Morgunblaðið - 14.06.2001, Síða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SAMGÖNGUNEFND Reykjavík-
urborgar hefur borist erindi frá for-
stöðumanni Félagsstarfs Gerðu-
bergs vegna umferðarmála þar í
grennd. Kvartað er undan miklum
umferðarþunga, umferðarhraða og
vöntunar á merkingum fyrir gang-
andi vegfarendur. Segir forstöðu-
maðurinn að ástand þessara mála sé
svo slæmt að eldri borgarar í hverf-
inu veigri sér við að vera þar á ferli.
Guðrún Jónsdóttir er forstöðu-
maður Félagsstarfs Gerðubergs en
svæðið sem hún gerir að umtalsefni í
bréfi sínu er frá Höfðabakka um
Vesturhóla að Vesturbergi og um
Suðurhóla. Hún segir fjölmörgum
atriðum ábótavant í umferðarmálum
þar. Má þar nefna mikinn umferð-
arhraða, hávaða- og rykmengun auk
þess sem hún segir öryggi íbúa
hverfisins ábótavant á álagstímum
vegna umferðarþunga.
„Það er lest af bílum alveg niður
undir Staldur þannig að sjúkralið og
annað kemst ekki inn í hverfið og það
er punktur sem þarf að leggja
áherslu á,“ segir hún.
Guðrún segir að hún verði mikið
vör við að þeir sem sæki þjónustu til
Félagsstarfs Gerðubergs kvarti und-
an umferðarmálum í hverfinu. „Fólk
þorir ekki yfir ómerktar götur þar
sem er þessi mikli hraði og þar af
leiðandi fer það síður út og sækir síð-
ur þjónustu,“ segir hún.
Ekki hættulegra
en önnur hverfi
Að sögn Baldvins Baldvinssonar,
yfirmanns hjá umferðardeild borg-
arinnar, er ekkert í vöktun gatna-
kerfisins sem bendir til þess að
hverfið sé hættulegra en önnur
hverfi. Hann bendir á að gangbrautir
stuðli ekki alltaf að auknu öryggi
gangandi vegfarenda, þvert á móti
minnki umferðaröryggi með gang-
brautum.
Kvartað undan umferðarmálum
Hólahverfi
REYKJAVÍKURBORG hef-
ur efnt til hugmyndasam-
keppni um skipulag miðborg-
ar og hafnarsvæðis við
Austurhöfn. Efnt er til sam-
keppninnar að höfðu samráði
við samstarfsnefnd ríkis og
borgar um tónlistarhús, ráð-
stefnumiðstöð og hótel, en
samkeppnin nær á þessu stigi
eingöngu til hugmynda að
skipulagi svæðisins en ekki
hönnunar mannvirkja og
húsa.
Keppnissvæðið afmarkast í
megindráttum af Suðurbugt/
Norðurstíg í vestur, Klappar-
stíg og Ingólfsstræti í austur
og Sæbraut, Tryggvagötu og
Hafnarstræti.
Að sögn Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur borgar-
stjóra og formanns dóm-
nefndar, er tilgangur
samkeppninnar að fá fram
hugmyndir að skipulagi svæð-
isins sem er um margt sér-
stakt, áhugavert og einstakt í
miðborg Reykjavíkur. Í fram-
haldi af samkeppninni er fyr-
irhugað að hefja einka-
framkvæmdarútboð vegna
tónlistarhúss og ráðstefnu-
miðstöðvar.
Allt að 300 þúsund
notendur á ári
Gert er ráð fyrir að reisa
250 fermetra hótelbyggingu
með mögulegri stækkun upp í
400 herbergi.
Áformað er að tónleikasal-
ur rúmi 1.500 manns en að-
alsalur ráðstefnuaðstöðu 750
manns. Þá er áformað að
minni tónlistarsalur geti rúm-
að allt að 450 manns en áætl-
að er að notendur tónlistar-
hússins verði allt að 300
þúsund á ári.
Lagt er upp með þá hug-
mynd að við allar fram-
kvæmdir og úrbætur á um-
ferðarkerfi miðborgarinnar
verði þarfir gangandi hafðar
að leiðarljósi.
Í tengslum við Sæbraut,
Kalkofnsveg og Geirsgötu er
bent á að þær séu stofnbraut-
ir og jafnframt þjóðvegir og
viðunandi sé að bæta við
fjórða arminum á gatnamót-
um Geirsgötu og Lækjargötu.
Í samkeppnislýsingu segir
að mikilvægt sé að göngu-
tengsl þvert yfir Kvosina
verði sem best og hugsanlegt
sé að Geirsgata verði lækkuð
eða hún sett í stokk. Þetta
yrði framkvæmanlegt með
því að setja gegnumumferð
framhjá Pósthússtræti í
stokk en umferðartengsl við
Pósthússtræti haldist í
beygjustraumum. Önnur leið
væri að rjúfa öll tengsl á milli
Pósthússtrætis og Geirsgötu.
Yrði síðari kosturinn fyrir
valinu yrði að skapa nýjar
leiðir fyrir umferð út úr Kvos-
inni með stækkun gatnamóta
í vesturenda Tryggvagötu við
Geirsgötu.
Jarðgöng undir
Skólavörðuholt
Þá er þess einnig getið að
fram hafi komið hugmyndir
um gerð jarðgangna undir
Skólavörðuholt sem kæmu í
framhaldi af Hlíðarfæti og
enduðu við Kalkofnsveg.
Auk þessa er gert ráð fyrir
að hafnarstarfsemin verði
áfram mikilvægur hlekkur í
miðborgarlífinu og í því
sambandi skuli aðgengi að
hafnarbökkum vera óhindrað
og Reykjavíkurhöfn hafi
áfram afnot af viðleguköntum
í Austurhöfn og á 25–40
metra breiðu belti á hafnar-
bökkunum. Uppi eru hug-
myndir um að gera sumarvið-
legu fyrir stærri skemmti-
ferðaskip austan Ingólfs-
garðs.
Rætt er um að reisa nýja
skiptistöð fyrir almennings-
vagna SVR. Þá er lagt til að
bílastæðum verði fjölgað. Í
því sambandi er stefnt að því
að auka skammtímastæði fyr-
ir viðskiptavini og gesti og
tryggja forgang íbúa að stæð-
um í íbúðahverfum. Fyrir-
hugað er að byggja bílahús í
Kvosinni og í nágrenni við
Hlemm. Tekið er fram sér-
staklega að bílahús verði að-
eins byggð í góðum tengslum
við umferðaræðar og í þriggja
til fimm mínútna göngufjar-
lægð frá miðborginni.
Að auki verður reynt að
bæta verslunar- og þjónustu-
svæði. Segir að fjölmargir að-
ilar hafi lýst yfir áhuga á að
byggja þar ýmiss konar versl-
unar- og þjónustustarfsemi,
meðal annars kvikmynda- og
tómstundahús, yfirbyggða
smábátahöfn og hótel henni
tengdri, söfn í tengslum við
Listasafn Reykjavíkur auk
listaháskóla.
Stærð svæðisins sem um
ræðir er 7–10 hektarar en nú-
verandi byggingarmagn á
svæðinu er u.þ.b. 70 þúsund
fermetrar. Gert er ráð fyrir
að viðbótarbyggingarmagn á
svæðinu verði að minnsta
kosti 60 þúsund fermetrar.
Reiknað er með að fram-
kvæmdir hefjist árið 2003 og
standi yfir í tvö til þrjú ár.
Áætlað er að kostnaður við
tónlistarhús, ráðstefnumið-
stöð og hótel nemi allt að 10
milljörðum en framlag ríkis
og borgar nemi allt að 4,5
milljörðum af þeirri upphæð.
Hægt að koma með
ábendingar á Netinu
Samkeppnin er öllum opin
en hægt er að nálgast keppn-
isgögn á heimasíðu sam-
keppninnar sem hefur slóðina
www.midborg.net. Þar er
hægt að skila inn ábendingum
og hugmyndum sem þeir, sem
keppa um bestu tillöguna,
geta notfært sér.
Verðlaun verða veitt fyrir
bestu hugmyndina og er
heildarverðlaunafé sam-
keppninnar 8 milljónir. Að
auki er dómnefnd heimilt að
kaupa tillögur fyrir 2 milljón-
ir til viðbótar.
Frestur til að skila inn hug-
myndum rennur út 5. nóvem-
ber og er stefnt á að niður-
staða dómnefndar liggi fyrir í
desember. Í nefndinni eiga
sæti, auk borgarstjóra, Inga
Jóna Þórðardóttir, borgar-
fulltrúi, Árni Þór Sigurðsson,
formaður skipulags- og bygg-
ingarnefndar, Ólafur B.
Thors, formaður samstarfs-
nefndar ríkis og Reykjavíkur-
borgar um tónlistarhús, ráð-
stefnumiðstöð og hótel og
Albína Thordarson, Sólveig
Berg Björnsdóttir og Knud
Fladeland Nielsen arkitektar.
Hugmyndasamkeppni um skipulag miðborgar og hafnarsvæðis kynnt á blaðamannafundi í gær
Framkvæmdir á mann-
virkjum boðnar út síðar
Miðborg
Morgunblaðið/Jim Smart
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri útskýrir hugmyndasamkeppnina.
SKIPTA þurfti um loka í
brunni í Engidal á mótum
Hafnarfjarðarvegar og
Reykjanesbrautar í fyrra-
dag. Af þeim sökum var
heitavatnslaust um tíma á
Álftanesi, í Hraunholti, í
norðurbæ Hafnarfjarðar að
hluta og á iðnaðarsvæðinu
austan Engidals.
Böðvar Magnússon raf-
suðumaður og Magnús
Magnússon bifvélvirki unnu
að viðgerð í brunninum alla
nóttina. Böðvar og Magnús
starfa hjá SS járnsmíði ehf.
sem er undirverktaki hjá
Orkuveitu Reykjavíkur en
hún stendur að framkvæmd-
unum. Starfsmenn Orkuveit-
unnar aðstoðuðu þá við
verkið.
Að sögn Sigurðar Guð-
mundssonar, svæðisstjóra í
framleiðsludeild Orkuveit-
unnar, var vatni hleypt á aft-
ur í Hraunsholti og á Álfta-
nesi um klukkan fimm í
morgun.
Um klukkan 7 var vatni
hleypt á svæðið austan
Engidals og í Norðurbæ.
Það varð því enginn af
morgunsturtunni en áætlað
var að verkinu yrði lokið fyr-
ir kl. 8.
Það var létt yfir mann-
skapnum í fyrrakvöld. Lok-
að var fyrir heita vatnið kl.
18 og tveimur tímum síðar,
eftir að pípurnar voru tæmd-
ar, átti að hefjast handa við
að skipta um loka. Lokinn
skilur að vatn úr Nesjavalla-
vatni og Reykjavatni en mik-
ilvægt er að því sé haldið að-
skildu.
„Við erum undir mikilli
tímapressu með að ljúka
verkinu á réttum tíma,“ seg-
ir Böðvar. Hann hefur unnið
við rafsuðu í tæp 30 ár og
segir starfið líkamlega erfitt.
Sérstaklega sé erfitt að
vinna á nóttunni og undir
tímapressu eins og í þessu
tilviki.
„Maður hefur engan tíma
til að slappa af og taka kaffi-
pásur. Það er einstaka sinn-
um að einhver er sendur eft-
ir samlokum og þeim er hent
niður til okkar í brunninn.
Annars erum við yfirleitt að
vinna sleitulaust í 8 -10
tíma,“ segir hann.
Fékk rafsuðublindu
og flís í augað
Síðar um nóttina varð
Böðvar fyrir því óláni að fá
rafsuðublindu og járnflís í
augað. Honum var ekið á
Borgarspítalann um kl. hálf-
fimm í morgun.
„Það er vont þegar tveir
eru að sjóða. Maður lyftir
hjálminum upp til að skipta
um vír og þá fær maður
glampann frá hinum í augun.
Maður áttar sig ekkert á
þessu fyrr en á líður. Þá er
glampinn búinn að brenna
fremstu himnuna í augunum.
Sem veldur því að augað
þornar upp og maður fær
gífurlegan sviða í augun,“
segir Böðvar.
Betur fór þó en á horfðist.
Böðvar var útskrifaður af
spítalanum strax um morg-
uninn og fór sama dag til
augnlæknis sem fjarlægði
flísina.
„Þetta er eitthvað sem
getur komið svona einu
sinni, tvisvar á ári fyrir þá
sem eru að vinna í þessu
starfi,“ segir Böðvar sem
verður frá í nokkra daga á
meðan hann er að jafna sig.
Hann segir enga hættu á
öðru en hann muni ná sér að
fullu og að þetta sé óhjá-
kvæmilegur fylgikvilli
starfsins.
Unnið næturlangt við að skipta um vatnsloka
Í mikilli tímaþröng
Engidalur
Böðvar Magnússon rafsuðumaður varð fyrir því óláni um
nóttina að fá rafsuðublindu og járnflís í augað.
Morgunblaðið/Jim Smart