Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss, Triton, Bit- land, Trinket, Puente Sabarism, Mánafoss og Victoria koma í dag. Locomocean og Arn- arfell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bit- land kom í gær, Slétt- bakur fór í gær. Fréttir Kristniboðssambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frí- merki, innlend og út- lend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða umslagið í heilu lagi (best þannig). Útlend smámynt kemur einnig að notum. Mót- taka í húsi KFUM og K, Holtavegi 28, Reykjavík, og hjá Jóni Oddgeiri Guðmunds- syni, Glerárgötu 1, Ak- ureyri. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laug- ardaga kl. 13.30–17. Mannamót Norðurbrún, Furu- gerði og Hæð- argarður. Fimmtudag- inn 21. júní verður farið að Ljósafossvirkjun, lagt af stað frá Norð- urbrún kl. 12.30, síðan verða farþegar teknir upp Furugerði og Hæð- argarði, ekið verður um Mosfellsheiði og Þing- velli að virkjuninni þar sem skoðaðir verða m.a. munir í eigu Þjóð- minjasafns Íslands. Ek- ið verður til baka um Þrengslin. Farþegar taki með sér nesti og hlýjan fatnað. Skráning í Norðurbrún, s. 568 6960, Furgerði, s. 553 6040, og Hæðargarði, s. 568 3132. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan og bókband og öskjugerð, kl. 9.45-10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13-16.30 opin smíðastofan, kl. 10-16 púttvöllur opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–16 almenn handavinna og fótaað- gerð, kl. 9.30 morg- unkaffi/dagblöð, kl. 11.15 matur, kl. 14–15 dans hjá Sigvalda, kl. 15 kaffi. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.20 leikfimi, kl. 11.30 matur, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 kaffi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli. Sumarfagnaður verður í dag, 14. júní, kl. 14, fjölbreytt skemmti- dagskrá og kaffisala. Á morgun, föstudag, verð- ur lokabrids fyrir sum- arið kl. 13:30 og verður boðið upp á kaffi og tertu eftir spila- mennsku. Þriggja daga ferð til Hornafjarðar 3. júlí, nokkrir miðar laus- ir. Orlofið að Hótel Reykholti, Borgarfirði, 26. águst nk. Skráning hafin, allar upplýsingar í Hraunseli, sími 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10 til 13. Matur í há- deginu. Brids í dag kl. 13. Dagsferð 18. júní. Söguferð í Dali, skoð- aðir verða Eiríksstaðir, Höskuldsstaðir í Lax- árdal, Hjarðarholt, Búðardalur, Krosshólar og landnámsbærinn Hvammur. Eigum nokkur sæti laus. Skráning hafin. Leið- sögumaður er Sigurður Kristinsson. Eyjafjörður – Skaga- fjörður – Þingeyj- arsýslur 6 dagar. 26.-31. júlí. Ekið norður Sprengisand til Ak- ureyrar. Farið um Eyjafjarðardali, Svarf- aðardal, Hrísey, Sval- barðsströnd, o.fl. Ekið suður Kjalveg um Hveravelli til Reykja- víkur. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Eigum nokkur sæti laus. Ath.: Vegna mikillar aðsókn- ar í hringferð um Norð- austurland viljum við biðja þá sem eiga pant- að að koma og greiða inn á ferðina sem fyrst. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. í síma 588 2111. Upplýsingar á skrif- stofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, gler- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bókabíll, kl. 15.15 dans. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9.30 sund- og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug kl. 9.30, um- sjón Edda Baldursdóttir íþrótta- kennari, kl. 10.30 helgi- stund, frá hádegi vinnu- stofur og spilasalur opin. Fimmtudaginn 21. júní er Jónsmessufagn- aður í Skíðaskálanum í Hveradölum, m.a. ekið um Heiðmörk o.fl., veg- legt kaffi, hlaðborð að hætti hússins. Söngur og dans undir stjórn Ólafs B. Ólafssonar harmonikuleikara. Allar veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar um starfsem- ina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum kl. 9–15, gler og postulín. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, perlusaumur og korta- gerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið. Vesturgata 7. Kl. 9 dagblöð og kaffi, fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 al- menn handavinna, kl. 10 boccia, kl. 11.45 mat- ur, kl. 13–14 leikfimi, kl. 14.30 kaffi. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, og hárgreiðsla, kl. 9.30 morgunstund og al- menn handmennt, kl. 10 boccia og fótaað- gerðir, kl. 11.45 matur, kl. 13 frjálst spil, kl. 14 létt leikfimi, kl. 14.30 kaffi. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3–5, og í kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Kiwanisklúbbarnir Jörfi og Mosfell. Kiw- anismenn og aðrir, fyrsti sumarfundur í Kiwanishúsinu, Engja- teigi 11, verður haldinn í kvöld kl. 20.00. Ræðu- maður verður Einar Sveinbjörnsson aðstoð- armaður umhverf- isráðherra. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma, Breiðholtskirkju við Þangbakka. Skálholts- skóli, ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar og elli- málaráð Reykjavík- urprófastsdæma efna til sumardvalar fyrir eldri borgara í Skálholti. Boðið er til fimm daga dvalar í senn og raðast þeir þannig: 25. til 29. júní, 2. til 6. júlí og 9. til 13. júlí. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu ellimálaráðs Reykjavíkurprófasts- dæma. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður í dag kl. 10 við Fróðengi og kl. 14 við Frosta- skjól og á morgun kl. 10 við Hlaðhamra og kl. 14 við Mararás. Minningarkort Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlegast hringi í síma 552 4994 eða síma 553 6697. Minning- arkortin fást líka í Háteigskirkju við Háteigsveg. Í dag er fimmtudagur 14. júní, 165. dagur ársins 2001. Dýridagur. Orð dagsins: Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs og að hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, er séð varð. (Hebr. 11, 3.) Víkverji skrifar... MIKIL umræða hefur átt sérstað um ástand þorskstofns- ins í ljósi nýjustu upplýsinga Haf- rannsóknastofnunar. Þeir, sem gagnrýnt hafa ráðgjöf stofnunar- innar og fiskveiðistjórnunarkerfið, hafa bent á að áður en kerfið var tekið upp hefðum við áratugum saman veitt 300–400 þúsund tonn af þorski en síðustu ár hefði veiðin einungis verið 150–240 þúsund tonn. Víkverja langar til að leggja eitt atriði fram inn í þessa umræðu. Ein meginfæða þorsksins er loðna og rækja. Sókn í þessa tvo fiskistofna hefur stóraukist á síðustu árum og raunar má segja að ekki séu nema um 30 ár síðan veiði á þeim hófst að einhverju marki. Þó að Víkverji hafi ekki aflað sér um það ítarlegra upplýsinga verður ekki betur séð að minni veiði á þorski fari saman við aukna veiði á rækju og loðnu sem er eins og áður segir aðalfæða þorsksins. Þarna hlýtur að vera samhengi á milli. Raunar hljóta all- ir að skilja að dýrastofn sem fær skyndilega aukna samkeppni um fæðuna, í þessu tilviki frá mann- inum, hlýtur að eiga erfiðara upp- dráttar en áður. Oft hefur verið rætt um að hvalir éti mikið af þorski og að ástand þorskstofnsins væri betra ef hér væru stundaðar hvalveiðar. Með sömu rökum hlýtur að vera hægt að segja að ástand þorskstofsins væri betra ef við veiddum ekki svona mikið af loðnu og rækju. x x x TALSVERÐ umræða hefur ver-ið um hreindýrin á Austur- landi í tengslum við umræður um byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Margir eru þeirrar skoðunar að maðurinn megi helst ekkert raska búsetuskilyrðum hreindýra. Í þessu sambandi gleymist oft að maðurinn flutti hreindýrin til Íslands og þau hafa einungis verið hér í rúmlega 300 ár. Upphaflega var hugmyndin sú að rækta þau og nýta í landbún- aði en af því varð ekki og því hafa dýrin lifað villt á landinu frá upp- hafi. Þótt hreindýrin séu í dag hluti af náttúrunni á Austurlandi má heldur ekki gleyma því að þeim fylgir talsvert álag fyrir gróðurinn, ekki síst trjágróður. Um þetta get- ur skógræktarfólk á Austurlandi vitnað. Það er því kannski ekki óeðlilegt þó að spurt sé hvort hrein- dýr, sem búið hafa á Íslandi í 330 ár, eigi meiri rétt en maðurinn sem búið hefur á Íslandi í 1130 ár. Ekki er um það deilt að maðurinn vinnur á degi hverjum margvísleg spjöll á umhverfinu, en færa má rök fyrir því að það geri hreindýrin líka. x x x Í SÍÐUSTU viku kom fram ífréttum að umhverfisráðuneytið hefði hafnað umsókn nokkurra að- ila á Austurlandi sem óskað hafa eftir að fanga og temja hreindýr. Hugmynd Austfirðinga var að sýna hreindýrin ferðamönnum og efla þannig ferðaþjónustu í landshlut- anum. Það kann að vera að ein- hverjir formgallar hafi verið á um- sókninni eða að hún hafi ekki verið studd nægjanlegum rökum. Það er a.m.k. vandséð hvers vegna Aust- firðingum er meinað að fanga og halda hreindýr á sama tíma og höf- uðborgarbúum er leyft það, en í fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík er hægt að skoða hrein- dýr. Á heimasíðu garðsins kemur fram að fjögur hreindýr séu í garð- inum en þau eru Draupnir, Snotra, Dögun og Jóhanna sem raunar var fönguð á Fljótsdalshéraði. LÁRÉTT: 1 trúlega, 8 furða, 9 spar- semi, 10 illmælgi, 11 vagn, 13 forfaðirinn, 15 rassa, 18 heysætið, 21 þrep í stiga, 22 vopn, 23 kjáni, 24 gróðurfletinum. LÓÐRÉTT: 2 bál, 3 gabba, 4 fiskur, 5 passaði, 6 eyðslusemi, 7 stakur, 12 hlaup, 14 skjót, 15 baksa við, 16 sjón- varpsskermur, 17 nátt- úrufarið, 18 óvirti, 19 ref- urinn, 20 örlagagyðja. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 snökt, 4 gráta, 7 ætlar, 8 geirs, 9 tón, 11 Inga, 13 maur, 14 gamla, 15 töng, 17 naum, 20 gró, 22 pokar, 23 lætin, 24 rengi, 25 gengi. Lóðrétt: 1 snæði, 2 öflug, 3 tært, 4 gagn, 5 árita, 6 ansar, 10 ólmur, 12 agg, 13 man, 15 tapar, 16 nakin, 18 aftan, 19 munni, 20 grái, 21 ólag. K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 HVERNIG myndi þér líða ef þú ættir hund og værir að flytja í raðhúsahverfi eða íbúð? Ég nefni dæmi: Einn af íbúum þess neitar því að þú megir vera með hundinn þinn með þér í nýju íbúð- inni þinni, þrátt fyrir já- kvæð svör frá öllum hinum íbúunum. Oftast eru afsak- anir notaðar eins og t.d. of- næmi, þar sem engar sann- anir ligga frammi fyrir því. Ef ég má vitna í önnur Norðurlönd, þá spyr maður engan að því hvort maður megi vera með hund eða ekki þegar maður er að flytja, þú átt hundinn þinn í friði þar svo lengi sem hann er ekki truflandi. Eru það bara sérréttindi einbýlis- húsaeigenda á Íslandi að halda hund í friði og ró? Ég spyr. Þetta er ekki bara eitthvað sem var að gerast í gær heldur er þetta næst- um því á hverjum degi, ann- aðhvort er verið að reyna að fæla fólk úr íbúðum sín- um eða að hundurinn verð- ur svæfður. Alvöru hundafólk myndi auðvitað flytja, en finnst ykkur það virkilega rétt? Að fólk sé rekið úr húsum sínum vegna þess að það á hunda sem því þykir vænt um, hunda sem hafa ekki truflað neinn og gera eng- um mein. Það skilja það all- ir mæta vel ef hundurinn hefur gert eitthvað af sér, er t.d. sígeltandi, það er truflandi. Maður reynir þá að bæta úr því, að svæfa hundinn er kannski einfald- asta lausnin en þó ekki sú réttlátasta. Það er morð á saklausu dýri. Fólk í dag er að kæra hundaeigendur að- eins fyrir hundahald. Þetta er alveg fráleitt. Hundaeig- andinn hefur þá sáralítið að segja í því máli. Þannig er íslenska þjóðin í dag. Ís- lendingar bera litla virð- ingu fyrir dýrahaldi og verðmæti þess, hvað þá kunnáttu. Hundar eru í huga hins dæmigerða Ís- lendings eitthvað sem á heima úti í hlöðu í sveit. Hundar eru meira og minna börn okkar og hluti af fjölskyldunni. Þeir hafa bjargað lífi fólks bæði and- lega og líkamlega. Neitun og hundabannsskiltin um allan bæ segja mikið um hve íslenska þjóðin hefur því miður alltaf verið lítið fyrir dýrahald á Íslandi. Ís- land er eina landið í heimi sem lætur svona og hefur vont orð á sér þegar það kemur að hundahaldi. Í Sví- þjóð ferðu með hundinn þinn í strætó og lest, hægt er að binda hundinn sinn á sérstökum svæðum fyrir utan matvöruverslunina og aðrar verslanir, svo fátt eitt sé nefnt. Hundar eru hvergi bannaðir í görðum og hundabannsskiltin sjást hvergi. Hundar hafa ákveðna stöðu í samfélag- inu þar og eru virtir. Og enn og aftur minnist ég þess að hundurinn er besti vinur mannsins; „hvort sem þú átt hund eða ekki“. Ekki gleyma því ! JP Fannar Jónsson, 105 Reykjavík. Að vera rændur á ferðalagi MIG langar að koma því á framfæri við þá er hyggjast fara til Barcelona að þar í borg eru þjófar sérlega kræfir. Nú nýverið heyrði ég af þrem konum er gerð var fyrirsát við hótelið er þær gistu og af þeim teknar axlartöskur. Síðastliðið sumar voru þeir einnig stórtækir. Aðvörunin er: verið ekki með lausar tösk- ur (veski) með verðmætum utan á líkamanum. Það eru kortin og peningarnir sem þeir eru að sækjast eftir. Í margmenni og troðningi ber að vera vel vakandi og horfið hvert á eftir öðru ef þið eruð fleiri saman. En auðvitað ber að fara með gát hvar sem er í borgum, þessi er aðeins nefnd hér til sögunnar þar sem vitað er að glæpaflokkarnir eru skipulagðir. Hinum inn- fæddu borgurum þykir þetta afar leitt og blettur á annars skemmtilegri borg og mannlífi. Ferðalangur. Tapað/fundið Brúnt seðlaveski tapaðist BRÚNT samanbrotið seðlaveski, með öllum skil- ríkjum, tapaðist á annan í hvítasunnu. Veskið gæti hafa tapast fyrir utan Ís- búðina í Álfheimum. Skil- ríkin eru mikill missir fyrir eigandann og því er finn- andi vinsaml. beðinn að hafa samb. í s. 564 3677. Dýrahald Stjáni kisi er týndur STJÁNI er tveggja ára högni, grásprengdur á baki og ljósgrábröndóttur á kvið. Hann hvarf frá Helgu- braut 33 fimmtudagskv. 7. júní sl. Stjáni er eyrna- merktur K 1009 en var ekki með ól. Stjána er sárt sakn- að og ekkert er verra en óvissan um afdrif hans. Ef einhver hefur einhverja vitneskju um afdrif hans þá vinsaml. hafið samb. við Svandísi í s. 863 9901 eða 554 2953. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hundahald á Íslandi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.