Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Ó HÆTT er að segja að at-hygli allra hafi beinst aðGeorge W. Bush, Banda-ríkjaforseta, á fundinum í Brussel, enda nánast um frumraun hans á alþjóðavettvangi að ræða. Þetta var fyrsta heimsókn hins nýja forseta í höfuðstöðvar Atlantshafs- bandalagsins og í fyrsta sinn sem hann hitti flesta af öðrum leiðtogum ríkja bandalagsins. Heimspressan birti fregnir af fyrsta degi Evrópuferðar forsetans í gær og lýsti forsetanum sem í vörn gagnvart leiðtogum Evrópu sem ætluðu að krefja hann svara um stefnu nýju stjórnarinnar í varnar- og umhverfismálum. En eftir fund- inn í gær var mál manna að Bush forseta hefði tekist að koma vel fyr- ir, þrátt fyrir reynsluleysið, og hann hafi fremur sótt á en varist þegar á reyndi. Þetta var fyrsti leiðtogafundur NATO-ríkjanna frá í apríl árið 1999, þegar 19 leiðtogar hittust í Wash- ington til að fagna 50 ára stofnun bandalagsins. Til hans var boðað sérstaklega, að ósk Bandaríkja- stjórnar, en með því vildi Bush Bandaríkjaforseti kynnast af eigin raun öðrum leiðtogum bandalagsins og kynna um leið helstu stefnumál stjórnar sinnar í utanríkismálum. Gríðarleg öryggisgæsla var í tengslum við leiðtogafundinn, enda kom til mótmæla bæði í nágrenni höfuðstöðva NATO, þar sem fund- urinn var haldinn, og framan við bandaríska sendiráðið í Brussel. Nokkurrar gremju gætti meðal borgarbúa, því mörgum klukku- stundum fyrir fundinn höfðu yfir- völd komið fyrir á annað þúsund lögreglumönnum víðs vegar um borgina. Kom til talsverðra tafa í umferðinni vegna þessa, enda veg- um til og frá höfuðstöðvum banda- lagsins lokað auk þess sem umferð var bönnuð um miðbæinn. Ekki kom þó til alvarlegra átaka og flestir mótmælendur hurfu á braut jafn- skjótt og fundinum lauk. Það var Robertson lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, sem tók á móti leið- togunum við komuna til fundarins í gærmorgun. Hann lét þess getið í upphafsávarpi sínu að margt hefði felist miklu fremur í pó lausnum en hernaðarlegum aðrir óttast afleiðingar þ Evrópu segi Bandaríkin u málanum sem þeir gerðu étríkin árið 1972 um bann flaugavörnum. Meðal mar Evrópu er sá sáttmáli enn hávegum og Jacques Chira landsforseti hefur kallað h af ástæðum þess að hal valdajafnvægi í álfunni og víðar. Chirac sagði hins vegar sínu til leiðtoga NATO í Frakkar væru reiðubúnir a umræður um þessi mál me huga og meta stöðuna að þ Gerhard Schröder, kanslar lands, sagðist hins vegar um að eldflaugavarnakerf ríkjamanna yrði til þess öryggi. „Enn eru uppi spurnin tæknilegar hliðar málsins slíkt kerfi er einfaldlega t framkvæmanlegt,“ sagði inn. „Ennfremur er óljós áhrif slíkt kerfi hefði á gilda mála,“ bætti hann við og la inheldur áherslu á að Rú Kínverjar gætu ekki staðið alla umræðu um þessi má yrði þessum ríkjum að rökr með einhverjum hætti. NATO mun stækk Leiðtogar aðildarríkjan áunnist í að færa bandalagið og starfsemi þess í nútímalegra horf, en enn væri margt ógert í þeim efn- um svo það teldist fullfært til að tak- ast á við nýjar áskoranir á nýrri öld. „NATO er áfram sá hornsteinn og vettvangur þar sem Evrópa og Norður-Ameríka ráðgast og starfa saman. NATO á jafnmikið við nú á tímum og áður í að tryggja með góð- um árangri sameiginlegar varnir okkar,“ sagði hann. Bandaríkjastjórn stefnir ótrauð að eldflaugavörnum Eins og við var búist komu áætl- anir Bandaríkjastjórnar um upp- byggingu eldflaugavarna mjög til umræðu á fundinum. Bush forseti skýrði öðrum leiðtogum NATO frá því að stjórn sín stefndi ótrauð að uppbyggingu varnaráætlunarinnar og sagðist vilja skýra út fyrir þeim sjónarmið sín og stjórnarinnar í þessu máli. Leiðtogar Frakklands og Þýskalands lýstu hins vegar yfir efasemdum með áætlanirnar. Bandaríkjamenn standa í þeirri trú að þeim stafi ógn af hugsanleg- um eldflaugaárásum landa á borð við Norður-Kóreu, Íran og Írak en talið er að þessi lönd standi að til- raunum til að útbúa langdrægar kjarnaflaugar. Margir bandamanna Bandaríkjanna í NATO eru þó á því að Bandaríkjamenn þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu. Aðrir hafa jafnframt bent á að lausn málsins NATO mun st í Prag á næst Leiðtogafundur Atlantshafsbandalag Brussel í gær reyndist veigameiri en hafði verið fyrir gert. Björn Ingi Hra son sem fylgdist með fundinum, skrifa athyglin hafi einkum beinst að Georg Bush Bandaríkjaforseta og föruney hans, en ekki síður hafi menn beint sj um að viðsjárverðu ástandi mála í Ma dóníu og ráðagerðum Bandaríkjama um eldflaugavarnaáætlun. LEIÐTO ER George W. Bush keppti við Al Gore um forsetaembættið sl. haust gerðu andstæðingar hans mikið úr vanþekkingu hans á um- heiminum og fullyrtu sumir að hann hefði aldrei komið til Evr- ópu. Það er rangt, Bush hefur komið til nokkurra Evrópulanda, þ.á m. Ítalíu og Skotlands en samt hefur loðað við hann ímynd fá- fróða Texasbúans. Og alþekkt mismæli hans og vanþekking á ýmsu utan Bandaríkjanna bætir ekki úr skák. En Bush hefur lagt sig fram um að bæta ímyndina og auka þekk- ingu sína á evrópskum aðstæðum. Í lok maí átti forsetinn fund með fimm sérfræðingum, þremur bandarískum og tveimur bresk- um, til að kynna sér Evrópumál og búa sig undir að ræða við helstu leiðtoga álfunnar sem flest- ir eru nú miðju- eða vinstrimenn. Heimildarmenn í Washington lýstu fundinum sem „einkatíma“ og mennirnir fimm hétu því að þeir myndu ekki segja frá því sem rætt var til þess að ekki færu af stað nýjar sögur um fáfræði Bush. Einn sérfræðinganna var Lio- nel Barber, fréttaritstjóri hjá breska dagblaðinu The Financial Times. Annar var þekktur sagn- fræðingur og fréttaskýrandi, Ti- mothy Garton Ash sem starfar við Oxford-háskóla. Hann tjáði blaða- manni The Daily Telegraph að hann gætin ekki sagt frá því sem rætt hefði verið. En á hinn bóginn varaði hann Breta við að halda að þeir fengju um alla eilífð að halda stöðu sinni sem mikilvægasta vinaþjóð Bandaríkjamanna í Evr- ópu. Þjóðverjar og fleiri Evr- ópuþjóðir gætu skipt meira máli fyrir Bandaríkjamenn í fr inni, að sögn Garton Ash. „Maður eins og Gerhard der (kanslari Þýskalands) ekki að fara yfir Lundúna að eiga orðastað við ráðam Washington,“ sagði hann. Bush átti á mánudag fu Hvíta húsinu með fulltrúu dagblaða í Evrópu. Þar á voru fréttaritarar The Da graph og sænska blaðsins Nyheter og voru þeir sam um að Bush hefði verið ág heima í þeim málefnum se Ráðfærði sig við breska sérfræðinga George W. Bush á b BIÐLISTAR HEILBRIGÐISKERFISINS BUSH, EVRÓPA OG NATO Fæstir áttu fyrirfram von á því aðleiðtogafundur Atlantshafs-bandalagsins (NATO), sem haldinn var í höfuðstöðvum bandalags- ins í Brussel í gær, markaði einhver sérstök þáttaskil. Fundurinn átti fyrst og fremst að vera tækifæri fyrir nýjan forseta Bandaríkjanna, George W. Bush, til að kynna sig og hitta evrópska starfsbræður sína. Á fundinum í gær var hins vegar ákveðið að bandalagið skyldi stækkað á næsta leiðtogafundi sem haldinn verður í Prag á næsta ári. Þetta er þeim þjóð- um eflaust mikill léttir, sem sækjast eftir aðild, þótt enn liggi ekki ljóst fyrir hvaða ríki og hversu mörg verða tekin inn. Þá gafst á fundinum tækifæri til að ræða hið ótrygga ástand í Makedóníu en þaðan berast stöðugt skuggalegri fregnir af ástandi mála. Þótt NATO hyggist enn sem komið er ekki skipta sér af málinu með beinum hætti er ljóst að leiðtogarnir hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og ekki er hægt að útiloka að enn eitt stríðið brjótist út á Balkan- skaga. Eins og búast mátti við beindust augu flestra að Bush Bandaríkjafor- seta, málflutningi hans og framkomu. Í Evrópu hefur upp á síðkastið verið dregin upp sú mynd af forsetanum að hann sé treggáfaður kúreki er vilji steypa heimsbyggðinni í glötun með glannalegri geimflaugavarnaáætlun og ákvörðun sinni um að leggja Kyoto- sáttmálann til hliðar vegna efnahags- legra hagsmuna Bandaríkjanna. Það er því fróðlegt að sjá hvernig þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra meta frammistöðu forsetans að loknum fundinum. Davíð Oddsson segir Bush alls ekki hafa verið í vörn á fundinum. „Ég held að menn hafi bersýnilega vanmetið hann og mér þótti hann koma fyrir sjón- ir sem mun meiri þungavigtarmaður en látið hefur verið í veðri vaka. Ég held að hann hafi gefið mönnum hér góða mynd af sér.“ Halldór Ásgrímsson tekur í svipaðan streng, hann hafi alls ekki upplifað Bandaríkjaforseta í vörn vegna eld- flaugavarnaáætlunarinnar. „Ég held að þessi umræða sé komin til að vera þótt í sjálfu sér hafi ekki komið fram svör við hvernig eigi að bregðast við nýjum ógn- um. Þessi áætlun Bandaríkjamanna er hins vegar ekki í þeirri andstöðu við Evrópuþjóðirnar sem virðist koma fram í alþjóðlegri umræðu.“ Álykta má af þessu að andstaðan við hugmyndir Bandaríkjastjórnar um eld- flaugavarnir risti ekki eins djúpt og sumir hafa viljað halda fram. Raunar gaf Jacques Chirac Frakklandsforseti í skyn í athyglisverðri ræðu í lok síðustu viku að Frakkar væru reiðubúnir að skoða þessi mál með opnum hug. Sú virðist einnig vera niðurstaða margra í Brussel þótt forsetanum muni vafalítið ganga verr að sannfæra leiðtoga Evr- ópusambandsins um afstöðu Banda- ríkjastjórnar til Kyoto þegar hann hitt- ir þá í Gautaborg í dag. Langir biðlistar eru einn helsti löst-ur íslensks heilbrigðiskerfis. Þessir biðlistar eru engum til góðs og óþarfi að taka fram að það er enginn sparnaður í því fólginn að láta fólk bíða svo mánuðum skiptir eftir að fá lausn sinna vandamála. Mætti hæglega færa að því rök að það sé baggi á þjóðfélag- inu að fólk sé óvinnufært á meðan það bíður þess að röðin komi að því og þess utan getur það verið heilbrigðiskerfinu dýrkeypt ef sjúklingi hrakar meðan á biðinni stendur með þeim afleiðingum að viðameiri læknismeðferðar verður þörf en í upphafi. Eitt fáránlegasta birtingarform þessara biðlista hefur verið á sviði heyrnartækja. Bið eftir heyrnartækj- um getur verið hátt á annað ár. Engin rök eru þó fyrir slíkum biðlistum. Ekki er hægt að bera við skorti í heilbrigð- iskerfinu, hvorki á mannafla né að- stöðu, enda eru heyrnartækin keypt og framleidd erlendis. Nú er hins vegar kominn nýr kostur fyrir þá sem gista biðlistann eftir heyrnartækjum. Í gær var fyrsta einkarekna heyrnartækja- stöðin opnuð á Íslandi. Hún heitir Heyrnartækni ehf. og í fyrirsögn Morgunblaðsins í gær sagði að með til- komu hennar styttist biðtími úr 15 mánuðum í 15 daga. Ríkið niðurgreiðir hins vegar ekki heyrnartækin frá Heyrnartækni og kosta þau á bilinu 82 til 160 þúsund krónur í stað um 30 þús- und króna með niðurgreiðslu úr trygg- ingakerfinu. Morgunblaðið hefur ítrekað haldið því fram að fjölga ætti kostum í heil- brigðisþjónustu, án þess að því hafi verið hnekkt með rökum að fólk „eigi að geta valið um að greiða sjálft fyrir nauðsynlegar aðgerðir á einkasjúkra- húsi og flýta þannig meðferð fremur en að verja fé sínu í annað, t.d. til sólar- landaferðar. Þetta breytir að sjálf- sögðu engu um það að allir landsmenn eiga rétt á þjónustu opinbera heil- brigðiskerfisins sem þeir greiða fyrir með sköttum sínum. En valfrelsið mun auka samkeppni og þar með leiða til betri þjónustu fyrir sjúklinga svo og lægri útgjalda fyrir ríkissjóð; auk þess sem biðraðirnar munu styttast, öllum til hagsbóta. Vísi að einkarekstri á heilbrigðissviði má nú þegar finna þar sem ýmsar aðgerðir eru gerðar á lækn- ingastofum án þess neinn hafi haft neitt við það að athuga.“ Opnun Heyrnartækni er dæmi um það hvernig fjölga má kostum í heil- brigðisþjónustu. Þeir, sem vilja borga meira fyrir að komast hjá því að bíða á biðlista eftir heyrnartækjum, eiga þess nú kost og að öðru óbreyttu mun biðin styttast fyrir hina sem annaðhvort vilja nota peningana í annað eða hafa þá ekki handbæra. Landlæknir sendi frá sér skýrslu í desember þar sem sagði að rúmlega átta þúsund manns væru á biðlistum hjá helstu sjúkrastofnunum landsins. Sú tala er allt of há og það er óverjandi að hafna skilyrðislaust þeirri augljósu leið til bóta sem fólgin yrði í auknum einkarekstri á heilbrigðissviði. Það mætti halda því fram að hér væri á ferðinni klassískur árekstur milli hug- myndarinnar um jöfnuð annars vegar og rétt einstaklingsins hins vegar. Þeir sem beita jafnaðarhugtakinu mega hins vegar ekki hengja sig svo í þá hugmynd að eitt skuli yfir alla ganga að þeir geti ekki fellt sig við tillögur sem þegar upp er staðið yrðu öllum til góðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.