Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 57
17. júní tilboð
Kringlunni 8–12 sími 568 6211
Skóhöllin Bæjarhrauni 16 Hf.
sími 555 4420
20–50%
afsláttur
fimmtudag - föstudag – laugardagAllir
barnaskór
N
ýtt
kortatím
ab
il
Verð kr.
1.990
Verð áður kr. 3.990
rauðir - svartir- fjólubláir
mikið úrval á 990 kr.
Sprengitilboð!
ÍSLENDINGARNIR á Evrópu-
mótinu í skák stóðu sig frábærlega
og fengu þrjá vinninga af fjórum í
elleftu umferð
mótsins eftir
fremur slakt
gengi í næstu
tveimur umferð-
um á undan.
Hannes Hlífar
Stefánsson náði
sér aftur á strik
eftir tvær taps-
kákir í röð og
sigraði alþjóð-
lega meistarann Zviad Izoria (2.489)
frá Georgíu. Eftir þennan sigur á
Hannes enn möguleika á að tryggja
sér sæti á heimsmeistaramótinu í
skák, en þá verður hann að ná 1½
vinningi úr síðustu tveimur umferð-
unum. Það er því ljóst að íslenskir
skákáhugamenn munu fylgjast
grannt með mótinu allt til loka.
Eftir ótrúlega góða frammistöðu
Jóns Viktors Gunnarssonar í síðustu
fjórum umferðum varð hann loks að
láta í minni pokann fyrir úkraínska
stórmeistaranum Valeriy Neverov
(2.562 Eló) í elleftu umferð. Eftir
sem áður er árangur hans mjög góð-
ur. Það mátti jafnvel eiga von á stór-
meistaraáfanga hjá Jóni, en þrátt
fyrir tapið mundi þessi frammistaða
duga til að ná áfanga að alþjóðlegum
meistaratitli.
Bragi Þorfinnsson sigraði al-
banska stórmeistarann Erald Derv-
ishi (2.491). Bragi hafði slakað á eftir
að hafa náð alþjóðlegum áfanga og
tapað næstu tveim skákum. Hann er
greinilega að komast í gang aftur.
Stefán Kristjánsson lagði Ljub-
omir Ilic (2.282) með svörtu. Það er
greinilegt, að Stefán hefur ekki lagt
árar í bát þrátt fyrir fjórar tapskákir
í röð. Gangi honum allt í haginn í síð-
ustu tveimur umferðunum gæti
hann enn tryggt sér áfanga að al-
þjóðlegum meistaratitli, en vissu-
lega verður það að teljast ólíklegt.
Staða Íslendinganna þegar tvær
umferðir eru til loka mótsins er
þessi:
64.-92. Hannes H. Stefánsson 6 v.
93.-121. Jón V. Gunnarsson 5½ v.
122.-151. Bragi Þorfinnsson 5 v.
168.-186. Stefán Kristjánsson 4 v.
Það er Bragi Þorfinnsson sem er í
aðalhlutverkinu í skák dagsins, sig-
urskák hans úr 11. umferð.
Hvítt: Eraid Dervishi (Albaníu)
Svart: Bragi Þorfinnsson
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 e6 7.
Be3 Be7 8. De2 0–0 9. 0–0–0 a6 10.
Bb3 Rd7 11. Kb1 –
Önnur leið er 11. g4, t.d. 11. – Rc5
12. Hhg1 Bd7 13. g5 b5 14. Rxc6
Rxb3+ 15. axb3 Bxc6 16. e5 Db8 17.
Bd4 b4 18. exd6 Dxd6 19. Be5 Dc5
20. Rb1 Hac8 21. f4 Bf3 og hvítur
gafst upp (Grosar-Galliamova, Halle
2000)
11...Dc7 12. f4 Rc5 13. f5 Bf6!?
(Sjá stöðumynd I)
Nýr leikur í stöðunni. Eftir
13...Rxb3 14. axb3 Bd7 15. Hhf1 Re5
16. Rf3 Bc6 17. Rxe5 dxe5 18. fxe6
fxe6 19. Dg4 Hxf1 20. Hxf1 Dd7 21.
Hd1 Dc8 22. h4 Kh8 23. Bg5 var
jafntefli samið í skákinni, de Firm-
ian-Ívantsjúk, Biel 1989.
14. g4 He8 15. fxe6 fxe6 16. Hhf1
Bxd4 17. Bxd4 Rxd4 18. Hxd4 Rxb3
19. axb3 b5 20. Hfd1 Hd8 21. e5?! –
Betra hefði verið að leika 21. Dd2
e5 (21...Bb7 22. Hxd6 Hxd6 23. Dxd6
Dxd6 24. Hxd6 b4 25. Hb6) 22. Hxd6
Hxd6 23. Dxd6 Dxd6 24. Hxd6 Bxg4
25. Hd5 He8 26. b4 Bh3 og staðan er
nokkuð jöfn.
21...d5 22. De3 –
Því miður gengur ekki að leika 22.
Re4, vegna 22. – Dxe5 o.s.frv.
22...Bd7 23. Re2 a5 24. Hf4 Be8 25.
Rd4 Bg6 26. De2 Hdc8 27. Hc1 b4!
(Sjá stöðumynd II)
28. Rxe6 –
Hvítur er kominn í vandræði, sem
hann á enga leið út úr. Eftir 28. h4
a4 29. bxa4 Hxa4 30. Rb3 h6 31. g5
h5 32. Dh2 Da7 33. Dh3 Ha8 34.
Dxe6+ Kh7 er engin vörn við hót-
uninni 35. – Ha1+, nema:
35. Dxg6+ Kxg6 36. c3 o.s.frv.
28...Db6 29. Rd4 a4 30. Db5 –
Hvítur getur ekki komið í veg fyr-
ir, að svartur opni sér a-línuna til
sóknar og þá verður fátt um varnir.
T.d. 30. Rf5 Bxf5 31. gxf5 axb3 32.
cxb3 (32. f6 Ha1+ 33. Kxa1 Da5+
34. Kb1 Da2+ mát) 32...Ha1+ 33.
Kxa1 Hxc1+ 34. Ka2 Da5+ mát.
Eða 30. bxa4 Hxa4 31. Df3 b3 32.
Dxd5+ (32. Dxb3 Dxb3 33. Rxb3
Hxf4) 32...Kh8 33. Dxb3 Dxb3 34.
Rxb3 Hxf4 og svartur vinnur.
30...Dxb5! 31. Rxb5 axb3 32. Hf5
–
Eða 32. Rd4 bxc2+ 33. Rxc2 b3
34. Hf5 Bxf5 35. gxf5 Hxc2 36. Hxc2
Ha1+ 37. Kxa1 bxc2 38. Ka2 c1D og
svartur vinnur.
32...Bxf5 33. gxf5 Hxc2!
(Sjá stöðumynd III)
og hvítur gafst upp: Lokin hefðu
getað orðið: 34. He1 (34. Hxc2 Ha1+
35. Kxa1 bxc2, ásamt 36. – c1D) 34. –
Ha2 35. Rd4 Haxb2+ 36. Ka1 Ha2+
37. Kb1 Hcb2+ 38. Kc1 Hxh2 39.
Kb1 Had2 40. Re6 Hdb2+ 41. Ka1
Ha2+ 42. Kb1 Hhb2+ 43. Kc1
Ha1+ 44. Kxb2 Hxe1 og svartur
vinnur.
Úrslitakeppni um
meistaratitil Skákskólans
Ólafur Ísberg Hannesson, Stefán
Bergsson og Halldór Brynjar Hall-
dórsson fengu allir 5½ vinning á
meistaramóti Skákskólans og verða
að tefla til úrslita um það hver þeirra
hlýtur meistaratitil Skákskóla Ís-
lands. Röð efstu manna varð þessi:
1.-3. Ólafur Ísberg Hannesson,
Stefán Bergsson, Halldór Brynjar
Halldórsson 5½ v.
4.-5. Guðmundur Kjartansson,
Guðni Stefán Bergsson 5 v.
6.-8. Davíð Kjartansson, Guðjón
Heiðar Valgarðsson og Dagur Arn-
grímsson 4½ v.
9.-12. Björn Ívar Karlsson, Birkir
Örn Hreinsson, Atli Freyr Krist-
jánsson, Aron Ingi Óskarsson 4 v.
13.-17. Aldís Rún Lárusdóttir,
Víðir Petersen, Anna Björg Þor-
grímsdóttir, Örn Stefánsson, Helgi
Brynjarsson 3½ v.
Aukaverðlaun 14 ára og yngri:
1. Dagur Arngrímsson
2. Aron Ingi Óskarsson
Aukaverðlaun 10 ára og yngri:
1. Helgi Brynjarsson
2.-3. Ásgeir Mogensen og Hjörvar
Steinn Grétarsson
Stúlknaverðlaun:
Aldís Rún Lárusdóttir, Anna
Björg Þorgrímsdóttir og Hallgerður
Helga Þorsteinsdóttir.
Mjóddarmót á laugardag
Mjóddarmót Taflfélagsins Hellis
verður haldið laugardaginn 16. júní
og hefst kl. 14.
Eins og áður verður mótið haldið í
göngugötunni í Mjódd. Keppendur
draga um fyrir hvaða fyrirtæki þeir
tefla. Þar sem fjöldi keppenda tak-
markast við fjölda fyrirtækja sem
þátt taka er mikilvægt að skrá sig
sem fyrst. Hægt er að skrá sig með
tölvupósti (hellir@simnet.is). Einn-
ig er hægt að skrá sig símleiðis: 692
7266.
Verðlaun: 1. 10.000, 2. 6.000, 3.
4.000.
Tefldar verða 7 umferðir eftir
Monrad-kerfinu og hefur hvor kepp-
andi sjö mínútur á skákina. Hægt
verður að fylgjast með skráningunni
á mótið á heimasíðu Hellis
(www.simnet.is/hellir).
Úr mótaáætlun
Skáksambandsins
16.6. Hellir. Mjóddarmótið
22.6. TG. Íslandsm. 60 ára og e.
23.6. TR. Helgarskákmót
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
Þrír sigrar á Evrópumótinu
Hannes Hlífar
Stefánsson
SKÁK
O h r i d , M a k e d ó n í a
EVRÓPUMÓTIÐ Í SKÁK
1.–15.6. 2001
SKÁK
Stöðumynd I Stöðumynd II Stöðumynd III