Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 53

Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 53 ALDREI höfum við verið eins fá- tæk og nú á þessum dögum hagsæld- ar. Aldrei höfum við verið eins sið- laus og nú á þessum dögum siðvæðingar. Aldrei höfum við verið eins fáfróð og nú á þessum dögum þekkingar. Aldrei höfum við verið eins ófrjáls og nú á þessum dögum frelsis. Fátæk því við erum fátæk í anda. Siðlaus því við virðum ekki aðra. Fá- fróð því við vitum það eitt sem kemur okkur sjálfum í hag. Ófrjáls því við erum þrælar nautna okkar. Hagmælskan og þagmælskan eru ekki túkalls virði lengur, fáir geta sett saman vísu skammlaust, enn færri þagað með stíl. Ekki er nóg með að siðareglur séu vanvirtar, málfræðireglur fá sömu meðhöndl- un. Mér kæmi ekki hið minnsta á óvart þótt þar sé samhengi á milli, ef börnum er ekki innprentuð virðing fyrir viðurkenndum málreglum þá er ekki ólíklegt að virðing fyrir siða- reglum fari sömu leið. Sú staðreynd að fæstir foreldrar reyna að kenna börnum sínum að tala skýrt kann að draga úr virðingu ungviðisins fyrir öðru fólki því það að vera þvöglu- mæltur er að vanvirða viðmælandur sína. Mig skyldi heldur ekki undra þótt minnkandi orðaforði ólæsra, sjónvarpsóðra ungmenna geri þau ofbeldishneigðari en ella. Verði manni orðs vant þegar tilfinningar ólga er freistandi að láta hnefana tala. Sé þetta rétt þá er málrækt sið- rækt en ekki bara fordild í fólki sem hefur ekki meðtekið fagnaðarboð- skapinn um eðlilega þróun tungu- mála. Ég hef áður gagnrýnt boðskap þennan og vil bæta við fyrri rök að ef eðlileg þróun er þróun í átt skilvirk- ari boðskipta þá er núverandi þróun íslensku ekki eðlileg. Margir leggja á sig ómælt erfiði við að segja „email adressa“ í stað hins stutta og laggóða „netfang“. Fáum eru orð eins og „tal- hlýðinn“ töm á tungu og nota því mikla orku við að segja „hún er alltof sammála þeim sem hún talar við“ í stað hins einfalda „hún er talhlýðin“. Svo er sú mín heilög sannfæring að ef þróun íslenskunnar er eðlileg þá er þróunin frá manni til apa það líka. Ástæðan er sú að æ fleiri málvillingar tjá sig með fettum og brettum vegna þess að þá skortir orða- forða. Nær má geta hvort þessi þróun verði efna- hagslífinu lyftistöng á dögum þekkingariðnað- ar. Við má bæta að ef málræktarleysið á ein- hvern þátt í auknu ofbeldi þá þýðir það stórútgjöld fyrir samfélagið. Mál- rækt kann því að vera efnahagslega hagkvæm, það er varla herkostnað- ur af íslensku en mál- ræktarleysið kann að vera þess dýrara. þessu tengd er sú staðreynd að þær hröðu breytingar sem íslenskan virðist vera að taka kunna að reynast okkur dýrkeyptar. Ef svo heldur áfram sem horfir verður stór hluti ís- lenskra texta, sem skrifaðir voru fyr- ir miðja síðustu öld, flestum Íslend- ingum illskiljanlegur innan tíðar. þannig gætu mikilvægar uppýsingar, sem gætu styrkt ábatasamar erfða- fræðirannsóknir, farið forgörðum. Breytist umhverfi lífvera mjög hratt fá þær ekki tíma til að aðlagast aðstæðum og deyja út. Því gæti snögg upphitun jarðar leitt til stór- fellis tegunda. Eitthvað svipað hlýtur að gilda um tungumál, mjög snögg breyting þeirra getur leitt til menn- ingar- og efnahagsslysa. Sagt er að danskir stúdentar geti varla lesið H.C. Andersen lengur, algert kæru- leysi Dana um málrækt hefur leitt til þess að danskan hefur tekið stakka- skiptum á fáeinum áratugum. Með þessu móti rofna tengsl Dana við for- tíðina og slíkt getur leitt til rótleysis og vanlíðunar. Flest bendir til þess að Ís- lendingar fari sömu leið, ekki verða strætin öruggari fyr- ir vikið því sú er mín heilög sannfæring að unglingar sem eru tengslalausir við for- tíð þjóðar sinnar verði rótlausir og of- beldishneigðir. Líkja má hrein- tungustefnunni við Kyoto-sáttmálann. Verði sáttmálanum ekki framfylgt verð- ur kannski umhverf- isslys, verði hreintungustefnan látin fokka verður menningarslys. Þess utan stuðlar þessi stefna að menn- ingarlegu jafnræði. Víða erlendis skilur almenningur ekki bofs í mál- flutningi menntamanna vegna þess að þeir nota svo mikið af grísk- og latneskættuðum orðum. Reynsla mín sem heimspekikennari í Noregi sýnir mér að nemendur skilji boðskap minn þess betur sem ég nota fleiri gagnsæ norsk orð, færri orð af er- lendum toga. Nefna má að orðaforði mælskulistarinnar er allur af grísk- um og latneskum toga spunninn og orðin eru ótrúlega erfið bæði í fram- burði og stafsetningu. Hver getur borið fram, stafsett, já eða skilið orð eins og „omnopoeitikon“ og „prosopopeia“? Hljóta þau ekki að þýða eitthvað djúpt og óskiljanlegt? Öldungis ekki, fyrrnefnda orðið þýð- ir „orð sem er hljóðlíking“, t.d. er orðið „gaukur“ myndað sem hljóðlík- ing við hljóðið sem gaukurinn gefur frá sér. Síðarnefnda orðið þýðir „manngerving“, t.d. þegar við mann- gerum Ísland og köllum það „Fjall- konuna“. Ekki má skilja orð mín svo að ég amist við öllum „slettum“, öðru nær. „Slettur“ á borð við „fíll“, „kirkja“, „straujárn“ og „nápleis“ prýða ís- lenska tungu. En mér er að mæta þegar erlend orð ógna góðum og gegnum íslenskum orðum. Þess eru dæmi að menn noti orðasambandið „U.S. dollarar“ í stað „bandarískir dollarar“ og eru slíkir menn rétt- nefndir „U.S. Íslendingar“. Svo segja óljúgfróðir menn að hið en- skættaða óyrði „innkoma“ ryðji „tekjum“ úr vegi (eru til háinnkomu- menn, samanber hátekjumenn?). Hverfi orð eins og tekjur verða textar sem innihalda þá óskiljanleg- ar Íslendingum og mikilvægar, gróðavænlegar, upplýsingar geta farið forgörðum. En víkjum aftur að siðrækt og málrækt. Samræðusiðfræðin kveður á um að grundvöllur siðferðisins sé frjálsar og opnar samræður jafnrétt- hárra mann sem hafa staðgóða þekk- ingu á viðfangsefninu. Ljóst má þykja að fáfróður tölvuleikjafíkill með takmarkaðan orðaforða getur aldrei orðið þátttakandi í slíkri sam- ræðu. Augljóst er að ef aðeins lítill hópur manna hefur vald á ógegnsæj- um útlenskt ættuðum orðaforða verða þátttakendur í rökræðum ekki jafnréttháir. Því er málræktin for- senda frjálsra samræðna. Aðeins ef við ræktum málið getum við öðlast frelsi sem máli skiptir, þekkingu sem hald er í. Án mál- verndar verðum við aldrei sannar siðverur. Málrækt og siðrækt Stefán Snævarr Höfundur kennir heimspeki í Noregi. Málrækt Aðeins ef við ræktum málið, segir Stefán Snævarr í fyrri gein sinni, getum við öðlast frelsi sem máli skiptir, þekkingu sem hald er í. EKKI eru allir sáttir við að það sé (fyrir löngu) komið í lög að ekki megi mæra ákveðnar tóbakstegund- ir í fjölmiðlum eða stunda launa- uglýsingar með vörukynningum. Ákvæði um þetta var í lögunum frá 1996. Það ákvæði kom til m.a. vegna þess að hér um árið birti tímaritið Samúel grein (vörukynningu) um ákveðna sígarettutegund. Auðvitað var þetta ekkert annað en dulbúin auglýsing svo reynt var að koma í veg fyrir dreifinguna með tilvísun í þágildandi lög um bann við að aug- lýsa tóbak. Úrskurðurinn var að ekki væri um lögbrot að ræða þó engum gæti dulist að þetta var ekk- ert annað en auglýsing. Það er slæmt þegar túlkun laga brýtur í bága við almenna réttarvitund og heilbrigða skynsemi. Auðvitað væri best að siðgæðisvitund blaðamanna væri á svo háu stigi að svona kæmi ekki fyrir, en ekki eru allir englar í Paradís, eins og sagan sannar. Hvað er þá til ráða? Faraldur Skerðing tjáningarfrelsis er al- varlegt mál. En allar heilagar kýr verða að lúta einhverjum höftum. Hver getur sætt sig við að áhuga- menn um kynmök við börn (sam- anber samtök pedofíla í Bretlandi) hafi tjáningarfrelsi til að réttlæta atferli sitt í fjölmiðlum? Fáum kem- ur í hug að amast við að bannað sé að skrifa um mál sem talið er að varði öryggi þjóða og menn eru dæmdir fyrir landráð ef þeir gera sig seka um slíkt. Í Svíþjóð er bann- að með lögum að skrifa greinar þar sem reynt er að espa upp stemmn- ingu móti ákveðnum hópum t.a.m. gyðingum, innflytjendum og nýlega voru samkynhneigðir teknir undir sama verndarvæng. Þarna er- um við komin að kjarna málsins þ.e. verndar- vængnum. Til þess að réttlætanlegt sé að skerða tjáningarfrelsi verður að liggja fyrir að almannaheill eða vissum hópum stafi hætta af ákveðinni tegund af umfjöllun. Í nýlegri samantekt tímaritsins The Economist kemur fram að tóbak drap u.þ.b. 80 millj- ónir á öldinni sem leið en 37 millj- ónir dóu í öllum stríðum aldarinnar samanlagt. Ef ekkert verður að gert er áætlað að u.þ.b. 450 millj- ónir falli í tóbaksvalinn á næstu 50 árum. Okkur öllum, ekki síst börnunum okkar, stafar mikil hætta af tóbaks- framleiðendum og öðrum sem hagn- ast af sölu tóbaks. Siðblinda Tóbaksiðnaðurinn er siðlaus en með eindæmum auð- ugur. Það eru ekki allir sem láta stjórn- ast af siðgæði þegar peningarnir tala, enda á tóbaksiðnað- urinn sér sína banda- menn (umboðsmenn og aðra) á Íslandi eins og annars stað- ar. Fáir Íslendingar draga í efa siðleysi þess að auglýsa tób- ak en sumir hafa áhyggjur af gömlum lagaákvæðum sem hefta „umfjöllun“ um ákveðnar tóbakstegundir. Ég efast þó ekki um að flest séum við banda- menn í baráttunni fyrir því að okk- ar eigin börn festist ekki í nikótín- fíkn. Fjármagn sem varið er til fræðslu og gagnáróðurs má sín lítils í samkeppninni við fjármagn tób- aksiðnaðarins. Ef við sem vinnum við tóbaksvarnir fengjum ekki nema brot af þeirri upphæð sem tóbaks- iðnaðurinn ver til markaðssetningar gætum við gert kraftaverk, en þá þyrfti að auka framlög til tóbaks- varna um nokkur hundruð prósent. Í dag verjum við innan við 1% af tekjum ríkisins af tóbakssölu til tóbaksvarna. Sú tala þyrfti að vera nær 50% ef vel ætti að vera. Í rúm átta ár hafði ég atvinnu af því hjá Krabbameinsfélaginu að fylgjast með afstöðu unglinga til reykinga og reyna að hafa áhrif á þá í þá átt að byrja ekki að reykja. Það er mikill misskilningur að halda að afstöðubreytingin til tóbaks með- al unglinga hafi gerst af sjálfu sér. Bakvið liggur áratuga starf. Fyr- ir hverja krónu sem við höfum úr að moða til að reyna að fræða unglinga um skaðsemi tóbaks og gera reyk- ingar „lummó, hallærislegar, sóða- legar og púkó“, leggja tóbaksfram- leiðendur og nótar þeirra fram milljónir í að reyna að sannfæra unglingana um hið gagnstæða. Reykingar eru keyptar inn í bíó- myndir, framleidd eru töff föt undir þekktum tóbaksmerkjum, leitast er við að koma tóbaksvörumerkjum á framfæri í tengslum við íþróttavið- burði, blaðamenn eru „hvattir“ til að skrifa „umfjöllun“ um ákveðnar tóbakstegundir, vísindamönnum á sviði læknavísinda eru boðnir styrk- ir frá tóbaksiðnaðinum, kvikmynda- stjörnum og poppstjörnum er borg- að fyrir að reykja og þannig mætti lengi telja. Tóbaksframleiðendur og aðstandendur þeirra reyna allt hvað þeir geta til að snúa þróuninni við. Tóbaksvarnir og tjáningarfrelsi Ásgeir R. Helgason Tóbak Sumir hafa áhyggjur af gömlum lagaákvæðum, segir Ásgeir R. Helgason, sem hefta „umfjöllun“ um ákveðn- ar tóbakstegundir. Höfundur er sálfræðingur og faraldsfræðingur. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu á Laugavegi 17 Skemmtilegt húsnæði undir verslun, (baklóð), áður verslunin Jónas á milli. Upplýsingar í síma 565 1144. Til leigu í Hafnarfirði jög gott 200 fm húsnæði við Dalshraun til leigu undir verslunar- eða veitingarekstur. Húsnæðið er fullinnréttar og tilbúið til reksturs pizzastaðar. Góð bílastæði. Upplýsingar í síma 565 1144. HÚSNÆÐI Í BOÐI Barcelóna Íbúð í Barcelóna í Sagrada Familia hverf- inu. Laus 4.—6. júlí, 7.—13. júlí, 17.—24. ágúst, 11. september—5. október og frá 26. októ- ber—nóvember—desember. Uppl. gefur Helen f.h. í síma 899 5863. KENNSLA R A Ð A U G L Ý S I N G A R Nám í læknisfræði 2001 Aðgangur að almennu námi í læknisfræði á ensku og námi í tannlækningum við University Medical School of Debrecen í Ungverjalandi. Námið gefur réttindi til starfsleyfis á Íslandi. Nú eru fleiri en 160 nemendur frá Skandinavíu og Íslandi við nám í háskólanum. Viðtöl við einstak- linga fara fram á Íslandi í Reykjavík í júlí og ágúst. Viðtölin eru ÁN GJALDS. Nánari upplýsingar um skólagjöld, tímasetningar og hvar viðtöl fara fram fást hjá: Dr. Omer Hamad, M.D., H-4003 Debrecen, P.O. Box 4, Ungverjalandi. Sími: +36 209 430 492, fax: +36 52 439 579. Netfang: omer@elender.hu Heimasíða: http://www.tinasmedical.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.