Morgunblaðið - 14.06.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.06.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FLEST stærri bifreiðaumboðin hafa þurft að grípa til uppsagna í kjölfar um 50% samdráttar í sölu á nýjum bílum fyrstu fimm mánuði ársins. Ekki er útséð um að ekki þurfi að grípa til enn frekari uppsagna þar sem ekki er útlit fyrir að salan glæðist að ráði á næstunni. Meðaltalssala síð- ustu fimm ára er 12.144 bílar á ári og 9.411 bílar síðustu tíu ár. Fyrstu fimm mánuði ársins hafa selst 3.346 nýir bílar sem er aðeins tæplega 28% af meðaltalssölu síðustu fimm ára. Erna Gísladóttir, framkvæmdastjóri B&L og formaður Bílgreinasambands Ís- lands, segir að flestöll bifreiðaumboð- in hafi gripið til uppsagna í kjölfar samdráttar í bílasölu. „Við erum að horfa upp á samdrátt sem er 50% fyrstu fimm mánuði ársins. Salan fyrstu tvær vikur þessa mánaðar eru alls ekki marktæk vegna mikilla af- hendinga á bílaleigubílum en að þeim frátöldum seldust 70-80 nýir bílar síð- ustu tvær vikur, sem er minni sala en í lélegasta desembermánuði. Það myndi flokkast undir bjartsýna spá að tala um sölu á 9 þúsund bílum á þessu ári,“ segir Erna. Uppsagnir starfsfólks hafa staðið yfir hjá B&L frá því um mitt síðasta ár og ekki hefur verið ráðið í stað þeirra sem hafa hætt. Alls hafa um 20 manns hætt í starfi hjá fyrirtækinu frá því í júní í fyrra. Hún segir að eng- in niðursveifla hafi orðið í þjónustu- hluta fyrirtækisins og er núna langur biðlisti eftir viðgerðum. „Sé líftími bílsins 10 ár þá er sala á 13 þúsund bílum eðlilegt ástand. Það er hin eðli- lega endurnýjunarþörf en það skekk- ir myndina að hér er fólksfjölgun og stöðugt fleiri fá bílpróf. Talað er um að 3 þúsund nýir ökumenn bætist við á hverju ári,“ segir Erna. Samanburður við tvö síðustu ár ekki marktækur Hjá Bílheimum og Ingvari Helga- syni hf. hefur verið fækkað um fimm til sjö manns og ekki hefur verið ráðið til sumarstarfa. „Við ætlum að sjá til hvort markaðurinn fari að hressast en ekki eru sérstök merki um það,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Bílheima og Ingvars Helgasonar. Hann telur nokkuð ljóst að mikill samdráttur verði í bílasölu frá fyrra ári, en hann bendir á að árin 1999 og 2000 voru mestu bílasöluár sem kom- ið hafa hérlendis. Það sé því óeðlilegt að miða við þau til að fá raunhæfan samanburð. „Þessi stóru ár valda því líka að þessi litli markaður á Íslandi mettast. Það er því eðlilegt að sam- dráttur verði og við bjuggumst allir við því í bílgreininni. Ofan á þennan samdrátt kemur síðan þróun gjald- miðlanna og blikur í lofti í efnahags- málum ásamt verkföllum sem draga ákveðinn kjark úr bílakaupendum. Þetta kemur ofan á spá okkar um samdrátt sem flestir bjuggust við að yrði á bilinu 15-20% en það er sýnt að hann verður mun meiri. Bílgreinin hefur byrjað árið með hærri birgðir í nýjum og notuðum bílum en menn hefðu kosið en mér sýnist flestir vera farnir að nálgast eðlilega stöðu í þess- um efnum. Áherslan hefur færst yfir á notuðu bílana hjá okkur þar sem verð á þeim lækkaði um áramótin. Það er núna orðin mjög viðunandi staða hjá okkur í notuðum bílum ,“ segir Júlíus Vífill. Fastráðnir starfsmenn bílasviðs Heklu eru átta færri nú en á sama tíma á síðasta ári, en færri sumaraf- leysingamenn hafa verið ráðnir nú en undanfarin ár. Sigfús Sigfússon forstjóri kveðst ekki búast við miklum breytingum frá því sem nú er í sölu á nýjum bílum á þessu ári. „Á tímum samdráttar verða fyrirtæki að herða sultarólina og menn ættu að hafa þol til að taka á sig áhrif minnkandi markaðar,“ sagði Sigfús. Engar uppsagnir hjá Toyota Engar uppsagnir hafa verið hjá P. Samúelssyni hf., umboðsaðila Toyota. Bogi Pálsson forstjóri fyrirtækisins segir að þetta helgist af því að meðan samdrátturinn í sölunni sé um 50% hafi hann þó ekki verið nema 16% hjá fyrirtækinu. „Við höfum trú á því að velgengni okkar sé að miklu leyti byggð á veru- lega hæfileikaríku starfsfólki. Það er því engin heppni að okkur hefur gengið svo vel og við búum við minni samdrátt en aðrir. Þess vegna viljum við fyrst og síðast halda í þetta góða fólk,“ segir Bogi. Hann kveðst ekki telja að ástandið nú verði viðvarandi. Sú endurnýjun á bílaflotanum sem nú er í gangi sé langt undir lágmarksendurnýjunar- þörfinni með tilliti til þeirra sem koma nýir inn á markaðinn og bíla sem lenda í tjóni og fara út af markaðnum. „Það er mín skoðun að það geti ekki verið áfram svo lítil sala. En á hinn bóginn hefur verið of mikið af óvissu- fréttum upp á síðkastið. Það er komin meiri ráðdeild í hugsun fólks og ég hef trú á því að þegar fer að líða á árið fari rykið að setjast og menn að sjá að ástandið er ekki eins alvarlegt og talið var,“ segir Bogi. Hann segir að flestir séu sammála því að gengisbreytingarnar hafi verið full stórtækar og von sé til þess að þær gangi að einhverju leyti til baka. Hann bendir á að raungengi íslensku krónunnar hafi ekki verið lægra síðan 1983. „Öll framleiðniaukning og allt sem gert hefur verið í efnahagslífinu á síðastliðnum tuttugu árum hlýtur að standa undir sterkari gjaldmiðli nú en þá.“ Egill Jóhannsson framkvæmda- stjóri hjá Brimborg segir að ennþá hafi ekki komið til uppsagna hjá fyr- irtækinu. „Það er náttúrulega gífur- legur samdráttur í nýbílasölunni en við höfum verið að halda okkar hlut- deild og auka hana í þjónustunni. Við erum að halda sjó í notuðum bílum og minnka birgðir þar. Við sáum að ein- hverju leyti fyrir samdrátt í sölu nýrra bíla og höfum minnkað birgðir þannig að þær eru í samræmi við sölu. Við höfum skorið niður kostnað gríð- arlega. Við höfum því reynt að gera allt annað en að segja upp starfsfólki. Við höfum reyndar ekki ráðið fyrir þá sem hafa hætt. Í augnablikinu er ég svartsýnn á að nýbílasalan aukist. Verðið hefur hækkað í takt við geng- isbreytingar og sömuleiðis er vaxta- stigið hátt og menn hika við að taka lán fyrir bílakaupum,“ segir Egill. 50% samdráttur í sölu á nýjum bílum fyrstu fimm mánuði ársins Uppsagnir og ekki ráðið í laus störf Flest hinna stóru bílaumboða hafa neyðst til að grípa til uppsagna í kjölfar minni sölu á nýjum bílum. Guðjón Guðmundsson kann- aði viðhorf stjórnenda til markaðarins.                           !"# "$#$   !   %   & "$#$   !   %   ' "$#$  !  %    (           SAMSTARFSSAMNINGUR um verkefni sem felst í að auka meðvit- und foreldra og kennara um óæski- legt efni á Netinu, var undirritaður af foreldrasamtökunum Heimili og skóli og Símanum í gær. Hér er átt við efni á borð við ofbeldi og klám en í undirbúningi er útgáfa á stuðn- ingsefni og notkunarleiðbeiningum fyrir foreldra og kennara, að sögn Jónínu Bjartmarz, formanns Heim- ilis og skóla. „Við þykjumst vita að þrátt fyrir alla þá kosti sem Netið hefur í námi og þekkingaröflun almennt, þá er ýmislegt efni á Netinu sem börnum og unglingum er ekki hollt og við viljum benda foreldrum og kenn- urum á að það sé þeirra hlutverk að þekkja þessa nýju tækni jafnvel og börnin gera, til að við vitum hvað þarna fer fram,“ sagði Jónína. Atli Sigurðsson, sem stýrir verkefninu segir að til standi að kynna verk- efnið vel bæði í skólum og inni á heimilum. Þetta verði meðal annars gert með því að gefa út bækling um efnið og setja upp heimasíðu þar sem foreldrar geti nálgast upplýs- ingar um hvers beri að gæta varð- andi netnotkun barna. „Það vill svo til að í flestum tilfellum eru börnin klárari en foreldrarnir í að nota Net- ið,“ sagði Atli. Erfitt að sía út óæskilegt efni Aðstandendur verkefnisins benda á að hin öra tækniþróun og framfar- ir valdi því að uppalendur standi nú ver að vígi en þeir gerðu áður og nauðsynlegt sé að bregðast við þessu með því að auka þekkingu og með- vitund þeirra um þessi mál. Á fund- inum var bent á að enn sem komið er sé tækni við síun á óæskilegu efni ófullkomin, fjölbreyttar aðferðir sem hægt er að beita við dreifingu á efni valdi því að ekki hafi tekist að þróa hugbúnað sem geti lokað fyrir alla hluta netsins. Heimili og skóli er samstarfsaðili í Evrópuverkefni sem samanstendur af sjálfstæðum félög- um og samtökum foreldra frá Bret- landi, Spáni, Hollandi og Íslandi. Samningurinn sem undirritaður var í gær stendur til haustmánaða 2002 en heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður um 4,4 milljónir. Síminn, sem er aðalstyrktarðili verkefnisins á Íslandi mun leggja 1,5 milljón króna til þess og sagði Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður kynning- armála hjá Símanum, verkefni eins og þetta falla vel að markmiðum fyr- irtækisins um stuðning við listir, íþróttir og menningu. Verkefnið er auk þess styrkt af menntamálaráðu- neyti, samgönguráðuneyti og Evr- ópusambandinu og lýstu fulltrúar ráðuneytanna á fundinum yfir ánægju með að samtökin Heimili og skóli tækju að sér að hafa milli- göngu um verkefni á borð við þetta, vegna hinna nánu tengsla sem sam- tökin hafa við foreldrafélög, skóla og heimili í landinu. Landssamtökin Heimili og skóli og Síminn í samstarf gegn notkun barna á óæskilegu efni á Netinu Aukin meðvitund uppalenda mikilvæg Morgunblaðið/Billi Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður kynningarmála hjá Símanum og Jónína Bjartmarz, formaður Heimilis og skóla. RJÚPNATALNINGAR á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands í vor sýndu fækkun eða kyrrstöðu miðað við árið á undan. Rjúpnastofnar eru í lágmarki víðast hvar um landið, að- eins á Austurlandi er varpstofninn yfir meðallagi að stærð. Í friðuðu hólfi við Reykjavík fjölgaði rjúpu umtalsvert. Íslenski rjúpnastofninn sveiflast mikið og hafa yfirleitt liðið um tíu ár milli toppa. „Rannsóknir sýna að vetrarafföll ráða stofnbreytingum. Munur á stofnstærð milli hámarks- og lág- marksára hefur verið þre- til tífald- ur. Vortalningar á óðalsbundnum körrum á sömu svæðum ár eftir ár hafa verið notaðar sem mælikvarði á stofnstærð,“ segir í frétt frá Nátt- úrufræðistofnun. Þar kemur einnig fram að vortaln- ingar hafa sýnt að stofnbreytingar voru samstiga um allt land á 7. og 8. áratugnum. Síðustu 15-20 árin hefur samsvörunin ekki verið jafn góð og áður var. Greinilegir toppar voru 1966 og 1986. Eftir hámarkið vorið 1986 fækkaði ár frá ári og lágmarki var náð 1991 til 1994 og nýtt hámark var 1997 til 1998. Í vor var talið á 29 svæðum í öllum landshlutum. Rjúpna- stofnar í lágmarki víðast hvar VERSLUNIN Habitat flytur um set í næsta mánuði úr Kringlunni í Aska- lind 1 í Kópavogi, þar sem verslunin verður í eigin húsnæði og mun þá verslunin stækka nokkuð. Að sögn Árna Ólafs Lárussonar, eiganda Habitat, er ástæðan sú að erfitt sé að reka húsgagnaverslun í Kringlunni þar sem aðstaðan bjóði ekki upp á að hafa verslun og lager á sama stað. Í nýja húsnæðinu verði hins vegar verslun og lager í sömu byggingu, til hagræðis bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk verslunarinnar og því hægt að afgreiða vöruna um leið og hún er keypt. Habitat hefur sagt upp leigusamn- ingi sínum í Kringlunni en Árni segir það koma í ljós með haustinu hvort Habitat verði áfram með verslun í Kringlunni. „Ég býst ekki við að það sé markaður fyrir tvær svona búðir, þannig að ég á nú von á því að þess- ari búð verði lokað fljótlega eftir að búið verður að opna uppfrá. En ég vil á þessu stigi ekkert loka dyrunum varðandi það.“ Habitat í Askalind ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.