Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 65 Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800 EINA BÍÓIÐ MEÐ THX DIGITAL Í ÖLLUM SÖLUM FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16. Vit nr 238. www.sambioin.is Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit nr. 231 Sýnd kl. 4 og 6. Vit nr 236. 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífum þeirra að eilífu. B E N A F F L E C K Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. Vit nr 235. Snorrabraut 37, sími 551 1384 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Strik.is HL.MBL Sýnd kl. 6 og 8.30. B. i. 16. Vit nr. 201. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i.14. Vit nr 220. 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífum þeirra að eilífu. B E N A F F L E C K Sýnd kl. 6.30 og 10. Vit nr 235. B.i. 12 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 6, 8 og 10. STEGGJAPARTÝIÐ ER HAFIÐ!I I ! Sýnd kl. 6, 8 og 10. kirikou og galdrakerlingin Tveimur fremstu njósnurum heims hefur verið rænt og aðeins börnin þeirra geta bjargað þeim! 3 vikur á toppnum í USA Sannir spæjarar...bara aðeins minni Frábær fjölskyldu og ævintýramynd „Bond mynd fyrir fjölskylduna“ HK DV  AI MBL  ÓHT Rás2 Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6 TOP SHOP 17. júní gleði í fimmtudag, föstudag og laugardag. 10% afsláttur og fullt af tilboðum í snyrtivörudeild. Við leysum þig út með gjöfum frá ef þú verslar fyrir kr. 3.500 TEIKNARINN Hank Ketcham, sem þekktastur er fyrir að búa til Denna dæmalausa, lést síðastliðinn föstudag 81 árs að aldri. Banamein hans var krabbamein auk þess sem hann þjáðist af hjartasjúk- dómi. Þó að Ketcham hafi lagt blýantinn á hilluna árið 1994 fylgdist hann grannt með dag- legum teiknimyndasögum um Denna og félaga. Þeir Marcus Ham- ilton og Ronald Ferdinand hafa séð um myndasögurnar síðustu ár en hafa sent Ketcham allar hugmyndir til yfirlestrar. Denni dæmalausi leit dagsins ljós árið 1951 og fagnaði því á dögunum hálfrar aldar afmæli sínu. Mynda- sögur af uppátækjum hans birtast nú í yfir eitt þúsund dagblöðum í 48 löndum og á 19 tungumálum. Hugmyndin að Denna kviknaði í lok ársins 1950 þegar eiginkona Ketcham, Alice, kom inn á vinnu- stofu hans og skammaðist yfir uppátækjum Dennis, fjögurra ára sonar þeirra hjóna. „Sonur þinn er alveg dæmalaus,“ á Alice að hafa sagt. Ketcham fæddist árið 1920 í Seattle. Hann var ekki nema sex ára gamall þegar hann ákvað að hann vildi gerst teiknimyndateikn- ari. Ketcham hætti háskólanámi og hóf að vinna hjá teiknaranum Wal- ter Lantz sem teiknaði m.a. Villa spætu. Eftir það lá leið hans til teiknimyndarisans Disney. Í seinni heimsstyrjöldinni fékk Ketcham svo það verkefni að teikna áróð- ursveggspjöld og annað í þágu hersins. Eftir stríðið helgaði Ketch- am sig Denna dæmalausa, nágrann- anum herra Wilson og félögum þeirra allar sínar teikningar, allt til dauðadags. Skapari Denna dæmalausa látinn „Ég get sagt þér það að þetta er frek- ar ung hljómsveit. Við erum búnir að æfa í 6 mánuði, en við höfum samt all- ir verið í tónlist í mjög langan tíma,“ segir Skúli Örn Sigurðsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Basic, sem leikur á Kringlukránni í kvöld. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja meira, við spilum popp og rokk í bland við frumsamið efni,“ bætir félagi hans Bjarki Gunnlaugsson gítarleikari við. „Okkar eigið efni er svona léttmeló- dískt rokk,“ útskýrir Skúli. En hvaða tökulög ætla þeir Basic félagar að tækla? „Við tökum náttúrulega Bítlana, Creedence, U2, Creed, smávegis með Clapton, Doors og bara allt mögu- legt,“ upplýsir Bjarki. „Efnið er nánast ótakmarkað, við blöndum þessu saman. Það verða kannski sex til sjö frumsamin á móti 30 tökulögum,“ segir Skúli. Þrátt fyrir stuttan starfsaldur hef- ur sveitin þegar sett á stefnuskrána að hljóðrita afurðir sínar. „Við erum með eitt lag sem við tök- um sennilega upp í byrjun júlí,“ segir Skúli. „Við ætlum að sjá hversu langt við náum með það. Það hefur verið rosalega vel tekið í það lag. Þetta er rosalega hresst lag, með suðrænum áhrifum. Við reynum nú samt að halda okkur í þessu létta melódíska rokki.“ Að lokum er við hæfi að forvitnast svolítið um hljómsveitarnafnið. „Við vildum leita aftur í grundvöll- inn, miðað við það sem er í gangi núna. Það er rosalega mikið um ný- tískulegt hipp-hopp og soul-tónlist. Við vildum bara fara aftur í grunninn, spila með hefðbundinni uppsetningu, lög sem eru melódísk með mikilli til- finningu. Þannig að við náum inn á grundvallartilfinningar fólks sem er að hlusta,“ segir Skúli að lokum. Eins og áður sagði leikur hljóm- sveitin fyrir gesti Kringlukrárinnar í kvöld og spilamennskan hefst kl. 22. Morgunblaðið/Billi Basic (f.v.) Bjarki Gunnlaugsson gítarleikari, Skúli Örn Sigurðsson gítarleikari og söngvari og Marteinn Þór Harðarson bassaleikari. Á myndina vantar Kristján Valdimar Eyjólfsson trommuleikara. Hljómsveitin Basic leikur á Kringlukránni í kvöld Grundvallartilfinningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.