Morgunblaðið - 14.06.2001, Side 48
UMRÆÐAN
48 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FÁTT er ógeðfelldara
en óheiðarleg opinber
umræða svo sem lands-
menn hafa mátt reyna
undanfarna áratugi í
sambandi við fiskveiði-
stjórnunarkerfið. For-
sætisráðherra landsins
er í fylkingarbrjósti að
telja landsmönnum trú
um að allt sé í góðu lagi
með stjórnun fiskveiða
landsins og að við búum
við bezta fiskveiðistjórn-
unarkerfi heimsins. Mis-
notkunin á Háskóla Ís-
lands til stuðnings
þessum uppspuna er
ámælisverð og vekur furðu að yfir-
stjórn Háskólans skuli láta þetta við
gangast átölulaust árum saman. Pró-
fessorar hafa verið á þönum um allar
jarðir til að mæla með ósómanum og
er ekkert til sparað. Kerfið er búið til
af „Skömmtunarkerfaflokknum“ þe.
öðru nafni Framsóknarflokknum,
sem í meir en 70 ár hefir lifað á því að
búa til slík opinber skömmtunarkerfi
og misnota þau síðan í eigin þágu og
gæðinga flokksins. Kvótakerfi Fram-
sóknar er nú gert í fullri samstöðu við
hagsmunasamtök stórútgerðarinnar,
LÍÚ, og hefir þó ekki gengið betur en
það, að stórútgerðin hefir ekki borgað
neina skatta til ríkisins árum saman
og skuldar nú samtals yfir 200 millj-
arða króna, sem mun gera þennan
stærsta atvinnuveg landsins skatt-
lausan í mörg ár fram í tímann. Stefn-
an er útgerð án framtíðar.
Tvær meginröksemdir hafa verið
færðar fram til stuðnings kvótakerf-
inu: Betri stjórnun við uppbyggingu
fiskstofnanna og aukin hagræðing
vegna stærðar útgerðarfyrirtækj-
anna. Hvorugt hefir staðist. Ákveðið
hefir verið að nú skuli skera niður
veiðiheimildir á þorski úr 220.000
tonnum í 190.000 tonn, þeas. í rúman
þriðjung þess sem áður var meðan
ekkert kvótakerfi var til. Þetta gerist
í kjölfar þess, að Hafró hefir lýst því
mjög fjálglega að hrygning þorsk-
stofnsins hafi tekist
með miklum ágætum á
undanförnum árum.
Stórútgerðin hælir sér
af því að búið sé að
loka frystihúsum í fjöl-
mörgum byggðum á
landsbyggðinni og læt-
ur sem almenningi
komi þetta mál ekki
við. Landsbyggðin er
að miklu leyti komin í
auðn vegna þessarar
stefnu sem jafnvel
Morgunblaðið segist
styðja, hvað svo sem
það þýðir. Fólkið í
fiskiþorpunum er gert
að landflóttamönnum á hraðri leið til
Reykjavíkur og skilur eftir sig verð-
lausar eignir og brunna jörð. „For-
ingjanum“ og hirðinni er skemmt.
Stjórnsýslan er eins og á dögum Hit-
lers.
Minnkun þorskveiðanna um
300.000 tonn árlega nemur amk.um
60 milljarða króna árlegri skerðingu á
þjóðartekjum landsins. Hver græðir á
þessu? Samt eru flestar stórútgerðir
landsins á mörkum gjaldþrots, nema
kannske Samherji hf. Það vefst fyrir
talsmönnum stórútgerðarinnar að
rökstyðja hagræðinguna við samein-
ingu Granda hf í Reykjavík og H.
Böðvarsson hf. á Akranesi sem nú
mun vera á dagskrá.
Hrygningarstofn þorsksins minnk-
aði um helming síðasta ár í um
570.000 tonn segir Hafró. Samkvæmt
reglum mætti þannig veiða 25% af
þeim stofni eða 140.000 tonn. Samt er
óheimilt samkvæmt óskeikulum lög-
um hins óskeikula Alþingis að gefa út
lægri veiðikvóta en 190.000 tonn eða
30.000 tonnum minna en sl. ár.
Óábyrgt gaspur stjórnvalda er orðið
leiðinlegt.
Maí er bezti tími ársins til karfa-
veiða. Allan mánuðinn leitaði djúp-
veiðiflotinn að karfa en fann hann
ekki í íslenzku lögsögunni fyrr en nú
eftir mánaðamótin. Það tekur minnst
25 ár að byggja upp karfastofninn.
Færeyingar eru ábyrgir menn og
farsælir. Þeir hafa gefið skít í íslenzka
kerfið og segja öllum að það sé ónot-
hæft. Þeir reyndu þetta í 2 ár og voru
nógu heiðarlegir til að segja satt frá
um galla þess og hið óstjórnlega
brottkast og smáfiskadráp. Allar tog-
veiðar og dragnótaveiðar eru bann-
aðar innan fiskilögsögu Færeyja sem
viðurkennd er sem uppeldissvæði fyr-
ir ungfisk. Síðasta ár veiddu þeir tvö-
falt meira af þorski en nokkru sinni
áður meðan Íslendingar stunduðu
smáfiskadráp og dældu fyrir borð
með „slógdælum með hnífum.“ Þetta
gerir gæfumuninn. Þeir eru heiðar-
legir, við ljúgum til um allar jarðir.
Færeyingar stjórna veiðum með
sóknardögum krókabáta innan fiski-
lögsögu sinnar og allur afli er tekinn á
land. Þar er ekkert brottkast.
Sjónvarpið hefir margoft sýnt að
þegar hvolft er 3-5 tonnum úr botn-
vörpunum er þar mest kóð eða smá-
fiskur, sem augljóslega fer beint í
slógdælurnar. Reglan er sú, að ekki
megi koma að landi með smærri
þorsk en 55 cm. Meðan stjórnvöld
hindra að leitað sé heiðarlega að or-
sökum minnkandi þorskafla verða
engar framfarir í veiði eða veiði-
stjórnun í landinu. Umræðan nú sýnir
að allir eru ráðþrota gagnvart þessu
ofbeldi stjórnvalda. Framtíðarsýn
forsætisráðherrans er að gera for-
mann Framsóknar og höfund kvóta-
kerfisins að næsta forsætisráðherra.
Enginn mótmælir þessum áformum
opinberlega enn.
Landauðnarstefnan
Ønundur Ásgeirsson
Kvótinn
Færeyingar, segir
Ønundur
Ásgeirsson, hafa gefið
skít í íslenzka kerfið.
Höfundur er fv. forstjóri.
ÞRÓUN húsnæðis-
kostnaðar í Reykjavík á
undanförnum árum er
ískyggileg. Stórfelldar
hækkanir á lóðaverði,
fasteignamati íbúða,
söluverði, leiguverði á
almennum markaði
hafa bitnað harkalega á
húsbyggjendum, eig-
endum og leigjendum
íbúðarhúsnæðis og
þeim sem eru að eign-
ast íbúð í fyrsta sinn.
Auk þess hafa fast-
eigna- og eignaskattar
og holræsagjöld hækk-
að um tugi prósenta í
kjölfarið þar sem þessir
skattar og gjöld taka mið af fast-
eignamati.
Nokkrar ástæður eru fyrir þessari
þróun en ein sú veigamesta er úr-
ræðaleysi í skipulags- og lóðamálum
borgarinnar, skortur á lóðum og
leiguhúsnæði og uppboðsstefna R-
listans á lóðum í nýjum byggðahverf-
um. Húseigendur og leigjendur súpa
seyðið af þessari stefnu og eru erf-
iðleikarnir mestir hjá þeim einstak-
lingum sem eru að byggja eða kaupa
húsnæði í fyrsta sinn. Þær gríðar-
legu hækkanir sem sýndar eru hér á
eftir sýna svo ekki verður um villst
hvílíkum vanda Reykvíkingar standa
frammi fyrir í þessum efnum.
Hækkun lóðaverðs
Í framhaldi af miklum lóðaskorti
og uppboðsstefnu R-listans á lóðum
hækkaði söluverð þeirra lóða sem
Reykjavíkurborg úthlutar um 140%
en söluverð lóða er í raun ígildi
gatnagerðargjalda.
Hækkun söluverðs íbúða
Ekki síst vegna lóðaskorts hjá
Reykjavíkurborg og stórhækkunar á
lóðaverði hefur orðið gífurleg hækk-
un á fasteignaverði í Reykjavík
(meðalhækkun).
1997:
2ja herb.78 þús.kr./m²
3ja herb.75 þús.kr./m²
4ra herb.70 þús.kr./m²
2001 (apríl):
2ja h. 118 þús.kr./m² eða 51%
hækkun,
3ja h. 114 þús.kr./m² eða 52%
hækkun,
4ra h. 106 þús.kr./m² eða 51%
hækkun.
Hækkun húsaleigu
á almennum markaði
Í framhaldi af hækkun söluverðs
hefur húsaleiga á almennum markaði
hækkað gífurlega (meðalhækkun).
1997:
2ja herb.b35 þús.
3ja herb. 42 þús.
4ra herb. 50 þús.
2001:
2ja h. 53 þús. eða 51% hækkun
3ja h. 74 þús. eða 76% hækkun
4ra h. 90 þús. eða 80% hækkun
Hækkun fasteignamats
1997 4,5%
1998 5,0%
1999 18,0%
2000 14,0%
Hækkun
fasteignagjalda
Í kjölfar stórhækk-
aðs fasteignamats hafa
fasteignaskattar og
holræsagjöld hækkað
með sama hætti á und-
anförnum árum eða um
40%.
Hækkun húsbréfa-
og viðbótarlána
Stórhækkað íbúða-
verð hefur leitt til þess
að þeir sem kaupa eða
byggja íbúð í fyrsta
sinn þurfa að axla 40%
hærra íbúðalán nú en
fyrir tveimur árum. Það hefur í för
með sér verulega aukinn fjármagns-
kostnað fyrir eigendur þessa hús-
næðis.
Ný stefna er nauðsyn
Eins og ofangreindar tölur bera
með sér má segja að neyðarástand
ríki í húsnæðismálum Reykvíkinga.
Ekki einungis að verulegur skortur
sé á lóðum og almennum leiguíbúð-
um heldur hafa biðlistar eftir hjúkr-
unarrýmum, þjónustuíbúðum og
félagslegum leiguíbúðum hjá
Reykjavíkurborg aldrei fyrr verið
jafnlangir og nú.
Við Reykvíkingar þurfum nýja
framtíðarsýn í skipulags- og lóðamál-
um sem eyðir lóðaskorti, upp-
sprengdu lóðaverði, háum fasteigna-
gjöldum og fyrirhyggju- og aðgerð-
arleysi í skipulagningu nýrra íbúða-
hverfa.
Við þurfum nýja framtíðarsýn í
húsnæðis-, skipulags- og lóðamálum
sem gerir ungu fólki kleift að byggja
eða kaupa sína fyrstu íbúð í stað
stefnu R-listans að þrýsta því á biðl-
ista eftir félagslegu húsnæði hjá
Félagsþjónustunni í Reykjavík.
Við þurfum nýja framtíðarsýn fyr-
ir Reykvíkinga sem byggir á bjart-
sýni, fyrirhyggju og krafti og getu
einstaklinganna til að byggja og þróa
sína framtíðarbyggð meðfram
ströndinni en ekki upp til heiða.
Í stað framkvæmda- og áhugaleys-
is núverandi meirihluta í Reykjavík á
byggingu hjúkrunar- og þjónustu-
íbúða fyrir aldraða verða Sjálfstæð-
ismenn að standa fyrir stórátaki á
þessum vettvangi og gera skipulagt
átak í að eyða biðlistum í samvinnu
við ríki, félagasamtök og fyrirtæki.
Til að þetta geti orðið að raunveru-
leika þarf nýjan meirihluta í Reykja-
vík.
Húsnæðis-
kostnaður í
Reykjavík
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Höfundur er borgarfulltrúi.
Íbúðir
Tölur bera með sér,
segir Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, að segja
má að neyðarástand ríki
í húsnæðismálum
Reykvíkinga.
ENGIN félagsmála-
stofnun er fyrirsögn við-
tals við Þorstein Vil-
helmsson í Mbl. 24. maí
sl. Í viðtalinu sendir
hann mér tóninn fyrir
hugmyndir um byggða-
kvóta eða svæðisbund-
inn kvóta og kallar mig
kommúnista fyrir vikið.
Reyndar gefur hann
stjórnmálamönnum ekki
háa einkunn, biður guð
að hjálpa sér ætli þeir að
úthluta kvóta. Minna má
það nú ekki vera en að
kvitta fyrir sendinguna.
Ég held að það sé best
gert án stóryrða og jafn-
vel að best fari á því að Þorsteinn
sjálfur og félagar hans tali fyrir sig.
Þorsteinn telur að kvótakerfið sé
gott fiskveiðistjórnunarkerfi og rekur
í viðtalinu að þegar hann og frændur
hans keyptu togarann Guðstein sem
nú heitir Akureyrin árið 1983 hafði
skipið legið í reiðileysi í höfninni í níu
mánuði og enginn vildi eiga skipið. En
síðan kom kvótakerfið og fiskveiðarn-
ar urðu fyrir vikið arðbærari og bætir
hann við: „Þegar við byrjuðum með
Akureyrina, held ég að það hafi verið
fleiri sem vorkenndu okkur fyrir að
fara út í þetta glæfraspil, en þeir sem
öfunduðu okkur. Þeir sem ekkert
höfðu viljað á sig leggja áður, hófu síð-
an kórinn, vildu komast inn og sögðu
að kvótinn hefði verið gefinn. Þeir ein-
ir fengu kvóta sem til þess höfðu unn-
ið.“ Það er einmitt það, þeir höfðu
kjarkinn, lögðu mikið á sig og tóku
áhættuna og unnu með kerfinu, eða
eins og Þorsteinn segir í viðtalinu:
„Samherji er gott dæmi um það sem
hægt var að gera og aðrir hefðu einn-
ig getað gert. Hefðu
menn tekið þá stefnu að
vinna með kvótakerfinu
og nýta sér það, sem
þar var í boði“ og sendir
Vestfirðingum eitraða
pillu.
Fyrst var vandi...
Annað hljóð var í
strokknum við upphaf
kvótakerfisins. Í viðtali
við Mbl. 14. des. 1983
lýsti Þorsteinn Vil-
helmsson því að kvótinn
ylli meiri vanda en hann
leysti. „Ég vil hvorki
sjá, heyra né ræða um
kvótann eins og hann er
hugsaður nú. Ég hélt að það væri and-
stætt stefnu Sjálfstæðisflokksins að
koma á slíku kerfi.“ Aðspurður sagð-
ist hann efast um að Akureyrin fengi
nokkurn kvóta úthlutaðan á næsta ári
vegna þess að næstliðin þrjú ár hefði
skipið nánast ekkert verið að veiðum.
Hann taldi því nær að miða við stærð
skipa. Til dæmis þyrfti Akureyrin að
fiska um 4.000 lestir á ári, þar af
helminginn þorsk, til að bera sig. Þor-
steinn Már Baldvinsson lýsti sömu
viðhorfum í Degi 6. janúar 1984.
Hann væri á móti kvótafyrirkomulagi
við fiskveiðar, slíkt leiddi til áhuga-
leysis meðal áhafnar og skipstjóra og
bætir við: „Verði það úr að hér verði
tekið upp kvótakerfi þá er fáránlegt
að miða kvótann undantekningar-
laust við afla skipsins undanfarin þrjú
ár. Við getum tekið Þorstein Vil-
helmsson, frænda minn, sem dæmi. Á
hann að gjalda þess að henn er kom-
inn með vel búið og endurbætt skip í
hendurnar? Á hann einungis að fá að
veiða einhverja hungurlús, af því
skipið hefur verið lítið á veiðum þessi
þrjú ár, þrátt fyrir að hann hafi verið
einn af aflahæstu skipstjórum lands-
ins á sama tíma en á öðru skipi?
Hvaða réttlæti er í slíku?“ Vandinn
sem blasti við þeim frændum í árslok
1983 var að þeir höfðu keypt skip
sem hafði litla aflareynslu og hlaut
því að fá lítinn kvóta í sinn hlut þegar
kvótakerfið var tekið upp 1984 og
hvernig skyldi Þorsteinn Vilhelms-
son og félagar hafa brugðist við?
Með því að vinna með kvótakerfinu?
„...svo var stjórnmálamaður...“
Eða með því að snúa sér til stjórn-
málamanna? Það var að vísu ekki
vænlegt því Þorsteinn segir að
„stjórnmálamenn geta aldrei úthlut-
að kvóta nema með skít og skömm“.
En viti menn, Halldór Blöndal þing-
maður kjördæmisins dró ekki af sér
og lýsti því í þingræðu 12. desember
1983 í umræðu um kvótafrumvarpið
að „til þess að kvótakerfi á fiskveiðar
sé réttlætanlegt er óhjákvæmilegt
að taka tillit til óvenjulegra og sér-
Þeir einir fengu kvóta
sem til þess höfðu unnið
Kristinn H.
Gunnarsson
Fiskveiðistjórnun
Skyndilega var
Akureyrin komin með
kvóta upp á 4.445 lestir
og veiddi reyndar rúm-
lega 5.000 lestir á árinu,
segir Kristinn H.
Gunnarsson.
Samherja var borgið.
verslunarmiðst. Eiðstorgi,
sími 552 3970.
Stretchbuxur
St. 38–50 - Frábært úrval