Morgunblaðið - 14.06.2001, Qupperneq 24
LANDIÐ
24 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
sími 562 6470
Sveitarfélög - verktakar - fyrirtæki
Ýmsir möguleikar við
rýmis- og lagerlausnir.
Kynntu þér möguleikana.
Getum með stuttum
fyrirvara afgreitt
gámahús frá
eftir þínum óskum.
HESTAMANNAFÉLAGIÐ Blær í
Norðfirði hélt nýlega skemmtidag
fyrir félagsmenn og aðra á
Kirkjubólseyrum en þar hefur
félagið byggt upp ágætis félags-
aðstöðu undanfarin ár. Ýmislegt
stóð gestum og gangandi til boða,
m.a. sýndi æskulýðsdeild félags-
ins listir sínar, ungum sem öldn-
um var boðið að skella sér á bak
og allir þáðu veitingar. Svein-
björg Dione Steinþórsdóttir var
meðal þeirra mörgu sem þáðu
reiðtúr.
Sveinbjörg Dione Steinþórsdóttir var meðal þeirra mörgu sem þáðu reiðtúr.
Skemmti-
dagur á
Kirkjubóls-
eyrum
Neskaupstaður
ENGIN þjóð í heiminum framleiðir
meira af bleikju en Íslendingar í
dag. Náðst hefur umtalsvert forskot
á aðrar þjóðir á þessu sviði, sér-
staklega hvað varðar fram-
leiðsluþætti. Kynbætur stofnsins
eru ein af forsendum þess að þessu
forskoti verði haldið og með vígslu
nýrrar kynbótastöðvar í bleikjueldi
var lagður hornsteinn að viðhaldi
þess forskots á Hólum í Hjaltadal á
laugardag. Guðni Ágústsson land-
búnaðarráðherra skrúfaði frá ein-
um krananum sem veitir vatni í eitt
af kerjum stöðvarinnar og lýsti því
yfir að frá þeirri stundu væri starf-
semi stöðvarinnar hafin.
Helgi Thorarensen yfirmaður
stöðvarinnar sagði við vígsluna að
þessi nýja stöð væri af nýrri kynslóð
slíkra stöðva. Nýjungarnar væru
meðal annars fólgnar í því að vatn
sem notað er væri endurnýtt og því
þyrfti minna af bæði heitu og köldu
vatni. Úrgangsvatn væri minna og
það sem færi út úr stöðinni aftur
væri hreinsað og hægt væri að full-
yrða að hún væri umhverfisvænni
en nokkur önnur stöð á landinu.
Sagði Helgi að að þessu leyti mark-
aði hún tímamót.
Það er kannski tímanna tákn að
húsið sem hýsir þessa nýju vistvænu
stöð eru gömlu fjárhús Hólabúsins en
fjárstofn þess hefur nú fyrir all-
nokkru verið afsettur og sauð-
fjárrækt ekki lengur stunduð á Hól-
um.
Guðjón Samúelsson, húsameistari
ríkisins á sínum tíma, teiknaði húsin
upphaflega en fram kom í máli Helga
að kynbótastöðin hefði að stærstum
hluta verið hönnuð á Hólum. Einar
Svavarsson og Theódór Kristjánsson
höfðu þar veg og vanda af því verki
ásamt fleiri starfsmönnum. Við end-
urhönnun hússins unnu Björn Krist-
leifsson arkitekt og Bragi Þór Har-
aldsson verkfræðingur.
Fiskeldi á Hólum í Hjaltadal
Landbúnaðarráðherra vígði
kynbótastöð fyrir bleikjueldi
Morgunblaðið/Valdimar
Hólar
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skrúfaði frá einum krananum
sem veitir vatni í eitt af kerjum stöðvarinnar.
STJÓRN Menningar-
sjóðs Kaupfélags Skag-
firðinga bauð til kaffi-
samsætis fyrir skemmstu
í tilefni þess að fjörutíu ár
eru liðin frá stofnun
sjóðsins.
Formaður sjóðstjórn-
ar, Stefán Guðmundsson,
bauð gesti velkomna og
sagði í nokkrum orðum
frá sjóðnum, stofnun
hans og starfsemi.
Ýmsir mætir menn
hafa setið í stjórn sjóðs-
ins, en einn þeirra, Guð-
jón Ingimundarson fyrr-
verandi kennari, hafði
átt sæti í stjórn öll árin,
allt frá stofnun, og þakkaði for-
maðurinn Guðjóni frábær störf.
Þá kom fram að sjóðurinn hefur
styrkt ýmis menningar- og fram-
faramál á löngum ferli og benti
Stefán á að um verulegar fjárhæð-
ir hefur verið að ræða og margir
aðilar sem notið hafa.
Að þessu sinni sagði hann að
ákveðið hefði verið í tilefni afmæl-
isins að veita eina sérstaka viður-
kenningu, sem nefndist Skag-
firskt framtak, og kallaði hann til
þá Gunnar Björn Rögnvaldsson
formann skíðadeildar Umf. Tinda-
stóls og Viggó Jónasson fram-
kvæmdastjóra skíðasvæðis
félagsins og tóku þeir á móti við-
urkenningarskjali og fjárupphæð,
kr. 500 þúsund, þessu til staðfest-
ingar.
Benti Stefán á, að félagar í
skíðadeildinni, ásamt fleirum
hefðu á undraskömmum tíma ná
að byggja upp glæsilegt skíða-
svæði í vestuhlíðum Tindastóls,
svæði sem aðeins á einum vetri
hefði orðið þekkt og vinsælt, ekki
einasta meðal heimamanna heldur
einnig bestu skíðamanna landsins
sem komið hefðu og lýst sérstakri
ánægju með svæðið og þá aðstöðu
sem búið er að koma upp.
Sagðist Stefán vonast til þess
að áfram yrði haldið á sömu braut
og vonandi myndi unnt síðar að
styðja enn betur þessar fram-
kvæmdir.
Gunnar Björn og Viggó tóku til
máls og þökkuðu þann stuðning
og þá viðurkenningu sem hér
fengist og lofuðu því að í vestur-
hlíðum Tindastóls hefðu nú aðeins
verið stigin fyrstu sporin til upp-
bygginar þessa glæsilega útivist-
arsvæðis.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Viggó Jónsson tekur við 500 þúsund
krónum frá formanni Menningarsjóðs
Kaupfélags Skagfirðinga. Milli þeirra
er Gunnar Björn Rögnvaldsson formað-
ur skíðadeildar Tindastóls.
Viðurkenning
á afmælisári
Sauðárkrókur
Menningarsjóður Kaupfélags
Skagfirðinga
UM mánaðamótin maí-júní var
undirritaður í Vestmannaeyjum
samningur á milli Háskólans á Ak-
ureyri og Rannsóknarsetursins í
Vestmannaeyjum, en markmið
samstarfsins er að efla háskóla-
menntun í þágu fólksins í landinu
og til þess verður notuð fullkomn-
asta upplýsingatækni við nám og
kennslu. Í áföngum verður
kennsla hafin í rekstrarfræði, nú-
tímafræði og síðar í hjúkrunar-
fræði. Í Vestmannaeyjum verður
fjarnám um þriggja símalínu fjar-
fundabúnað og um vefsíðu á tölvu-
neti frá Háskólanum á Akureyri,
en HA leggur til námsefni og ann-
ast alla kennslu og ber faglega
ábyrgð á náminu og sérhæfðri
bókasafnsþjónustu.
Um nokkra hríð hefur verið
unnið að þessum málum og eru
þetta góðar málalyktir fyrir það
fólk sem lagt hefur mesta vinnu í
þetta málefni, auk þess sem þetta
hefur jákvæð áhrif fyrir lands-
byggðina í heild sinni. Í Vest-
mannaeyjum hefur verið skortur á
hjúkrunarfræðingum um árabil
en vonast er eftir að úr rætist með
tilkomu fjarnámsins.
Það voru Þorsteinn Gunnarsson
rektor Háskólans á Akureyri og
Páll Marvin Jónsson forstöðumað-
ur Rannsóknarsetursins í Vest-
mannaeyjum sem undirrituðu
samninga í húsnæði Rannsóknar-
setursins í Hvíta húsinu í Eyjum.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Þorsteinn Gunnarsson rektor og Páll Marvin takast í hendur að
undirskrift lokinni.
Háskólanám í
Vestmannaeyjum
Vestmannaeyjar
Rannsóknarsetur HÍ og Háskólinn á
Akureyri gera með sér samstarfssamning