Morgunblaðið - 14.06.2001, Síða 41

Morgunblaðið - 14.06.2001, Síða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 41 ✝ Guðrún Egils-dóttir Kjærne- sted fæddist í Reykjavík 4. desemb- er 1918. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 4. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigrún Sigurðardótt- ir, f. 2. júlí 1890, d. 21. sept. 1937, og Eg- ill Guðjónsson Mar- berg málarameistari, f. 1. apríl 1894, d. 19. febrúar 1970. Systkini Guðrúnar eru Sigurður Mar- berg, f. 15. september 1916, d. 14. júní 1938. Steinvör Ágústa, f. 7. ágúst 1920, d. 12. október 1975, Anna Guðný, f. 20. júní 1923. Hinn 24. ágúst 1946 giftist Guð- rún Lárusi Lúðvík Kjærnested, verkstjóra hjá Málningarverk- smiðjunni Hörpu, f. 20. mars 1920, d. 13. apríl 1999. Foreldrar hans voru Emilía Lárusdóttir og Magnús Kjærnested skipstjóri. Guðrún og Lárus byggðu hús á Hraunteigi 30 og bjuggu þar all- an sinn búskap. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru 1) Magnús, f. 29.1. 1947, verkstjóri, kvæntur Ásdísi Kristinsdóttur ritara og eiga þau tvö börn, Kristin og Að- alheiði. 2) Emilía, f. 24.3. 1951, at- vinnurekandi, gift Karli Stefáni Hann- essyni framkvæmda- stjóra og eiga þau þrjú börn, Bryndísi Björk, Sigrúnu og Gunnar Egil. 3) Sig- rún, f. 5.3. 1955, hús- móðir, gift Ívari Magnússyni atvinnu- rekanda og eiga þau þrjú börn, Huldu Lilju, Lárus og Ein- ar. 4) Ragnar Kjær- nested, f. 19.10. 1957, verkstjóri, kvæntur Ástríði Jó- hönnu Jensdóttur móttökuritara og eiga þau þrjú börn, Jens Pét- ur, Sólveigu Láru og Guðrúnu Helgu. Barnabarnabörnin eru orðin sjö. Guðrún fæddist í Reykjavík og ólst upp í Laugarneshverfinu. Að loknu barnaskólanámi lauk hún gagnfræðaprófi frá Ingimars- skólanum. Guðrún var starfs- stúlka á Kleppsspítalanum á ár- unum 1935 til 1937 og var síðan starfsmaður hjá Málningarverk- smiðjunni Hörpu frá 1938 og með hléum til 1987, jafnframt því að sinna húsmóðurstörfum. Útför Guðrúnar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín, sárt er að kveðja þig, þú varst svo stór þáttur í lífi mínu. Mig langar til að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og fjölskyldu mína. Hjá þér átt- um við öll vísan stað. Ég veit að síðustu þrjú árin voru þér erfið, en þú kvartaðir aldrei og vildir vera sem lengst heima á Hraunteig þar sem þú og pabbi hóf- uð búskap og óluð upp okkur syst- kinin. Og hjá ykkur stofnaði ég mína fjölskyldu í kjallaranum á Hraunteignum, undir þínum vernd- arvæng ól ég fyrsta barnið mitt, þá var gott að hafa mömmu svo nálægt sér. En svo kom að því að þú þurftir að fara á spítala og varst lögð inn á Vífilsstaði og vil ég þakka starfs- fólki þar alla umönnun þína. Ég veit að margir jafnaldrar mín- ir og aðrir af Hraunteignum muna eftir þér sem konunni úti í glugga að fylgjast með okkur krökkunum að leik og oftar en ekki sendir þú mig til nágranna sem þú vissir að þröngt var í búi hjá með eitthvert lítilræði eins og þú sagðir sjálf. Börnunum mínum varstu góð amma, þeim þótti gott að koma til þín og ég veit að þér þótti vænt um þær heimsóknir. Elsku mamma, nú er allt að blómstra, garðar og grös, fuglarnir syngja sem aldrei fyrr. Og daginn sem þú kvaddir sungu fuglarnir sín fegurstu ljóð og sólin sendi geisla sína inn til þín og okkar sem áttum um sárt að binda. Sagt er að við uppskerum eins og við sáum og ég veit að þú varst stolt af þinni upp- skeru. Góði Guð, haltu þinni verndar- hendi yfir mömmu og okkur öllum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín dóttir Sigrún. Elsku mamma Nú er komið að kveðjustund í bili, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og hjálpina sem þú gafst mér. Ég hugsa mikið til þín núna og hugsa um allar ljúfu minn- ingarnar sem ég á um þig, þú varst svo stór þáttur í lífi okkar allra. En núna eru allar þrautir horfnar og þú ert komin til pabba, sem hefur tekið vel á móti þér. Þú varst búin að vera svo mikið veik. Nú síðustu mánuði varst þú á Vífilsstaðaspít- ala. Þar leið þér vel, það var hugsað vel um þig og sagðir þú oft við mig að stúlkurnar væru svo góðar við þig og þú vildir þakka þeim fyrir alla hjálpina og ég tek undir það Margt er það, og margt er það sem minningarnar vekur og þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur (Davíð Stefánss.) Guð geymi þig, mamma mín, og varðveiti um alla tíð og veiti þér frið. Þín dóttir Emilía Kjærnested. Elskuleg tengdamóðir okkar hef- ur nú kvatt þetta jarðlíf. Minning- arnar streyma fram, bæði frá löngu liðnum dögum þegar allt var í blóma og fjölskyldur okkar studdu hvor aðra og frá lokaáfanganum, þegar halla fór undan hjá henni, uns yfir lauk. Guðrún var svipmikil kona, lá hátt rómur og hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum, frek- ar seintekin, en trygg þeim sem hún unni og var þakklát fyrir það sem fyrir hana var gert. Guðrún kunni að gleðjast á góðri stund – hafði góða söngrödd, hló hressilega, fór með gamanmál og naut sín í faðmi fjölskyldunnar. Hún fylgdist vel með börnum sínum og fjölskyldum þeirra og gladdist yfir velgengni þeirra. Hún unni heimili sínu, ræktaði garðinn sinn og hafði yndi af fallegum blómum. Oft var líflegt í eldhúsinu á Hraunteigi 30 og þröngt setinn bekkurinn þar sem jafnt var rætt um það sem efst var á baugi og liðna tíð. En Guðrún var næm og ber- dreymin og oft heyrðust úr eldhús- inu hrókaræður hennar við þá sem hún skynjaði en aðrir urðu ekki varir við. Hún átti líka sína fullvissu um eilíft líf. Lífsklukka hennar er nú hætt að lifa og hún kvaddi þessa jarðvist sólbjartan vormorgun umvafin fjöl- skyldu sinni. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Við kveðjum Guðrúnu með sökn- uði og þakklæti og felum hana forsjá Guðs og engla hans. Ásdís Kristinsdóttir og Ástríður Jensdóttir Elskuleg tengdamóðir mín hefur kvatt þessa jarðvist. Gunna, eins og hún var kölluð, var hreinskilin og ákveðin kona. Ég kynntist henni fyrst fyrir rúmum þrjátíu árum þegar ég fór að venja komur mínar á Hraunteig- inn, þá hafði ég kynnst dóttur henn- ar, Emilíu. Gunna var listakokkur þegar komið var að fuglakjöti og sósurnar hennar voru lostæti. Mun ég sakna þess að hafa Gunnu ekki um jólin til að borða með okkur rjúpurnar sem ég er vanur að veiða fyrir hver jól. Vil ég votta börnum, tengdabörn- um og barnabörnum mína dýpstu samúð. Far þú í friði og hafðu hjart- ans þökk fyrir allt og allt. Karl S. Hannesson. Elsku amma mín, þú ert farin fyrir fullt og allt. Þú sem varst mér svo kær. Það er svo margt sem ég get skrifað um þig en ég læt það vera stutt, því að ég geymi margt um þig í hjarta mér. Mér finnst svo sárt að missa þig. Þú varst mér sem móðir og ég gat alltaf leitað til þín ef mér leið illa og eins ef góðir hlut- ir voru að gerast hjá mér. Mér fannst heimili þitt vera mitt heimili, Hraunteigur, og mér leið ávallt vel þar. Þú, amma mín, kenndir mér margt um lífið bæði það að alltaf var hægt að tala um hlutina og vera sátt eftir á. Amma mín, fyrir mér varst þú eilíf, að missa þig er eins og stór hluti af mér sé farinn með þér, þú varst ekki bara amma mín, þú varst mér mín besta vinkona sem gat hlegið með mér og grátið. Amma, ég veit innst inni í hjarta mér að þú ert á góðum stað þar sem afi tekur á móti þér. Þú varst orðin mjög veik, en ég hélt oft að þú mundir harka þetta af þér. En þegar ég kom til þín síðast sagðir þú mér að þinn tími væri kominn. Elsku amma, megi guð varðveita þig og blessa. Megi guð gefa fjölskyldu minni styrk á þessari erfiðu stundu. Ég sendi þér kæra kveðju Nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir Ég bið að þú sofir rótt Þó svíði sorg mitt hjarta Þá sælt er að vita af því Þú laus ert úr veikinda viðjum Þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig) Guð geymi þig, amma mín, og varðveiti alla tíð Og veiti þér frið. Þín dótturdóttir Bryndís Björk Karlsdóttir Þó að sólin setjist að kvöldi veit ég að ég mun sjá hana aftur að morgni nýs dags, eins veit ég að ég mun sjá hana ömmu Gunnu aftur. Þess vegna græt ég ekki, heldur gleðst vegna allra góðu minning- anna sem ég á um hana. Á Hraunteignum hjá ömmu og afa var oft líf og fjör. Ég minnist stundanna þegar ég var send í pöss- un til ömmu Gunnu og fékk hana til að spila við mig á spil. Við komum okkur vel fyrir í eldhúsinu með gos, sætindi og spilastokk, hlógum mik- ið og sátum síðan þangað til mamma og pabbi komu að sækja mig. Helst vildi ég spila allan sólar- hringinn en við vissum báðar að það væri ekki hægt og því var mikil- vægt að nýta tímann vel. Ég kvaddi ömmu þreytt eftir skemmtunina en þó með bros á vör þar sem ég end- aði ávallt sem sigurvegari. Ég beið jólanna alltaf með mikilli eftirvænt- ingu. Frá ömmu og afa fengum við systkinin hvort um sig alltaf tvo pakka, einn mjúkan og einn harðan. Þó svo að ég gæti varla beðið og læddist reglulega til að þreifa á pökkunum undir jólatrénu, beið ég spennt eftir því að Kristinn opnaði sinn harða pakka, til að sjá hvort hann fengi ekki örugglega „Ís- lenska knattspyrnu“, en það var ár- legur viðburður. Amma vildi vera viss um að hann missti ekki af neinu sem væri að gerast í boltanum. Elsku amma Gunna, ég kveð þig með miklum söknuði. Ég er þess þó fullviss að þér líður vel núna og afi Lalli hefur tekið vel á móti þér. Guð geymi þig. Aðalheiður Kjærnested. Elsku besta amma mín er dáin, en ég veit að hér eftir leiðir hún afa minn um himnaríki. Ég á eftir að sakna allra góðu stundanna sem ég átti hjá þér á Hraunteigi 30. Þang- að kom ég oft lúinn og þreyttur á meðan ég var í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hjá þér átti ég alltaf von um góðan bita og sófinn var vel þeginn, þú breiddir yfir mig ef ég sofnaði. Ein af þeim minningum sem mér er mjög annt um, og er lýsandi fyrir hvað mikið ljúfmenni þú varst, er frá því þegar þú varst komin á áttræðisaldurinn. Þú sag- aðir niður kústskaft löðursveitt til að ég, pollinn, ætti karate-kylfu eins og hinir strákarnir í hverfinu. Öll bestu og skemmtilegustu jólin voru hjá þér og afa, mun ég ávallt hugsa til þín þegar dregur að jól- um, því þú varst svo mikið jólabarn og máttir engum gleyma í jólainn- kaupunum. Elsku amma mín, þakka þér fyrir allt, megi góður Guð geyma og blessa þína fögru sál. Lárus Ívarsson. Elsku amma Gunna, nú er komið að kveðjustund og hve sárt er að missa svo góða ömmu og vin eins og þú varst mér. Undanfarna daga hef ég hugsað mikið um allar okkar samverustundir sem voru ekki fáar og það yljaði mér um hjartarætur. Ég man eftir sumarbústaðaferðun- um að Bifröst og alltaf var jafn- gaman að hafa þig og Lalla afa með. Það eru svona minningar sem gefa manni svo mikið. Amma Gunna var heilsuhraust kona en síðustu ár voru henni frek- ar erfið og þá er gott að eiga góða að eins og þú áttir, amma mín. Þér fannst svo gaman að fá heimsóknir og mér fannst gott að koma til þín. Þú hringdir í mig á hverjum degi til að athuga hvort eitthvað væri að frétta því við vorum alltaf í góðu sambandi hvor við aðra. Ég á eftir að sakna þessara samtala mjög mikið. En svona er lífsins gangur, bæði gleði og sorg. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína fjölskyldu. Þú varst svo góð amma og langamma, þú vildir allt fyrir okkur gera. Elsku amma Gunna, þú munt alltaf eiga vísan stað í hjarta mínu. Kveð ég þig nú með þessum ljóð- línum: Þú varst amma mín, ég var stúlkan þín. Fann ég hlýja hönd hnýta ættarbönd. Hvar er höndin nú, hlýja, ást og trú? Hvar er brosið hýrt hjarta tryggt og skýrt? Vertu kærast kvödd. Kallar nú sú rödd ljóss er lýtur vald. Lífsins fellur tjald. (R.S.E.) Hvíl í friði, elsku amma mín. Kveðja. Hulda Lilja. Elsku amma, mikið eigum við eftir að sakna þín. Það er skrítin til- finning að vita af því að við eigum aldrei aftur eftir að heimsækja þig á Hraunteiginn eftir sunnudagsbíl- túr með mömmu og pabba. Okkur líður samt strax betur þegar við minnum okkur á að þú sért nú aftur með afa Lalla. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég fegin verð, ef áfram miðar samt. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn andans Fögrudyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (NewanM. Joch.) Þín barnabörn, Sólveig Lára, Jens Pétur og Guðrún Helga. Elsku amma mín. Nú þegar þú kveður þennan heim vil ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú áttir svo stóran þátt í lífi mínu og var örlætið þitt óendanlegt í mínum augum. Það var alltaf svo notalegt að koma í heimsókn til þín og afa, fá sér nýbakaðar pönnukök- ur eða annað góðgæti úr bakaríinu eftir stutta sundferð. Þú varst svo einstök og góð amma. Ég hef lært og öðlast svo mikið af lífinu við það að hafa átt þig sem ömmu. Allt er svo tómlegt án þín, það vantar svo mikið og sérstaklega niðri á Hraun- teigi í húsinu ykkar afa, þar sem ég sit núna og skrifa þér þetta bréf. Ég á eftir að sakna þín svo mikið, elsku amma mín, en þú lifir áfram í minningum mínum um þig. Ég vona að þér líði vel núna, þegar þú ert komin á þann stað sem afi er á. Ég veit að þú brosir nú niður til okkar og fylgist með okkur. Ég kveð þig með söknuði í hinsta sinn, elsku amma mín, en minningin um þig mun alla tíð lifa áfram í hjarta mínu. Þú ert og varst heims- ins besta amma. Blessuð sé minning ömmu. Kveðja, Sigrún. GUÐRÚN EGILSDÓTTIR KJÆRNESTED 5             &". = -2%    $%;;#(     )   6        ,      %  !! 7     4 $ 5      %(3  ! < !&    -  3 (  & / & (      4   % .  1& (  . !  -       - (  " $ -   "3   - (  1     & .  1& (  4 %< & (  3 9& (       %   &'  !  -  *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.