Morgunblaðið - 14.06.2001, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 14.06.2001, Qupperneq 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARNA daga hefur mikið verið rætt um Kárahnjúka- virkjun enda er að koma að því að taka ákvörðun um hvort það eigi að fara í framkvæmd- ir eða ekki. Lands- virkjun og stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki metið þann fórnar- kostnað náttúrunnar sem verður fyrir áhrifum virkjunarinn- ar, þótt svo slík tala sé mikilvægur liður í hagkvæmnisútreikn- ingum og ákvarðana- töku. Í fyrrasumar skrif- aði ég mastersritgerð um svokallað hagrænt gildi náttúrufyrirbæra og setti peningalegan mælikvarða á þau náttúrufyrirbæri sem raskast munu við byggingu stíflu í Jökulsá í Dal og myndun Hálslóns. Í ljós kom að verðmæti þeirra er 385 milljónir króna. Með könnun þessari var þó einungis at- hugað verðmæti náttúrufyrirbæra á lónsstæðinu, sem er bara lítill hluti af öllu því svæði sem verður fyrir einhverju umhverfisraski af völdum Kárahnjúkavirkjunar. Það er því augljóst að fórnarkostnaður náttúrunnar vegna Kárahnjúka- virkjunar yrði talsvert hærri ef áhrif vegna byggingu stöðvarhúss og háspennulínu í Fljótsdal, lagn- ingu vega á hálendinu, aukinni um- ferð o.s.frv væru einnig metin. En hvernig er farið að því að finna út hvers virði náttúran er, hvað Dimmugljúfur, hreindýrin, víðernið og fjöllin kosta í raun og veru? Þar sem náttúruauðlindirnar á Kárahnjúkasvæðinu eru ekki til sölu á almennum markaði hafa þær ekkert tiltekið verð og þess vegna er hætta á því að þær verði meðhöndlaðar eins og þær séu ókeypis. Þetta leiðir oft til þess að auðlindir eru ofnýttar. Þegar ákvarðanir eru teknar um óaftur- kallanlegar framkvæmdir eins og Kárahnjúkarvirkjun er, skiptir verðmæti þeirra náttúrufyrirbæra sem verða fyrir umhverfisraski oft sköpum. Til að setja verðmiða á nátt- úrufyrirbæri framkvæma hagfræð- ingar spurningakannanir þar sem þeir spyrja einstaklinga beint hversu mikið þeir eru tilbúnir að greiða fyrir að ákveðið svæði fái að haldast ósnortið. Þessi aðferð er kölluð skilyrt verðmætamat og er víða notuð í Bandaríkjunum og öðrum Evrópulöndum við ákvarð- anartöku varðandi umdeildar framkvæmdir sem Kárahnjúka- virkjun er. Greiðsluvilji hvers ein- staklings endurspeglar hversu mikils virði náttúrufyrirbærið er fyrir hann og byggir á þeirri hag- fræðilegu kenningu að því hærri greiðsluvilji fólks er fyrir ákveð- inni vöru (í þessu tilfelli er varan þau náttúrufyrirbæri sem verða fyrir raski), því meira eykur hún velferð þeirra. Ef hinn aðspurði hefur til dæmis mikinn áhuga á að fara í fjallgöngur eða hefur ein- faldlega samúð með ákveðnu nátt- úrufyrirbæri eins og hreindýrum, er líklegt að hann sé tilbúinn að borga mikið, en ef hann hvorki notar né hefur samúð með þeim getur greiðsluvilji hans verið mjög lítill eða jafnvel enginn. Til að kanna greiðsluvilja fólks fyrir náttúrufyrirbærunum á Kárahnjúkum voru tekin viðtöl við ferðamenn á staðnum, en auk þess var framkvæmd spurningakönnun póstleiðis sem náði til fólks á land- inu öllu. Eins og kom fram að ofan er oft ekki hægt að kaupa og selja náttúrufyrirbæri á almennum markaði. Meginþátturinn í skilyrtu verðmætamati er því að búa til ímyndaðan markað, sem kynntur er fyrir fólki, og gefur einstakling- um tækifæri til að „kaupa“ um- rædd náttúrufyrirbæri. Í þessu til- felli var aðspurðum sagt frá því að gerð hefði verið til- laga um að stofna þjóðgarð á svæðinu sem myndi útiloka virkjunarframkvæmd- ir. Einnig var því lýst að stofnun og rekstur þjóðgarðs myndi kosta peninga og að skattar yrðu notaðir til að mæta þeim kostnaði. Spurningin til að fá fram greiðsluvilja fólks hljómaði því þannig: Hversu mikið væri heimili þitt tilbú- ið að borga í mesta lagi í formi aukinna árlegra skatta sem færu í að stofna þjóðgarð? Í ljós kom að meðalgreiðsluvilji íslenskra heimila til að vernda náttúruna með stofnun þjóðgarðs er 3.900 krónur. Með því að marg- falda þessa tölu með fjölda heimila á Íslandi fást 385 milljónir króna, sem er þá áætlað heildarverðmæti náttúrunnar á lóns- og stíflustæð- inu. Þessi upphæð endurspeglar þann hag sem íslenska þjóðin telur sig hafa af því að stofna þjóðgarð á svæðinu, en jafnframt endurspegl- ar hún fórnarkostnaðinn sem myndun Hálslóns hefur í för með sér. Mat á hagrænu gildi náttúrunn- ar er ekki bara tæki til að kanna hvort framkvæmd sé hagkvæm út frá fjárhagslegu sjónarmiði. Greiðsluvilji fólks endurspeglar líka þau félagslegu áhrif á ein- staklinga sem virkjun mun hafa í för með sér, m.ö.o. breytingar á velferð þeirra. Í venjulegu um- hverfismati eru áhrif virkjunar á þjóðfélagið einungis metin af örfá- um einstaklingum sem ekki hafa fullnægjandi vitneskju um hvernig umhverfisröskun breytir þeim not- um sem einstaklingar hafa af svæðinu. Ef aðeins er stuðst við umhverf- ismat þegar ákvörðun er tekin og ekkert verðgildi metið, er mjög erfitt fyrir ákvarðanatakann að meta hvort hagnaðurinn af virkj- uninni (sem mældur er í krónum) sé meiri en kostnaðurinn (félags- leg- og umhverfisáhrif, sem eru bara lýst í orðum en eru ekki mæld í krónum). Reglur um sjálfbæra þróun krefjast þess að samfélagið taki meðvitaða ákvörðun um framtíð- arskipulag ósnortina víðerna. Í því sambandi er mikilvægt að kanna álit fólks með því að spyrja um greiðsluvilja og er það grundvöll- urinn fyrir sanngjarnri ákvarðana- töku. Einungis með því að meta hagrænt gildi allra náttúrufyrir- bæra sem verða fyrir áhrifum er hægt að finna út hvort vatnsafls- virkjun eða náttúruvernd sé hag- kvæmari og eftirsóknarverðari kostur. Ef það er vanrækt er gildi náttúrunnar oftast vanmetið og líkur eru á því að röng ákvörðun verði tekin. Glötuð náttúra 385 millj. kr. Nele Lienhoop Höfundur er auðlindaskipulags- fræðingur. Kárahnjúkar Greiðsluvilji fólks end- urspeglar þau félags- legu áhrif á einstak- linga, segir Nele Lienhoop, sem virkjun mun hafa í för með sér. HVAÐ getum við lært af reynslu annarra landa í rekstri heilbrigðis- þjónustu? Erfitt er að alhæfa því að- stæður eru ólíkar og aðlaga þarf starfsemi og skipulag að hverjum stað fyrir sig. Nokkrar meginlín- ur og stefnur má þó greina. Sameining sjúkrastofnana hefur ekki verið sú töfralausn sem margir bjuggust við fyrir 10-15 árum þegar sameiningaræði („the merging mania“) sjúkrahúsa hófst í Bandaríkjunum. Teoría er eitt og praxis er ann- að. Ýmsar orsakir eru fyrir misheppnuðum sameiningum, ein sú al- gengasta er vissulega sú að sameiningarferlið hefur ekki verið nægi- lega skipulagt, markmið hafa verið óskýr og mikilvægi þess að vinna vel með starfsfólki hefur verið vanmetið. Fjárhagslegur ávinningur samein- ingar er oft stórlega ofmetinn og í bandarískum rannsóknum kemur í ljós að í allt að 70-90% tilfella leiðir sameining til aukinna útgjalda auk þess sem áreiðanleg tæki til að meta gæði þjónustunnar hafa ekki verið fyrir hendi. Vissulega þarf að horfa á þá möguleika sem felast í hag- kvæmni stærðar, en það kemur að því að sú hagkvæmni lýtur í lægra haldi fyrir ókostum minnkandi sam- keppni, minnkandi valmöguleika og vaxandi einokunaráhrifa. Almennt er verið að hverfa frá þeirri miklu miðstýringaráráttu sem ríkt hefur í heilbrigðiskerfum og leit- að er eftir ákveðnu jafnvægi milli op- inbers reksturs og einkareksturs. Þeir sem telja sig ekki þurfa að virða skoðanir og óskir sérfróðs starfsfólks hafa þurft að endurskoða vinnuað- ferðir sínar. OECD ríkin eru nú að fara af stað með verkefni þar sem bera á saman ríkisrekstur og einkarekstur í heil- brigðisþjónustunni. Ríkjum, eins og Hollandi, Belgíu, Ítalíu, Spáni og Ástralíu, sem hafa nær eingöngu bú- ið við ríkisrekin kerfi, er mjög um- hugað um að taka upp í auknum mæli blandaðri kerfi. Svíar sem stóðu fyrir mikilli sameiningarherferð sjúkra- húsa fyrir nokkrum árum hafa snúið aftur um 180 gráður vegna þess að þeir töldu sig ekki ná tilskildum ár- angri. Víða er nú verið að breyta rík- isreknum sjúkrahúsum í hlutafélög. Saga „Allegheny Health, Education & Research Foundation (AHERF)“ Eitt stærsta gjaldþrot sem átt hef- ur sér stað í Bandaríkjunum og mikið er vitnað í, er gjaldþrot sjúkrastofn- anasamsteypu, Allegheny Health, Education and Research Foundation (AHERF), í Pennsylvaníu árið1998. Í örstuttu máli var unnið af miklum ákafa að sameiningu stofnana innan heilbrigðiskerfisins í Pennsylvaníu frá fyrri hluta níunda áratugar- ins. Árangurinn varð ekki sá sem stefnt hafði verið að, heldur gjald- þrot upp á 1,3 milljarða Bandaríkjadollara og 65.000 kröfuhafar gerðu tilkall til þrota- búsins. Tíu af yfir- stjórnendum AHERF voru ákærðir ásamt endurskoðendum þeirra (PwC). Opinber- lega var afar stuttur að- dragandi að gjald- þrotinu. Þegar hins vegar var farið að skoða málið ofan í kjölinn var unnt að sjá ákveðið ferli sem hefði átt að hringja viðvörunarbjöllum. Mis- tök sem m.a. voru talin hafa átt sér stað voru að stjórnarmenn hefðu ver- ið of önnum kafnir og höfðu ekki nægilegt vit á rekstri sjúkrahúsa, þeir treystu um of á sessunauta sína í stjórn þegar ákvarðanir voru teknar og kunnu ekki að spyrja réttra spurninga, framkvæmdastjórnin var einangruð fjarri starfseminni, ákvarðanir voru teknar á toppnum án samráðs, boðberar válegra tíðinda voru hálshöggnir, upplýsingaflæði var lélegt, boðleiðir langar og of mikil völd voru talin í höndum forstjóra. Þetta er þungur áfellisdómur. Núverandi ástand Í raun er nú aðeins eitt stórt sjúkrahús á Íslandi ásamt nokkrum smærri, aðallega á landsbyggðinni, 85 % af rekstrarkostnaði er greiddur af ríki og 15 % af einkaaðilum. Sjúkrahús fá fastar fjárveitingar og hagur þeirra felst að vissu leyti í því að halda sjúklingum í lengstu lög fyr- ir utan stofnanirnar. Læknar sem sjá sjúklinga á eigin stofum, fá greitt fyr- ir þau verk sem unnin eru skv. taxta Tryggingastofnunar ríkisins. Nauðsynlegt er að breyta núver- andi fjármögnunarkerfi, þ.e. föstum fjárlögum, sem er úrelt kerfi, þannig að greiðslur fyrir þjónustu séu í sam- ræmi við magn þjónustunnar sem semja má um í þjónustu- eða árang- ursstjórnunarsamningi. Þannig má báðum aðilum vera ljóst hvaða þjón- usta er í boði og hvað hún má kosta. Viðvarandi gangainnlagnir sjúklinga til margra ára eiga ekki að líðast, lok- anir sjúkradeilda í sparnaðarskyni gera lítið nema að hreyfa til kostnað innan stofnunar eða frá einni stofnun til annarrar og lengja biðlista. Stofn- uninni er ekki gert mögulegt að laga sig að álagssveiflum svo dæmi séu tekin. Hvað er framundan? Eflaust er það spurning um tíma hvenær stofnaður verður nýr spítali sem mótvægi og valkostur við „landssjúkrahúsið“. Auðvelt er að sjá fyrir sér ákveðna faglega og rekstr- arlega samlíkingu við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands í menntakerfinu. Þannig gæti skapast heilbrigð samkeppni í þjónustu, sjúk- lingum og starfsmönnum yrði boðið upp á ákveðið valfrelsi og einokunar- áhrifum yrði haldið í lágmarki, rekstrarform gætu verið með ýmsu móti. Gera mætti samninga við ríki og/eða sveitarfélag um ákveðna þjón- ustu sem ekki krefðist umfangsmik- illar og þungrar yfirbyggingar há- skólasjúkrahúss og jafnframt mætti létta á löngum biðlistum sem ekki sér fyrir endann á við núverandi fyrir- komulag. Æ algengara verður líka að sjúkrahús séu gerð að hlutafélagi þar sem spítalinn er rekinn af ákveðnum aðilum með samningum við ríkið sem fyrst og fremst kaupir af því þjón- ustuna. Væntanlega gætu ýmsar smærri sérgreinar smám saman fengið aukið sjálfstæði í rekstri og orðið að sjálfstæðum hlutafélögum. Að lokum Mikilvægt er að staldra við og meta þá stöðu sem upp er komin í heilbrigðismálum. Rekstur heil- brigðisþjónustu á Íslandi virðist í mörgu afturhvarf til fyrri tíma og í andstöðu við þá þróun sem átt hefur sér stað í þeim ríkjum sem við kjós- um að bera okkur saman við, ekki síst í ljósi vaxandi miðstýringar, skorts á samráði og ónógs upplýsingaflæðis. Leggja þarf ríka áherslu á að áætl- anir um rekstur og markmið þjónust- unnar séu fyrir hendi og upplýsingar þar um séu öllum aðgengilegar. Heilbrigðisþjónusta skiptir alla máli Mikilvægt er að nýta sér reynslu og þekkingu þeirra sérfræðinga sem lagt hafa sig fram við að afla sér hennar sem og þeirra þjóða sem við berum okkur saman við þegar skipu- lag heilbrigðismála er til umfjöllunar. Hugvit sérfróðra starfsmanna er og verður drifkraftur starfseminnar. Það lýsir styrk að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og að vera tilbú- inn til að endurskoða og meta stöð- una í ljósi reynslu og nýrra upplýs- inga. Íslendingar hafa verið svo lánsamir að búa við góða heilbrigð- isþjónustu og vilja að svo verði áfram. Reynsla annarra þjóða af heilbrigðisþjónustu Sigríður Snæbjörnsdóttir Heilbrigðisþjónusta Hugvit sérfróðra starfsmanna, segir Sigríður Snæbjörns- dóttir í síðari grein sinni, er og verður drifkraftur starfseminnar. Höfundur er fyrrverandi hjúkrunar- forstjóri Borgarspítalans og núverandi forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum Lífrænar jurtasnyrtivörur 24 stunda dag- og næturkrem BIODROGA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.