Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 9
HELGI Sigurbjörnsson á Smyrla-
björgum í Suðursveit bað um hæn-
ur í afmælisgjöf þegar hann varð
12 ára. Hann fann það út að ef
hann ætti nokkrar hænur gæti
hann farið að vinna sér inn pen-
inga og selja foreldrum sínum
egg, þeim Laufeyju Helgadóttur
og Sigurbirni Karlssyni ferðaþjón-
ustubændum að Smyrlabjörgum.
Hænurnar fékk hann og þegar
þær voru hvað flestar í fyrra voru
þær yfir tuttugu talsins. Einn hani
hefur síðan séð um að stytta þeim
stundirnar.
Helgi lætur vel af búskapnum,
hann fóðrar fiðurfénaðinn tvisvar
á dag og gefur þeim aðallega
korn og afganga sem til falla hjá
ferðaþjónustunni.
Hænurnar ganga frjálsar og
þegar Helgi var að spjalla við
blaðamann kom að trésmiður sem
var að vinna að framkvæmdum á
Smyrlabjörgum og kvartaði sáran
við Helga undan því að ein hænan
hefði verpt milli timburstafla.
Hann benti einnig á að iðn-
aðarmennirnir vildu gjarnan að
hann fjarlægði hænuna hið snar-
asta og það sem henni fylgdi.
Sendir vikulega reikning
Fyrir hvert egg fær Helgi 10
krónur, þ.e. ef hann selur ferða-
þjónustunni þau. Á hinn bóginn
segist hann hafa mun meira uppúr
því að selja öðrum því þá fær
hann 15 krónur á hvert egg.
Hann segir misjafnt hversu
mörg egg hann fær á dag en flest
hafa þau verið 22. Vikulega sendir
hann svo foreldrum sínum reikn-
ing frá Helga hænsnabónda.
Eitthvað hefur nú fækkað í
hænuhópnum en það stendur til
bóta, segir hann, enda pabbi hans
búinn að lofa því að gefa honum
nokkrar hænur við tækfiæri.
En ætlar hann að gerast
hænsnabóndi þegar fram líða
stundir?
„Ég veit það nú ekki, ætli ég
gerist þá ekki frekar rollubóndi.“
Helgi Sigurbjörnsson er þrettán ára hænsnabóndi
Selur eggið á 10–15 krónur
Morgunblaðið/Guðbjörg R Guðmundsdóttir.
Helgi Sigurbjörnsson hænsna-
bóndi býst ekki við að hænsni
verði fyrir valinu snúi hann sér
að landbúnaði síðar meir heldur
frekar rollubúskapur.
SAMKOMULAG hefur náðst milli
eiganda jarðarinnar Hvamms í
Skorradal og Skógræktarinnar, sem
felur í sér að Skógræktin eignast
allar húseignir á jörðinni auk 35
hektara landsvæðis sem verður not-
að til skógræktar. Á móti afsalar
stofnunin sér yfirráðarétti yfir girð-
ingum og skógrækt á öðrum hluta
jarðarinnar. Eignarhaldsfélagið
Skorradalur ehf., sem keypti jörð-
ina, hefur auglýst nokkrar eignar-
lóðir til sölu undir sumarbústaði.
Hvammur í Skorradal er ein
mesta skógræktarjörð landsins, en
Skógræktin hefur ræktað þar skóg í
áratugi. Jörðin var í eigu erfingja
Hauks Thors, en þeir seldu hana
fyrr á þessu ári fyrir á annað hundr-
að milljónir króna. Ágreiningur var
milli erfingjanna og Skógræktarinn-
ar í tengslum við söluna, en að sögn
Kristjóns Benediktssonar, fram-
kvæmdastjóra Skorradals ehf., hef-
ur nú náðst samkomulag um upp-
gjör við Skógræktina.
„Samkomulagið felur í sér að öll
hús á jörðinni tilheyra Skógrækt-
inni. Jafnframt því fékk hún 35
hektara lands til áframhaldandi
skógræktar en á móti afsalaði hún
sér ræktuninni og girðingum,“ sagði
Kristjón.
Kristjón sagði að þær lóðir sem
væru til sölu væru tæplega hektari
að stærð og væri hver lóð seld á 3,8
milljónir. Hann sagði að mikil eft-
irspurn væri eftir lóðunum og
kvaðst reikna með að salan gengi
hratt fyrir sig.
Unnið er að aðalskipulagi fyrir
Skorradalshrepp, en Davíð Péturs-
son, oddviti sveitarfélagsins, sagði
að vinnu við deiliskipulag væri ólok-
ið.
Kristjón sagði að búið væri að
vinna drög að deiliskipulagi fyrir
lóðirnar og stefnt væri að því að
þær yrðu byggingarhæfar sem
fyrst.Hann sagði að búið væri að
kynna þessar hugmyndir í Skipu-
lagsstofnun og hjá sveitarstjórn.
Hann sagðist ekki sjá fram á nein
vandamál sem ættu að tefja skipu-
lagsvinnuna.
Skógræktin fær hús og
land undir skógrækt
Samkomulag milli Skógræktarinnar og eiganda Hvamms í Skorradal
á horni Laugavegs og Klapparstígs,
sími 552 2515
Leirvara - púðar -
dúkar - speglar
í miklu úrvali
Sígild verslu
n
Léttir frakkar
og sumarjakkar,
buxnadress og kjólar
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Hverfisgötu 6,
101 Reykjavík,
s. 562 2862
ÍTALSKUR
SUMARFATNAÐUR
www.oo.is
Ungbarnafötin
fást hjá okkur
sumarkjólar — stuttermabolir — buxur — sundföt
Verð-
lækkun
á sumarfatnaði
Austurhrauni 3, Hfj.
sími 5552866
Lokað
á laugardögum
í sumar
NÝTT VISATÍMABIL