Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 49
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 49
stakra aðstæðna þeirra útgerðar-
manna eða útgerða sem hafa lagt í
nýja fjárfestingu, fest kaup á fiski-
skipi og kanske lagt öðru. Ég veit
dæmi þess að ungir menn hafa fest
kaup á togara nýlega, kostað miklu til
að endurbæta hann og lagt eignir sín-
ar að veði í þeirri fullvissu að þeir
hefðu sömu möguleika og aðrir til að
bjarga sér þótt fyrri eigendum togar-
ans hafi verið mislagðar hendur um
aflabrögð. Í slíku tilviki var með öllu
óverjandi að ákveða umræddu skipi
aflakvóta eftir aflabrögðum þess með-
an það var í eigu fyrri eigenda. Ég vil
einnig taka fram að of einhliða við-
miðun til þriggja síðustu ára getur
orðið ranglát fyrir einstök byggðarlög
eða landshluta.“ Þarna var kominn
stjórnmálamaður sem skildi vanda
þeirra og meira að segja vildi þá gæta
byggðasjónarmiða eins og ég nú, og
ekki er minnst á uppnefnið kommún-
isti. Þessi áhugi á byggðasjónarmið-
um við úthlutun kvóta hefur kannski
lengst því reynslan var þá mikil ann-
ars staðar en á Akureyri, t.d. á Vest-
fjörðum, hve veit.
„...loks kom skipstjórakvótinn“
Til að gera langa sögu stutta, þá
voru fyrstu kvótalögin sett og í mars
1984 gefin út reglugerð sem veitti
heimild til þess við tilteknar aðstæður
að miða aflamark skips við afla-
reynslu skipstjórans í stað veiði-
reynslu skipsins. Skyndilega var Ak-
ureyrin komin með kvóta upp á 4.445
lestir og veiddi reyndar rúmlega
5.000 lestir á árinu. Samherja hf. var
borgið. Þetta kæmi sér vel fyrir
marga í dag, en líklega yrði einhver
súr því eins og allir vita, að ef einn fær
kvóta þá er hann tekinn af öðrum og
því verða þeir sem kaupa skip í dag að
gjöra svo vel að kaupa kvótann. Það
er nefnilega eins og Þorsteinn Vil-
helmsson, einarður stuðningsmaður
kvótakerfisins, segir í Morgun-
blaðinu: Þeir einir fengu kvóta sem til
þess höfðu unnið.
Höfundur er alþingismaður og
formaður þingflokks fram-
sóknarmanna.
FLESTIR Íslendingar hafa
fylgst með velgengi Samherja hf. á
Akureyri. Þeir frændur byrjuðu
með lítið í höndunum fyrir tæpum
20 árum, en hafa í dag gert fyr-
irtækið eitt af öflugustu sjávarút-
vegsfyrirtækjum landsins. Ég hef
oft undrast dugnað og forsjálni
þessara manna.
Sú reynsla sem ég hef fengið í
samskiptum mínum við fyrirtækið á
síðustu vikum hefur hins vegar
valdið mér miklum vonbrigðum.
Það hlýtur að vera einsdæmi að
jafn stórt fyrirtæki og Samherji hf.
leggist jafn lágt og það hefur gert í
samskiptum við mitt fyrirtæki. Ég
taldi að þar héldu um stjórnvölinn
trúverðugir menn, sem legðu metn-
að sinn í að byggja upp trausta
ímynd fyrirtækisins.
Málum er þannig háttað að út-
gerðarfyrirtækið Sólborg hf. í
Stykkishólmi gerði kauptilboð í bát-
inn Sæþór EA 101, sem er í eigu
Samherja hf. og var til sölu. Eftir
nokkrar samningaviðræður sem
skipasala annaðist, var þann 11. maí
sl. skrifað undir kauptilboð við
Samherja hf. á Akureyri. Eftir að
bindandi kauptilboð var komið á
var ég í sambandi við Aðalstein
Helgason, einn af stjórnendum
Samherja, til að ganga frá þeim
málum sem þurfti áður en skipið
yrði afhent.
Fjótlega eftir undirritun fóru
mér að berast þær sögur að líkur
væru til þess að forkaupsréttur
sveitarfélagsins á skipinu yrði nýtt-
ur. Hafði ég oftar en einu sinni
samband við Aðalstein og spurði
um réttmæti þeirra sagna. Hann
sagði mér eftir að hafa kynnt sér
málið, að enginn fótur væri fyrir
þeim og að hann sæi ekkert sem
gæti komið í veg fyrir söluna til
okkar í Stykkishólmi og sama hafði
skipasalinn eftir honum. Þar sem
kaupandi var að bátnum, sem við
áttum fyrir, var gengið frá sölu
hans viku áður en afhenda átti okk-
ur Sæþór EA 101 í trausti þess að
orð Samherjamanna stæðust um að
ekkert kæmi í veg fyrir söluna til
okkar.
Fimmtudaginn 31. maí barst mér
símbréf frá Samherja þar sem til-
greind voru þau lán
sem gætu fylgt bátn-
um. Næsta dag hafði
ég samband við áður-
nefndan Aðalstein
Helgason og er m.a.
rætt um að taka Sæ-
þór EA í slipp mið-
vikudaginn 6. júní til
að gera hann kláran
fyrir afhendingu. Lofar
hann mér að ganga frá
því máli.
Þriðjudaginn 5. júní
fæ ég þau boð frá
Samherjamönnum að
af sölunni geti ekki
orðið þar sem Akur-
eyrarbær ætli sér að
ganga inn í kaupin og selja bátinn
síðan öðru útgerðarfélagi. Við eft-
irgrennslan mína kom í ljós að þessi
staða hafði legið fyrir í marga daga.
Einnig kom í ljós hjá Slippstöðinni
hf. að aldrei var haft samband
þangað um að taka bátinn í slipp.
Þá hefur líka komið í ljós að Ak-
ureyrarbær mun nýta sér forkaups-
réttinn með vitund og vilja Sam-
herjaforstjóra. Forstjóranum er
greinilega sama þó hann hafi skrif-
að undir bindandi kauptilboð. Það
skiptir hann ekki máli þó hann svíki
einhverja smákarla í Stykkishólmi.
Ef til vill var tilgangur hans að láta
okkur setja verðmiða á skipið.
Ég held að þetta sé í fyrsta skipti
sem sveitarfélag nýtir
sér forkaupsrétt á
kvótalausu skipi og tel
ég að verið sé að mis-
nota lögin sem ætluð
eru til að vernda kvóta
í heimabyggð. Afskipti
Akureyrarbæjar af
þessum viðskiptum
eru því sérstök.
Kjarni málsins er
hins vegar sá að við
hefðum hætt við söl-
una á okkar báti, ef
okkur hefði verið gerð
grein fyrir því að for-
kaupsréttur yrði nýtt-
ur, strax og það lá fyr-
ir. Þess í stað stöndum
við uppi bátslausir með 7 manna
áhöfn.
Ætli Samherjamenn hefðu sætt
sig við að þurfa að standa í mínum
sporum? Ætli þeir hafi einhvern
tíma þurft að reiða sig á að orð ann-
arra manna stæðust? Menn geta
komist langt í krafti auðsins, oft þá
á kostnað annarra. Traust og trú-
verðugleiki verður hins vegar ekki
með peningum keyptur. Má vera að
fleiri menn en ég hafi í samskiptum
við Samherjamenn komist að raun
um, að þeir séu ekki traustsins
verðir?
,,Heilindi“ Sam-
herjamanna
Gunnlaugur
Árnason
Viðskipti
Má vera að fleiri menn
en ég hafi í samskiptum
við Samherjamenn,
spyr Gunnlaugur
Árnason, komist að
raun um að þeir séu
ekki traustsins verðir?
Höfundur er fréttaritari í
Stykkishólmi.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r