Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
K ynningarfundurinn,sem haldinn var íFélagslundi á Reyðar-firði síðasta miðviku-
dag, er hluti af því ferli sem lög
um mat á umhverfisáhrifum kveða
á um. Milli 80 og 90 íbúar mættu á
fundinn til að kynna sér mats-
skýrsluna um fyrirhugaðar álvers-
framkvæmdir og hafnargerð.
Þeir fundarmanna sem Morg-
unblaðið ræddi við á fundinum
voru mjög ánægðir með fram-
kvæmdirnar og heyrðist ekki ein
gagnrýnisrödd. Valdimar Aðal-
steinsson frá Eskifirði, Elínborg
Þorsteinsdóttir móðir hans og
Kristinn Einarsson frá Reyðar-
firði sögðu að fáir Austfirðingar
væru á móti virkjunar- og stór-
iðjuframkvæmdunum. „Það skipt-
ir miklu máli að þessi áform nái
fram að ganga, það er fullt af fólki
sem er að bíða eftir að þetta komi,
annars flytur það annað. Þetta eru
heilu fjölskyldurnar og er t.d. tal-
að um 30 ætli að fara á Eskifirði ef
ekkert liðkast til. Hér vantar
meiri fjölbreytni, bæði í atvinnu-
og menningarlífinu,“ segir Valdi-
mar. „Hér er oft talað um að fari
börnin í framhaldsnám komi þau
aldrei aftur, nema kannski í sum-
arfrí,“ segir Kristinn sem er fyrr-
verandi skólastjóri.
Unga fólkið vill koma aftur
Í mati á samfélagslegum og
efnahagslegum áhrifum álversins
sem Nýsir hf. vann fyrir Reyðarál
segir að um 1.000 varanleg störf
verði á svæðinu eftir að öllum
framkvæmdum lýkur og að íbúa-
fjöldi geti risið úr átta þúsundum í
tíu þúsund til ársins 2013. Valdi-
mar segist telja að samfélagslegu
áhrifin verði meiri en fram kemur
í skýrslunni. „Unga fólkið vill
koma hingað aftur, en það verða
að vera í boði störf sem það hefur
menntað sig til. Það getur ekki
sett nein fyrirtæki á fót í dag því
það býr ekki nógu margt fólk á
svæðinu,“ segir hann. Í skýrslunni
kemur einnig fram að meðaltekjur
Austfirðinga hafi árið 1995 verið
jafnar tekjumeðaltali á landsvísu,
en að árið 1999 hafi meðaltalið á
Austurlandi verið komið 5% undir
landsmeðaltal, þar sem tekjur á
svæðinu hækkuðu ekki í takt við
það sem gerðist annars staðar á
landinu.
„Framkvæmdirnar munu hafa
þau áhrif að laun hækka á svæð-
inu og íbúðaverð sömuleiðis. Ég
gæti líklega selt húsið mitt á 18–
20 milljónir króna væri það í
Reykjavík, en fengi bara um 9
milljónir fyrir það hér,“ segir
Valdimar.
Hvað verkamannastörfin í ál-
verinu varðar segjast þau ekki
vera í vafa um að nægt framboð
verði af fólki sem er til í að starfa í
álverinu bjóðist örugg vinna sem
er þokkalega vel borguð.
Valdimar segir það hafa komið
sér á óvart hversu lítil mengun
hlýst af álverinu. „Ég hélt að
mengunin yrði mikið meiri. Það er
bara rétt við nánasta umhverfi
sem þetta kemur til með að hafa
einhver áhrif,“ segir hann. „Svo
hefur maður fyrir augunum Hafn-
arfjörð, þar sem er álver við bæj-
ardyrnar og þar er nú nógu mikil
náttúra og gróður,“ segir Krist-
inn.
„Við höfum svo oft orðið fyrir
vonbrigðum þegar fyrirætlanir
um stóriðju hafa ekki náð fram að
ganga,“ segir Elínborg og á þá við
kísilmálmverksmiðju sem Hjör-
leifur Guttormsson, fyrrverandi
alþingismaður Austfirðinga, barð-
ist fyrir að ná í gegn þegar hann
var iðnaðarráðherra 1980–83.
„Hjörleifur var upphafsmaður að
virkjun á hálendinu og var þá ætl-
unin að virkja miklu meira en nú
stendur til. Nú kveður hins vegar
við annan tón, þetta er hentistefna
og ekkert annað,“ segir Kristinn.
„Herkostnaður í
öllum stríðum“
Sigurður Rúnar Ragnarsson,
sóknarprestur í Neskaupstað, tek-
ur undir þessa gagnrýni. „Þetta er
þingmaður sem naut hér trausts
kjósenda til fjölda ára og svona
launar hann þeim greiðann,“ sagði
hann. „Það hefur svo oft verið tal-
að um að koma með stóriðju hing-
að austur, sem alltaf hefur verið
blásið af. Nú halda menn niðri í
sér andanum og þora ekkert að
segja fyrr en þetta verður farið að
skýrast.“ Hann segir nauðsynlegt
að uppbygging verði hafin á svæð-
inu fyrir komandi kynslóðir þann-
ig að lífið snúist ekki eingöngu um
fisk. „Það sýnir sig núna í þessum
smáu byggðarlögum þegar kvót-
inn er hverfull að það verður að
auka breiddina.“
Sigurður Rúnar sagði að honum
sýndist að öll mengun yrði í lág-
marki og að ekki væri ástæða til
að hætta við framkvæmdir vegna
hennar. „Okkur er sagt að þetta
verði fullkomnasta álver á land-
inu. Hann segir að einhver meng-
un fari í sjóinn en að það sé ekki
svo mikil veiði inni í firðinum. „Í
öllum stríðum er herkostnaður.
Ég get líka bætt við sem prestur
að okkur ber að varðveita Guðs
góðu sköpun og bera virðingu fyr-
ir henni. Ég tel að hér sé þess
gætt í hvívetna. Þetta er kannski
umdeilt varðandi stífluna, en hvað
álverið varðar er allt gert sýnist
mér til að draga úr mengun eins
og hægt er.“
Slagkrafturinn sem hlýst af
stóriðju verði nýttur
Sigurður Rúnar segist telja að
aðrar hugmyndir um hvernig efla
megi byggðina verði að skoða
samhliða, en að stóriðjan sé nauð-
synleg. „Við sjáum ekki að það séu
neinir aðrir vaxtarbroddar sem
koma byggðinni til góða í heild,
hvorki í ferðamannaiðnaði, né há-
tækniiðnaði. Stóriðjan færir okkur
margfeldisáhrifin.“
Sigurður segir að Austfirðingar
vilji gjarnan byggja upp ferða-
mannaiðnaðinn, en að hann standi
á afskaplega veikum fótum
mjög árstíðarbundinn. „
verið að byggja upp gisti
að við getum tekið við fleir
mönnum, en stofnkostnaðu
svo mikill og uppbygging
þjónustu tekur tíma,“ seg
„Náttúruverndarsinnar ve
að hafa í huga að komi ein
ferðamanna hingað verður
ið niðurtraðkað eins og eft
Sigurður Rúnar segir a
hafi verið að byggja upp sí
ustu í byggðarlögunum fy
uðborgarsvæðið, en það h
gengið vel. „Fjárfestar
ekki hafa áhuga á að koma
í smáiðnað eða hátækni. N
við að við getum notað
slagkraft sem hlýst af
framkvæmdum til að
byggðir og gefa nágrann
unum möguleika.“
Undanfarið hefur mikið
umræðunni hvort Kára
virkjun verði rekin með ta
held að þeir sem að þessu
væru ekki komnir svona la
allar framkvæmdir, ef þe
það ekki að leiðarljósi a
væri hagkvæmt,“ segir Sig
Þurfa ekki að gan
með grímur
Ólafur Sigurðsson o
Gísladóttir, ábúendur á F
sem er innan þynningarsv
versins, sögðust ánægð m
inn og að þau hefðu fengi
upplýsingar sem þau
„Okkur leist nú ekki á blik
Austfirðingar á fundi Reyðaráls um matsskýrslu u
„Sjáum enga
vaxtarbrod
Átta þúsund manns búa á Austfjörðum og
hefur íbúum þar fækkað um eitt þúsund
síðasta áratug. Austfirðingar binda miklar
vonir við að Noral-verkefnið verði til þess
að fjölga íbúum, efla atvinnulíf og gera
mannlífið fjölbreyttara. Nína Björk Jóns-
dóttir sat kynningarfundinn og ræddi við
Austfirðinga um viðhorf þeirra í garð ál-
vers og virkjunarframkvæmda. Sigurður Rúnar Ragna
Einari M
Elín Gísladóttir og Ólaf
Elínborg Þorsteinsdótti
ásamt Kristni Einarssy
skyldurnar ætli að flytja
VARÐVEISLA BYGGINGAR-
ARFLEIFÐARINNAR
VERÐBÓLGAN
Almenningur hefur áhyggjur afvaxandi verðbólgu. Það á ekkisízt við um unga fólkið, sem hef-
ur verið að stofna heimili á undanförn-
um árum og tekið á sig umtalsverðar
fjárhagslegar skuldbindingar af þeim
sökum. Sú kynslóð hefur vanizt efna-
hagslegum stöðugleika og lágri verð-
bólgu síðasta áratugar. Nú byrja verð-
tryggðar lánaskuldbindingar allt í einu
að hækka verulega frá mánuði til mán-
aðar og þá líst fólki ekki á blikuna og
það er skiljanlegt.
Verðbólgan nú er að vísu ekkert ná-
lægt því sem hún var á árabilinu 1970–
1990, þegar hún var á bilinu 60–80% og
fór í einum mánuði vorið 1983 upp í
130% á ársgrundvelli. En hún er mikil
miðað við það, sem þjóðin hefur átt að
venjast allmörg undanfarin ár.
Mikil lækkun á gengi krónunnar
skýrir vaxandi verðbólgu að hluta.
Hækkun á olíu og benzíni á einnig mik-
inn hlut að máli en eins og alltaf, þegar
verðbólgan eykst, er um marga sam-
verkandi þætti að ræða.
Aukin verðbólga er ekki einangrað
fyrirbæri á Íslandi. Hið sama er að ger-
ast í nálægum löndum, þótt tölurnar
séu ekki jafnháar og hér. Í frétt í brezka
dagblaðinu Financial Times í gær kom
fram, að verðbólga á Spáni er nú meiri
en hún hefur verið frá 1995 og er nú
4,2%. Á evrusvæðinu öllu er verðbólgan
nú um 2,9%. Bæði Frakkar og Þjóðverj-
ar hafa áhyggjur af verðbólguþróuninni
í þeim löndum. Aðalfrétt á forsíðu
þýzka dagsblaðsins Die Welt í fyrradag
var um að verðhækkanir hefðu ekki
verið meiri í Þýzkalandi í sjö ár. Verð-
hækkanir eru einnig töluverðar í Bret-
landi. Meginástæðan fyrir vaxandi
verðbólgu í þessum löndum er hækkun
á olíu og benzíni svo og á matvælum.
Það breytir hins vegar litlu, þótt við
séum ekki ein á báti í þessum efnum.
Áhyggjur almennings eru hinar sömu. Í
samtali við Morgunblaðið í gær sagði
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra,
mikilvægt að halda ró sinni bæði yfir
verðbólgutölum og gengislækkuninni.
Hann sagði margt benda til þess að
þenslan færi minnkandi og hagkerfið
væri að kólna. Fleiri ráðamenn hafa tal-
að á svipaðan veg. Fjármálaráðherra
telur líklegra en ekki að gengið hækki á
ný, sem myndi slá á verðbólguna.
Hinn almenni borgari mun hins veg-
ar hafa áhyggjur þangað til breytingar
fara að sjást, hvort sem er í hækkandi
gengi krónunnar eða minnkandi verð-
bólgu.
Þetta er vandasöm sigling bæði fyrir
ríkisstjórn og Seðlabanka. Í vor byrjaði
Seðlabankinn að lækka vexti og var
gagnrýndur fyrir af sérfræðingum Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins. Á bankinn að
halda áfram að lækka vexti eins og
margir krefjast? Á hann að hækka
vexti, sem er eðlilegt svar við vaxandi
verðbólgu?
Seðlabankinn á að skila greinargerð
til ríkisstjórnarinnar vegna aukinnar
verðbólgu. Eins og málum er nú háttað
þarf sú greinargerð að berast fljótt og
hennar er beðið með eftirvæntingu.
H örður Ágústsson, sem ritað hefursögu íslenskrar byggingararf-
leifðar sem Húsafriðunarnefnd ríkisins
gefur út, segir þar í niðurlagi að hann
þekki enga þjóð „sem er eins rúin
byggingarsögulegum minjum og Ís-
lendingar“. Hann bendir á að þótt hér
á landi hafi vissulega verið byggt af
kunnáttu með torfi og timbri í gegnum
aldirnar, hafi þau mannvirki verið þess
eðlis að ummerki um þau eru nú að
mestu leyti horfin. Þau eru því ekki sá
vegvísir í þróun hefðar sem við þekkj-
um, t.d. frá meginlandi Evrópu, þar
sem borgarmyndun og skipulag á sér
aldalanga sögu.
Vegna þeirrar stefnu sem þjóð-
félagsuppbygging tók hér á landi er
meginþorri bygginga á Íslandi tiltölu-
lega nýlegur. Sviptingar í þróun bygg-
ingarlistar hafa því verið miklar og
víxlsporin helst til mörg.
Þrátt fyrir það hefur á síðari tímum
myndast athyglisverður vísir að bygg-
ingararfleifð hér á landi, fyrir tilstuðl-
an frumkvöðla í byggingarlist á tutt-
ugustu öld. Þeir hafa sett mark sitt á
borgarmyndina með fjölmörgum áber-
andi opinberum byggingum. Flestar
þjóna þær enn hlutverki sínu með
miklum sóma og eru afar mikilvægar
menningu okkar sakir þess hve bygg-
ingarhefðin er slitrótt og stutt.
Umræður um viðbyggingu við eitt
höfundarverka Guðjóns Samúelssonar,
Sundhöllina í Reykjavík, vekja ugg í
brjósti margra þar sem færa má hald-
góð rök fyrir því að húsið, sem enn er
að mestu í sinni upprunalegu mynd, sé
sjálfstætt listaverk sem okkur beri
skylda til að varðveita óbreytt. Þótt
þær teikningar sem lagðar hafa verið
fram sem tillögur séu unnar með það í
huga að líkja sem best eftir stíl Guð-
jóns sjálfs, eru þær samt sem áður af-
gerandi inngrip í afar sérstakt höfund-
arverk sem hefur óumdeilanlega
sérstöðu í íslenskri byggingarsögu og
hvatt hefur verið til að friða.
Þótt eðlilegt megi teljast að opinber-
ar byggingar taki stundum einhverjum
breytingum í tímans rás til að þjóna
þörfum samtímans, verður að huga
gaumgæfilega að varðveislusjónarmið-
um áður en hafist er handa við slík
verkefni, ekki síst til að koma í veg fyr-
ir fleiri byggingarsöguleg slys hér á
landi en þegar hafa orðið. Mörg dæmi
eru um það í Reykjavík að viðbygg-
ingar og breytingar á gömlum bygg-
ingum hafi dregið mjög úr fagurfræði-
legu gildi þeirra og vægi í
byggingararfleifðinni. Nægir að nefna
viðbyggingu við gamla Landspítalann
sem eitt dæmi um framkvæmd er rask-
aði mjög illilega hlutföllum, stílbrigð-
um og rýmistilfinningu upprunalega
höfundarverksins.
Nú þegar rætt er um að byggja við
merkileg og einstök hús á borð við
Sundhöllina, Laugarnesskólann og
Austurbæjarskólann, svo nýleg dæmi
séu nefnd, verður að hafa hugfast að
byggingar geta verið ómetanleg menn-
ingarverðmæti sem auka skilning okk-
ar á sögunni sem og samtímanum.
Ekkert er því til fyrirstöðu að samtím-
inn kallist á við gamla tímann með eðli-
legum hætti í borgarmyndinni, en það
má þó aldrei vera á kostnað þeirrar
viðkvæmu arfleifðar sem okkur ber að
varðveita til framtíðar.