Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
20 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SUNDHÖLL Reykjavíkur á sér
stóran sess í hjarta Reykvíkinga
og hafa nýjar hugmyndir um við-
byggingu vakið mikla athygli.
Morgunblaðið greindi í fyrra-
dag frá þessum hugmyndum en
Bolli Kristinsson hjá Miðbæj-
arsamtökunum hefur unnið að því
að kynna þær. Það er hins vegar
arkitektinn Ívar Örn Guðmunds-
son sem er höfundur þeirra.
Höfundur Sundhallarinnar er
Guðjón Samúelsson arkitekt og
var hún vígð árið 1937, eftir að
Jónas Jónasson frá Hriflu hafði
tvisvar borið fram frumvarp um
byggingu sundhallar í Reykjavík
á Alþingi, fyrst árið 1923.
Breytingar í
takt við tímann
„Það stendur ekki til að breyta
sundhallarbyggingunni, heldur að
tengja hana við hina nýju bygg-
ingu á tveimur stöðum. Núver-
andi bygging í rauninni heldur
sér,“ segir Ívar Örn, en bendir á
að þarfir sundlaugagesta hafi
breyst og þessar breytingar séu
til þess að stemma stigu við því.
Ívar Örn segir að eitt stærsta
vandamálið við Sundhöllina sé
bílastæðavandamál. „Við notum
núna öll bíla til þess að komast á
milli staða, þannig að hugmyndin
er sú að leysa það með því að
gera bílastæðageymslu, sem tekur
um 40 bíla, á lóðinni milli Sund-
hallarinnar og Rafmagnsveitu-
hússins,“ segir hann. Að hans
sögn mun bílageymslan ekki sjást
frá Barónsstígnum, því hún sé í
raun eins og kjallari. Ofan á bíla-
geymslunni á að vera stórt úti-
svæði. „Aðalatriðið er kannski að
væntingar til sundhallar í dag eru
meiri en að geta synt 25 metra og
farið upp á pall í sólbað. Fólk vill
til dæmis hafa heita potta en í
Sundhöllinni er þeim hins vegar
komið fyrir á mjög þröngri ver-
önd framan við bygginguna, þar
sem ekki nýtur sólar í lok dags,“
segir Ívar. Hann segir að verið sé
í raun að búa til stærra útisvæði
fyrir Sundhöllina. Með gróðri sé
síðan ætlað að skapa skjólvegg.
Frá Barónstígnum mun því sam-
kvæmt þessum tillögum eingöngu
sjást lágur veggur með gróðri
beggja vegna. Meðfram honum
yrði gengið niður í bílageymsl-
una.
Hugmyndin er að sögn Ívars
Arnar sú að pallurinn yrði nokk-
urs konar verönd, jafnvel með
timbureiningagólfi og yrði hægt
að ganga út á hann frá tveimur
stöðum. Tenging yrði frá núver-
andi útisvæði, ásamt stiga frá efri
verönd. Á pallinum yrðu heitir
pottar, sólbaðsaðstaða og barna-
laugar, svo eitthvað sé nefnt. Hins
vegar er öll nánari útfærsla eftir.
Sundhöllin haldi
sér eins og hún er
Að mati Ívars Arnar skiptir í
raun mjög miklu máli að byggja
ekki utan á höllina. Hugmyndin sé
að hafa bil á milli bygginganna og
haldi Sundhöllin sér því í raun ná-
kvæmlega eins og hún er. „Bolli
Kristinsson vill sjá að sú bygging
sem kæmi þarna við hliðina væri
alveg í stíl við það sem er fyrir og
því eitthvað sem væri í beinu
framhaldi af núverandi bygg-
ingu,“ segir Ívar Örn og bætir við
að hugmyndirnar byggi á því að
ekki eigi að sjást eftir tuttugu,
þrjátíu ár að það hafi verið byggt
við Sundhöll Reykjavíkur. „Þessar
tillögur ganga út frá því að vera
sem næst því, sem Guðjón sjálfur
hefði gert, þó við vitum nátt-
úrlega aldrei hvernig það hefði
verið,“ segir hann.
Nýja byggingin í
sama stílnum
Hann segir þó erfitt að ætla
hvort hugmyndirnar nýju séu eitt-
hvað sem Guðjón hefði gert sjálf-
ur. „Óskir sundgesta voru aðrar á
þessum tíma. Ef hann væri að
teikna Sundhöllina núna myndi
hann ekki teikna hana eins og
hún er, samanber lengd laug-
arinnar og margumtalað útisvæði.
Hugmyndir Bolla ganga því út frá
að stílbrigði viðbótarbygging-
arinnar sé í eðlilegu framhaldi af
núverandi byggingum,“ segir Ívar
og hefur hann því notað glugga-
setninguna á Sundhöllinni og nýtt
hana í viðbyggingunni. „Þar með
er reynt að láta nýju bygginguna
ekki stinga í stúf við það sem fyr-
ir er,“ heldur Ívar Örn áfram.
Fáeinar breytingar frá
upprunalegum teikningum
Ívar Örn segir fáein atriði í
Sundhöllinni öðruvísi í dag en þau
eru á upprunalegum teikningum.
Hann telur að einhverjar breyt-
ingar hljóti að vera frá Guðjóni
sjálfum komnar en þó ekki allar
og nefnir breytingar á búnings-
klefunum sem dæmi. „Upprun-
anlegu klefarnir eru hins vegar
frábærir og eru einn aðalsjarminn
við höllina,“ bendir hann á. Nú-
verandi heitir pottar hafa ekki
verið frá upphafi eftir því sem
Ívari skilst, þeir séu að minnsta
kosti ekki á teikningunum og ekki
saunabaðið heldur.
Lenging laugarinnar
ekki fyrirhuguð
Ívar Örn segir ekki hafa komið
til tals að lengja laugina. Ef það
yrði gert þyrfti að breyta Sund-
hallarhúsinu sjálfu. „Við teljum
okkur ekki vera að breyta húsinu.
Við viljum halda því eins og það
er,“ segir Ívar Örn. Hann segir
jafnframt að hugmyndin sé að
byggja út frá kjallaranum. En
þetta séu allt eingöngu hug-
myndir sem þyrfti að útfæra bet-
ur síðar.
Hugmynd að stækkun Sundhallarinnar langt komin
Hér sést ofan á hið nýja útisvæði og hvernig það tengist við Sundhöllina.
Mesta breytingin yrði ef til vill frá Snorrabraut.
Aðlöguð nútímaþörfum
Miðborg
BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hef-
ur samþykkt að hækka styrki til
einkarekinna leikskóla úr 220.000
krónum á ári í 367.200 krónur. Er
þetta hækkun upp á tæp 67 prósent.
Samhliða þessu var ákveðið að
miða greiðslurnar við börn frá 18
mánaða aldri í stað tveggja ára áður.
Þá mun systkinaafsláttur gilda einn-
ig vegna niðurgreiðslna til einkarek-
inna skóla en hingað til hefur hann
einungis gilt í leikskólum bæjarins.
Tekur breytingin gildi 1. september
næstkomandi.
Þrátt fyrir þessa hækkun á fram-
lögum til einkarekinna leikskóla eru
framlög til leikskóla sem reknir eru
af bæjarfélaginu enn umtalsvert
hærri eða um það bil 470–570 þúsund
krónur á ári fyrir hvert barn, að því
er segir í fréttatilkynningu. Þar seg-
ir ennfremur að gera megi ráð fyrir
að með hærri greiðslum til einkarek-
inna leikskóla hafi fleiri einkaaðilar
áhuga á að koma að rekstri leikskóla
í bæjarfélaginu.
Loks segir í fréttatilkynningunni
að nú hafi þeim áfanga verið náð í
bænum að öll börn sem fædd eru á
árinu 1999 og eldri eigi kost á leik-
skólavist.
Aukin framlög til einkarekinna leikskóla
Hækkun um 67 prósent
Garðabær