Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 26
NEYTENDUR
26 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÁMSKEIÐ sem haldin eru fyrir
börn og unglinga víða um Reykjavík í
sumar, njóta mikilla vinsælda. Upp-
selt er á mörg hver í júnímánuði og
sum eru meira og minna full í allt
sumar, m.a. námskeið ÍTR, Heimilis-
iðnaðarskólans, Golfklúbbs Reykja-
víkur, Reiðskólans Þyrils og Leiklist-
arskólans.
Námskeiðin í Reykjavík hófust
flest í byrjun júní, og einna vinsælust
eru, eins og undanfarin ár, leikja- og
ævintýranámskeið Íþrótta- og tóm-
stundaráðs Reykjavíkurborgar. Utan
Reykjavíkur eru einnig námskeið í
boði hjá flestum sveitarfélögum.
Í bæklingnum Sumar 2001 sem
gefinn er út af ÍTR, er fjöldi upplýs-
inga um námskeið fyrir börn í sumar.
Af handahófi var haft samband við
aðstandendur nokkurra þeirra, til
þess að kanna aðsókn, verð og gefa
nasasjón af því sem í boði er.
Aðeins laust hjá ÍTR í júlí
Soffía Pálsdóttir æskulýðsfulltrúi
hjá ÍTR, segir fullt á leikja- og ævin-
týranámskeið í öllum hverfum borg-
arinnar í sumar nema þá helst í júlí-
mánuði.
„Um 800 börn eru skráð vikulega á
leikjanámskeið sem ætluð eru 6- 9
ára börnum en einnig bjóðum við
ævintýranámskeið, fjallahjólanám-
skeið, sundnámskeið og námskeið
fyrir fatlaða svo dæmi séu tekin.“
Sumarnámskeið ÍTR eru niður-
greidd og því mun ódýrari en einka-
rekin námskeið. Leikjanámskeið í
viku kostar 3.400 krónur, frá kl. 9-16 í
fimm daga en algengt er að sögn
Soffíu að börn séu bókuð mánuð í
senn en þannig fæst afsláttur af
verði. Auk þess er veittur systkina-
afsláttur eins og víða annars staðar.
„Við bendum fólki á að velja sem
fjölbreyttust námskeið fyrir börnin
en markmiðið er að öllum líði vel.
Meðal nýjunga má nefna aldursskipt
leikjanámskeið í Frostaskjóli og
Þróttheimum sem hafa gefið góða
raun.“
Kirkjan, skátar, og íþróttafélög
Námskeið á vegum kirkna,
skátafélaga og íþróttafélaga, eru yf-
Morgunblaðið/Billi
Nánast er fullt á öll námskeið Heimilisiðnaðarskólans í sumar. Þessi
unga mær situr nú námskeið í dúkkufatasaumi.
Færri ungmenni
komast að en vilja á
sumarnámskeið
Mikil aðsókn er á námskeið fyrir reykvísk börn í sumar og oft kom-
ast færri að en vilja. Kostnaðarsamt getur verið að senda börn á
námskeið, sér í lagi ef systkinahópurinn er stór. Leikjanámskeið í
viku kostar rúmar 3.000 krónur en einna dýrast er á 40 stunda leik-
listarnámskeið sem kostar tæpar 30.000 krónur.
)!
! " *+,
-. # ! " *+,
,! "/ 01
2# 3/ #& 43.'
4'35%%$ ,!1
.$
6
' % %'
,$" ' *
7 # 3
1 #$/ #!
8! " "/
79: $ "#"
;!
& !
! "
+/#$ /
)! #/
6 ##91 $& !
' </##/ =
>
>
>
>
>
>
>
>
>