Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 35
þykktu á fundinum í gær, að stefna
að því að stækka bandalagið á næsta
leiðtogafundi sem haldinn verður í
Prag í Tékklandi í nóvember á
næsta ári. Robertson lávarður,
framkvæmdastjóri bandalagsins,
segir þó að ekki hafi verið tekin
ákvörðun um hvaða ríkjum af þeim
níu sem sótt hafa um aðild að NATO
verður veitt innganga.
„NATO mun stækka á fundinum í
Prag,“ sagði Robertson við blaða-
menn að loknum leiðtogafundinum í
gær. „Leiðtogar ríkjanna ákváðu í
dag að núll-lausnin (að bjóða engu
ríki að ganga í bandalagið) væri ekki
lengur uppi á borðinu,“ sagði hann.
Robertson lagði áherslu á að ríkin
sem sótt hafi um aðild verði að upp-
fylla skilyrði NATO varðandi lýð-
ræði, markaðskerfi og öryggismál.
Eistland, Lettland, Litháen, Sló-
vakía, Slóvenía, Búlgaría, Rúmenía,
Makedónía og Albanía hafa öll sótt
um aðild að NATO. Árið 1999 gengu
þrjú fyrrum austantjaldsríki í
bandalagið, Pólland, Tékkland og
Ungverjaland, en þau áttu öll áður í
samstarfi við Sovétríkin í svonefndu
Varsjárbandalagi.
Bush Bandaríkjaforseti lagði
áherslu á nauðsyn þess að styrkja
innviði Atlantshafsbandalagsins, en
um leið auka veg þess til framtíðar
með því að hleypa fleiri ríkjum að og
búa þannig bandalagið undir það að
verjast nýjum ógnum.
„Við höfum nú einstakt tækifæri
til að byggja upp Evrópu sem eina
heild, frjálsa og í friði,“ sagði forset-
inn m.a. í ávarpi sínu til annarra
leiðtoga á fundinum. „Þessi vinna er
þegar hafin. Með því að bjóða fleiri
ríkjum aðild, aukum við og víkkum
öryggisnetið og stöðugleikann í
Mið-Evrópu. Með aðgerðum okkar
á Balkanskaga komum við í veg fyr-
ir þjóðernishreinsanir í sjálfu hjarta
Evrópu og spilltum fyrir einræðis-
herra um leið. En það er að fleiru að
hyggja og þess vegna ber okkur að
styrkja bandalagið. Við eigum ein-
mitt að stórauka samvinnu við aðrar
þjóðir, þar á meðal Rússland og
Úkraínu, og breiða út faðminn og
bjóða velkomnar nýjar bandalags-
þjóðir í því skyni að tryggja öryggi í
allri Evrópu,“ sagði Bandaríkjafor-
seti.
litískum
m. Og enn
ess fyrir
upp sátt-
við Sov-
n við eld-
gra ríkja
n hafður í
ac Frakk-
hann eina
ldist hafi
g jafnvel
r í ávarpi
gær, að
að hlýða á
eð opnum
því loknu.
ri Þýska-
ekki viss
fi Banda-
að auka
ngar um
og hvort
æknilega
kanslar-
st hvaða
andi sátt-
agði auk-
ssar og
ð utan við
l; hleypa
ræðunum
ka
nna sam-
Morgunblaðið/Golli
Frá fundi leiðtoga ríkja Atlantshafsbandalagsins í Brussel í gær. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra eru í
forgrunni og meðal þeirra sem sitja við borðið eru Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands (t.v.), og George W. Bush Bandaríkjaforseti (3. t.v.).
tækka
ta ári
sins í
n ráð
afns-
far að
ge W.
yti
jón-
ake-
anna
GAFUNDUR ATLANTSHAFSBANDALAGSINS Í BRUSSEL
ramtíð-
d Schrö-
) þarf
abrú til
menn í
.
und í
um níu
meðal
aily Tele-
s Dagens
mmála
gætlega
em eink-
um var spurt um, eldflaugavarnir,
Kyoto-sáttmálann, samskiptin við
Rússland og stækkun Atlantshafs-
bandalagsins, dauðarefsingar og
fleira. Hann fór að vísu tvisvar
rangt með embættisheiti Jose
Maria Aznars, forsætisráðherra
Spáns, kallaði hann „forseta“ en
virtist annars öruggur og hrein-
skilinn. „Svörin voru löng og
hann virðist hafa aflað sér
ítarlegra upplýsinga fyrir fyrstu
ferð sína sem forseti til landa utan
Norður-Ameríku,“ segir í grein
fréttamanns Dagens Nyheter.
Morgunblaðið/Golli
blaðamannafundi með Robertson lávarði.
H ALLDÓR Ásgrímsson,utanríkisráðherra, segirað athyglin hafi mjögbeinst að Makedóníu og
hinu viðsjárverða ástandi mála þar,
á vinnufundi sem utanríkisráðherr-
ar aðildarríkja Atlantshafsbanda-
lagsins sátu eftir hádegið í gær í höf-
uðstöðvum bandalagsins. Hann
segir ljóst að menn hafi miklar
áhyggjur af ástandi mála í Make-
dóníu og óttist að borgarastyrjöld
kunni að brjótast út.
„Það er mjög erfitt ástand í Make-
dóníu og hætta á að borgarastyrjöld
brjótist út,“ sagði Halldór við Morg-
unblaðið að fundinum loknum. Hann
segir að hins vegar lítist mönnum
lítt á að blanda sér inn í deilurnar
með formlegum hætti. „Það þarf
fyrst og fremst að beita pólitískum
þrýstingi, en gallinn er sá að yfirvöld
þar í landi eru mjög mótfallin því að
alþjóðastofnanir blandi sér inn í
þessar deilur. Það sér hins vegar
enginn neina lausn án þess, því að
ríkisstjórnin virðist vera mjög veik.“
Utanríkisráðherra sagði að á leið-
togafundinum sjálfum hefði athyglin
ekki síst beinst að stækkun banda-
lagsins og áformum Bandaríkja-
manna um eldflaugavarnakerfi.
„Það kom greinilega fram á þessum
fundi að það er ekki jafn mikil ósam-
staða um eldflaugaáætlunina og
kemur fram í fjölmiðlum. Leiðtog-
arnir voru sammála um að ekkert
væri að því að ræða þessi mál og að
ógnarjafnvægið hefði tilheyrt kalda
stríðinu; komnir nýir tímar en enn
séu ríki að þróa vopn í þeim tilgangi
að ógna öðrum og við því verði að
bregðast.“
„Ég held að þessi umræða sé
komin til að vera, þótt í sjálfu sér
hafi ekki komið fram svör um hvern-
ig bregðast ætti við nýjum ógnum.
Þessi áætlun Bandaríkjamanna er
hins vegar ekki í þeirri andstöðu við
Evrópuþjóðirnar sem virðist koma
fram í alþjóðlegri umræðu.“
Halldór sagðist alls ekki hafa upp-
lifað nýjan Bandaríkjaforseta í vörn
á fundinum, enda þótt athyglin hafi
mjög beinst að honum og ýmis
stefnumál hans sætt gagnrýni.
„Hins vegar hefur hann engin svör
við því hvað þeir ætli sér að gera.
Hin tæknilega hlið eldflaugaáætlun-
arinnar hefur enn ekki verið leyst.“
Pressa aukin á næstu dögum
Aðspurður hvort Atlantshafs-
bandalagið kunni að grípa inn í
ástandið í Makedóníu, jafnvel með
hervaldi, segir utanríkisráðherra:
„Þá vaknar sú spurning: til að gera
hvað? Til þess að draga allan mátt úr
skæruliðunum? Hvað verður þá gert
í framhaldi af því? Verða réttindi Al-
bana tryggð með því?
Það er fyrst og fremst þörf fyrir
pólitíska lausn. Hernaðarleg lausn
er engin lausn, en hins vegar er ljóst
að til þess að ná fram pólitískri lausn
þarf mjög líklega að pressa og það
verður gert á næstu dögum. Menn
eru vissulega ekki tilbúnir fyrir enn
eitt stríðið á Balkanskaga, en menn
eru heldur ekki tilbúnir til þess að
sjá deilurnar blossa upp. Menn eru
því, eins oft áður, ekki alveg vissir
um hvað skuli gera. Það var mjög al-
varleg ákvörðun að grípa inn í átök-
in í Júgóslavíu á sínum tíma. Nú eru
allir sammála um að inngrip NATO í
Bosníu kom of seint. Munurinn á
Bosníu þá og Makedóníu nú felst
hins vegar að mínu mati í því að hin
pólitísku öfl í Makedóníu vilja halda
landinu saman. Pólitísku öflin í Bos-
níu á sínum tíma vildu sundra land-
inu. Þetta er afskaplega mikilvægt
atriði.“
Halldór segir að vandinn felist því
einkum í því að fá hin mismunandi
pólitísku öfl til að sameinast um að
halda landinu saman um leið og tek-
ið sé tillit til ólíkra þjóðarbrota. Að-
eins með þeim hætti verði unnt að
halda landinu saman.
„Það er hins vegar enginn í þessu
húsi tilbúinn að styðja lausn sem
felst í fjölgun þessara ríkja. Sjálf-
stætt Svartfjallaland og sjálfstætt
Kosovo fékk minni hljómgrunn á
þessum fundi en oft áður og það er
afleiðing af þeirri deilu sem nú geis-
ar í Makedóníu,“ sagði Halldór Ás-
grímsson.
Miklar áhyggj-
ur af ástandinu
í Makedóníu
Halldór Ásgrímsson
D AVÍÐ Oddsson forsætis-ráðherra segir að leið-togafundurinn í gær hafijafnvel verið efnismeiri
en búist hafi verið við í upphafi.
Hann bendir á að til hans hafi verið
boðað sem óformlegs fundar af
hálfu Bandaríkjaforseta í tilefni af
valdaskiptum þar í landi.
„Það vill til að menn standa
frammi fyrir margvíslegum og við-
kvæmum verkefnum nú þegar þessi
fundur er haldinn. Bandaríkjafor-
seti fékk tækifæri til að skýra sína
hlið á málunum og að mínu viti fékk
hann og þessi sjónarmið betri við-
tökur en búast hefði mátt við fyr-
irfram,“ sagði forsætisráðherra við
Morgunblaðið að fundinum loknum.
Hann bætir við að vissulega hafi
einhverjir haft uppi fyrirvara gagn-
vart einstökum þáttum í stefnu
Bandaríkjaforseta, en almennt hafi
menn ekki lokað á að hefja umræð-
ur við Bandaríkjamenn um eld-
flaugaáætlun þá sem sem Bush hafi
mælt fyrir. „Miðað við spár fjöl-
miðla fékk hann miklu betri viðtök-
ur um það efni en menn gátu búist
við.“
Mjög skýrar línur
í átt að stækkun
Davíð segist í öðru lagi ekki
minnast þess að hafa áður fundið
fyrir jafn ákveðnum vilja til að
stækka bandalagið enn frekar og
gera það með myndarlegum hætti á
næsta leiðtogafundi í Prag á næsta
ári. Hann segir að mjög skýrar línur
hafi verið lagðar í þeim efnum á
fundinum enda þótt stækkunin
verði kynnt með formlegum hætti á
næsta ári.
„Ég tel að það sé afar mikilvægt
og við Íslendingar höfum lengi verið
slíku fylgjandi. Mér finnst megin-
breytingin felast í því að það sem
áður var svo mikið tabú að ræða,
eins og aðild Eystrasaltsríkjanna,
er að hverfa að miklu leyti og um-
ræðan er öll opnari en áður. Enn
eru nokkrar þjóðir hikandi og ræða
þessi mál af mikilli varfærni, en
tabúið er mjög á undanhaldi.“
Góður fundur og jákvæður
Forsætisráðherra lætur þess get-
ið að andinn á fundinum hafi al-
mennt verið mjög góður, enda þótt
greinilega hafi komið fram að menn
hafi miklar áhyggjur af þróun mála
í Makedóníu. „Þetta var góður
fundur og jákvæður,“ sagði hann og
sagðist lítið hafa fengið tækifæri til
að ræða við Bush Bandaríkjafor-
seta. Þeir hafi þó ræðst stuttlega við
á mjög jákvæðum nótum og Banda-
ríkjaforseti hafi látið þess getið að
sér líkaði mjög vel afstaða Íslend-
inga hvað varðar stækkun NATO
og einnig varðandi áform ríkja Evr-
ópusambandsins um aukna sam-
vinnu í varnar- og öryggismálum.
Davíð sagðist hafa skýrt sjónar-
mið Íslands í þessum efnum á fund-
inum og ítrekað þá skoðun sína að
rétt væri fyrir Evrópusambandið að
byggja sig upp í hernaðarlegri sam-
vinnu, innan og utan NATO, en
meginskilyrðið væri að slík upp-
bygging og aukin ábyrgð henni
samfara drægi ekki mátt úr NATO
eða veikti bandalagið. Ég held að
þessi sjónarmið sem við höfum haft,
hafi fengið meiri byr að undan-
förnu,“ segir hann.
Bandaríkjaforseti ekki
í vörn, heldur þvert á móti
Fjölmiðlar drógu þá ályktun fyrir
fundinn í gær að á honum þyrfti
Bush að skýra sjónarmið sín og fyr-
ir vikið yrði hann að líkindum í vörn
á fundinum. Davíð Oddsson segir
mál ekki hafa þróast með þeim
hætti.
„Mér fannst Bush alls ekki vera í
vörn á þessum fundi, heldur þvert á
móti. Bandalagið vildi sýna honum
jákvæð viðbrögð og þótt allt hafi
ekki verið kokgleypt, fékk hann
betri viðbrögð en að mínu mati hefði
mátt búast við. Ég held að menn
hafi bersýnilega vanmetið hann og
mér þótti hann koma fyrir sjónir
sem mun meiri þungavigtarmaður
en látið hefur verið í veðri vaka. Ég
held að hann hafi gefið mönnum hér
góða mynd af sér.“
Mjög ákveðinn
vilji til frekari
stækkunar
Davíð Oddsson