Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 32
LISTIR/KVIKMYNDIR 32 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Frumsýningar SOME VOICES Háskólabíó ONE NIGHT AT McCOOL’S Laugarásbíó, Stjörnubíó Memento Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Christopher Nolan. Aðalleikendur: Guy Pierce, Carrie-Anne Moss, Joe Pantol- iano. Sérlega áhugaverð, um mann með ekkert skammtímaminni. Frábærlega út- smogin og úthugsuð, spennandi og fyndin. Bíóborgin. Traffic Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Steven Soderbergh. Handrit: Stephen Gaghan. Aðalleikendur: Michael Douglas, Beni- cio Del Toro, Don Cheadle, Luis Guzm- an. Yfirgripsmikil, margþætt spennu- mynd um dópsmyglið frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Kong, þó glædd mikilli frásagnargleði og flestir kaflarnir trú- verðugir í heimildarmyndarstíl. Bíóborgin. Blow Bandarísk. 2001. Leikstjóri Ted Demme. Handrit: Nick Cassavetes. Aðalleikend- ur: Johhny Depp, Rachel Griffiths, Pene- lopé Cruz. Látlaus, vel gerð og mjög áhugaverð mynd um ævi umsvifamesta kókaínsmyglara í Bandaríkjunum á átt- unda áratugnum. Depp er góður að vanda, sömuleiðis aðrir leikarar.  Háskólabíó. Spy Kids Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: Roberto Rodriguez. Aðalleikendur; Ant- onio Banderas, Carla Gugino, Alan Cumming. Ævintýraleg, spennandi og skemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna.  Stjörnubíó, Laugarásbíó, Regnboginn. Crimson Rivers Frönsk. 2000. Leikstjóri Matthieu Kassovitz. Handrit: Kassovitz og Jean- Christopher Grange. Aðalleikendur: Jean Reno, Vincent Cassell. Óhugnanleg en spennandi, franskur tryllir, sem er að- eins of ruglingslegur en fínasta skemmt- un.  Regnboginn. Kirikou og galdrakerlingin Frönsk. 1998. Leikstjórn og handrit: Michel Ocelot. Aðalraddir: Óskar Jör- undarson, Stefán Karl Stefánsson, Jó- hanna Vigdís Arnardóttir. Einfalt ævintýri um gott og illt í frumskógum svörtustu Afríku. Góð fyrir yngstu börnin Regnboginn. Miss Congeniality Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Donald Petrie. Handrit: Mark Lawrence. Aðal- leikendur: Sandra Bullock, Benjamin Bratt, Michael Caine. Prýðileg gaman- mynd um FBI löggu sem tekur þátt í feg- urðarsamkeppni gegn vilja sínum Bíóhöllin. The Mummy Returns Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Stephen Sommers. Aðalleikendur: Brendan Fraser, Rachel Weisz, John Hannah. Múmían snýr aftur með miklum látum. Ósvikin fjölskylduskemmtun með mögnuðum brellum.  Háskólabíó, Bíóhöllin. Nýi stíllinn keisarans – The Emperor’s New Groove Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mark Dind- al. Handrit: Thomas Schumacher. Það kveður við nýjan tón í nýjustu Disn- ey-myndinni, sem fjallar um spilltan keisara sem breytist í lamadýr og lærir sína lexíu. Bráðfyndin mynd fyrir born og fullorðna. Bíóhöllin, Regnboginn. Along Came a Spider Bandarísk. 2001 Leikstjóri Lee Tamahori. Handrit: Marc Moss. Aðalleikendur: Morgan Freeman, Monica Potter, Michael Wincott. Snyrti- lega gerð glæpamynd um mannrán og mistök. Vel leikin af Freeman en ótrú- verðug, með ógnarlega möskvastærð. Háskólabíó, Laugarásbíó. Janice Beard Bresk. 1999. Leikstjórn og handrit: Claire Kilner. Aðalleikendur: Eileen Walsh, Rhys Ifans, Patsy Kensit. Væn og sæt grínmynd sem mætti vera fyndnari, um Janice sem lifir í eigin heimi. Fín saga en ekki nógu vel leikstýrð. Háskólabíó. See Spot Run Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John White- sell. Handrit: William Kid. Aðalleikendur: David Arquette, Michael Clarke Duncan. Meinlaus barnamynd um hressan bola- bít og heimska tvífætlinga, ástir og upp- eldismál. Dágóð til sins brúks. Bíóhöllin, Kringlubíó. Someone Like You Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Tony Gold- wyn. Handrit: Elizabeth Chandler. Aðal- leikendur: Ashley Judd, Greg Kinnear, Hugh Jackman. Þokkalega gerð og vel leikin en efnislega villuráfandi kvenna- mynd Bíóhöllin, Regnboginn. Exit Wounds Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Andrzej Bartkowiak. Handrit Martin Keown. Aðal- leikendur: Steven Seagal, DMX. Hasar- mynd með Seagal og hefur öll hans helstu persónueinkenni: Beinbrot, bíla- eltingaleiki, o.s.frv. Bíóhöllin. Pearl Harbor Bandarísk 2001. Leikstjóri Michael Bay. Handrit William Wallace. Aðalleikarar Josh Hartnett, Ben Affleck, Kate Beck- insdale. Afskaplega langdregin og leið- inleg kvikmynd, sem þegar öllu er á botninn hvolft, fjallar ekki um neitt. Háskólabíó, Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó, Nýja Bíó Keflavík, Nýja Bíó Akureyri. Say It Isn’t So Bandarísk. 2001. Leikstjóri: J.B. Rodg- ers. Handrit: Peter Gaulke. Aðalleikend- ur Chris Klein, Heather Graham, Sally Field. Aula gamanmynd í anda Farrelly- bræðra en nær ekki markmiði sínu. Stjörnubíó. Get Over It Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Tom O’Hav- er. Handrit: R. Lee Fleming Jr. Aðalleik- endur: Kirsten Dunst, Bill Foster, Sisgo. Misheppnuð unglingamynd með aula- húmor. Leikararnir ágætir en bjarga engu.  Regnboginn. Pokémon 3 Bandarísk 2001. Leikstjóri Michael Haigney. Handrit Haigney og Norman Grossfeld. Þriðja Pokémon myndin er einsog þær fyrri; realísk stuttmynd kem- ur á undan háskaævintýrinu þar sem Pokémonar berjast og Ash bjargar mál- unum. Óaðlaðandi og óspennandi að öllu leyti. Bíóhöllin, Kringlubíó. Tomcats Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Gregory Poirier. Aðalleikendur: Shannon Elizabeth, Jerry O’Connell, Jake Busey.. Nokkrir vinir veðja um hver verður síð- astur að kvænast. Er tveir standa eftir, hefst mikill hamagangur á Hóli. Heldur klént, allt saman. Laugarásbíó. Valentine Bandarísk. 2001. Leikstjóri: James Blanks. Handrit: Tom Savage. Aðalleik- endur: Denise Richards, David Boreans. Hryllilega óspennandi hryllingsmynd með réttdræpum persónum. ½ Kringlubíó. Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir JEWEL Valentine (Liv Tyler) er gengilbeina á McCool-barnum. Hún býr yfir heilmikilli kvenlegri fegurð og svo virðist sem hún kunni að nota hana sér til framdráttar; hún vefur karlmönnum um fingur sér og leikur sér að þeim eins og brúðum í brúðuleikhúsi. Morð er framið á barnum hjá McCool og þegar lögreglan fer að rannsaka málið kemur ýmislegt gruggt fram í dagsljósið. Þeir sem flækjast í málið tengjast með ein- hverjum hætti Jewel Valentine en af þeim má nefna rannsóknarlög- reglumann (John Goodman), bar- þjóninn á staðnum (Matt Dillon) og lögfræðing sem hefur nokkurt dá- læti á sjálfspíningum (Paul Reiser). Þannig er söguþráðurinn í bandarísku gamanmyndinni Nótt eina hjá McCool eða One Night at McCool’s, sem frumsýnd er í Stjörnubíói, Laugarásbíói og Borg- arbíói Akureyri í dag. Með aðal- hlutverkin fara Liv Tyler, Michael Douglas, Matt Dillon, John Good- man og Paul Reiser en leikstjórinn kemur frá Noregi og heitir Harald Zwart. Douglas er einn af framleið- endum myndarinnar en fyrirtæki sem hann hefur nýlega stofnað sá um gerð hennar. Leikstjórinn Zwart er kunnur í Noregi fyrir auglýsingagerð en Nótt eina hjá McCool mun vera fyrsta bíómyndin sem hann gerir. Douglas fékk hann til þess að leik- stýra myndinni og veðjaði á ungan, frískan leikstjóra úr auglýsingun- um en Douglas hefur frá því á önd- verðum áttunda áratugnum verið ötull kvikmyndaframleiðandi jafn- framt því sem hann hefur verið ein skærasta stjarnan í Hollywood; frægasta myndin sem hann hefur framleitt er án efa Gaukshreiðrið sem hreppti fimm Óskarsverðlaun. Liv Tyler, sem leikur Jewel, er 24 ára gömul dóttir Steven Tylers söngvara hljómsveitarinnar Aero- smith en þótt Liv sé ung að árum hefur hún leikið í fjöldanum öllum af bíómyndum fyrir marga ágætis leikstjóra. Má þar helsta nefna Bernardo Bertolucci og Robert Alt- man. Hún fór með eitt aðalhlut- verkið í Ragnarökum eða Armaged- don sem Jerry Bruckheimer framleiddi og segist hafa sérstakt dálæti á þeirri mynd. John Goodman er auðvitað kunn- ur úr fjöldanum öllum af gaman- og sakamálamyndum. Matt Dillon hef- ur farið sínar eigin leiðir í Holly- wood og leikið ekkert síður í mynd- um eftir óháða kvikmyndaleikstjóra eins og stórmyndunum; síðast sáum við hann í gamanmyndinni There is Something About Mary. Paul Reiser er einkum þekktur fyrir leik í gamanþáttum í banda- rísku sjónvarpi en líklega er eft- irminnilegasta hlutverk hans í kvik- myndunum að finna í spennutrylli James Camerons, Aliens. Leikarar: Liv Tyler, Michael Douglas, Matt Dillon, John Goodman, Paul Reiser. Leikstjóri: Harald Zwart. Nótt eina hjá McCool Stjörnubíó, Laugarásbíó og Borg- arbíó, Akureyri, frumsýnir banda- rísku gamanmyndina One Night at McCool’s með Liv Tyler, Matt Dillon og Michael Douglas, sem jafnframt framleiðir myndina. Atriði úr bandarísku gamanmyndinni One Night at McCool’s. YFIRLEITT á ég erfitt með að fylgjast með hvað er að gerast í dæmigerðum stríðsmyndum því mér finnst þær afskaplega óáhuga- verðar. Það er þó varla hægt að segja að að Pearl Harbor sé stríðs- mynd. Hún er ástarsaga með hetju- dáðum og heimshörmungum í bak- grunninum, skreytt með dýrustu tæknibrellum í agalega langri árás Japana á Perluhöfn. Það sem hins vegar vefst fyrir mér hér er hvaða sögu er verið að segja. Ben Affleck leikur Rafe. Hann á sér sinn besta æskuvin, Danny, sem Josh Hartnett leikur. Saman fara þeir í flugherinn og leið þeirra er greið upp metorðastigann innan hersins enda hafa áður varla fundist jafnliðlegir og hugrakkir flugmenn, en það jaðrar jafnvel við fífldirfsku. En bandaríska þjóðin þarfnast ein- mitt manna sem taka áhættu í hennar nafni, henni til bjargar. Nokkrar elskulegar, ungar og fal- legar hjúkrunarkonur skrá sig einn- ig í herinn til að leggja sitt af mörk- um. Meðal þeirra er Evelyn en hún og Rafe eiga eftir að fella hugi sam- anþó að stríðið og ófyrirsjáanlegar hörmungaratburðir þess eigi eftir að setja varanlegt mark á sam- bandið og framtíð þeirra í faðmi hvort annars. Er þetta saga af sögulegum at- burði, af upphafi þátttöku Banda- ríkjamanna í seinni heimsstyrjöld- inni? Af sannri vináttu? Einstakri hetjudáð á raunastund? Eða bara ástarsaga? Það er alla vegana eng- inn póll tekinn í hæðina, engin gagnrýni til staðar, engin ný hlið á málinu, ekkert ferskt. Enginn hluti sögunnar sagður til fulls, engin dýpt í persónusköpun. Og leikar- arnir eru ekki öfundsverðir en standa sig í rauninni stórkostlega miðað við það sem þau fá að vinna úr. Svei mér ef álit mitt á Ben Affleck hefur ekki risið úr engu í örlítið eftir þessa mynd. Og hvað með þessa „sannsögulegu“ persónu Cuba Gooding Jr? Hún sést áreið- anlega í heilar þrjár mínútur alla myndina og er engan veginn áhuga- verð. Já, flatneskjan liggur eins og mara yfir allri myndinni, þar sem tæpt er á hinu og þessu, og ótrúlegt að heilar 170 mínútur hafi ekki dug- að til að koma neinu almennilegu til skila. Fyrri helmingurinn er væmin ástarvella sem snertir ekkert við manni og strax eftir hlé hefjast sprengingarnar, en þeim ætlar aldr- ei að linna. Tæknibrellurnar eru, jú, alveg hreint hinar fínustu og hafa áreiðanlega kostað sinn skildinginn. En persónulega finnst mér þeim peningum sóað svo lengi sem sagan er engin. Ég verð að viðurkenna að það var eitt sem mér finnst flott í myndinni en það eru sprengjurnar sem myndavélin fylgir eftir, eins og örvarnar í Hróa hetti með Kevin Costner. Munið þið? Ég varð alveg smá spennt í sjö sekúndur. Margar Hollywood-myndir eru „stælingar“-myndir. Þar hafa höf- undar safnað saman uppáhaldsat- riðunum sínum úr nokkrum mynd- um og endurskrifa á ekki ósvipaðan máta í sinni mynd. Þetta eru af- skaplega ófrumlegar kvikmyndir, en geta átt eitt og eitt skemmtilegt atriði, eða jafnvel „virkað“ þótt ekk- ert nýtt sé í þeim. Í Pearl Harbor er þetta því miður ekki raunin, því myndin hreinlega veltur áfram frá einni óspennandi klisjunni til þeirr- ar næstu, í algjörlega fyrirsjáan- legum söguþræði og eina kryddið er væmni. Agaleg væmni hreint. Þetta verður svo yfirgengilegt, sérstak- lega í allar þessar löngu mínútur, að undirrituð gat vart setið kyrr í sæt- inu, og var ekki sú eina í salnum. Þessa „stóra sumarsmells“ verð- ur væntanlega minnst sem „stóru mistakanna“ þar sem peningum er hent í klisjusúpu sem stendur eng- an vegin undir væntingum. Sem betur fer, fyrir framleiðendur, var einnig miklu eytt í markaðssetningu svo myndin virðist ætla að standa undir sér. Sem ég verð að segja að er nú bara kraftaverki líkast. Sögulaus „sumarsmellur“ KVIKMYNDIR S a m b í ó i n o g H á s k ó l a b í ó Leikstjórn: Michael Bay. Handrit: Randall Wallace. Aðalhlutverk: Ben Affleck, Josh Hartnett, Kate Beckinsale, Cuba Gooding Jr., Alec Baldwin og Jon Voight. 170 mín. Touchstone 2001. PEARL HARBOR Hildur Loftsdótt ir „Fyrri helmingurinn er væmin ástarvella sem snertir ekkert við manni og strax eftir hlé hefjast sprengingarnar, en þeim ætlar aldrei að linna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.