Morgunblaðið - 14.06.2001, Side 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 47
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt helgarævintýri til Mílanó,
þann 29. júní, á hreint frábærum kjörum. Nú getur þú
kynnst þessari einstöku borg sem er miðstöð tísku og hönnunar á Ítalíu, og notið
þessa að skoða mörg frægustu listasöfn Ítala. Sjá síðustu kvöldmáltíð Leonardos
með eigin augum, Il Duomo dómkirkjuna í miðbænum, þriðju stærstu dómkirkju
heims, versla í Galeria Vitorio Emanuelle, eða kanna veitingastaði og næturlífið í
Corso Como. Gott 3ja stjörnu hótel í hjarta borgarinnar, Hotel Soperga, öll herbergi
með sjónvarpi, síma, baði og loftkælingu.
Verð kr. 36.433
M.v. hjón með barn, flug, hótel,
skattar.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 39.995
M.v. 2 í herbergi með
morgunmat, flug, skattar.
Beint flug
5 nætur
Aðeins 10 herbergi
5 daga helgarferð til
Mílanó
29. júní
frá kr. 36.433
Í VETUR hef ég
tekið þátt í starfi
starfshóps um einelti í
grunnskólum sem
menntamálaráðuneyt-
ið, Félag grunnskóla-
kennara, Skólastjóra-
félagið, Samband
sveitarfélaga og Heim-
ili og skóli áttu fulltrúa
í. Og viti menn, álit
okkar um úrlausnir í
eineltismálum í skólun-
um sem við settum
fram í skýrslu nýlega
hefur fengið mjög góða
umfjöllun í fjölmiðlum.
Hljómi þetta eins og ég
sé að hæðast þá er það
af því að vaninn er að gagnrýna fjöl-
miðla, segja þá ómögulega í alla
staði. En í þessu máli hafa þeir gert
vel, sýnt málinu jákvæðan áhuga og
fjallað um það af nærfærni og skiln-
ingi. Takk fyrir það og húrra fyrir
því. Samt get ég ekki stillt mig um
að bæta svolitlu við – reyna að setja
umræðuna í samhengi við það sem
hefur verið að gerast á þessu sviði
og ég tel skipta miklu máli að komi
fram.
Rannsóknir á
ástandi eineltismála
Menntamálaráðuneytið hafði ný-
lega forgöngu um tvær rannsóknir á
einelti í grunnskólum á Íslandi.
Fyrri rannsóknin sem var á umfangi
og eðli eineltis í íslenskum skólum
var gerð á árinu 1998 meðal 2000
nemenda í 5., 7. og 9. bekkjum. Svar-
hlutfall var mjög gott eða 85,9%
Meðal niðurstaðna í þessari rann-
sókn er að 13% 5. bekkinga telja sig
hafa orðið fyrir einelti oft eða stund-
um veturinn áður. 4,6% játa að hafa
lagt aðra í einelti. Margar fleiri nið-
urstöður komu fram og gefur rann-
sóknin ágæta innsýn í ýmislegt
varðandi þetta vandamál í skólun-
um. Síðari rannsóknin sem ráðu-
neytið gerði í samvinnu við Kenn-
arasamband Íslands var um úrræði
skóla við lausn á eineltisvandamál-
um og í henni voru skólastjórar og
kennarar spurðir álits. Ástæður
rannsóknarinnar voru m.a. að at-
huga hvar skórinn kreppir um úr-
lausnir innan skólakerfisins á einelt-
isvandamálum. Í niðurstöðum
kemur skýrt fram að margir skólar
á Íslandi hafa komið sér upp góðu
kerfi til að vinna gegn einelti og aðr-
ir eru að þróa úrbætur á þessu sviði.
En það kemur einnig fram að kenn-
arar telja sig hafa litla fræðslu feng-
ið um einelti, þeir hafi lítinn tíma til
að leysa mál og að oft skorti á aðstoð
og samvinnu innan
skólana í þessum efn-
um. Þeir eru líka
óöruggir um hvað telst
einelti og hvernig eigi
að bregðast við því.
Aðgerðaráætlun
fyrir skólana
Verkefni starfshóps-
ins var að gera tillögur
að aðgerðaáætlun fyrir
grunnskólana í einelt-
ismálum. E.t.v. má
segja að það hafi verið
hægur vandi. Skólar á
Íslandi eru óðum að
koma á lausnum og að-
ferðum til að taka á
eineltisvandanum – margir skólanna
hafa stofnað eineltisteymi þar sem
fagfólk í skólunum vinnur að úrbót-
um og lausnum á eineltisvanda. Þá
birta margir skólar í skólanámskrá
hvernig fara á með eineltismál og í
flestum skólum eru gerðar kannanir
meðal nemenda á einelti. Í tillögum
starfshópsins er hnykkt á þessu, við
leggjum til að í öllum grunnskólum á
Íslandi verði eineltisteymi og vörum
við því að kennarar séu einir að
leysa eineltisvandamál. Með öðrum
orðum, einelti í skóla er sameigin-
legt vandamál sem hæfasta fólkið
innan skólanna ásamt kennurum á
að vinna að lausnum á. Samstarf við
foreldra, fræðsla og aðstoð til þeirra
er ekki síður mikilvæg. Einnig er
vert að benda á að jákvæður skóla-
bragur og lýðræðisleg ábyrgð allra í
skólasamfélaginu er undirstöðuat-
riði til að minnka einelti og bæta líð-
an og samskipti í skólanum.
Forvarnir gefast best
Síðast en ekki síst leggjum við til
að hafið verði forvarnarstarf gegn
einelti í öllum skólum landsins. Ef
miðað er við víðtæka og langa
reynslu erlendis frá, t.d. frá Noregi,
er forvarnarstarfið mikilvægasta og
árangursríkasta vopnið sem beita
má gegn einelti í skólum. Nú þegar
við höfum kannað útbreiðslu eineltis
og vitum að um 10% nemenda telja
sig verða fyrir því og 5–7% viður-
kenna að beita aðra einelti, er kom-
inn tími á fyrirbyggjandi aðgerðir.
Einelti fylgja þjáningar, einsemd og
jafnvel skemmdarverk og líkams-
meiðingar. Einelti kostar mikið
bæði sálarlega fyrir þá sem það
snertir (gerendur, þolendur og
fleiri) og það kostar líka peninga og
krafta. Með forvörnum má fyrir-
byggja allt að 50% af eineltinu skv.
reynslu Norðmanna.
Notum reynslu annarra
Starfshópurinn leggur til að skól-
um bjóðist fræðsla og aðstoð við að
byggja upp forvarnir og átaksað-
gerðir gegn einelti í anda Dans Olw-
eusar sem er einn þekktasti vísinda-
maður á þessu sviði í heiminum. Í
Noregi stendur nú yfir víðtækt átak
gegn einelti í skólum. Norðmenn
hafa mun lengur en við rannsakað
orsakir, umfang og heppilegar
vinnuaðferðir gegn einelti í skólum.
Dan Olweus og félagar hans sem
starfa við háskólann í Bergen eru
hugmyndafræðingar í þessu þjóð-
arátaki. Verkefnið er þróað í skól-
unum í Bergen og það sýndi sig þar
að í kjölfar þess minnkaði einelti um
50% og það dró úr skemmdarverk-
um og andfélagslegri hegðun. Að-
ferðirnar sem beitt er byggjast á
hinum umfangsmiklu rannsóknum
sem Dan Olweus hefur unnið að í
Noregi og Svíþjóð á síðustu áratug-
um og of langt mál er að tíunda í
stuttri blaðagrein. Þó er rétt að geta
þess að niðurstöður rannsóknanna á
einelti eru um margt aðrar en flestir
(kennarar og aðrir þjóðfélagsþegar)
ætla og því er fræðsla um einelti
nauðsynlegur undarfari átaks gegn
einelti.
Ég vona sannarlega að þetta allt
verði upphafið að þjóðarátaki gegn
einelti og þó sjónum sé beint að
grunnskólunum, hvet ég aðra skóla,
stéttarfélög, vinnuveitendur og
stjórnendur stofnanna til að skoða
þessi mál. Einelti hefur leitt til
ógæfu fyrir marga, þeir sem beita
einelti eru líka hjálparþurfi ekki síð-
ur en fórnarlömb þess. Það er þörf á
fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum
alstaðar en byrjum í skólunum því
lengi býr að fyrstu gerð.
Út með eineltið
Unnur G.
Kristjánsdóttir
Einelti
Einelti hefur leitt til
ógæfu fyrir marga,
segir Unnur G.
Kristjánsdóttir,
þeir sem beita einelti
eru líka hjálparþurfi
ekki síður en
fórnarlömb þess.
Höfundur er fulltrúi Félags grunn-
skólakennara í starfshópi mennta-
málaráðuneytisins um aðgerðir gegn
einelti í grunnskólum.