Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 62

Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 62
SVIPT- INGAR ein- kenna kvik- myndagerð á sjötta áratugn- um, bæði fjár- hagslegar og fram- leiðsluferlið breytist til frambúðar. Sam- dráttur er í kvikmyndaiðn- aðinum allt frá 1947. Öld- ungadeildarþingmaðurinn Joseph McCarthy sér komm- únista í hverju skoti en framleið- endur sjá skrattann í eineygða óvættinum sem hefur verið að pota sér inná æ fleiri heimili, allt frá stríðslokum. Heimurinn er ekki laus við stríðsmartröðina og siglir inní hráslagalegt andrúmsloft kalda stríðsins. Á Kóreuskaga berjast Bandaríkjamenn og hermenn, frá fimmtán öðrum þjóðum, við hlið Suð- ur-Kóreubúa, gegn bræðrum þeirra í norðurhlutanum og kínverskum bak- hjörlum þeirra. Sjónvarpsbyltingin Hversu kaldhæðnislega sem það hljómar, þá er það engu að síður sjón- varpið sem færir Hollywood uppí hendurnar nokkur bestu handrit ára- tugarins. Jafnframt nýtur hún góðs af starfskröftum ungra og upprenn- andi leikstjóra, sem hlutu eldskírnina í sjónvarpsmyndum og leikritum sem voru send út beint. Sá skóli er talinn með þeim hörðustu í greininni, og mikill styrkur fyrir Hollywood að fá menn einsog John Frankenheimer, Robert Mulligan, Sydney Lumet og Delbert Mann, til liðs við sig. Fyrsta lausnin sem Hollywood kemur til hugar er „meira er betra“. Stórmyndir komust á fullt skrið, alls kyns nýjungar, mismerkilegar, stungu upp kollinum. CinemaScope reynist með þeim jákvæðari á meðan þrívíddarmyndir koma og fara, án þess að marka spor umtalsverð í sög- una. Þriðja tækniundrið er Cinerama, þrjár sýningarvélar varpa myndinni á risatjald. Saumarnir eru áberandi, jafnvel í rússíbana-stuttmyndinni, sem síðar er sýnd í Laugarásbíó (við talsverða hrifningu), eftir að forminu var breytt fyrir venjulegar sýning- arvélar. Cinerama var athyglisverð nýjung en hittir ekki í mark. Kvik- myndaframleiðandinn Mike Todd markaðssetur Todd-AO, sem krefst 70 mm filmu. Það skrimtir í nokkra áratugi en nær ekki að festast í sessi. Aðrar áberandi breytingar um miðja öldina er krafa fremstu leik- stjóranna, að taka myndir sínar í réttu umhverfi (on location), yfirgefa bakgarða og tökusvið. Því fylgir mik- ill kostnaður, en þetta eru breytingar til frambúðar. Stungið á graftarkýlum Annað bjargráð er einnig sjónvarp- inu að þakka. Auglýsendur eru mjög varkárir hvað snertir siðferð- ismörkin, enda stórir hópar áhorf- enda, ekki síst í Biblíubeltinu, ofur- viðkvæmir fyrir ósiðsemi Hollywoodborgar. Kvikmyndaiðn- aðurinn eygir ljós í myrkrinu, alla tíð rígbundinn úreltum, gamaldags hug- myndum, og leggur til atlögu við fá- ránleg mörk, sett af þröngsýnum sið- ferðispostulum. Kossaflangs má aðeins standa í vissan sekúndufjölda – og kyssitauið skal vera samanbitið, samkvæmt mælistiku postulanna. At- riði í hjónaherbergi fylgja hefð- bundnum reglum; konan öðrum meg- in í rúminu, karlinn í siðsamlegri fjarlægð. Annað eftir þessu. Það var Otto Preminger sem fyrstur gefur fornfálegum reglugerðunum langt nef í The Moon is Blue (’54), og ekki til baka snúið. Bandaríkjamenn fara einnig að stinga á gömlum graftarkýlum, end- urskoða afstöðu sina til ýmissa rétt- lætismála sem oftlega voru fótum troðin á fyrri hluta aldarinnar. Frum- byggjarnir fá uppreisn æru í vestr- anum Broken Arrow (’50), kyn- þáttamisrétti fær á baukinn í myndum á borð við Í hlekkjum – The Defiant Ones (’58); önnur tímamóta- mynd, The Man With the Golden Arm (’54), tók á eiturlyfjavánni. Ung- lingavandamál voru tekin til með- ferðar í fjölda mynda, einsog The Blackboard Jungle (’55). Blinda aug- að er að opnast. Stjörnur skína Stjörnurnar skína sem aldrei fyrr. Bette Davis á sinn besta leik á ferl- inum í All About Eve, Judy Garland á sögufræga endurkomu í A Star is Born. Ingrid Bergman fær fyrirgefn- ingu syndanna og hlýtur Ósk- arsverðlaunin fyrir túlkun sína á Anastasiu. Fred Astair dustar rykið af dansskónum og hefur ferilinn að nýju, með glæsilegum árangri. Stjörnuverksmiðjan malar á fullri ferð: Rock Hudson, Ava Gardner, Burt Lancaster, Kirk Douglas, Tony Curtis, Elizabeth Taylor, Audrey Hepburn, Grace Kelly og margir fleiri eru komnar til að vera. Horaður stórsöngvari slær einnig, og nokkuð óvænt, í gegn á hvíta tjaldinu. Blá- eygður, þunnhærður og heitir Frank Sinatra. Dean Martin og Jerry Lew- is, Danny Kaye, ofl. góðir trúðar, kitla hláturtaugar bíógesta, en meistara Chaplin fatast flugið og flyst til Evr- ópu á öndverðum áratugnum. Gróska í klassíkinni Ef grannt er skoðað, kemur í ljós að fyrri hluti sjötta áratugarins er eitt frjósamasta tímabil sögunnar hvað snertir sígildar myndir. Þær hrann- ast upp. John Huston frumsýnir Afr- íkudrottninguna með Humphrey Bogart og Katharine Hepburn ’51; All About Eve ’51, er meist- araverk Josephs L. Mankiewicz, Anne Baxter og Ge- orge Sanders, auk þess sem undurfögur, ljóshærð bomba, Marilyn Monroe að nafni, kemur við sögu. Elia Kazan á perlurnar Á eyrinni og Sporvagninn Girnd. George Stevens gerir Risann. Fred Zinneman á gósentíma og ger- ir m.a. tímamótamyndina Héðan til eilífðar – From Here to Eternity. Ein þeirra mynda sem kemur hvað mest á óvart er Marty, gerð af sjónvarps- manninum Delbert Mann, með Er- nest Borgnine ógleymanlegum í aðal- hlutverki slátrarans á horninu. Vestrinn fer hamförum, undir vök- ulu auga George Stevens, Fred Zin- neman, John Ford og Henry King: Shane, með Alan Ladd; High Noon með Gary Cooper og Grace Kelly; The Searchers með John Wayne og The Gunfighter með Gregory Peck. Þá má ekki gleyma Bad Day at Black Rock, snilldinni þeirra John Sturges og Spencer Tracy, sem fer fyrir hreint út sagt dýrðlegum leikhópi. MGM lyftir söng- og dansamynd- inni á hærri stall með An American in Paris og Singing in the Rain. Hitchcock liggur ekki á liði sínu og galdrar m.a. tvær af sínum bestu myndum fram úr erminni; Strangers on a Train og Gluggann á bakhliðinni – Rear Window. Samanlagt vega þessar myndir milljón tonn. Gæfa og gjörvileiki Ungar, uppreisnargjarnar raddir kveðja sér hljóðs í hópi rithöfunda í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum, þær er einnig að finna í röðum leikara og annarra kvikmyndagerðarmanna. Fremstur í flokki Marlon Brando, hann fer sigurför um heiminn í kvik- myndagerð Elia Kazans á leik- húsverki Tennessee Williams, Spor- vagninum Girnd – A Streetcar Named Desire (’51). Hinn 27 ára gamli leikari þekkir rullu Stanleys Kowalski mæta vel, hefur holdi klætt það á Broadway árum saman, við ein- róma lof áhorfenda og gagnrýnenda. Kvikmyndagerðin er ekkert síðri og vinnur til fjölda Óskarsverðlauna, þótt Akademían sniðgangi stjörnuna og þungamiðju myndarinnar. Frá upphafi er Brando erfiður í taumi, sérviska og hæfileikar móta allt hans líf. Konur heillast af honum og karlar dá hann í myndum einsog Viva Za- pata! (’52), Sporvagninum, The Wild One , Á Eyrinni – On the Waterfront (’54), og Guys and Dolls (’55). Brando hefur alla tíð verið í listrænum sjálfs- morðshugleiðingum, hlutverkaval hans og hegðun er oft með ólíkindum og líf hans enginn dans á rósum. Helsti keppinautur Brandos, er Ja- mes Dean, skólabróðir hans og félagi úr The Actor’s Studio. Dean fer með aðalhlutverkið í aðeins þremur mynd- um; Austan Eden – East of Eden, Syndum feðranna – A Rebel Without a Cause (báðar ’55), og Risanum – The Giant (’56). Þær nægja til að gera hann ódauðlegan í kvikmyndasög- unni. Dean ferst aðeins 24ra ára í bíl- slysi, 30. september ’55. Átrún- aðargoð ungs fólks um allan heim, verður goðsögn á sama augnabliki. Þriðji tragíski stórleikarinn um miðja öldina er hinn hæfileikaríki en því ógæfusamari Montgomery Clift. Hann vekur strax athygli og er til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir The Search, fyrstu myndina. Það endurtekur sig þrisvar, fyrir frammi- stöðu hans í From Here to Eternity, A Place In the Sun og Judgement in Nuremberg. Clift á við mikla erf- iðleika að etja í einkalífinu, er sam- kynhneigður, en hættir sér ekki út á bersvæðið, frekar en flestir í hans sporum á þessum tíma. Smám saman tóku eiturlyf og áfengisneysla sinn toll og hann þótti óalandi og óferj- andi. Reiðarslagið kom ’57, er frítt andlit hans afmyndaðist í bílslysi. Eftir það var stefnan aðeins niður á við. Clift var á sjötta áratugnum leik- ara glæsilegastur, skynsamastur og færastur. Ekki verður skilið við ógæfusamar stjörnur kvikmyndaheimsins um miðja öldina, án þess að geta Marilyn Monroe. Fox tók hana á samning rétt liðlega tvítuga og óþekkta, árið 1946. Hafði átt erfiða æsku og einkalíf en var að ná fótfestu sem ljósmyndafyr- irsæta. Frægðin kom hægt en örugg- lega og með tímanum varð hún vin- sælasta stjarna kvikmyndaversins og festi sig í sessi sem æðsta kyntákn kvikmyndanna um aldur og ævi. Kyn- þokkinn skyggði á aðra hæfileika Monroe, þannig varð hann hennar gæfa og böl. Monroe þótti hún aldrei metin að verðleikum og átti í miklum vandræðum í einkalífinu. Þrátt fyrir alla velgengnina í myndum einsog Gentlemen Prefer Blondes, The Se- ven Year Itch, Some Like It Hot og The Misfits, var hún óhamingjusöm og einmana. Monroe lést aðeins 36 ára gömul, árið 1962, undir umdeild- um kringumstæðum, illa farin af áfengis- og fíkniefnaneyslu. Hún varð, líkt og Dean, samstundis goð- sögn. Hollywood fer á flakk Framundir 1950 var það nánast óþekkt fyrirbrigði að bandarísku risaverin tækju myndir utan heima- landsins, hvar svo sem þær áttu að gerast á hnettinum. Í flestum til- fellum létu þau jafnvel stúdíótökur duga – fóru tæpast úr húsi. Nú renna upp breyttir tímar með framsæknari kröfur. Það reynist mun hagkvæm- ara fjárhagslega að gera myndir í Evrópu en heima fyrir. Myndirnar verða því ekki aðeins mikilfenglegri og trúverðugri, heldur mikið ódýrari. John Huston er maður sem fær sínu fram, hann heldur til Afríku um miðja öldina og uppskeran, The African Queen (’51), verður ein af perlum sög- unnar. Kvikmyndagerðarfólk flýgur til Rómar að taka Three Coins in the Fountain (’54), Hong Kong var bak- grunnur Love is a Many Splendoured Thing (’55), annarrar vinsællar myndar. Þróunin varð ekki stöðvuð. Huston tekur Rauðu mylluna – Moul- in Rouge í París, David Lean heldur til Austurlanda fjær og kemur til baka með Brúna yfir Kvæfljótið, eina bestu stríðsmynd allra tíma. Svo mætti lengi telja. Stórbrotnustu og vinsælustu myndir Breta á áratugnum, eru einn- ig gerðar á söguslóðum, oft í sam- vinnu við heimamenn. Þannig verða þær til Helen of Troy og Stríð og frið- ur (báðar ’55). Einn af fylgifiskum breytinganna er uppgangur evr- ópskra kvikmyndastjarna. Allt í einu verða nöfn einsog Gina Lollobrigida, Sophia Loren, Anna Magnani, Horst Buchholz, Romy Scneider og Brigitte Bardot á hvers manns vörum. Misjafnt gengi í Evrópu Um miðja öldina eru Frakkar bún- ir að vinna sig út úr þrengingum og eftirköstum stríðsáranna. Jacques Becker gerir Casque d’Or (’52), René Clément lýkur við Gervaise (’54); Ro- ger Vadim, öllu frekar Brigitte Bar- dot, setur heimsbyggðina á annan endann með Og Guð skapaði konuna (’55). Landflótta listamenn snúa aftur heim: Max Ophuls, sem frumsýnir la Ronde (’50) og la Plaisir (’52). Jean Renoir filmar French CanCan (’54) og Élena et les hommes (’56). Ungu mennirnir vekja þó mestar vonir og væntingar. Robert Bresson gerir Dagbók sveitaklerksins (’51); H.G. Clouzot vekur mikla athygli með Öldum óttans – Le Salair de la Peur, á Cannes (’53), og ekki minni með spennumyndinni Les Diboliques (’55). Jaques Tati fær heiminn til að hlæja að sér í Mr. Hulot fer í frí (’53). Uppúr ’50, krefjast ungir og fram- sæknir gagnrýnendur nýstofnsetts kvikmyndatímarits, Cahiers de Cin- ema, róttækra breytinga. Engir reynast betur til þess fallnir en ein- mitt þeir sjálfir. Claude Chabrol, Francois Truffaut, Alain Fresnais og Jean-Luc Godard, eiga allir eftir að setja mark sitt á kvikmyndirnar, stefnan sem þeir marka kallast Ný- bylgjan. Í Englandi gengur á ýmsu. Ealing heldur áfram að skemmta gestum með sínum sögufrægu gam- anmyndum: The Lavender Hill Mob, The Man In the White Suit (báðar ’51), The Lady Killers (’55), ofl. Síðan fer hróður þess minnkandi. Bretar fást lítið við samtíðina, líta þess meira aftur til stríðsáranna, með eft- irminnilegum árangri; Brimaldan stríða – The Cruel Sea (’53), The Col- ditz Story (’54), The Dam Busters (’55). David Lean kveður sér hljóðs með verkum á borð við The Sound Barrier (’52) og Hobson’s Choice (’55). Um miðja öldina er ítalska ný- bylgjan að renna út í sandinn. Al- menningur, langþreyttur á hörm- ungum stríðsins og ömurlegum eftirhreytum þess, biður um léttmeti, gamanmyndir og hugguleg meló- drömu. Luigi Comencini vekur mikla ánægju með Brauð, ást og draumar (’53), og Brauð, ást og afbrýði (’54), sem gerði alþjóðlega stjörnu úr Ginu Lollobrigidu. Í myndinni leikur einn- ig Vittorio de Sica, sem sjálfur slær í gegn hjá alþýðunni sem leikstjóri Kraftaverks í Mílanó (’51), en síðasta nýbylgjulistaverkið hans, Umberto D (’52), nýtur lítils brautargengis. Á meðan þræðir Roberto Rosselini leið- ina til glötunar, ásamt Ingrid sinni Bergman. Saman gera þau Evrópa ’51 (’52), Ferð til Ítalíu (’53), og Ótti (’54), allar slegnar af hjá almenningi og gagnrýnendum. Ljósið í myrkrinu er Fellini, sem vekur heimsathygli með La Strada (’54), og Calabriunóttum, tveimur ár- um síðar. Báðar vinna þær nýstofn- sett Óskarsverðlaun fyrir bestu er- lendu mynd ársins. Í augum kvikmyndahúsgesta sem gagnrýnenda eru Pólland, Indland og Svíþjóð einræðisríki. Í Svíþjóð ríkir Ingmar Bergman (Bros sumarnæt- urinnar – Sommarnattens leende, Sjöunda Innsiglið – Det sjuende in- siglet, Villt jarðarber – Smultron- stället). Í Póllandi stjórnar Wajda og á Indlandi Satyajit Ray. Enn austar, í Japan, er uppgangur. Kurosawa heillar heiminn með Sjö samúræjum (’54), Kinugasa kemur með meist- araverk sitt, Hlið Heljar, sama ár. Mizoguchi og Ozu kveðja sér hljóðs. Í Sovétinu gerist ekkert markvert und- ir kverkataki Stalíns, ástandið breyt- ist til batnaðar er Khrústsjov tekur við stjórninni eftir miðjan áratuginn. James Dean og Elizabeth Taylor voru sjóðheit þegar þau léku saman í Risanum. Gene Kelly og Debbie Reynolds léku, dönsuðu og sungu saman í regninu. Bíóöldin1951–1955 eftir Sæbjörn Valdimarsson Associated PressMarilyn Monroe í frægri vind- kviðu árið 1954 vegna myndarinnar The Seven Year Itch. Breytinga- skeiðið FÓLK Í FRÉTTUM 62 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.