubænastund og súpa og brauð. „Þér elskaðir, elskum hvern annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver sem elsk- ar er af Guði fæddur og þekkir Guð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.