Morgunblaðið - 14.06.2001, Side 38
MINNINGAR
38 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kristrún Dag-björt Guðmunds-
dóttir fæddist 14.
nóv. 1935 á Höfða í
Eyjahreppi í
Hnappadalssýslu.
Hún lést 7. júní síð-
astliðinn á líknar-
deild Landspítalans
í Kópavogi. Foreldr-
ar hennar voru þau
hjónin Guðmundur
Sigurðsson bóndi,
fæddur 14. júní
1905, látinn 4. des
1983. Málfríður
María Jósepsdóttir
fædd 7. júní 1908. Systkini Krist-
rúnar eru Helga Hulda, fædd 1.
jan. 1930, Hreinn f. 14. júní
1931, Rósinkar f. 24. júlí 1933,
dáinn 26. mars 1995, Ásbjörn
Jósep f. 23. nóv. 1934, dáinn 13.
jan. 1997, Karl Heiðar f. 10. des.
1936 og Inga f. 15. okt. 1938.
Eiginmaður Kristrúnar, Einar
Reynir Finnbogason, f. 9. ágúst
1934, bílaviðgerða-
maður, þau slitu
samvistum 1988.
Börn þeirra eru:
Guðmundur dag-
skrártæknimaður
hjá Rúv. f. 18. sept
1954, maki Valgerð-
ur Margrét Briem,
börn þeirra: a. Arn-
ar Geir f. 1983 , b.
Brynja Dögg f.
1986, c. Ásdís Rúna
f. 1996. Kristín,
kaupmaður, f. 11.
des 1955, maki Ein-
ar Kr. Jónsson, þau
slitu samvistum 1998, börn
þeirra: a. Ásgeir Orri, f. 1980, b.
Rúnar Ingi, f. 1985.
Auk húsmóðurstarfa starfaði
Kristrún lengst af sem bréfberi
og póstafgreiðslukona hjá Pósti
og Síma.
Útför Kristrúnar fer fram í
dag frá Fríkirkjunni í Reykjavík
og hefst athöfnin kl. 13:30.
Kristrún Dagbjört Guðmunds-
dóttir tengdamóðir mín er látin
langt um aldur fram og er mér
ljúft að minnast hennar. Andlát
hennar kom ekki á óvart, þar sem
hún hafði þjáðst af illkynja sjúk-
dómi um langt skeið, en lengst af
lifðum við í voninni um bata.
Ég kynntist Rúnu eins og hún
var yfirleitt kölluð fyrir rúmlega
19 árum og fann fljótt að þar fór
góð kona sem var allt í senn; dug-
leg, ósérhlífin, hógvær og hafði
einstaklega góða nærveru. Hún
var með afbrigðum bóngóð ef til
hennar var leitað en hófsöm að
biðja sjálf um aðstoð.
Árin liðu og eftir að barnabörnin
komu til sögunnar snerist líf henn-
ar mikið um þau. Var hún ákaflega
barngóð. Börnin voru hennar líf og
yndi og var henni mikið í mun að
uppfylla óskir þeirra. Jóla- og af-
mælisgjafir frá henni voru ætíð
eins og börnin höfðu óskað sér.
Bestu stundir hennar voru innan
um börnin og er mér minnisstætt
er hún af veikum mætti var að lesa
fyrir Ásdísi Rúnu dóttur mína nú í
apríl sl.
Rúna var fædd að Höfða í Eyja-
hreppi í Hnappadalssýslu og ólst
þar upp. Unni hún mjög æsku-
stöðvum sínum í Hnappadalnum.
Talaði hún oft um sveitina sína og
fegurð hennar af hrifningu.
Heimili Rúnu við Espigerði var
sérlega fallegt og snyrtilegt. Leið
henni þar mjög vel og ætlaði sér
þar að vera.
Í veikindum sínum stóð hún sig
einstaklega vel og kvartaði ekki.
Miklu frekar spurði hún um líðan
annarra.
Sorglegast finnst mér á þessari
stundu að Ásdís Rúna sem nú er
að verða 5 ára fái ekki að njóta
ömmu sinnar lengur, jafnsamrýnd-
ar og þær voru.
Margar góðar minningar koma
upp í hugann þegar Rúna er farin í
sína hinstu ferð. Ég vil þakka
henni samfylgdina og kveð hana
með sárum söknuði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Megi heimsins vættir vaka yfir
sálu þinni, elsku Rúna.
Valgerður M. Briem.
Elsku amma.
Ég á mjög bágt með að trúa því
að þú sért farin frá okkur. Stund-
um held ég að þetta sé allt bara
draumur og að brátt muni ég
vakna og koma í heimsókn til þín í
Espigerðið. Þú varst svo góð
manneskja í öllu þínu lífi, sérstak-
lega við börn. Öllum þótti svo
vænt um þig, en nú ertu farin, orð-
in að engli og farin að lifa nýju lífi.
Það er skrítin hugsun, en líka að
mörgu leyti góð því að ég veit að
þér líður vel.
Ég á margar fallegar minningar
um þig sem ég mun geyma vel en
fyrst og fremst vil ég þakka fyrir
þessi ár sem ég átti með þér. Það
eru forréttindi að fá að kynnast
konu eins og þér og ég mun aldrei
gleyma þér þótt árin líði.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þín
Brynja Dögg.
Elsku amma Rúna mín
Ég kveð þig með miklum sökn-
uði, en ég veit að þér líður vel
núna. Ég þakka þér allar góðar
stundir sem við áttum saman.
Guð blessi þig.
Lgg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(H.Pétursson.)
Þín
Ásdís Rúna.
Kær vinkona okkar og fyrrum
samstarfskona hefur kvatt þennan
heim, kona á besta aldri, langt fyr-
ir aldur fram. Kristrún starfaði
með okkur á Pósthúsinu á Rauð-
arárstíg um langt árabil. Það er
ljúft að minnast hennar og þó sér-
staklega fyrir það hve mikil mann-
kostamanneskja hún var. Hún bar
með sér sérstakan þokka og var
allra manna hugljúfi. Kristrún var
afar vönduð og heilsteypt mann-
eskja, ósérhlífin á alla lund og það
að fá að vinna með henni, og
þekkja hana, það voru forréttindi.
Ef eittvað virtist næstum því
óleysanlegt, eða leiðinda vinna, þá
var ekki verið að gefast upp, nei
öðru nær, það var ekki til í hennar
huga heldur tókst hún á við verk-
efnin af auknum krafti og sagði
„Þetta er starfið“ og svo var það
bara leyst. Þessi orð hafa oft kom-
ið upp í huga okkar hinna þegar
leysa þarf verkefni sem virðast
erfið. Svona var hún alltaf, ekki að
gefast upp. Hún var einstök
snyrtimanneskja, alltaf hrein, og
strokin svo af bar og sannkölluð
staðarprýði á pósthúsinu. Það
myndi mörgum fyrirtækjum farn-
ast betur í dag ef þau hefðu slíku
fólki á að skipa sem hún var. Trú-
mennskan ætíð í fyrirrúmi í öllu
sama á hverju gekk. Hennar er
gott að minnast. Nú þegar Jóns-
messan er á næsta leiti og birtan
ræður ríkjum hér á okkar kalda
landi þá dansar hún á grænum
grundum Himnaríkis, þar sem er
eilíf Jónsmessa, og alltaf hægt að
velta sér upp úr dögginni. Farðu í
friði, kæra vina, hafðu þökk fyrir
allt og allt. Guð blessi þig og alla
þína aðstandendur.
Vinkonurnar á R-5,
Hildur betri, Hildur verri,
Helga, Guðríður, Sigríður
og Stefanía.
„Þetta er búið. Hún er farin.“
Þetta voru orðin sem laust í gegn-
um huga minn þegar ég heyrði um
hinstu stund Kristrúnar. Hugurinn
reikaði til baka, til allra áranna
sem líf okkar Rúnu tvinnaðist
saman í næstum órofa heild.
Ég var liðlega tvennra tuga;
hafði nýverið kynnst geislandi og
áhugaverðri ungri konu á mínum
aldri og við felldum hugi saman á
örskotsstundu. Það var komið að
því að kynna mig, ungan piltinn,
fyrir foreldrunum, og eftirvænt-
ingin lék í loftinu. Stundin rann
upp og þarna hittumst við Rúna
fyrsta sinni. Og það var ekki að
því að spyrja, að mér var tekið
með kostum og kynjum; af óvenju-
legum hlýhug og áhuga og það
leyndi sér ekki blikið í augunum,
sem annars geisluðu af eftirvænt-
ingu, hlýju og óvenjulegum styrk.
Og hún sagði mér söguna um
það að hún hefði séð mig sem
ómálga barn í barnavagni í Banka-
strætinu – hún þekkti til móður
minnar sem var sveitungi Einars
Reynis, eiginmanns hennar – og
þarna hittust þær tvær með börn-
in sín, hún með dótturina tveggja
ára. Þetta mun jafnframt hafa ver-
ið fyrsta „stefnumótið“ við verð-
andi eiginkonu mína og varð úr
þessu hin skemmtilegasta saga af
því tilefni.
Þegar strákarnir komu í heim-
inn og komust á legg, kynntist ég
því sérstaklega hve góðvild og
greiðvikni var ríkur þáttur í per-
sónuleika Rúnu.
Hún var alltaf boðin og búin að
rétta fram hjálparhönd, því að
mörg voru handtökin og í mörg
horn að líta á þessum árum. Skipti
þá engu hvernig á stóð – Rúna var
alltaf til staðar þegar á reyndi og
gaf af svo miklum kærleika að sá
brunnur virtist endalaus. Enda
öðlaðist Rúna sérstakan sess í
hjörtum strákanna – hún var alltaf
nærstödd og umvefjandi.
Um hríð dró nokkuð úr
tengslum okkar við aðrar breyt-
ingar sem urðu á högum fjölskyld-
unnar. Ég er þó þakklátur fyrir að
við náðum að breyta þar til aftur
síðasta misserið og endurvekja að
einhverju leyti þau tengsl á ný. Og
ástæðan er ekki flókin. Þegar ég
lít til baka hef ég margoft komist
að þeirri niðurstöðu að Rúna sé
með stærstu og kærleiksríkustu
einstaklingum sem ég hef nokkru
sinni kynnst og verið samferða í
þessu lífi. Hún var ein af þeim fá-
gætu sem gat alltaf gefið, hvernig
sem á stóð, og krafði aldrei neins
til baka. Fyrir það ávann hún sér
virðingu og reisn sem fáum er gef-
in þótt mikið sé reynt. Hún var
alltaf æðrulaus, trúði á það góða í
þessum heimi og á hlýtt hjartaþel
hvers einasta manns.
Með Rúnu og móður minni tókst
góð vinátta sem entist til hinstu
stundar.
Þær áttu á sama tíma í rammri
baráttu við illvígan sjúkdóm og
voru hvor annarri til stuðnings
þegar á móti blés og allt virtist á
enda runnið. Þær háðu þetta stríð
með ólíkum viðhorfum að sumu
leyti en báðar með miklu úthaldi
og trú á farsælan endi. Baráttunni
KRISTRÚN
DAGBJÖRT
GUÐMUNDSDÓTTIR
D
anir héldu upp á
þjóðhátíðardaginn
fyrir skömmu. Það
er að segja stjórn-
arskrárdaginn, 5.
júní, því það er enginn eig-
inlegur danskur þjóðhátíð-
ardagur. Og kannski er ofsagt
að tala um að halda upp á, því
allmargir fóru í vinnuna og þeir
sem tóku sér frí, héldu sig
heima við eða fóru til Svíþjóðar
í búðarráp. Hefði veðrið verið
gott hefðu flestir pakkað mat
ofan í körfu, farið á ströndina
eða sest niður á næstu grasflöt.
Daginn eftir var komið að Sví-
um að halda upp á dag fánans,
sem eins og í Danmörku er til-
efni fleiri fána á opinberum
stöðum en venjulega en er að
öðru leyti eins og hver annar
dagur. Verslanir voru opnar og
menn mættu til vinnu eins og
ekkert hefði í skorist. Þremur
vikum fyrr héldu Norðmenn
upp á þjóðhátíðardaginn og allir
sem einhvern tíma hafa verið í
Noregi 17.
maí geta
staðfest að
hann tekur
jafnvel hinum
íslenska 17.
júní fram í
góðri mætingu og hátíð-
arstemmningu. Allir sem vett-
lingi gátu valdið tóku þátt í há-
tíðarhöldunum sem einkenndust
sem fyrr af þjóðfánum, þjóð-
búningum og þjóðsöng.
Þrátt fyrir
þjóðhátíðardagsleysið reyndust
Danir engu að síður allra þjóða
þjóðernissinnaðastir í evrópskri
samanburðarkönnun sem birt
var á stjórnarskrárdaginn. Í
könnuninni voru bornar saman
nokkrar litlar Evrópuþjóðir,
þótt Íslendingar hafi reyndar
ekki fengið að vera með, og
reyndust Danir standa upp úr
hvað ánægju með sjálfa sig
varðaði. Auk Dana voru Svíar,
Norðmenn, Hollendingar og
Austurríkismenn spurðir
spurninga sem áttu að sýna
fram á þjóðernishyggju
svarenda, að sögn þeirra sem
stóðu að rannsókninni. Tvær
spurninganna voru birtar
lesendum til glöggvunar: Vilt
þú frekar búa í öðru landi? og:
Væri heimurinn betri ef önnur
lönd væru líkari þínu eigin?
Nákvæmar niðurstöður
rannsóknarinnar hafa ekki verið
birtar, en að sögn
félagsfræðinganna sem unnu
hana reyndust Danir langtum
þjóðernissinnaðri en aðrir
þátttakendur. Hollendingar
voru hins vegar að mestu lausir
við þjóðerniskennd ef marka má
sömu fræðinga. Þeir sögðu
ennfremur að þjóðerniskennd
Dana hefði rokið upp úr öllu
valdi sl. tuttugu ár eða svo og
tengdu það aukinni
alþjóðavæðingu. Í stað þess að
glata þjóðerniskenndinni hefði
hún færst í aukana í samræmi
við stóraukin erlend áhrif.
Félagsfræðingarnir telja að
hin aukna þjóðerniskennd Dana
sé ein helsta ástæða djúpstæðra
efasemda þeirra um
Evrópusambandið, þótt ekki
hafi enn tekist að sýna fram á
þessi tengsl með óyggjandi
rökum. Flest bendi til þess að
tilraunir ESB til að auka
evrópuvitund íbúanna hafi haft
þveröfug áhrif í Danmörku. Þá
eru fræðingarnir ennfremur
þeirrar skoðunar að
þjóðerniskenndin sé ein helsta
ástæða þess hve margir Danir
eru andvígir innflytjendum og
líti á veru þeirra í landinu sem
vandamál. Félagsfræðingarnir
segja Dana eiga erfiðara en
aðrar þjóðir með að skilja að
menn geti verið sænsk-danskir,
nú eða pakistansk-danskir. Þeir
líti á Danmörku og það sem
danskt er sem eitthvað alveg
sérstakt. Danir séu ekki hrifnir
af dönsku sem töluð er með
hreim og þeir séu allra þjóða
gjarnastir á að flagga. Við
sumar- og garðhús eru
ævinlega fánar, svo á
opinberum stöðum, brúm,
strætisvögnum, á verslunum, í
tengslum við fótboltaleiki og
svo mætti endalaust telja. Telja
félagsfræðingarnir að hin
yfirdrifna fánanotkun ýti undir
þjóðerniskennd Dana, einkum
þeirra sem einungis hafi hlotið
lágmarksmenntun. Bera þeir
viðhorfið til fánans við Svíþjóð,
þar sem kollegi þeirra orðaði
það svo að „þar er manni kennt
að sænski fáninn sé tákn
kynþáttahaturs og hylling lands
og þjóðar sé öfuguggaháttur“.
Óhætt er að segja að
boðskapur félagsfræðinganna
féll í grýttan svörð í Danmörku
þótt viðbrögðin staðfestu
reyndar að líklega hefðu þeir
rétt fyrir sér. Útvarps- og
sjónvarpsstöðvar ræddu við
óbreytta Dani, marga hverja
undir blaktandi fána, sem
staðfestu að Danmörk væri
besta land í heimi, og
heimurinn myndi batna stórum
ef aðrar þjóðir tækju landið sér
til fyrirmyndar. Er sama fólk
var spurt álits á þeim
ályktunum sem
félagsfræðingarnir höfðu
dregið, þótti því lítið til þeirra
koma. Næstu daga á eftir mátti
lesa allnokkur lesendabréf þar
sem menn frábáðu sér gagnrýni
á ágæti dönsku þjóðarinnar, á
fánann, kjötbollurnar, bjórinn
og þjóðarstoltið. Það væri
hreint ekkert athugavert við
það að vera stoltur af því að
vera Dani. Hvernig þetta
hangir saman er mér hulin
ráðgáta. Nema
félagsfræðingarnir hafi rétt
fyrir sér og að aukin
alþjóðavæðing veki litlar þjóðir
til umhugsunar um hve hætt sé
við því að þær glati einkennum
sínum. Einkum og sér í lagi
þjóðir á borð við Dani sem hafa
ekki staðið jafnstyrkan vörð um
menningarverðmæti á borð við
tungumálið og bæði Norðmenn
og Íslendingar. En það útskýrir
ekki hvers vegna Svíar og
Hollendingar eru svo langtum
opnari fyrir erlendum áhrifum
en Danir, sem halda dauðahaldi
í allt það sem danskt er.
Félagsfræðingarnir hafa því
miður rétt fyrir sér hvað varðar
bæði efasemdirnar um
Evrópusambandið og
útlendingana. Hinn rótgróni ótti
við það sem ókunnugt virðist
bara færast í aukana í
upplýsingaþjóðfélaginu.
Andstæðingar innflytjenda og
Evrópusambandsins sveipa sig
danska fánanum og lofsyngja
þjóðina. Ólíkt því sem gerist í
nágrannalandinu Svíþjóð fælir
það hins vegar ekki
Evrópusinnana og þá sem vilja
opna landið fyrir innflytjendum
frá. Þeir virðast bara fagna því
að fá tækifæri til að breiða út
danska menningu.
Þjóðhátíð
Vilt þú frekar búa í öðru landi?
Væri heimurinn betri ef önnur
lönd væru líkari þínu eigin?
VIÐHORF
Eftir Urði
Gunnarsdóttur
urdur@mbl.is