Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN
40 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
S
em rétthugsandi,
frjálslyndum og for-
dómalausum Evr-
ópubúa ber manni að
fordæma dauðarefs-
ingar í Bandaríkjunum skilyrð-
islaust. Líka þegar tekinn er af
lífi maður sem myrti 168 sam-
borgara sína, þar á meðal fjórtán
börn.
Samt vill maður passa sig á
því að fordæmingin á dauðarefs-
ingum sé ekki bara eins og
hverjir aðrir fordómar Evr-
ópubúa gagnvart Bandaríkj-
unum. (Því að ef maður er frjáls-
lyndur Evrópubúi þá náttúrulega
hefur maður enga fordóma.)
Yfirleitt á maður ekki í mikl-
um erfiðleikum með að rökstyðja
þá skoðun að dauðarefsingar í
Bandaríkj-
unum séu sví-
virðilegur
blettur á vest-
rænu sam-
félagi. En
þegar Tim-
othy McVeigh var tekinn af lífi
núna um daginn var málið ekki
eins einfalt. Hefðbundin rök
frjálslynda Evrópubúans hrukku
ekki til.
Í fyrsta lagi var enginn vafi á
sekt. McVeigh hafði beinlínis ját-
að að hafa framið glæpinn sem
hann var dæmdur fyrir. Þess
vegna dugðu ekki í þessu tilviki
þau rök gegn dauðarefsingum að
hætta sé á að saklaust fólk sé
tekið af lífi. En það eru annars
harla sterk rök, og vitað er um
dæmi þess í Bandaríkjunum að í
ljós hefur komið eftir á, að fólk
sem hefur hlotið dauðarefsingu
var saklaust. En Timothy
McVeigh var ekki saklaus. Hann
var fjöldamorðingi.
Í öðru lagi virtist ekki um að
ræða mann sem var vanheill.
Ekki var annað vitað en að
McVeigh væri á sinn hátt full-
komlega rökvís og gerði sér að
öllu leyti grein fyrir því hvað
hann var að gera.
Þess vegna dugðu heldur ekki
þau rök, sem oft eiga við þegar
menn eru teknir af lífi í Banda-
ríkjunum, að um sé að ræða
veikt fólk, fólk sem hafi andlegan
þroska á við börn.
Í þriðja lagi var aftaka
McVeighs ekki gerð til þess að
verða öðrum víti til varnaðar.
Henni var ekki ætlað að senda
þau skilaboð til þeirra sem
kynnu að hafa illt í huga að þeir
skyldu ekki halda að þeir kæm-
ust upp með að drepa á annað
hundrað manns. Hún var til þess
gerð að refsa McVeigh.
Þess vegna eiga ekki við þau
hefðbundnu rök gegn dauðarefs-
ingum að það sé rangt að þær
dragi úr glæpum, að það hafi
verið sýnt fram á með rann-
sóknum að dauðarefsingar hafa
ekki þau fyrirbyggjandi áhrif
sem fylgjendur þeirra segja þær
hafa.
Það er rétt, að það hefur verið
rannsakað hvort dauðarefsingar
dragi úr glæpum, og niðurstaðan
úr þeim rannsóknum hefur orðið
sú, að dauðarefsingar dragi ekki
úr glæpum. En þótt þetta sé rétt
á þetta ekki við í tilfelli
McVeighs vegna þess að því hef-
ur í þessu tilviki ekki verið hald-
ið fram að taka bæri McVeigh af
lífi til að kenna öðrum lexíu.
Auk alls þessa hlýtur það að
hafa eitthvað að segja að eftirlif-
endur sprengjutilræðisins í Okla-
hóma – sem er versta hryðjuverk
sem framið hefur verið í Banda-
ríkjunum – og aðstandendur
þeirra sem fórust, kváðust marg-
ir finna til léttis þegar McVeigh
var allur, þá fyrst fannst þeim
málinu lokið. Eða hvað? Er þetta
fólk bara ekki nógu vel upplýst
af evrópsku frjálslyndi?
Bush Bandaríkjaforseti sagði
þegar McVeigh hafði verið tek-
inn af lífi að aftakan hefði ekki
verið hefnd (eins og Amnesty
International hélt fram), heldur
hefði með henni réttlætinu verið
fullnægt. McVeigh hefði sjálfur
skapað sér þau örlög sem hann
hlaut, er hann framdi tilræðið í
Oklahóma.
(Kaldhæðnislegt að forsetinn
var þarna sammála McVeigh
sjálfum, sem endaði líf sitt með
því að vitna í ljóð sem endar
svona: „Ég er meistari örlaga
minna, ég er kapteinn sálar
minnar.“)
Bush sagði ennfremur að sam-
kvæmt landslögum í Bandaríkj-
unum hefðu endalok McVeighs
verið hin réttu. Þetta er kjarni
málsins. Það verður ekki séð að
með aftöku McVeighs hafi rétt-
arbrot verið framið.
En þá á frjálslyndi Evr-
ópubúinn eftir þann möguleika
að fordæma aftökuna á þeim for-
sendum að bandarísk löggjöf sé
meingölluð einmitt að því leyti að
hún leyfi dauðarefsingar. Það er
að segja, sem frjálslyndur Evr-
ópubúi getur maður beitt þeim
rökum gegn aftöku McVeighs að
lögin sem lágu til grundvallar
dómnum séu hin verstu ólög og
það sé siðferðislega rangt að fara
eftir þeim.
Þess vegna hlýtur sú sannfær-
ing manns, sem frjálslynds og
fordómalauss Evrópubúa, að það
hafi verið rangt að taka McVeigh
af lífi, á endanum að vera byggð
á algildu siðalögmáli. Það er að
segja lögmáli sem maður vill að
gildi um alla menn allstaðar í
heiminum.
En þetta virðist aftur á móti
koma manni í dálítinn vanda. Því
að sem frjálslyndur og for-
dómalaus Evrópubúi er maður
náttúrulega fyrst og fremst víð-
sýnn og hlynntur hvers kyns
fjölmenningarhyggjum. Og að
vera fjölmenningarhyggjusinn-
aður felur í sér að maður efast
um algild lögmál sem skulu eiga
við alla skilyrðislaust. Trú á al-
gild lögmál lyktar nefnilega illa
af gamaldags nýlenduhyggju.
Það eru tvær leiðir mögulegar
út úr þessar klemmu. Ann-
arsvegar að maður sættist á að
kannski hafi verið réttlætanlegt,
ef þannig sé á málin litið, að taka
manninn af lífi. Hinsvegar að
maður viðurkenni að það, að
vera „frjálslyndur og víðsýnn
Evrópubúi“ feli í rauninni í sér
trú á tiltekin siðalögmál sem
maður vill að allur heimurinn
fari eftir.
Eins og einhver orðaði það, að
vera „frjálslyndur“ er bara það
að hafa tiltekna fordóma. Og ætli
sá kostur sé ekki öllu skárri.
Aftaka í
Ameríku
Þess vegna hlýtur sú sannfæring manns,
sem frjálslynds og fordómalauss Evr-
ópubúa, að það hafi verið rangt að taka
McVeigh af lífi, á endanum að vera
byggð á algildu siðalögmáli.
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
kga@mbl.is
Í dag er síðasti
dagurinn sem lands-
menn vinna fyrir út-
gjöldum ríkis og
sveitarfélaga. Það
þýðir að sá hluti
landsframleiðslu okk-
ar, sem fer í að borga
opinber útgjöld, er að
baki. Eftir þennan
dag er hægt að segja
að við hættum að
vinna fyrir hið opin-
bera og byrjum að
vinna fyrir sjálf okk-
ur. Til hamingju, við
skulum halda þennan
dag hátíðlegan.
En bíðum samt að-
eins áður en lengra er haldið í
fögnuðinum. Í dag er 166. dagur
ársins. Við höfum eytt 166 dögum í
að vinna fyrir þessum útgjöldum!
Er það eitthvert fagnaðarefni?
Hvað ef ég segi ykkur að árið 1998
eyddum við 149 dögum í að vinna
fyrir þessum útgjöldum? Við
vinnum samkvæmt
þessu 17 dögum leng-
ur en fyrir þremur ár-
um.
Þetta gerist þrátt
fyrir að skatttekjur
ríkis og sveitarfélaga
hafi vaxið gríðarlega
vegna mikilla umsvifa
í hagkerfinu undan-
farin ár. Við höfum
tekið til hendinni og
unnið vel. Hvernig er
okkur launað? Jú, rík-
isútgjöld eingöngu
hafa aukist um 10% á
ári frá árinu 1998.
Það eru ekki góð
verðlaun.
Ekki lækkar reikningurinn sem
ríkið sendir okkur á næsta ári.
Nýjustu fjárlög mæla fyrir um 26
milljarða útgjaldaaukningu sem er
rúmlega 13% aukning frá árinu
2000. Hversu marga daga í viðbót
ætlast hið opinbera til að við
vinnum fyrir það? Við eigum sjálf
að halda eftir mestum hluta launa
okkar. Við vitum best hvernig á að
ráðstafa þeim til að tryggja velferð
okkar og fjölskyldu okkar.
Heimdellingar ætla að fagna í
dag en eins og í Himinbjörgum
þreytumst við seint á að vara fólk
við stjórnmálamönnum og öðrum
bergrisum og sofnum aldrei á
verðinum.
Hættum að
vinna fyrir ríkið
Björgvin
Guðmundsson
Við eigum sjálf,
segir Björgvin
Guðmundsson, að
halda eftir mestum
hluta launa okkar.
Höfundur er formaður Heimdallar,
FUS í Reykjavík.
Skattadagur
Í VIÐTALI við
Mbl. 24. maí sl. segir
Þorsteinn Vilhelms-
son, sem áður var
einn af eigendum
Samherja hf. á Akur-
eyri: „Hugmyndir
Kristins H. Gunnars-
sonar, þingmanns og
stjórnarformanns
Byggðastofnunar, um
byggðakvóta og svæð-
isbundinn kvóta eru
með ólíkindum“ og
bætir svo við: „Ég bið
Guð að hjálpa mér ef
stjórnmálamenn ætla
að fara að úthluta
kvóta. Það yrði tómur
hringlandaháttur og vitleysa.
Stjórnmálamenn geta aldrei út-
hlutað kvóta nema með skít og
skömm.“
Þetta eru miklar yfirlýsingar.
Spurningin er þessi: hafa stjórn-
málamenn ekki áður komið að út-
hlutun kvóta og hver er reynsla
Þorsteins Vilhelmssonar af afskipt-
um þeirra?
Akureyrin EA 10 – tvö þús-
und milljónir kr.
Þeir Samherjafrændur keyptu
togarann Akureyrina árið 1983 og
þegar ákveðið var að setja á kvóta-
kerfið kom í ljós að veiðireynsla
toganars var lítil og kvótinn sem
skipið átti að fá árið 1984 var ekki
nema 673 tonn, þar af 98 tonn af
þorski og 333 tonn af karfa. Það
þótti ekki sanngjarnt og í febrúar
1984 var kvótinn aukinn í 1.769
tonn og mánuði seinna kom til svo-
nefndur skipstjórakvóti og nú var
kvótinn kominn í 4.445 tonn, þar af
1.512 tonn af þorski og 1.146 tonn
af karfa. Grálúðukvótinn jókst úr
40 tonnum í 1.180 tonn. Verðmæti
kvótans sem þannig var færður á
skipið, og er sannkallaður gjafa-
kvóti, nemur liðlega 2.000 millj-
ónum króna á verðlagi í dag. Þetta
er býsna góður byggðakvóti sem
að sjálfsögðu var af öðrum tekinn.
Oddeyrin EA 210 – ellefu
hundruð milljónir kr.
Árið 1986 keypti Samherji rað-
smíðaskipið Oddeyrina. Af rað-
smíðaskipunum fjórum er mikil
saga sem rakin er í sérstakri
skýrslu fjármálaráð-
herra sem lögð var
fyrir Alþingi á lög-
gjafarþinginu 1997–
98. Auk þess hefur
Ríkisendurskoðun
gert grein fyrir ýms-
um þáttum málsins í
nokkrum skýrslum
sínum. Skipið fékk út-
hlutað kvóta 200 þíg.
þótt engin veiði-
reynsla væri fyrir
hendi, auk þess leyfi
til rækjuveiða og 500
tonna kvóta þegar
rækjan var sett í
kvóta ári seinna. Þessi
kvóti er að verðmæti
um 340 m.kr. En opinber stuðn-
ingur við kaup á Oddeyrinni var
meiri. Söluverðið var miklu lægra
en smíðaverðið eða sem nemur um
120 m.kr. á verðlagi í dag. Þar að
auki neituðu kaupendurnir að und-
irrita skuldabréfin fyrir þeim hluta
kaupverðsins sem var lánað þegar
til kom, en það var reyndar nánast
allt kaupverðið, og báru því við að
þeir væru óánægðir með þann afla-
kvóta sem skipinu var úthlutað.
Komu þeir sér hjá því að undirrita
skuldabréfin og þurfti ríkið að
höfða mál á hendur kaupendunum
og biðja um uppboð. Var ekki
gengið frá skuldabréfum fyrr en 10
árum seinna. Í því uppgjöri var
bókfærð skuld verulega lægri en
verið hefði ef skuldin væri fram-
reiknuð með lánskjaravísitölu og
reiknaðir 6% raunvextir og allir
dráttarvextir voru felldir niður.
Samtals nam þessi eftirgjöf skuld-
arinnar um 640 m.kr. á verðlagi í
dag. Eftirgjöf ríkisins er alls um
760 m.kr. þegar tekinn er með af-
slátturinn á smíðaverðinu og um
1.100 m.kr. þegar kvótinn er reikn-
aður með. Í Mbl.viðtalinu segir
Þorsteinn að það sé ekki hægt að
reka sjávarútveginn sem einhvers
konar félagsmálastofnun. Einhver
orðhvatur gæti sagt að þarna væri
um félagsmálaaðstoð að ræða til
handa Samherja hf.
Þorsteinn EA 610 – tvö
hundruð milljónir kr.
Togarinn Þorsteinn varð fyrir
miklu tjóni 1988 og lá frá þeim
tíma við bryggju á Akureyri og var
ekki gert út framar. Þegar kvótinn
kemur árið 1991 fær Þorsteinn EA
kvóta, sem er merkilegt í ljósi þess
að skipið hafði ekki veitt svo lengi.
A.m.k. missa skip sinn kvóta ef
ekki er veitt tvö ár í röð. Kvótinn
skipsins nam 1.163 þíg fyrsta heila
kvótaárið svo það eru miklir pen-
ingar í því að halda kvótanum. En
þessu til viðbótar fékk Þorsteinn
EA sóknarmarksuppbætur. Þessar
uppbætur hækkuðu síðan aflahlut-
deild skipsins. Þetta þýddi t.d. að
aflamark í þorski varð 981 tonn í
stað 858 tonna fyrsta fiskveiðaárið,
sem reyndar var einungis 8 mán-
uðir. Verðmæti uppbótakvótans er
líklega um 200 m.kr. Það er góður
afrakstur af sóknarmarki um ára-
bil við bryggju á Akureyri. Það
mætti kalla bryggjumark.
Samandregið nemur verðmæti
byggðakvótans til Samherja hf. um
2.540 m.kr. og eftirgjöf ríkisins
vegna raðsmíðaskipsins, „félags-
málaaðstoðin“ um 760 m.kr. eða
alls um 3.300 m.kr. Þetta er af-
rakstur af byggðasjónarmiðum og
afskiptum stjórnmálamanna og
mér finnst eiginlega óþarfi af Þor-
steini að biðja Guð að hjálpa sér ef
stjórnmálamenn eigi að fara að út-
hluta kvóta. Frekar ætti Guð að
hjálpa þeim sem frá var tekið til að
færa Samherja hf.
Samherji og
byggðakvótinn
Kristinn H.
Gunnarsson
Kvótinn
Samandregið nemur
verðmæti byggðakvót-
ans til Samherja hf. um
2.540 m.kr. segir Krist-
inn H. Gunnarsson, og
eftirgjöf ríkisins vegna
raðsmíðaskipsins,
„félagsmálaaðstoðin“
um 760 m.kr. eða alls
um 3.300 m.kr.
Höfundur er alþingismaður og for-
maður þingflokks framsókn-
armanna.