Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 18
þurfum að halda mjög vel á spöðunum. En krakkarnir hafa sýnt af sér alveg ótrú- legan dugnað og svo finnst mér líka áhugavert hvað þau ná að sætta sig alveg við ef þau eru bara komin með eina blað- síðu og bókin þarf að vera tilbúin fljótlega. Þá sætta þau sig alveg við að það sé bara ein blaðsíða í bókinni, þau eru strax búin að grípa það á fyrsta degi að bækur geta verið alla vega. Það geta verið 20 blaðsíður í bókinni en það getur líka verið bara ein blaðsíða, það er samt bók,“ segir hann og bendir á dæmi þess að einstaka krakkar séu ekki búnir að skrifa neitt ljóð en hins vegar komnir með myndir og eru al- veg sáttir við að gera myndabók í staðinn. Margrét Lóa segir afskaplega mikilvægt að námskeiðið sé ókeypis og segir það mikilvægt menningar- legt atriði: „Það var þess vegna sem ég varð svona snortin af þessari hug- mynd í upphafi – að hver sem er gæti komið hingað. Mér finnst það svo frá- bært að þau sitji öll við sama borð.“ Átta segir sex, sex segir Rex og Rex geltir af öllum lifandi, léttum og mögulegum kröftum. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir 8 ára. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Friðrik Már Jónsson, 11 ára og Silja Ægisdóttir, 8 ára, voru meðal ungskáldanna á námskeiðinu í vik- unni. Þau hafa bæði gaman af ljóð- um og létu því ekki segja sér tvisv- ar að skrá sig þegar tækifærið bauðst til að vera með í ritsmiðj- unni. „Ég var að lesa ÍTR blaðið og ég tók eftir því að þetta nám- skeið var,“ segir Friðrik Már og heldur áfram. „Ég er búinn að hafa svolítinn áhuga á ritsmíðum því mér finnst gaman að semja sögur og láta hugann flakka.“ Silja var hins vegar með systur sinni á bókasafninu þegar þær sáu auglýsinguna og urðu þegar spenntar. „Ég hef bara alltaf verið hrifin af því að skrifa ljóð og er búin að gera svolítið mikið af því í skólanum,“ segir hún. Friðrik er heldur ekki neinn ný- græðingur á sviði ljóðlistarinnar. „Ég hef mest gaman af hugar- leikfimi og er oft að leika mér í rímleikjum – að sjá setningu og reyna að finna einhverja aðra sem rímar. Þannig að mér hefur alltaf fundist gaman að því að semja ljóð og sérstaklega þau sem er rímuð.“ Hann segir ljóð sín þó ekki ein- göngu rímuð og útskýrir það bet- ur: „Mér hefur verið sagt að ég skrifi mjög heimspekileg ljóð.“ „Ægir þýðir sjór“ Bæði eru búin að skrifa um fimm ljóð í vikunni um allt mögu- legt. Friðrik er nýbúinn að skrifa ljóð um fiska sem eru að reyna að komast í burt, en yrkisefni Silju stendur henni nærri. „Ég skrifaði eitt ljóð um pabba minn af því að hann heitir Ægir. Mér finnst svo gaman að hann heitir Ægir því Ægir þýðir sjór,“ segir hún. Friðrik segir að ljóðabókar- gerðin hafi gengið mjög vel. „Enda eru mjög góðir leiðbein- endur sem hafa farið í gegnum þetta með okkur,“ útskýrir hann fullorðinslega og það er reyndar áberandi hversu þessir ungu ljóð- unnendur eru vel máli farnir. Hvorugt þeirra hyggur þó á stóra landvinninga á þessu sviði í framtíðinni. „Mig langar að vinna á bóndabæ þegar ég er orðin stór af því að ég er svo hrifin af dýr- um,“ segir Silja og það kemur reyndar í ljós að dýr hafa verið uppspretta ljóðaskrifa hjá henni, því hún er búin að skrifa ljóð um hamsturinn sinn á námskeiðinu. Friðrik á ekki heldur von á því að leggja ljóðlistina fyrir sig. „Ég býst nú ekki við því. Kannski sem ég einhver ljóð, en ég er svona meira í tölvugeiranum,“ segir hann að lokum. „Sagt ég skrifi heimspeki- leg ljóð“ Morgunblaðið/Billi Silja ætlar að vinna á bóndabæ í framtíðinni en Friðrik Már er svona meira í tölvugeiranum. VEIÐIFERÐIN Við förum á hverju ári í veiðiferð. Haukur Þór Sigurðsson 8 ára HVORKI meira né minna en 58 ís- lenskar ljóðabækur koma út í dag. Bækurnar sem um ræðir eru allsér- stæðar, ekki bara fyrir þær sakir að þær eru skrúfaðar saman, heldur er upplag hverrar útgáfu aðeins ein bók. Skáldin eru á aldrinum 7 - 11 ára og verður afrakstrinum fagnað í út- gáfuteiti, sem haldið verður í dag á fjórum stöðum í borginni þeim til heiðurs. Höfundarnir 58 hafa allir verið þátttakendur í ritsmiðju Borgar- bókasafnsins nú í vikunni og í bók- unum er ekki einungis að finna ljóð eftir þá heldur hafa þeir mynd- skreytt bækurnar sjálfir og séð um útgáfu þeirra frá upphafi til enda. Þeim til halds og traust í útgáfuferl- inu hafa verið ljóðskáldið Margrét Lóa Jónsdóttir og Jóhann Torfason myndlistarmaður auk bókasafns- varða Borgarbókasafnsins, en það var Þorbjörg Karlsdóttir á aðalsafn- inu í Grófarhúsi sem átti frumkvæðið að ritsmiðjunni. Þegar blaðamann ber að sitja skáldin við borð, sem búið er að raða í hring. Í miðju hans stendur Marg- rét Lóa og les leikrænt upp ljóð sem einhver hinna lágvöxnu ljóðasmiða á veg og vanda af. Eftir hvert ljóð er höfundinum klappað lof í lófa og er greinilegt að börnunum finnst mikið til ljóða félaga sinna koma. Sýndu krökkunum skrýtnar bækur „Þorbjörg hringdi í mig af því að hún vissi að ég hafði verið með lista- smiðju í Gerðubergi,“ segir Margrét Lóa, þegar blaðamanni tekst að rífa hana og Jóhann frá ljóðalestrinum. „Auk þess þekkti hún til ljóða minna og vissi að ég hef oft myndskreytt bækurnar mínar sjálf og hef fengist svolítið við myndlist. Hún vildi þó fá einhvern myndlistarmann með í þetta og þar sem ég bý með Jóhanni Torfasyni þá ákváðum við að gera þetta saman.“ Þetta er í annað sinn sem ritsmiðja er rekin í eina viku í Borgarbóka- safninu, en fyrra námskeiðið var haldið í fyrrasumar. Fyrir þann tíma höfðu svokallaðar lessmiðjur átt vin- sældum að fagna í bókasafninu á sumrin. Námskeiðið er ókeypis og er haldið á tveimur stöðum samtímis, annars vegar í aðalsafninu þar sem krakkarnir úr hverfinu, auk barna úr Sólheimasafni, taka þátt og hins veg- ar í Foldasafni, en þangað koma, auk krakkanna í Grafarvogi, börn frá safninu í Gerðubergi. Margrét Lóa og Jóhann hafa svo verið annan hvorn dag á hvorum stað og hafa beitt ýmsum aðferðum til að vekja upp skáldskapargyðjuna. „Við eigum ágætt safn af skrýtn- um bókum og við byrjuðum á því að sýna þeim það, til að leysa upp hug- myndir um það hvernig bækur eigi að vera,“ segir Jóhann og Margrét Lóa bætir við að ýmsum aðferðum sé beitt til að ná fram innblæstri hjá börnunum. „Við spilum tónlist og höfum lesið ofboðslega mikið fyrir þau af ljóðum og það virkar mjög vel. Síðan tölum við um eigindir ljóða- gerðar, um hluti eins og rím, mynd- hverfingar, líkingar og endurtekn- ingar og leggjum sérstaklega mikla áherslu á hljóm og einlægni.“ Alltaf hægt að bæta við Á námskeiðinu búa krakkarnir til sína eigin ljóðabók sem verður skrúf- uð saman og í dag er formlegur út- gáfudagur þeirra. Margrét Lóa segir hugmyndina koma frá fyrstu ljóða- bókinni hennar, Glerúlfum, sem var sett saman á þennan sérstaka hátt. Jóhann segir slíkar bækur hafa ýmsa kosti. „Það eru eiginleikar þessarar skrúfuðu bókar að það er alltaf hægt að losa um kjölinn og bæta inn blað- síðum eða myndum ef því er að skipta. Þetta er mjög praktískt form og maður getur líka ímyndað sér að krakkarnir geti komið aftur að ári og haldið áfram á námskeiðinu og bætt bara í sömu bókina. Þannig að þetta yrði svona eins og árbók sem safn- aðist í upp í eina bók.“ Þau eru sammála um að krakkarn- ir hafi staðið sig ótrúlega vel og segir Margrét Lóa árangurinn af nám- skeiðunum ganga kraftaverki næst. „Þau eru jafnvel byrjuð á því á öðrum degi að endurskrifa ljóðin sín, að breyta um orð og bæta við endi og jafnvel að krassa alveg yfir þau,“ segir hún. „En maður finnur að mað- ur þarf að fá þau til að vera ekki hrædd þótt blaðið þeirra sé tómt í klukkutíma, eða vera ekki hrædd ef þeim finnst ljóðið sitt ekki nógu gott og vera ekki hrædd við að lesa ljóðið sitt upp og vera ekki hrædd við að breyta því. Þau þurfa að læra að þetta er mjög nálægt leik og mjög gaman, en hins vegar eru endalausar þversagnir sem koma upp því þetta er samt ofboðslega alvarlegt því við erum að búa til list. En fyrst og fremst læra þau að trúa á mátt sinn og megin og að hvert þeirra býr yfir ljóði og ljóðrænum streng.“ Jóhann tekur undir þetta og minn- ir á að tíminn sem þau hafa til verks- ins sé mjög naumur. „Þau þurfa bæði að gera innihald bókar ásamt því að gera bókina sjálfa, þannig að við Tæplega 60 skáld á aldrinum 7 - 11 ára munu gefa út ljóðabækur sínar í dag Morgunblaðið/Billi Jóhann og Margrét Lóa ásamt 30 ljóðskáldum sem tóku þátt í ritsmiðjunni í aðalsafni Borgarbókasafnsins. Að trúa á mátt sinn og megin Reykjavík HAFIÐ Hafið bláa, lifir innan um fiskana gráa. Það er langt í frá að það sé hægt að segja fiskana fáa. Hafið virðist vera meinlaust og fallegt við fyrstu sýn, en það er eingöngu tálsýn. Það er sísvangt og það er eins og hafið lifi á lífum manna. Það drekkir mönnum hverjum eftir öðrum lætur engan sleppa. Þórdís Stella Þorsteins, 10 ára FJÖLLIN Fjöllin eru blá Fjöllin eru grá Fjöllin eru falleg falleg falleg Védís Torfadóttir 7 ára
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.