Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ISAL er vel stjórnað fyrirtæki og hefur á að skipa mjög góðu og vel menntuðu starfsliði. Ég finn það vel að framleiðslustarfsemi fyrirtækis- ins er undir góðri stjórn,“ segir Emery P. LeBlanc, forstjóri hrááls- framleiðslusviðs Alcan Inc. álfyrir- tækisins, móðurfélags Íslenska ál- félagsins. LeBlanc er einn af æðstu yfir- mönnum Alcan, sem er annað stærsta álfyrirtæki heims. Undir hann heyra níu báxítnámur, átta súrálsverksmiðjur og 15 álver í sjö löndum. Þar á meðal er álver Ís- lenska álfélagsins í Straumsvík í kjölfar samruna Alcan og Algroup (áður Alusuisse-Lonza Group) í október síðastliðnum. Framleiðslugeta verksmiðjanna er 2,2 milljónir tonna en stærst ál- veranna er nýtt álver Alma í Quebec í Kanada, með 400 þús. tonna árlega framleiðslugetu. Álver ISAL er sjö- unda stærsta álverið innan Alcan- samsteypunnar og framleiðir í dag tæplega 170 þús. tonn á ári. Starfsmenn Alcan eru um 53 þús- und í 40 löndum. Velta Alcan á síðasta ári var 9,1 milljarður Banda- ríkjadala. Hagnaður af rekstrinum var 618 millj. dala og jókst um 34% á milli ára. Auk hráálsvinnslunn- ar er Alcan umsvifa- mikið í úrvinnsluiðnaði og rekur m.a. 37 verksmiðjur á því sviði í Evrópu og umbúðaframleiðslu í 85 verksmiðjum í 14 löndum. Þá er Alcan í forystu í heiminum í ál- vinnslu fyrir bílaiðnaðinn. Tók sæti í stjórn ISAL Emery LeBlanc var hér á landi í vikunni en hann sat aðalfund Ís- lenska álfélagsins á þriðjudag og tók jafnframt sæti í stjórn fyrirtæk- isins á stjórnarfundi sem haldinn var að loknum aðalfundinum. Nokkrar aðrar breytingar urðu á stjórninni. Wolfgang Stiller, yfir- maður Primary Metal Group í Evr- ópu, tók við stjórnarformennsku í stað dr. Christian Roth, sem situr áfram í stjórninni. Auk Emery P. LeBlanc tók Einar Einarsson fram- kvæmdastjóri sæti í stjórn en Einar og LeBlanc tóku sæti Páls Kr. Páls- sonar og Ólafs Thors. Góður árangur hjá ISAL ISAL skilaði 40,5 milljóna dala rekstrarhagnaði á síðasta ári (um 3,1 milljarði kr. miðað við meðal- gengi dollars á síðasta ári). LeBlanc segist vera mjög ánægður með af- komu ISAL í fyrra. „Síðasta ár var mjög gott hjá ISAL og batnaði enn frá árinu á undan. Álverð var að sjálfsögðu heldur hærra á síðasta ári en á árinu 1999, sem átti auðvitað sinn þátt í bættri afkomu en ég er líka mjög ánægður með heildarstarf- semi ISAL. Miklar framfarir hafa orðið í umhverfismálum og aðgerð- um til að tryggja aukið öryggi starfsmanna. Unnið hefur verið að úrbótum í öryggismálum sl. þrjú ár með þeim árangri að það sem af er þessu ári hafa engin slys átt sér stað í verksmiðjunni, sem er svo sann- arlega markverður árangur,“ segir hann. Ákjósanlegir kostir á Íslandi fyrir álframleiðslufyrirtæki LeBlanc var spurður hvaða meg- inkosti hann sæi við rekstur álvers á Íslandi. Hann sagði að frá sjónar- hóli Alcan væri lega landsins mjög hagstæð. Hún opnaði m.a. aðgang að mörkuðum í Evrópu, þar sem skortur væri á málmi til vinnslu. „Ísland er líka vel í sveit sett til að þjóna viðskiptavinum og til hráefn- isöflunar til framleiðslunnar. Í ál- iðnaðinum þarf að flytja súrálið með stórum flutningaskipum og er lega Íslands hagstæð að því leyti líka þar sem landið liggur á milli Evrópu og Ameríku. Það sem gerir Ísland einnig áhugavert að okkar mati er að stjórnvöld hér á landi styðja með skipulegum hætti þróun og uppbyggingu orkufreks iðnaðar og sýna mikinn áhuga á að laða fyrirtæki á borð við okkar til landsins. Hér eru miklir möguleikar til staðar á orkuöflun, vatnsaflsorku og jarðhita,“ segir hann. Kynnti sér starfsemi orkufyrirtækja LeBlanc heimsótti Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Hita- veitu Suðurnesja á meðan á heim- sókn hans stóð. ,,Það eru miklir möguleikar til staðar hér,“ heldur hann áfram. „Þar sem þið getið ekki flutt rafork- una út til Evrópu hafið þið tekið þá afstöðu að fá stóriðjufyrirtæki til landsins til að skapa atvinnu og flytjið þannig út orkuna í formi út- fluttrar iðnaðarvöru. Það er mjög skynsamleg stefna að mínu mati,“ segir LeBlanc. – Sérðu vaxtarmöguleika fyrir Alcan á Íslandi? ,,Við erum að leita nýrra tæki- færa hjá hinu nýja Alcan. Við rek- um 15 álver víðs vegar um heiminn og ISAL-verksmiðjan er mjög hag- kvæm viðbót við starfsemi okkar, bæði vegna legu landsins, eins og áður segir, og þeirra vaxtarmögu- leika sem eru hér til staðar. Við er- um að velta fyrir okkur nokkrum mismunandi tækifærum og sjáum fyrir okkur þrjá til fjóra vaxtar- möguleika, sem við þurfum að vega og meta vandlega áður en ákvarð- anir verða teknar.“ Niðurstöðu að vænta innan sex til níu mánaða „Í framhaldi af samruna Algroup og Alcan hefur nýr forstjóri tekið við stjórnartaumum [Travis En- gen], nýir menn hafa komið inn í stjórn fyrirtækisins og um þessar mundir vinnum við að endurskoðun viðskiptaáætlana okkar. Við mun- um skoða mögulega vaxtarmögu- leika og ISAL er að sjálfsögðu einn þeirra. Við þurfum velja besta kost- inn áður en ákvörðun verður tekin um næstu fjárfestingu fyrirtækis- ins. ISAL er svo sannarlega meðal þeirra kosta sem við munum fara vandlega yfir á næstunni. En við höfum ekki lokið heimavinnunni ennþá, það er talsverð matsvinna enn eftir. Það er því erfitt fyrir mig að segja nákvæmar fyrir um þetta á þessu stigi,“ segir hann. Afla þyrfti raforku til stækk- unar á svæðinu suðvestanlands Aðspurður segir LeBlanc að ekki sé tímabært að svara þeirri spurn- ingu afdráttarlaus hvort Alcan hafi hug á frekari stækkun álversins í Straumsvík. „Allar nauðsynlegar forsendur virðast vera til staðar hér, raforka og vilji stjórnvalda er fyrir hendi. Það lítur því allt sérstaklega vel út hér, en við verðum engu að síður að ljúka öllum hagkvæmniathugunum okkar áður en ákvarðanir verða teknar. Því verki er ekki lokið en við munum ljúka því. Innan svona sex til níu mánuða eða snemma á næsta ári ættum við að hafa fengið góða mynd af því hvaða vaxtartækifæri við eigum hér hjá ISAL.“ – Nú hefur Norsk Hydro á prjón- unum að reisa stórt álver á Aust- fjörðum og Columbia Ventures ál- félagið sýnir mikinn áhuga á frekari stækkun álversins á Grundartanga. Hafa þessar mögulegu framkvæmd- ir einhver áhrif á fyrirætlanir Alcan hér á landi og hefur þú engar áhyggjur af því að ISAL kunni að verða skilið eftir á meðan stjórnvöld og Landsvirkjun sinna viðræðum við þessi félög um raforkufram- leiðslu til álvera? „Ég tel ekki að svo sé. Í fyrsta lagi er á það að líta að Norsk Hydro er með hugmyndir um byggingu álvers í öðrum landshluta og það útilokar ekki frekari uppbyggingu á suðvesturhorninu. Það er ljóst að ef við ráðumst í stækkun álversins í Straumsvík þyrftum við að afla raforkunnar hér á svæðinu í kring. Landsvirkjun hefur uppi ýmsar hugmyndir og kosti í þeim efnum. Ég held því að þessi verkefni þurfi ekki að hafa nein áhrif á hugsanlega stækkun ISAL. Ég tel að það séu næg tæki- færi til staðar fyrir alla. Það væri hins vegar ekki eins gott ef farið yrði of hratt í svona stór verkefni. Það væri mun hag- stæðara ef stjórnvöld hér á landi gætu útvegað aukna raforku smátt og smátt,“ segir hann. Björt framtíð í áliðnaði LeBlanc var þessu næst beðinn að leggja mat á framtíð áliðnaðarins í heiminum. ,,Framtíð áliðnaðarins er björt til lengri tíma litið vegna þess mikla vaxtar sem á sér stað í samgönguiðnaðinum. Ál er í síaukn- um mæli notað við smíði farartækja og hluta í farartæki, bifreiðar, lest- ir, flugvélar. Þar á sér stað mjög ör vöxtur. Í bílaframleiðslunni er sí- fellt verið að leita leiða til að draga úr eldnseyt- isnotkun og nota léttari málma, sem hafa þó sama styrkleika og stál. Ál er vel til þessa fallið og notkun þess eykst stöðugt. Einhversstaðar las ég spá um að árið 2010 verði allar vélar sem framleiddar verða í heim- inum gerðar úr áli. Þetta á líka við um fleiri hluti sem notaðir eru við smíði bifreiða. Kröfur almennings um aukahluti í bíla aukast í sífellu, t.d. um margskonar rafstýrða smá- hluti með litlum mótorum. Sagt hef- ur verið að finna megi 30 litla hreyfla í venjulegum bíl í dag. Þó litlir séu auka þeir þyngd bifreið- arinnar og því er farið að nota ál í smíði þeirra í auknum mæli. Það er mikill vöxtur í samgönguiðnaðinum, á síðustu þremur til fjórum árum nam hann 8–10% á ári.“ Tímabundinn samdráttur vegna efnahagslægðar „Að öllu samanlögðu vex áliðnað- urinn um 2–3% að meðaltali á ári, sem er mjög heilbrigður vöxtur í iðnaði,“ segir LeBlanc. „Mikill uppgangur var á síðasta ári í áliðnaði en á þessu ári erum við farin að sjá merki um samdrátt vegna þess að efnahagslífið er í lægð. Sú þróun hófst í Bandaríkj- unum og hefur svo náð til Evrópu og Asíu. Við höfum nokkrar áhyggj- ur af þessari þróun og erum farnir að finna fyrir að dregið hafi úr eft- irspurn meðal viðskiptavina okkar. Talið var í upphafi ársins að sam- drátturinn í bandarísku efnahagslífi og Evrópu stæði aðeins yfir í nokkra mánuði og við ættum að vera kominn yfir þetta skeið í lok ársins. Nú er það hins vegar mat margra að það verði ekki fyrr en á síðari hluta næsta árs sem við mun- um sjá merki um uppgang á nýjan leik,“ segir hann. Að sögn LeBlancs hefur minnk- andi eftirspurn í för með sér of- framboð sem mun valda verðlækk- un á málmum. Á sama tíma og eftirspurn hefur minnkað hafa álver þurft að draga úr framleiðslu sinni vegna orkukreppunnar í norðvest- urhluta Bandaríkjanna vegna lélegs vatnsbúskapar. Verksmiðjum hefur jafnvel verið lokað vegna orku- skorts og framleiðsla dregist saman um allt að 1,5 milljónir tonna. Hann segir það því lán í óláni að fram- leiðsla hefur minnkað á sama tíma og eftirspurnin hefur dregist saman og því sé iðnaðurinn nokkurn veg- inn í jafnvægi. „Álverð á málmmarkaðinum í London (LME) hefur haldist í kringum 1500 dollarar á tonnið. Að margra mati væri verðið mun lægra ef ekki væri vegna orkukreppunn- ar,“ segir LeBlanc. Álframleiðsla skynsamlegur kostur í litlu hagkerfi – Telur þú skynsamlegt til lengri tíma litið fyrir lítið hagkerfi á borð við Ísland að leggja áherslu á áliðn- að? ,,Já, ég er þeirrar skoðunar. Fá- menn þjóð notar þá kosti sem eru til staðar, s.s. orkulindirnar og alla þá möguleika sem vatnsorkan býður upp á, með skipulegri áætlun um notkun þeirra í þeim tilgangi að skapa atvinnu. Ég tel góða framtíð- armöguleika í áliðnaði fyrir Ísland. Alcan hefur svo sannarlega áhuga á vera þátttakandi í áliðnaðinum á Ís- landi til framtíðar litið. Við munum kanna þá möguleika til hlítar.“ Alcan leggur mikla áherslu á um- hverfisvernd, ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsfólks og gott sambýli við samfélög þar sem verk- smiðjur fyrirtækisins eru, að sögn LeBlanc. „Við leggjum mikla áherslu á að draga sem kostur er úr áhrifum starfseminnar á umhverfið og leggjum einnig kapp á að tryggja öryggi starfsmanna,“ segir hann. Ekki reist fleiri álver í Evrópu Hann var að lokum spurður hvort orkufrek stóriðjufyrirtæki væru í auknum mæli að flytja starfsemi sína til þróunarland- anna vegna umhverfis- verndarsjónarmiða á Vesturlöndum. „Nei, ég er ekki sam- mála því. Orkufrekur iðnaður færist þangað sem orkuframboð er til staðar. Við munum ekki sjá fleiri álver rísa í Evrópu, vegna þess að þar er ekki næg raforka. Ég held líka að það verði reist fá ný ál- ver í Norður-Ameríku á næstu ár- um, en þeim muni hins vegar fjölga annarsstaðar þar sem nægilegt orkuframboð er til staðar s.s. á Ís- landi, á nokkrum stöðum í Afríku og í Miðausturlöndum. Þar eru í dag aðeins tvö stór álver, í Dubai og Barain. Nú vilja fleiri þjóðir á þeim slóðum koma upp áliðnaði, t.d. í Om- an og Quatar. Ég tel að álver muni hverfa af svæðum sem búa við orkuskort á næstu 20 til 25 árum. Ástæðan er sú að það er mjög dýrt að byggja álver. Fyrirtæki ráðast ekki í svo stóra fjárfestingu nema hafa tryggingu fyrir því að nægilegt framboð sé á raforku til nokkurra ára. Ég er því ekki þeirrar skoðunar að þessi þróun muni eiga sér stað vegna umhverfismála. Það skiptir ekki máli fyrir álfyrirtæki á borð við hið nýja Alcan eða önnur stór álfyr- irtæki hvar við erum með starfsemi okkar vegna þess að við fylgjum alls staðar sömu umhverfiskröfum. Ég veit að sumir vilja ekki trúa þessu en þannig er það nú samt.“ Emery P. LeBlanc, forstjóri hjá Alcan Inc., segir mögulega stækkun ISAL til ítarlegrar skoðunar Næg tækifæri til staðar fyrir alla Emery LeBlanc, forstjóri hráálsframleiðslu Alcan, móðurfélags ÍSAL, segir Ísland búa yfir sérstaklega góðum kostum til reksturs álvera. Allar nauðsynlegar forsendur virðist vera til staðar hér til stækkunar álversins í Straumsvík. Alcan muni á næstu mánuðum vega og meta þau vaxtartækifæri sem fyrirtækið hefur. LeBlanc segir í samtali við Ómar Friðriksson að aðrar álversfram- kvæmdir hér á landi ættu ekki að hafa áhrif á mögulega stækkun álversins í Straumsvík. „Það sem gerir Ísland einnig áhugavert að okkar mati er að stjórnvöld hér á landi styðja með skipulegum hætti þróun og uppbyggingu orku- freks iðnaðar og sýna mikinn áhuga á að laða fyrirtæki á borð við okkar til landsins,“ segir Emery P. LeBlanc, forstjóri hjá Alcan. omfr@mbl.is Álver á Austur- landi útilokar ekki frekari upp- byggingu á suð- vesturhorninu ISAL verk- smiðjan mjög hagkvæm viðbót við starfsemi okkar Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.