Morgunblaðið - 14.06.2001, Side 44

Morgunblaðið - 14.06.2001, Side 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BOOTS Sumar og sól Suðurlandsbraut 54 (Bláu húsin) - Opnunartími virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-16. Póstsendum samdægurs. Sími 533 3109. Teg. Annientor Stærðir 20-331/2 Litir: Blár og svartur Verð áður 4.995 Verð nú 2.995 Adidas Tegund Roebia K Stærðir 28-38 Litur: Blár Verð áður 4.995 Verð nú 2.995 HR götuskór Teg. SAB 6003 Litur: Svartur Stærðir 41-46 Verð áður 5.995 Verð nú 3.995 B & Co Teg. HPH902686 Litir: Svartur og hvítur Stærðir 36-41 Verð áður 3.995 Verð nú 2.995 40-50% afsl. af merkja- vöru ÞESSI gamalkunni málsháttur kemur manni fyrst í hug, þeg- ar flett er nýlega út- kominni skýrslu um umhverfismat Kára- hnjúkavirkjunar. Í „Samantekt“ í upphafi kemur ljóst fram, hversu áhrif hennar á náttúrufar Fljótsdals- héraðs eru gríðarlega umfangsmikil. Jafnvel sameiginleg áhrif allra virkjana á Suðurhá- lendinu geta ekki jafn- ast á við þessi ósköp. Í samantektinni segir m.a. á bls. 7: „Áhrifasvæði virkjunarfram- kvæmdanna nær frá Brúarjökli til sjávar við Héraðsflóa.“ „Verndargildi landsins á áhrifa- svæði Kárahnjúkavirkjunar er hæst á hálendinu, vegna þess að það er sérstætt og lítt snortið af manna völdum. Til dæmis hefur verndargildi landsins sem fer undir Hálslón verið metið hátt á lands- vísu.“ „Svæðið, sem raskað verður með Kárahnjúkavirkjun, einkum með stíflum, lónum og vegum, er sér- stætt um margt, og vissir hlutar þess eru taldir hafa hátt vernd- argildi.“ Síðan eru helstu breytingar á náttúrufari taldar upp. Er það langur listi og dapurlegur. Þá er minnst á „helstu jákvæð áhrif“. At- hygli vekur að þau eru einkum tengd álveri en ekki virkjun beint, og er þó lögð áhersla á það í skýrslunni, að umhverfismat virkj- unar sé óháð álveri. Lokaorð þessa kafla eru í litlu samræmi við inni- hald skýrslunnar og verka því býsna utangátta: „Niðurstaða Landsvirkjunar er að umhverfisáhrif virkjunarinnar séu innan viðunandi marka, í ljósi þess efnahagslega ávinnings sem væntanleg virkjun mun skila þjóð- inni, og þeirrar atvinnuþróunar sem sölu orkunnar fylgir. Fram- kvæmdaaðili óskar því eftir að fall- ist verði á framkvæmdina.“ Hraðsoðið umhverfismat Umhverfismat Kárahnjúkavirkjunar er viðamesta verkefni af því tagi sem átt hefur sér stað hér á landi. Um það er fjallað í 170 bls. skýrslu, sem er vönd- uð og skipuleg, með fjölda mynda og korta. Auk þess fylgja henni „viðauk- ar“, 26 að tölu, sumir eru útdrættir úr mun lengri og ýtarlegri „sérfræðiskýrslum“. Í fljótu bragði verður ekki annað séð en þeir sem unnu að rann- sóknum vegna matsins hafi lagt sig alla fram og skilað góðu verki, a.m.k. miðað við tímann sem til þess var ætlaður, sem var lítið meira en hálft ár, og þar af aðeins eitt sumar til útivinnu. Þessi hraðvinnsla matsins hefur oft verið gagnrýnd. Er í raun merkilegt, að þær mörgu rann- sóknastofnanir (18 talsins) sem komu að matinu skyldu fallast á þennan hraða, sem auk þess hlýtur að hafa sett aðra vinnu þeirra úr skorðum. Fjöldi náttúrufræðinga var kall- aður til starfa við umhverfismatið. Má því með sanni segja, að Lands- virkjun hafi tekist að virkja ís- lenska náttúrufræðinga og gera þá samábyrga fyrir matsferlinu. Hönnun á villigötum Oftar en einu sinni er þess getið í skýrslunni, að við hönnun virkj- unar hafi verið tekið tillit til sjón- armiða umhverfisverndar. Þetta getur átt við ýmis virkjunartengd verk, svo sem vegi, námur og haug- stæði, en hvað varðar sjálfa virkj- unina ber ekki mikið á slíku tilliti. Þannig eru aðveitur smáánna sem eiga upptök sín í Snæfelli ennþá hluti af síðari áfanga virkj- unarinnar, nánast í sama formi og áður var áætlað varðandi Fljóts- dalsvirkjun. Þessar veitur, Laug- arárveita og Hafursárveita, voru harðlega gagnrýndar á sínum tíma. Þær munu valda miklum spjöllum á svæðinu umhverfis Snæfell að norðan, sem er fjölsótt af ferða- fólki, og fjallið hefur mikla sér- stöðu í hugum Héraðsbúa. Hafurs- árskurður sker sundur Snæfells- nesið, sem er ótvíræður hluti Eyjabakkasvæðis (auk þess liggja Keldárlón og Ufarslón fast að því). Með hliðsjón af því að umræddar veitur gefa aðeins 2% af heildarafli Kárahnjúkavirkjunar líta þær út Fyrr má rota en dauðrota Helgi Hallgrímsson Í HUGUM margra virðist reglu- leg hreyfing vera óyfirstíganlegur þröskuldur. Ég byrja á mánudag- inn, eftir páska, þegar ég er búin í prófum... En þetta þarf ekki að vera svo erfitt, allt sem þarf er að gera ráð fyrir þessu í skipu- lagi dagsins og drífa sig af stað með slatta af skynsemi og þolin- mæði í farteskinu. Kostir þjálfunar eru óumdeildir 1. Mjög gott fyrir budduna. Þú ert ekki að borga háar upp- hæðir fyrir aðstöðu. 2. Þú ert ekki bund- in við að fara á ákveðnum tíma. Þú getur þess vegna þjálfað á nóttunni ef það hentar. 3. Þú getur þjálfað á mismun- andi stöðum allt eftir því hvað hentar og hugur segir til um hverju sinni. 4. Þú getur þjálfað utandyra sem er ómetanlegt. Flestir eru allt of mikið inni, en það er nauðsyn- legt að fara reglulega út og anda að sér fersku, súrefnisríku lofti. Hafðu í huga að þú býrð á Íslandi, maður lætur veðrið ekki stoppa sig heldur klæðir sig samkvæmt því. 5. Aukakílóin, ef einver eru, fjúka af. Ekki segjast hafa reynt allt og kaupa einhverjar galdravör- ur ef þú hefur ekki reynt að hreyfa þig reglulega þrisvar sinnum eða oftar í viku, 20-30 mín. í senn, í mánuð. 6. Andlega sem lík- amlega verður þú miklu sterkari og dregur stórlega úr líkunum á að þjást af ýmsum sjúkdómum, s.s. hjarta- og æða- sjúkdómum, háum blóðþrýstingi, ýmiss konar stoðkerfis- vandamálum, offitu, þunglyndi og kvíða, svo eitthvað sé nefnt. Hreyfing getur einn- ig bætt marga þessa sjúkdóma. 7. Hver og einn getur þjálfað á sínum forsendum og sett sér markmið við hæfi. Áður en lagt er af stað Þegar fólk byrjar að hreyfa sig eru algengustu mistökin óþolin- mæði, það er farið allt of harka- lega af stað. Sýnilegur árangur á að nást strax og helst í gær. Það eina sem það skilur eftir sig eru vonbrigði, aumur líkami og á end- anum uppgjöf. Svona getur þetta gengið aftur og aftur ef skynsemi og þolinmæði eru ekki höfð að leið- arljósi. Það er grundvallaratriði að fara rólega af stað og auka álag smám saman eftir því sem geta eykst, byrja á því að byggja traustan grunn en ekki fara strax í þakið. Áætlun fyrir byrjendur Meðfylgjandi er góð æfingaáætl- un fyrir byrjendur. Það er gengið og skokkað til skiptis í 30 mínútur í senn. Eftir því sem lengur er þjálfað er göngutíminn styttur og hlaupatími lengdur þar til mark- miðinu er náð þ.e. að ná að hlaupa í 30 mínútur án þess að stoppa. Til þess að ná þessum árangri er ráð- legt að æfa 3-4 sinnum í viku. Ef þú hefur ekki áhuga á að hlaupa getur þú t.d. reynt að auka hrað- ann í göngunni í stað þess að hlaupa þar sem það á við. Einnig er t.d. hægt að miða við ljósa- staura og/eða einhver önnur kenni- leiti í stað þess að láta mínútur ráða. Ef þér finnst álagið vera of mikið er um að gera að endurtaka viðkomandi viku eða jafnvel fyrri vikur áður en lengra er haldið. Hafðu hugfast að hlusta á líkam- ann, álagið má ekki vera meira en svo að þér líði vel og líkaminn nái að jafna sig á milli æfinga. Annars ertu einfaldlega að fara of geyst og verður að draga úr ferðinni svo ekki fari illa. Mundu að teygja vel á öllum helstu vöðvahópum eftir átökin. Þegar að 30 mínútna takmark- inu er náð er hægt að fara að leiða hugann frekar að vegalengdum og hraða. Eitt af meginmarkmiðunum með því að halda Kvennahlaup ÍSÍ er að virkja áhuga kvenna á hreyf- ingu og heilsu. Það er því ekki að- eins ósk aðstandenda að sjá sem flestar konur á hreyfingu á Kvennahlaupsdaginn sjálfan, sem í ár er laugardagurinn 16. júní. heldur einnig aðra daga ársins. Byrjaðu strax í dag! Holl, ódýr og góð hreyfing Gígja Gunnarsdóttir Kvennahlaup Eitt af meginmarkmið- unum með því að halda Kvennahlaup ÍSÍ, segir Gígja Gunnarsdóttir, er að virkja áhuga kvenna á hreyfingu og heilsu. Höfundur er íþróttakennari og fram- kvæmdastjóri Kvennahlaups ÍSÍ. Vika 1 Gengið í 4 mín., hlaupið í 2 mín. Endurtekið 5 sinnum. Vika 2 Gengið í 3 mín., hlaupið í 3 mín. Endurtekið 5 sinnum. Vika 3 Gengið í 2½ mín., hlaupið í 5 mín. Endurtekið 4 sinnum. Vika 4 Gengið í 3 mín., hlaupið í 7 mín. Endurtekið 3 sinnum. Vika 5 Gengið í 2 mín., hlaupið í 8 mín. Endurtekið 3 sinnum. Vika 6 Gengið í 1 mín., hlaupið í 9 mín. Endurtekið 3 sinnum. Vika 7 Gengið í ½ mín., hlaupið í 9 ½ mín. Endurtekið 3 sinnum. Vika 8 Gengið í 2 mín., hlaupið í 13 mínútur. Endurtekið 2 sinnum. Vika 9 Gengið í 1 mín., hlaupið í 14 mínútur. Endurtekið 2 sinnum. Vika 10 Hlaupið í 30 mínútur. Mikið úrval af brjóstahöldurum verð frá kr. 700 Mömmubrjósta- haldarar kr. 1900 Úrval af náttfatnaði fyrir börn og fullorðna Nýbýlavegi 12, sími 554 4433

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.