Morgunblaðið - 15.06.2001, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 35
m og sé
„Það er
irými til
ri ferða-
urinn er
í ferða-
gir hann.
erða líka
n milljón
r hálend-
tir stóð.“
að reynt
maþjón-
yrir höf-
hafi ekki
virðast
a hingað
Nú blasir
þennan
þessum
sameina
nabyggð-
ð verið í
ahnjúka-
api. „Ég
u standa
angt með
ir hefðu
að þetta
gurður.
ga
g Elín
Framnesi
væðis ál-
eð fund-
ð ýmsar
vantaði.
kuna þar
sem við búum á þynningarsvæðinu
þar til við fengum hér upplýsingar
um hvað þetta þýðir í raun,“ segir
Elín. „Ég hélt þarna á tímabili að
við þyrftum að ganga með grím-
ur,“ bætir hún við. Þynningar-
svæði er það svæði sem það tekur
efnin sem koma frá álverinu að ná
ákveðnu marki, en innan þess mun
ekki hættulegt að dvelja og er
svæðið sérstaklega vaktað, að
sögn höfunda matsskýrslunnar.
Hjónin voru einnig að velta fyr-
ir sér hvaða áhrif álverið mundi
hafa á sjávarlífríkið. „Mér heyrist
á öllu að það sé eins vel staðið að
þessu og mögulegt er. Þarna verð-
ur fullkomnasti hreinsunarbúnað-
ur sem völ er á í heiminum. Er
hægt að fara fram á meira?“ spyr
Ólafur.
Framnes er 1,5–2 km frá ál-
verinu en álverið mun ekki sjást
frá bænum. Elín sagðist ánægð
með það, en maður hennar var
ekki sama sinnis. „Við munum til
allrar guðslukku sjá höfnina, ég
hefði ekki viljað missa af henni,“
segir Ólafur og bætir við að hann
hefði ekki verið á móti því að hafa
útsýni yfir álverið sömuleiðis.
Þau Ólafur og Elín sögðust ætla
að kynna sér matsskýrslurnar og
útdrætti úr sérfræðiskýrslum bet-
ur en frestur til að gera athuga-
semd til Skipulagsstofnunar við
framkvæmdir vegna álversins og
hafnargerð við álverið rennur út
hinn 6. júlí.
um álver í Reyðarfirði
a aðra
dda“
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
arsson sóknarprestur í Neskaupstað ásamt
Má Sigurðssyni alþingismanni.
fur Sigurðsson búa innan þynningarsvæðis ál-
versins.
ir og Valdimar Aðalsteinsson frá Eskifirði,
yni frá Reyðarfirði. Þau sögðu að heilu fjöl-
a liðkist ekki til í atvinnumálum á Austurlandi.
ninabjork@mbl.is
Vestfjarðarannsóknin erframhald frumrannsókn-ar sem unnin var á Suð-urlandi en er ríflega tvö-
falt stærri og um leið umfangsmesta
fjöldarannsókn sem gerð hefur verið
í heiminum á tengslum melatóníns,
efnisins sem stjórnar syfju manna,
og skammdegisþunglyndi.
Frystikista rannsóknarstofu vís-
indamannanna á Læknagarði er full
af tilraunaglösum með frosnum sýn-
um þeirra um 70 Vestfirðinga sem
spýttu munnvatni í tilraunaglös,
samviskusamlega fimm sinnum á
sólarhring í þrjá daga samfleytt, til
að gefa sýni til rannsóknarinnar en
með nýjum aðferðum er nú unnt að
mæla melatónínmagn í munnvatni
þar sem blóðprufur dugðu aðeins áð-
ur. Fyrri rannsóknir á tengslum
melatóníns og skammdegisþung-
lyndis hafa verið ómarktækar þar
sem úrtak hefur verið afar lítið og
ekki talið nema um 5 til 10 einstak-
linga í hverri rannsókn.
„Þegar við erum komin með svona
stórt úrtak eins og í Vestfjarðar-
rannsókninni þá verða allar niður-
stöður afgerandi, sama á hvern veg-
inn þær eru. Þessi rannsókn sker sig
úr rannsóknum erlendra vísinda-
manna á margan hátt en alveg sér-
staklega hvað varðar fjölda þátttak-
enda og aðferðartæknina,“ segir
Ragnhildur.
Helmingur þeirra, sem taka þátt í
rannsókninni, hefur greinst með al-
varleg einkenni skammdegisþung-
lyndis en hinir 35 hafa engin slík ein-
kenni þ.e. alls enga tilhneigingu til
sjúkdómsins. Í greiningu sýnanna
eru borin saman sýni frá fólki, úr
hvorum hópnum fyrir sig, sem er af
sama kyni, aldri og búsetu og mela-
tónín-magn munnvatnsins rannsak-
að. Þessi aðferð til að
greina melatónín er ein-
faldari, ódýrari og skjót-
virkari en hefðbundin
taka blóðsýnis á sjúkra-
húsi eða rannsóknar-
stofu. Helsti kostur nýju
aðferðarinnar er þó sá að fólk gefur
sýni heima hjá sér og verður ekki
fyrir neinni röskun eða stressi.
Ragnhildur segir streitu einmitt
hafa brenglandi áhrif á niðurstöður
og skammdegisþunglyndissjúkling-
ar séu líklegri til að sýna streituein-
kenni en aðrir, niðurstöður mælinga
frá þeim verði því ekki eins mark-
tækar og ella.
Rúm 11% Íslendinga þjást af
skammdegisþunglyndi
Rannsóknin miðast að því að
rannsaka orsakir þessa sjúkdóms
sem hrjáir rúm 11% íslensku þjóð-
arinnar, eða um 30 þúsund manns.
Þar af þjást 3,6% af alvarlegu
skammdegisþunglyndi sem hamlar
öllum daglegum störfum. Hefð-
bundin geðdeyfðarlyf gefast ekki vel
í baráttunni við sjúkdóminn og því
brýnt að finna meðferðarúrræði sem
duga. Árstíðabundið þunglyndi er
tvöfalt algengara í Bandaríkjunum
þar sem 22% þjóðarinnar finna fyrir
einkennum. Þar er reyndar mikill
munur milli fylkja þar sem aðeins
rúm 3,5% íbúa í sólskinsríkinu Flór-
ída greinast með árstíðabundið
þunglyndi en 40% íbúa í Alaska.
Spurður hvers vegna þunglyndi
greinist svo miklu minna hér á landi
segir Jóhann að Íslendingar séu
hreinlega ólíkir öðrum þjóðum þar
sem munurinn liggi ekki aðeins í
erfðum þ.e. genum, heldur sé menn-
ingararfleifðin svo sterk og Íslend-
ingar þoli árstíðabundnar sveiflur
betur en aðrar þjóðir – þeir takist
einfaldlega betur á við erfiðleikana
sem steðja að.
Skammdegisþunglyndi er háð
kyni og eru konur þrefalt líklegri til
að fá árstíðarbundin þunglyndisein-
kenni, svo kallað SAD, en karlar. Át-
röskunarsjúkdómurinn búlimía er
rakinn til melatóníns, sem og fyrir-
tíðarspenna. Konur eru einnig frjó-
samari vor og sumar þegar melatón-
ín-framleiðslan er í lágmarki.
„Melatónín hefur verið kallað
myrkravald því það myndast mest í
myrkri – birta hemur framleiðslu
þess. Það berst með blóði um líkam-
ann og hefur áhrif á öll þau líffæri,
vefi og frumur sem hafa melatón-
ínviðtaka, m.a. í heiladeildum sem
stjórna svefni og vöku, efnaskiptum
ýmis konar ásamt líkamshita. Einn-
ig móta þær tilfinningar, minni, ein-
beitingu og aðlögunarhæfni. Svo
mikil eru bein og óbein áhrif mela-
tónínviðtaka í heila á líkamsstarf-
semi mannsins að margir sjá í hon-
um eins konar lífklukku – gangráð
eða taktmæli ýmissar
háttbundinnar líkams-
starfsemi. Sveifla líf-
klukkunnar getur end-
urtekið sig hvern
sólarhring og kallast
hún þá dægursveifla en
einnig getur hún fylgt árstíðum eins
og t.d. vetrarþunglyndi og heitir þá
árstíðasveifla,“ segir Jóhann og
bendir á mikilvægi heilahormónsins
í daglegu lífi manna en líka dýra.
„Árstíðasveiflur dýranna dyljast
engum. Dýr sem á einum árstíma
eru athafnasöm og ögrandi, sofa lít-
ið, leita kynmaka og eru forvitin,
verða á öðrum árstíma áhugalaus
um flest, elstast ekki við áreiti og
sofa mikið. Margir telja að orsakir
þessara breytinga megi rekja til
breytinga á dagsbirtu. Þegar nótt-
ina lengir varir myndunarferli mela-
tóníns lengur því það myndast hrað-
ast í myrkri. Því er melatóníni
ætlaður stór hlutur í árstíðarsveiflu
dýranna og talið miðlari milli breyt-
inga í umhverfisbirtu og líkams-
starfsemi.“
Jóhann segir sama vera uppi á
teningnum hvað varði skammdegis-
þunglyndi en skoðanir séu hins veg-
ar skiptar um mikilvægi staðbund-
ins birtuframboðs fyrir tjáningu
sjúkdómseinkenna og þar leiki Vest-
fjarðarannsóknin stórt hlutverk.
Steinunn tekur undir orð Jóhanns
og leggur áherslu á að umræðan
þurfi að breytast þar sem fólk þurfi
að hætta að einblína á skammdeg-
isþunglyndi og átta sig á tengslum
óeðlilegrar melatónín-framleiðslu
og ástíðabundins þunglyndis. „Við-
mælendur mínir á Vestfjörðum urðu
nefnilega hlessa þegar ég spurði um
vetrarslen og sögðust ekkert kann-
ast við það, veturnir væru indælir,
en þeir fyndu hins vegar fyrir lund-
ernisbreytingum á vormánuðum og
fram á sumar, þeir fundu s.s. fyrir
n.k. sumarþunglyndi,“ segir Stein-
unn. Jóhann tekur í sama streng og
minnir viðstadda á niðurstöður
rannsókna Högna Óskarssonar sem
lagði próf fyrir 4 slembiúrtakshópa
og mat kvíða og þunglyndi þeirra.
Kom þá í ljós að ekki reyndist mark-
tækur munur á þunglyndi um sumar
eða vetur. Þunglyndi greindist 3,6%
í janúar og 3,7% í júlí.
Virkar forvarnir –
melatónínframleiðslan stillt
Jóhann segir það vera staðreynd
að birta bæti vetrardrunga í lang-
flestum tilfella en hins vegar sé deilt
um hvers vegna. Nú sé mikið notast
við ljósmeðferðir en þær eru alls
ekki nýjar af nálinni þar sem Fær-
eyingurinn Niels Finsen hlaut Nób-
elsverðlaunin í læknisfræði árið
1903 vegna rannsókna sinna á birtu-
meðferð og lækningamætti ólíkra
ljóslitbrigða.
Þeir sem finna fyrir
sleni þegar daginn tekur
að lengja fá oftar en ekki
að heyra að ekkert ami
þeim annað en leti og
þeir þurfi bara að rífa sig
upp úr iðjuleysinu.
Steinunn segir að þó þetta séu
harkaleg viðbrögð þá felist í þeim
viss sannindi þar sem skipulagning
og stundaskrár geti reynst vel í bar-
áttunni við vetrarþunglyndið. „Fólk
verður að taka frá tíma til að koma
sér út í dagsljósið. Hádegishlé á
vinnustað er tilvalið til að nýta til úti-
vistar þar sem birta og hreyfing
hafa góð áhrif á líðanina. Það hefur
einnig sýnt sig að það gerir fólki gott
að hafa reglu á líkamsklukkunni
með því að búa sér til tímatöflu yfir
daginn þar sem máltíðir eru alltaf á
sama tíma, hreyfing ástunduð á
reglulegum tíma og melatónín-
framleiðslu stjórnað með jafn ein-
faldri aðferð og að deyfa ljós á kvöld-
in og tendra á kertum.“ segir Stein-
unn. „Þannig eykst
melatónín-framleiðslan og mann
syfjar,“ segir Ragnhildur og bendir
á mikilvægi þess að örva melatónín-
framleiðsluna á réttum tíma sólar-
hrings. 80% þunglyndissjúklinga
fara nefnilega mun seinna að sofa en
aðrir, þeir eiga þar af leiðandi erfitt
með að vakna á morgnana og þurfa
að leggja sig síðdegis – lífsklukkan
er rangt stillt og eru að sögn Ragn-
hildar mörg dæmi fólks sem „vaknar
aldrei almennilega allan veturinn.“
Kostnaður vegna þunglyndis
2,6 milljarðar á ársvísu
Ragnhildur bendir á að mikið
vanti upp á skilning á þunglyndi t.d.
hvað varði kostnað við sjúkdóminn
en rannsóknir Tinnu Traustadóttur
lyfjafræðings hafa leitt í ljós þann
gríðarlega kostnað sem fylgir þung-
lyndi. Í niðurstöðum Tinnu kom
fram að beinn kostnaður vegna
þunglyndis næmi í kringum 2,6
milljörðum á ársvísu. Getuleysi til
vinnu, sem er sterk vísbending um
skammdegisþunglyndi, og aðrir
óbeinir þættir reyndust kosta sam-
félagið 300,000 tapaða vinnudaga á
ári eingöngu vegna þunglyndis.
Samkvæmt tölum Evrópusam-
bandsins fara 3 til 4% vergrar þjóð-
arframleiðslu sambandslandanna í
kostnað tengdan þunglyndi. Tölurn-
ar eru gríðarháar og ljóst að veru-
legur sparnaður fælist í því að finna
og staðfesta orsakir árstíðabundins
þunglyndis og mögulega lækningu á
því í framhaldinu.
„Ef niðurstöður rannsóknarinnar
fyrir vestan staðfesta útkomuna úr
Sunnlendingarannsókninni þá gjör-
breytir það hugmyndum manna um
sambandið milli melatónín-fram-
leiðslu og árstíðabundins þunglynd-
is. Við höfum mikla trú á því að þess-
ar rannsóknir eigi eftir
að koma fólki til góðs.
Aukinn skilningur á or-
sökum sjúkdóms leiðir
óhjákvæmilega til mark-
vissari og betri meðferð-
ar og það sem er kannski
mikilvægast þá leiðir skilningurinn
til virkra forvarna,“ segir Jóhann.
Næstu vikur og mánuði verður
unnið úr munnvatnssýnunum og er
niðurstaðna að vænta í haust.
„Ef niðurstöðurnar reynast í sam-
ræmi við fyrri niðurstöður okkar þá
er kominn nýr flötur á rannsóknir á
þessu sviði – upphaf að einhverju
sem við getum ekki séð fyrir núna en
hlökkum til að takast á við,“ segir
Ragnhildur, og rannsóknarteymið
snýr sér að vinnunni að nýju.
Aukinn skilningur leiðir
til markvissari meðferðar
Jóhann Axelsson pró-
fessor, Ragnhildur
Káradóttir lífefnafræð-
ingur og Steinunn Ein-
arsdóttir meinatæknir
vinna að frumkvöðla-
vísindaverkefni, sk.
Vestfjarðarannsókn,
sem sýnir fram á tengsl
birtu og melatón-
ínframleiðslu og áhrif
þeirra á sveiflur í líðan,
skapi og atferli.
Jóhanna K. Jóhann-
esdóttir kynnti sér
kenningar vísinda-
mannanna.
Morgunblaðið/Golli
Heimilislegt andrúmsloft ríkir á skrifstofu rannsóknarinnar. F.v. Jóhann Axelsson, Pétur Magnús Sigurðs-
son, styrkþegi Nýsköpunarsjóðs námsmanna sem aðstoðar við úrvinnslu gagna, Ragnhildur Káradóttir með
Melkorku dóttur sína í fanginu, og Steinunn Einarsdóttir.
Rannsóknir á heilahormóninu melatónín og tengslum
þess við birtu og skammdegisþunglyndi
Konur þrefalt
líklegri til að fá
árstíðabundin
einkenni
Rannsóknirnar
eiga eftir að
koma fólki
til góðs
jkj@mbl.is