Morgunblaðið - 15.06.2001, Síða 11

Morgunblaðið - 15.06.2001, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 11 TVEIR menn, sem játað hafa á sig fimm vopnuð rán í söluturnum í byrj- un ársins, báru fyrir dómi í gær að þeir hefðu þurft á peningunum að halda til að greiða fíkniefnaskuldir og til að fjármagna fíkniefnaneyslu. Þeim hafi verið hótað vegna skuldanna og því hafi þeir þurft að útvega fé með einhverjum hætti. Ríkissaksóknari ákærir mennina, sem eru báðir fæddir árið 1979, fyrir fimm vopnuð rán og eina tilraun til ráns. Mennirnir hafa játað að hafa farið grímuklæddir og vopnaðir hníf- um inn í söluturnana, ógnað starfs- fólki með hnífunum og þannig neytt það til að afhenda sér peninga. Í einu tilfellinu ógnuðu þeir afgreiðslu- stúlku með bareflum. Ránsfengur þeirra nam alls um 235.000 krónum. Lögreglan í Reykjavík handtók mennina 11. febrúar sl. og hafa þeir síðan setið í gæsluvarðhaldi. Ránin frömdu þeir öll seint að kvöldi. Samkvæmt framburði þeirra var aðeins fyrsta ránið skipulagt, hin voru öll ákveðin með litlum fyrir- vara. Þeir hafi ekið um og athugað hvar fátt fólk væri á ferli og hvar væri auðvelt að komast undan áður en þeir létu til skara skríða. Í eitt skiptið hörfuðu þeir af vettvangi þar sem þeir komu að læstum dyrum. Þeir höfðu reyndar rænt þennan sama söluturn tveimur vikum áður. Engin meiddist í ránunum. Af- greiðslufólkið sem bar vitni fyrir dómnum sögðust þó öll hafa verið skelkuð enda mennirnir ógnandi. Ein afgreiðslustúlkan lagði fram bótakröfu að upphæð 200.000 krónur þar sem hún hafi ekki enn jafnað sig á því andlega áfalli sem hún varð fyr- ir við ránið. Hún sé hrædd við að vera ein og treysti sér ekki lengur til að vinna í söluturninum á kvöldin. Einkennin hrjái hana þó ekki jafn- mikið nú og fyrst eftir ránið. Mennirnir sögðust báðir hafa rætt það áður en þeir hófu ránin að veitti einhver mótspyrnu myndu þeir ekki beita ofbeldi heldur hætta við og leggja á flótta. Lágmarksrefsing er sex mánaða fangelsi Kolbrún Sævarsdóttir, fulltrúi rík- issaksóknara, sagði við málflutning- inn að báðir hefðu mennirnir verið undir áhrifum fíkniefna þegar þeir frömdu ránin. Kannski hefði ekki þurft mikið að koma upp á til að allt færi úr böndunum. Í öllum tilvikum nema einu rændu mennirnir söluturn þar sem aðeins einn afgreiðslumaður var að störfum og enginn viðskiptavinur innandyra. Þegar þeir rændu söluturn við Háa- leitisbraut voru hinsvegar þrír við störf. Eigandi söluturnsins, dóttir hans og vinkona hennar, 15 og 16 ára gamlar. Eigandinn og vinkona dótt- ur hans báru fyrir dómi að annar þeirra hefði rifið í hár dótturinnar og haldið hnífi við háls hennar. Dóttirin sagðist ekki hafa orðið vör við hníf- inn en maðurinn hefði rifið í hár hennar og haldið henni upp við af- greiðsluborðið. Þessu neitaði maður- inn eindregið fyrir dómi. Með brotum sínum rufu mennirnir skilorð en þeir höfðu verið dæmdir fyrir að standa saman að því að ræna pitsasendil. Lágmarksrefsing fyrir vopnað rán er sex mánuðir en há- marksrefsing er 10 ár. Ítrekun brota hefur áhrif til refsiþyngingar. Rændu söluturna til að borga fíkniefnaskuldir FJÁRHAGSRAMMI í fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2002 hækkar um rúma 2,2 milljarða króna frá þriggja ára áætlun sem lögð var fram um síðustu áramót. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur borgarstjóra stafar hækkun- in að langmestum hluta af launahækkunum í samræmi við kjarasamninga. Rekstrargjöld fyrir árið 2002 eru áætluð 21.375.570 milljónir króna en voru áætlaðuð í þriggja ára áætlun 19.142.364 kr. fyrir árið 2002. Frávikið er 2.233.206 kr. Hækkun fjárhagsrammans frá fjárhagsáætlun 2001 er tæpir þrír milljarðar króna. Hlutfall rekstrargjalda af skatttekjum borgarinnar hækkar úr 75,6% frá þriggja ára áætluninni í 81,1%. Mest frávik frá þriggja ára áætlun eru í liðnum fræðslumál sem hækkar um rúman 1,4 milljarð kr. Þá er aukið framlag til Leikskóla Reykjavíkur tæpar 312 milljónir kr. sem helgast að mestu af nýjum kjarasamning- um. Séu frávik einstakra liða frá fjárhagsáætlun 2001 skoðuð kemur í ljós að fjárhagsrammi fyrir stjórn borgarinnar hækk- ar um rúmar 17 milljónir kr. frá fjárhagsáætlun 2001, hækkun til skipulags- og byggingamála er rúmar 13 milljónir kr., hækk- un til menningarmála tæplega 13 milljónir kr., hækkun til fræðslumála tæpur 1,8 milljarð- ur, hækkun til æskulýðs-, íþrótta- og tómstundamála 136 milljónir kr., hækkun til Leik- skóla Reykjavíkur 398 milljónir kr. og hækkun til Félagsþjón- ustunnar 130 milljónir kr. Fjárhagsrammi vegna rekst- urs eigna hækkar frá fjárhags- áætlun 2001 um rúmar 28 millj- ónir kr. og önnur útgjöld um rúmar 495 milljónir kr., þar af breyting á lífeyrisskuldbind- ingu um 300 milljónir kr. og launapottur vegna nýs starfs- matskerfis um 190 milljónir kr. Áætluð útgjöld aukast um 3 milljarða Úthlutun fjárhags- ramma Reykjavík- urborgar 2002 HITAVEITA Suðurnesja og Orku- veita Reykjavíkur gætu orðið í stakk búnar að framleiða raforku til Ísals árið 2004–2005 verði tekin ákvörðun um stækkun álversins í Straumsvík. Forsvarsmenn Norðuráls hafa einnig átt viðræður við Hitaveitu Suður- nesja um raforkukaup og skyndilega virðist enginn hörgull á stórum kaup- endum raforku hér á landi. Hitaveita Suðurnesja er komin áleiðis með rannsóknir á nýrri virkjun á Reykja- nestá sem gæti skilað 60–70 mega- vöttum árið 2004 og hugsanlegt er að auka framleiðsluna þar upp í 100 megavött. Einnig hefur Hitaveitan hafið boranir í Trölladyngju þar sem talið er hugsanlegt að reisa virkjun sem geti gefið af sér allt að 100 mega- vött en hún yrði ekki tilbúin fyrr en nokkrum árum síðar en virkjunin á Reykjanestá. Þá er Orkuveita Reykjavíkur að hefja tilraunaboranir á Hellisheiði og þar er talið að virkjun geti verið risin árið 2005 sem skili í fyrstu 40 mega- vöttum en sé síðan stækkanleg í 80– 120 megavött. Jafnframt eru virkj- anakostir í Brennisteinsfjöllum og Krísuvík auk lítilsháttar stækkunar- möguleika á Nesjavöllum. Virkjanakostir Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að Emery P. LeBlanc, forstjóra hráálsframleiðslu Alcan, móðurfélags Íslenska álfélags- ins, hafi verið kynnt starfsemi Lands- virkjunar og fyrirhugaðar virkjanir, þar á meðal áform á Þjórsársvæðinu, og það séu sömu áætlanir og hafi ver- ið kynntar fyrir Norðuráli. Friðrik bendir á að hugsanlegt sé að önnur fyrirtæki, þ.e. Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur, geti tekið þátt í raforkusölu til stóriðju. Friðrik segir að viðræður við Norð- urálsmenn hafi fyrst og fremst snúist um stækkun verksmiðjunnar upp í 180.000 tonna framleiðslugetu og ekkert liggi nú fyrir um enn frekari stækkun þar. Lýsi Ísal einnig yfir vilja til stækkunar verði að líta á alla kosti sem fyrir hendi eru. Hvað Landsvirkun áhrærir eru virkjunar- kostirnir í neðri hluta Þjórsár. „Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að Ísal hafi áhuga á því að stækka sitt álver. Það hefur verið hlé á viðræðum Ísals við íslensk orkufyrirtæki vegna eigendabreytinga hjá þeim en nú má gera ráð fyrir því að hugsanleg ákvörðun um stækkun verði á næsta ári. Við fögnum því að sjálfsögðu ef viðskipti okkar aukast við Ísal, en þau hafa staðið yfir í 37 ár,“ segir Friðrik. Hann segir að Landsvirkjun hafi ekki ótakmarkaða virkjunarkosti, en þeir kostir eru fyrir hendi sem stjórn- endum Norðuráls hefur verið skýrt frá vegna fyrirhugaðrar stækkunar álverksmiðjunnar á Grundartanga upp í 240.000 tonna framleiðslugetu. Þar er um að ræða Núpsvirkjun og Urriðafossvirkjun, sem eru neðstu virkjanirnar í Þjórsá. Enn fremur komi til greina stækkun Kröfluvirkj- unar en aðrir virkjunarkostir séu fjar- lægari eins og sakir standa. Hitaveitan gæti framleitt 60–70 megavött fyrir 2004 Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hf., segir að fulltrúar Al- can hafi ekki komið að máli við Hita- veituna. „Við höfum sagt að við gæt- um framleitt 60–70 megavött fyrir 2004 fyrir Norðurál. En þegar áform Alcan eru ekki sérstaklega tímasett er erfitt að gefa svör við þessu. Norð- urál hefur viljað vera tilbúið með sína stækkun 2004 og það hefur dálítið ráðið málinu,“ segir Júlíus. Þessi 60–70 megavött yrðu fram- leidd í nýrri virkjun á Reykjanestá og það væri hugsanlega hægt að auka upp í 100 megavött. Einnig hefur Hitaveitan hafið boranir í Trölla- dyngju. Sú framkvæmd eigi eftir að fara í gegnum umhverfismat. Júlíus segir að það geti verið orðið kostur nokkrum árum eftir 2004 sem sú virkjun gæti komist í gagnið. Það er talið hugsanlegt að hún gefi ekki minna en Svartsengi, eða hugsanlega 100 megavött í rafmagni. Júlíus segir alls ekki útilokað að samningar gætu tekist um raforkusölu til Ísal. Miðað við að þessir virkjanakostir komist til framkvæmda er hugsanlegt að þeir ásamt virkjuninni í Svartsengi skili samtals um 250 megavöttum. Nú eru framleidd 45 megavött í Svartsengi og viðbótin, ef af verður, er engum bundin. Júlíus segir að við- ræður hafi verið í gangi við Norðurál um orkusölu en þær eru ekki langt komnar. Til þess að tvöfalda fram- leiðslugetu Grundartangaverksmiðj- unnar þarf Norðurál 150 megavött af raforku. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að senn hefjist borun tveggja rannsóknarhola á Hellisheiði þar sem hugsanlegt er að risin verði virkjun í fyrsta lagi árið 2005. Líklegt er að hún gefi af sér um 40 megavött fyrstu eitt til tvö árin en síðan væri hugsanlegt að stækka hana upp í 80–120 megavött. Til- raunaborun á að vera lokið í haust og nokkra mánuði tekur að meta niður- stöður rannsóknanna. Guðmundur telur að unnt verði að gefa afgerandi svör um þennan virkjunarkost um þetta leyti á næsta ári. „Fleiri háhitasvæði eru einnig til skoðunar, eins og t.d. í Brennisteins- fjöllum og Krísuvík,“ segir Guðmund- ur. Hann segir að jafnframt sé hugs- anlega hægt að auka raforku- framleiðsluna á Nesjavöllum um 16 megavött. Guðmundur segir að Krísuvík sé þekkt jarðhitasvæði en það líði almennt 4–6 ár frá því að skoðun á virkjunarkosti hefst þar til byggingu virkjunar er lokið. Það taki t.a.m. tvö ár að láta framleiða túr- bínur í slíka virkjun. Stórar jarðvarmavirkjanir á Reykjanestá og Hellisheiði Alcan-álfélagið skoðar nú möguleika á stækkun álversins í Straumsvík en til þess vantar raforku. Innan tíðar hefst tilrauna- borun á Hellisheiði á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja gæti framleitt 60–70 megavött í fyrirhugaðri jarðvarmavirkjun á Reykjanestá árið 2004. Guðjón Guðmundsson ræddi við forsvars- menn fyrirtækjanna. Hitaveita Suðurnesja sem rekur orkuverið í Svartsengi er komin áleiðis með rannsóknir á nýrri virkjun á Reykjanestá. gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.