Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 30
SAGNAHEFÐ íslensku þjóðarinn- ar er viðfangsefni sýningar sem opnuð verður í Landsbókasafni Ís- lands í dag. Þar verður ljósi varpað á sagnahefð þjóðarinnar, stjórnskip- un hennar, lifnaðarhætti og menn- ingu. Lögð er áhersla á það sem hef- ur skapað Íslendingum sérstöðu meðal norrænna þjóða; lýðræði og ritmenningu sem gat af sér sagn- fræðirit og bókmenntaverk sem skipa sérstakan sess á heimsvísu. Hugmyndin með sýningunni var að draga fram hvernig bókin og sagan eins og hún er sögð á bók, hafa verið örlagavaldar íslensku þjóðarinnar og einkenna sögu hennar framar sögu flestra þjóða. Sýningin er sett upp á tíu stöðv- um, sem hver um sig varpar ljósi á eitt þema, eða efnisþátt. Ein stöðv- anna er margmiðlunarstöð, þar sem gestir geta skoðað tengsl sagna- hefðarinnar við nútímann, og lýsir sögumaður tölvunnar því sem fyrir augu og ber. Í margmiðlunarstöð- inni er Sagnanetið en þar er hægt að skoða handritin og komast að því hvaða sögur eru varðveittar í hverju þeirra. Sagnanetið er árangur þriggja ára samstarfs Landsbóka- safnsins, Cornell háskóla og Stofn- unar Árna Magnússonar, þar sem stafrænar myndir hafa verið teknar af handritum Íslendingasagnanna og prentuðum ritum um sögurnar og þeim komið fyrir á Sagnanetinu. Þannig er til dæmis hægt að bera saman ólík handrit Njálu og ann- arra fornsagna og skoða í hverju mismunur þeirra felst. Þetta verk- efni hefur vakið áhuga í útlöndum, en sýningin var sett upp í fyrra í Cornell háskóla, Þingbókasafninu í Washington og í Íslenska bókasafn- inu í Manitoba og fyrr í vor í Norð- urlandahúsinu í Færeyjum. Sýningin Stefnumót við íslenska sagnahefð opnuð í dag Margmiðlun í þágu sagnaarfsins Frá sýningunni Stefnumót við íslenska sagnahefð í Þjóðarbókhlöðunni. LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ voru aðallega 5. stigs nem- endur Keiths Reeds sem héldu þess- ari sýningu uppi og má hann vera stoltur af þeim. Þau voru alveg hreint ótrúleg. Fyrstan má telja Þorbjörn Björnsson í hlutverki greifans. Hann er bara 22ja ára gamall og er rödd hans óvenjulega þroskuð miðað við ungan aldur og mjög vel mótuð. Túlk- un hans var mjög sannfærandi og var hann stórglæsilegur í hlutverki sínu. Aríuna „Vedró mentr’io sospiro“ söng Þorbjörn svo vel að maður hreinlega gleymdi því að hér var 5. stigs nem- andi að verki og kunni salurinn vel að meta frammistöðu hans. Þorbjörn sýndi strax og sannaði í Töfraflaut- unni fyrir tveimur árum að hann á framtíðina fyrir sér á óperusviði. Her- björn Þórðarson fór mjög vel með vandasamt hlutverk Fígarós. Honum óx ásmegin eftir því sem leið á sýn- inguna og sýndi hvað í honum bjó í aríunni „Aprite un póquegli occhi“ í fjórða þætti óperunnar. Barítonupp- eldið gengur greinilega mjög vel uppi á Héraði. María Gaskell var stór- skemmtileg í hlutverki Cherobinos. Hún er greinilega að finna ný svið í röddinni, hugsanlega er hún að hækka, þannig að tónarnir voru dálít- ið óöruggir á köflum en María bætti það svo sannarlega upp með leik sín- um. Hinn ungi tenór, Þorsteinn Helgi Árbjörnsson, 19 ára, er ört vaxandi söngvari og rödd hans ótrúlega jöfn og legan góð. Hann hefur greinilega mjög gaman af því að vera á sviði enda skilaði hann hlutverki Don Bas- ilios af miklum „bravúr“. Tvær söng- konur sýningarinnar hafa lokið 6. stigi, þær Ragnhildur Rós Indriða- dóttir og Helga Magnúsdóttir. Ragn- hildur var í hlutverki Marcellinu, sem hún túlkaði mjög vel. Hún hefur mjög stóra rödd sem henni tókst ágætlega að hemja. Það verður mjög spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Helga söng hina ungu Barbarinu, sem söng aríuna sannfærandi. Helgu hefur farið mikið fram síðan hún söng hlutverk Paminu í Töfraflautunni á sínum tíma og rödd hennar öll að opn- ast. Linditha Óttarsson lauk 8. stigi nú í vor. Hún ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur að syngja þetta krefjandi hlutverk greifynjunn- ar strax að námi loknu. Þetta er henn- ar fyrsta stóra hlutverk, sem hún skil- aði af miklum sóma. Linditha hefur óvenju hlýja og kyrrláta nærveru á sviði án þess þó að hafa föla fram- komu, því hún ljómar á sviði og lýsa augu hennar eins og stjörnur þegar hún syngur. Hún hefur mjög fagra rödd, vel mótaða og einstaklega fallega háa tóna, ótrúlega vel rúnn- aða, eins og það er stundum kallað. Naut rödd hennar sín ákaflega vel í hinni þekktu aríu „Dove sono“ sem var unaðsleg í meðförum Lindithu. Xu Wen var glæsileg Súsanna, radd- blærinn fagur, tónmyndum með af- brigðum góð og túlkun hennar fáguð. Enn og aftur sat undirrituð með gæsahúð undir aríunni „Deh, vieni non tardar“ og nú í flutningi Xu Wen. Það er ánægjulegt að vita til þess að hún sé að fara að spreyta sig á sviði Íslensku óperunnar í haust þar sem hún mun fara með hlutverk Paminu. Eins og á sunnudaginn var sýning- in í heild sína mjög góð og skemmti- legt að sjá hana vaxa allan tímann og náði hún hámarki sínu undir lok óperunnar, sem var alveg frábærlega vel sungin og lítill nemendabragur á þeim flutningi. Hljómsveitin lék af mun meira öryggi en kvöldið áður og ótrúlega vel á köflum. Eins var með kórinn sem stóð sig líka vel. Þá langar mig til að geta þess að tenórsöngvarinn Þorbjörn Rúnars- son þýddi alla óperuna á íslensku og var textinn sýndur á skjá fyrir ofan sviðið. Þorbjörn gerði það mjög vel og er textinn oft mjög hnyttinn. Hann vitnar t.a.m. í þekkt íslenskt dægur- lag; Ástin er eins og sinueldur og vakti það kátínu margra. Sýningar Óperustúdíós Austurlands nálgast at- vinnumennsku ótrúlega hratt og má þakka það frábæru tónlistaruppeldi þeirra Keiths og Ástu konu hans. Það eru í raun forréttindi að fá að fylgjast með þessu unga fólki vaxa og dafna. Til hamingju Keith!TÓNLISTÓ p e r u s t ú d í ó A u s t u r -l a n d s a ð E i ð u m eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Óperutexti eftir Lorenzo da Ponte. Flytjendur: Xu Wen, Lindita Ótt- arsson, Þorbjörn Björnsson, Her- björn Þórðarson, María Gaskell, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Þor- steinn Helgi Árbjörnsson, Helga Magnúsdóttir, Pétur Örn Þór- arinsson og Vígþór Sjafnar Zoph- aníasson ásamt hljómsveit og kór Óperustúdíós Austurlands. Bjartar nætur í júní. Mánudagur 11. júní. BRÚÐKAUP FÍGARÓS Ingveldur G. Ólafsdótt ir ÞEGAR fyrstu raftónverkin litu dagsins ljós, var hljóðheim- ur þeirra mannseyranu algjör- lega framandi. Ný veröld hljóða var að verða til; sumir kölluðu þau gervihljóð, af því þau áttu sér ekki samsvörun í náttúrunni og daglegum hljóðheimi manns- ins. Ef til vill er endurnýjun hljóðheimsins merkasta fyrir- bæri 20. aldarinnar. Tilkoma rafhljóða, tölvuhljóða, tilbúinna hljóða markaði byltingu, en ekki síst þó meðferð þeirra. Hljóðin sjálf urðu vettvangur nýrrar sköpunar. Í dag er erfitt að koma eyranu á óvart með ein- hverju framandi. Við þekkjum þessi hljóð, vitum nokkurn veg- inn hvernig þau geta verið, vit- um að þau geta verið skrýtin, þægileg, falleg, eða jafnvel öm- urleg, en þau eiga sér þegar ákveðna viðurkenningu í hugan- um. Allt minnir á sjálft sig eða eitthvað annað sem við þekkj- um. Þess vegna er það ekki endilega hljóðið sjálft sem er kjarni nýrrar raftónlistar, eins og var í árdaga raftónlistarinn- ar, heldur úrvinnsla þess, sam- setning með öðrum hljóðum, uppbygging verksins og þeir þættir sem almennt eiga við um hefðbundin tónverk. Auðvitað voru fyrstu tónskáld raftónlist- arinnar sér meðvitandi um þessa þætti jafn vel og um hljóð- in sem voru efniviður verka þeirra, en nýjungin var fyrst og fremst hljóðræn. Í dag eru tölv- urnar þarfasti þjónn þeirra sem semja tónlist af þessu tagi, og möguleikarnir óendanlegir. Verk Hilmars Bjarnasonar sem flutt var í fyrrakvöld, var heimur hljóða, en það var líka tónsmíð. Það var vel mótað hvað form snertir og uppbygging þess nánast með klassísku sniði, kaflaskipt með skýrum endur- tekningum. Úrvinnsla efniviðar- ins var mjög áheyrileg og hljóð- heimur Hilmars sérstaklega viðfelldinn. Verkið bjó yfir róm- antískum þokka með ívafi hljóða sem jöðruðu við að vera hreinar náttúrustemmningar. Taktfastur fuglasöngur; kúabaul og þytur í vindi svo dæmi séu tekin; – allt þetta spilaði vel með með ljóð- rænum undirtón verksins, svo úr varð heilsteypt og talsvert áhrifamikil veröld hljóðs. Hafi hljóðheimur Hilmars verið ljóðrænn og rómantískur, verður vart hægt að segja það sama um þann sem þeir Birgir Örn Thoroddsen og Sigtryggur Örn Sigmarsson sköpuðu í Ný- listasafninu síðar sama kvöld. Verk þeirra var afar ólíkt verki Hilmars. Þar vék formið fyrir formleysu, eða formfrelsi og í stað ljóðrænunnar kom sprengi- kraftur magnaðra hljóða sem voru spunnin saman af hreinni snilld. Andstæður voru kraft- miklar og ris verksins sterkt. Frumleiki þess fólst ekki síst í karakter hljóðanna sem valin voru og því hvernig þeim og jafnvel mannsröddum var teflt saman. Útkoman var svipsterk heild, mörkuð kynngimögnuðum krafti. Það er rétt að minna gesti Nýlistasafnsins á að láta tíkalla- símann í portinu ekki fram hjá sér fara. Þar býður Tilraunaeld- húsið vegfarendum að hringja í tónlist, sem upplagt er að hlusta á í skjannabirtu sumarkvöldsins. Rómantík og kraftur úr iðrum kakófóníunnar TÓNLIST N ý l i s t a s a f n i ð Rafverk eftir Hilmar Bjarnason. Miðvikudagskvöld kl. 20.00 Rafverk eftir Sigtrygg Berg Sig- marsson og Birgi Örn Thor- oddsen. Miðvikudagskvöld kl. 21.30 LISTAHÁTÍÐIN PÓLÝFÓNÍA Bergþóra Jónsdótt ir BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra ræðir við norska starfssystur sína, Ellen Horn, við opnun íslenskrar menningar- dagskrár í Akershus-kastala í Ósló í fyrradag. Auk ávarpa ráðherranna voru flutt leikverkin Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness og Edda 2000 eftir Svein Einarsson sem leik- stýrði báðum verkunum. Dagskráin, sem er hluti af nor- rænni menningardagskrá í Akers- hus-kastala í sumar, stendur til 28. júní. Scanpix Íslensk menn- ingardagskrá hafin í Akers- hus-kastala Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús Á sunnudag lýkur tveimur sýn- ingum í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Þetta eru annars vegar sýning á verkum bandaríska listamannsins John Baldessari og hins vegar sýningin Norskar teikningar, sem er samstarfsverkefni við Tegnefor- bundet í Osló. Leiðsögn er um sýningarnar kl. 16.00 sama dag. Sýningum lýkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.