Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í OKKAR umfangsmikla heilbrigð- iskerfi eiga sér stað mistök í með- ferð sjúklinga, hvort sem þau hin sömu mistök stafa af fljótfærni, þreytu, eða skorti á faglegum hæfi- leikum, ellegar þá að skortur á upp- lýsingastreymi og boðskipti innan kerfisins um áður framkvæmda meðferð til handa sjúklingum eru ekki nægileg. Þannig virðist það æ oftar koma inn á borð til okkar hjá samtökunum Lífsvog að sjúklingar megi ganga um mánuði og jafnvel ár án nægi- legra rannsókna og séu meðhöndl- aðir með lyfjum, í stað þess að und- irliggjandi orsök sé greind hjá viðkomandi einstaklingi með t.d. myndgreiningu, þegar undirliggj- andi sjúkdómur hefur þá náð að þróast til hins verra á stundum, ell- egar þá um sé að ræða lyfjameð- höndlun þegar ónógar rannsóknir liggja til grundvallar faglegra ákvarðana að sjá má, og skortur á upplýsingum millum sérfræðinga annars vegar og heimilislækna hins vegar hefði ef til vill í einhverjum til- vikum getað forðað einhverju því ferli misvísandi upplýsinga millum aðila er starfa innan sama kerfis. Svo virðist sem hið faglega mat hér að lútandi sé engan veginn hið sama millum heilbrigðisstarfsmanna á hinum ýmsu svæðum landsins, sem ekki getur talist bera kerfinu faglegan vitnisburð í heild. Röng meðferð getur kostað mikla peninga Sú vísa verður aldrei of oft kveð- inn hve mjög við þurfum á þvi að halda að fækka mistökum og óhappatilvikum, er eiga sér stað. Hver sá einstaklingur er kann að þurfa bíða tjón á heilsu sinni sökum rangrar greiningar og meðferðar í framhaldinu, gerir ekki aðeins kröfu á hendur hinu opinbera, okkur skattborgurum, fyrir tjón á heilsu- meðferð heldur kann sá hinn sami að mega þurfa lifa við örorkugreiðslur sem við kostum einnig þótt upphæð- ir sem ríkið greiðir nú dugi illa til framfærslu þeim hópi er þarf við slíkt að búa. Faglegt endurmat í heilbrigðiskerfinu, byggt á vísinda- legum útreikningum gæðaþátta allra, skortir enn hér á Íslandi, þar sem almenningur hefur aðgang að upplýsingum um til dæmis fjölda og meðferð kvartana á hinar einstöku sérfræðigreinar lækninga innan kerfisins. Þrátt fyrir mjög háa menntunarstaðla heilbrigðisstarfs- manna sem og mikið framboð þjón- ustu hefur enn ekki tekist af hálfu þeirra er hafa það lögbundna hlut- verk með hendi að gæta réttinda sjúklinga, að upplýsa þá og allan al- menning, um hvað sé vel gert og hvað kunni að þurfa úrbóta við. Hér þarf hið opinbera að taka sig á og ein forsenda framsettrar heil- birgðisáætlunar til ársins 2010, af hálfu stjórnvalda, þarf að innihalda skilvirkt endurmat með tilliti til ár- angursstaðla, en án þess er betur heima setið en af stað farið frá sjón- arhóli okkar í samtökunum Lífsvog, hvað varðar heilbirgðismarkmið hvers konar til framtíðar til þjónustu við almenning. F.h. Samtakanna Lífsvog. GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, JÓRUNN ANNA SIGURÐARDÓTTIR, stjórnarmenn í samtökunum Lífsvog. Röng sjúkdóms- greining þýðir ranga meðferð Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur og Jórunni Önnu Sigurðardóttur: OFT ER það þannig að einstök mál- efni blossa upp í fjölmiðlum um tak- markaðan tíma, allt ætlar um koll að keyra og hasar- inn verður svo mikill að maður fer að trúa því að eitthvað fari að gerast. En svo, ein- hvern veginn fell- ur allt í dúnalogn og ekkert meira heyrist. Maður spyr sig, ætli eitt- hvað hafi náð fram að ganga í mál- inu, ætli málið sé komið farsællega í höfn, hvernig fór þetta allt saman? Þó svo að undanfarnar vikur hafi lítið sem ekkert heyrst í fjölmiðlum um málefni öryrkja þýðir það ekki að málefnum þeirra sé borgið eða að ör- yrkjum hafi fækkað. Síður en svo. Mig langar að minna á að örorku- lífeyririnn er 18.424.- kr. Þar á eftir koma svo hinir bótaflokkarnir sem bæði eru lágir og flóknir, flóknir segi ég af því að þá flokka fá sumir og sumir ekki. Þú færð þennan flokk ef þú ert svona og hinn flokkinn ef þú ert hinsegin. Svo féll öryrkjadómurinn – yfir suma en ekki aðra. Getur verið að stjórnvöldum hafi með öryrkja- dómnum tekist að höggva skarð í samstöðu öryrkja, samstöðu sem hugsanlega er þeirra eina baráttu- vopn? Við skulum aðeins hugleiða hvað felst í orðinu öryrki, hvað felst í því að vera öryrki. Jú, það felst í því að einstaklingur getur ekki vegna heilsuleysis séð fyrir sér og sínum. Getur ekki aflað tekna með vinnu sinni, vegna þess að hann býr við skerta starfsorku og verður því að reiða sig á samfélagsaðstoð. Ég vil ítreka að öryrkjar þurfa líka að sjá fyrir fjölskyldum sínum rétt eins og aðrir. Almannatryggingakerfið þarf að endurskoða frá grunni, fækka bóta- flokkum, koma enn frekar til móts við öryrkja í gegnum skattakerfið og hækka örorkulífeyrinn til muna. MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Skipholti 16, Reykjavík. Hvar er góðæri öryrkja? Frá Margréti Guðmundsdóttur: Margrét Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.