Morgunblaðið - 15.06.2001, Page 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Stefán SiggeirÞorsteinsson
fæddist að Odds-
stöðum á Melrakka-
sléttu 14. janúar
1928. Hann lézt á
hjartadeild Land-
spítalans í Foss-
vogi, hvítasunnu-
daginn 3. júní
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Óla Sveins-
dóttir, f. 27.8. 1906,
d. 9.6. 1994, frá
Naustahvammi í
Norðfirði, og Þor-
steinn Stefánsson, húsasmiður,
f. 4.11. 1902, d. 28.10. 1964, frá
Nýjabæ í Keldu-
hverfi í N-Þingeyj-
arsýslu.
Stefán var elztur
átta systkina, Ernu
er lézt 1980,
Sveins, Ingibjarg-
ar, Þráins, Egg-
erts, Jóns og Berg-
þóru.
Stefán kvæntist
Guðnýju Helga-
dóttur sem látin er
fyrir nokkrum ár-
um.
Útför Stefáns fer
fram frá Bústaða-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13:30.
Þú mikli, eilífi andi,
sem í öllu og alls staðar býrð,
þinn er mátturinn, þitt er valdið,
þín er öll heimsins dýrð.
Þessi upphafsorð eins fegursta
sálms sem íslenzkri þjóð hefir ver-
ið gefinn, komu í hug er mér var
flutt, á hvítasunnudag, andláts-
fregn Stefáns bróður. Og enn
hljómuðu í hug mér orð úr sama
sálmi Davíðs Stefánssonar, er mér
varð hugsað til þeirrar stundar, er
vængur líknarinnar valdi til að
bera þennan bróður frá hlekkjum
sjúkrabeðsins innar í kærleiks-
faðm skaparans en moldarfjötrar
leyfa:
Allt lifandi lofsyngur þig,
hvert barn, hvert blóm,
þó enginn skynji né skilji
þinn skapandi leyndardóm.
Já, var þetta ekki dagurinn, er
himinhvolfið ómaði allt af lofsöng
um hann er yfir okkur vakir, og
menn lyftu fagnandi hlust sinni til
að nema hjartslög hans; og meira
að segja sumarskrúðið tók þátt í
dýrðinni allri?
Minningar sækja að, minningar
allt frá því er við systkin leidd-
umst um heimahlað. Stefán var
okkar elztur, og í hugum okkar
yngri fylgdi slíku alltaf einhver
ljómi. Er hann óx til manns valdi
hann sér sjómennskuna að starfi,
— kraftmikill, — harður, óvæginn
við sjálfan sig, og því góður félagi
á starfsvangi. En sú kom stund, að
hann axlar poka sinn, heldur í
land; tekur að feta í fótspor föður,
fást við smíðar.
Allatíð batt hann hnúta sína að
eigin geðþótta, hirti ekki um hvað
öðrum þótti um þeirra lag; hann
hafði skoðanir ákveðnar, stóð við
þær fyrir framan hvern sem var,
og teldi hann eitthvað hvítt, þá var
fár sem gat sannfært hann um, að
aðeins litblinda ylli. Undarlegt
kannske, að slíkur harðjaxl laðaði
að sér börn, en það gerði hann
sannarlega með sumarylnum er
umvafði orð hans, þá hann hvatti
þau til klifs í þroskans fjall; man-
aði þau til að reynast nýtir þegnar.
Sæi hann þann er hallt stóð á lífs-
ins vegi, þá varð hann hollráður
vinur — hjálpandi hönd.
Aldrei dettur mér í hug, að hægt
sé að fanga mann í orð, — hvað þá
bróðir bróður. Það var heldur ekki
ætlan mín; eg vildi aðeins þakka
þær góðu stundir er við áttum
saman, — þakka þær stundir, er
hugir okkar stigu gleðidans í þeim
töfraheimi er harmónikkan bar
okkur í.
Heilladísir leiði þig bróðir á för.
Vertu guði falinn, allt sem hjarta
þitt sló fyrir.
Þráinn.
STEFÁN SIGGEIR
ÞORSTEINSSON
✝ MargrímurGísli var fæddur
í Reykjavík 5. sept-
ember 1945, sonur
hjónanna Guðrúnar
Margrímsdóttur f.
9. ágúst 1912 í Kols-
holti í Flóa, hún lést
2. júlí 1984, og Har-
alds Þorsteins Jó-
hannessonar lög-
regluþjóns, f. í
Reykjavík 8. ágúst
1905, hann lést 10.
janúar 1997. Mar-
grímur varð bráð-
kvaddur 9. júní sl.
Margrímur Gísli
var fjórði í röð barna Guðrúnar
og Haralds, hin eru: Margrímur
Helgi, f. 29. janúar 1936, d. 12.
brautaskólans í Breiðholti á húsa-
smíðabraut, því námi lauk hann
haustið 1983 og starfaði við húsa-
smíðar til æviloka.
Margrímur kvæntist 22. nóv-
ember 1975 Indíönu Guðjónsdótt-
ur, f. 27. ágúst 1950. Þau eign-
uðust 2 syni, Gísla Má, f. 25. ágúst
1977 og Jóhann Viðar f. 28. mars
1980. Fyrir átti Indíana soninn
Guðjón Þór Þorsteinsson, f. 28.
maí 1970.
Unnusta Guðjóns er Matthildur
Þórarinsdóttir f. 29. janúar 1975.
Sonur Guðjóns er Kristófer Elí f.
4. september 1994. Dóttir Jó-
hanns Viðars er Eva Maren f. 24.
mars 2001. Margrímur og Indíana
skildu eftir 22 ára hjónaband.
Fyrir þremur árum kynntist
Margrímur Elinborgu Jónsdóttur
kennara, f. 11. apríl 1948, börn
hennar eru Tryggvi Jónsson f. 12.
október 1982 og Anna Jónsdóttir
f. 20. júní 1985. Útför Margríms
fer fram frá Fossvogskirkju í dag,
föstudag, kl. 15.
desember 1936.
Jóhanna, f. 26.
nóvember 1938, mað-
ur hennar er Gunnar
V. Magnússon, f. 22.
júlí 1929. Þau eiga 3
syni.
Málfríður, f. 9.
febrúar 1944, maður
hennar er Haraldur
Þórðarson, f. 13. maí
1943. Þau eiga 2 syni.
Eftir hefðbundið
barnaskóla- og gagn-
fræðaskólanám hóf
Margrímur nám í
skriftvélavirkjun hjá
Gunnari mági sínum
og starfaði við iðnina í fjölda ára.
Haustið 1982 söðlaði hann um
og hóf nám við kvöldskóla Fjöl-
„Guð, láttu mig sýna þakklæti
fyrir allt það góða, sem ég hef tek-
ið sem sjálfsagðan hlut.“
Elsku Maddi minn, nú ertu far-
inn og svona fljótt, án þess að
nokkuð hafi verið hægt að gera.
Þú varst alltaf og verður alltaf í
mínum huga uppáhaldsfrændi
minn, svo hjartgóður og hlýr. Allt-
af mátti ég skríða upp í fangið á
þér og stela knúsi og ég gerði það
óspart, jafnvel eftir að ég varð
stór stelpa.
Síðastliðin ár hitti ég þig ekki
svo oft, mig langaði oft að heim-
sækja þig, en einhvern veginn er
maður alltaf upptekinn í daglegu
amstri. Ég er svo þakklát fyrir að
hafa hitt þig um páskana, þú leist
svo vel út, nýorðinn afi, áttir góða
vinkonu og varst farinn að njóta
lífsins, þú gekkst beinustu leið til
mín eins og þú værir bara kominn
til að hitta mig og gafst mér eitt af
þínum allra bestu knúsum. Ekki
hvarflaði það að mér að ég ætti
ekki eftir að hitta þig aftur, ég var
ákveðin í að koma og skoða bú-
staðinn þinn í sumar, en svona er
lífið, maður veit aldrei hvað gerist
á morgun.
Ég hugsaði oft, mig langar í
mann eins og Madda, svona mynd-
arlegan, hraustan og hjartahlýjan.
Þú munt alltaf eiga stað í hjarta
mínu, ég verð alltaf Maddastelpa.
Arnheiður.
Það er komið að kveðjustund!
Kveðjustund, sem ekkert okkar
óraði fyrir er við kvöddumst, glöð
og sátt, eftir vel heppnaða vor-
tónleika í Seltjarnarneskirkju í
maí s.l. Margrímur gekk til liðs við
Snæfellingakórinn í Reykjavík
haustið 1994 og frá byrjun fór ekki
á milli mála hvílíkur öðlingur og
mannvinur hann var. Hann var
mikil félagsvera, enda vart búinn
að syngja nokkra fagra bassatóna,
fyrr en búið var að setja hann í
stjórn kórsins og gegndi hann þar
hinum ýmsu störfum og hefur eng-
inn, fyrr né síðar, átt eins langa og
farsæla stjórnarsetu í kórnum.
Það gilti einu um hvað hann var
beðinn. Viðkvæðið var ,,ekkert
mál, við reddum þessu. Þetta segir
meira en mörg orð um mannkosti
og einstaklega þægilega nærveru
Margríms. Margs er að minnast,
s.s. æfinga, tónleika, skemmtana,
ferðalaga og alls þess sem ekki
verður tíundað hér. Að hafa ein-
stakling eins og Margrím í félags-
skap er ómetanlegt og það þökk-
um við hér í dag. Þökkum fyrir
geislandi bros, dillandi hlátur, hlý-
hug, elskulegheit, jákvæðni og um-
fram allt að hafa notið samvista
við hann þennan tíma, tíma sem
var allt of stuttur. Við sendum að-
standendum hans okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum
góðan guð að styrkja þá í þeirra
miklu sorg og missi.
Þig, elsku Margrímur, viljum
við kveðja með ljóðlínum úr ljóði
Jónasar Hallgrímssonar, „Smávin-
ir fagrir“.
Hægur er dúr á daggarnótt
dreymi þig ljósið, sofðu rótt!
Guð blessi minningu þína, kæri
vinur.
Kórstjóri og söngfélagar í
Snæfellingakórnum í
Reykjavík.
MARGRÍMUR GÍSLI
HARALDSSON
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í
textameðferð og kemur í veg
fyrir tvíverknað. Þá er enn
fremur unnt að senda grein-
arnar í símbréfi (569 1115) og
í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvern látinn einstak-
ling birtist formáli, ein uppi-
stöðugrein af hæfilegri lengd,
en aðrar greinar um sama
einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við með-
allínubil og hæfilega línu-
lengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
Vinur minn Gísli
Gíslason, óðalsbóndi á
Hreggstöðum í
Barðastrandarhreppi,
hefur lokið hetjulegri
baráttu við manninn
með ljáinn. Það eru svo margar
minningar sem sækja að þegar
vinur fellur frá, þó svo að maður
viti að hið óhjákvæmilega muni
gerast. Við lifum ekki á þessari
jörð að eilífu. Gísla tókst þó að
fylla 90 ár sem bóndi í Fit og síðar
á Hreggstöðum. Mér eru minn-
isstæðar ferðirnar á heimili Gísla
og Mörtu er ég var í sveitinni á
sumrin fyrir u.þ.b. 60 árum með
móður minni en þá bjuggu afi og
amma á Hreggstöðum en Gísli og
Marta í Fit. Það var þá sem ég fór
að kynnast og muna eftir Gísla
vini mínum. Hann var kátur og sí-
vinnandi.
Hann reri stundum til fiskjar úr
Haukabergsvaðli og verkaði aflann
heima til matar fyrir heimilið.
Mér er það minnisstætt þegar
Gísli sat í sólinni á kassa undir
skemmuveggnum og var að skafa
GÍSLI
GÍSLASON
✝ Gísli Gíslasonfæddist á Siglu-
nesi 9. maí 1910.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Patreks-
firði 17. maí síðast-
liðinn. Útför hans fór
fram frá Patreks-
fjarðarkirkju 24.
maí.
kópaskinnin og þegar
hann var að spíta þau
á þil og hurðir sem
teknar höfðu verið af
hjörunum. Stundum
fóru fósturbræður
móður minnar, Jón og
Einar á Hreggstöð-
um, í róður með Gísla
á bátnum hans til að
afla Hreggstaðar-
heimilinu fiskjar.
Aldrei man ég eftir
að sjá vin minn án
þess að hann væri
eitthvað að sýsla, eða
eins og sagt er um
iðnar manneskjur „hann var
sívinnandi“ enda hafði hann marga
munna að fæða. Gísli hafði yndi af
kveðskap enda kunni hann býsnin
öll af vísum og var frábær í þeirri
list að kveða.
Eftir að Marta og Gísli kaupa
óðalsjörð sína Hreggstaði 1968 og
ég orðinn mörgum árum eldri var
enn sama lagið hjá honum. Hann
var sívinnandi og léttur í lund
þrátt fyrir að ótal kvillar píndu
hans slitna líkama. Já! Gísli bóndi
á Hreggstöðum var mikilmenni til
allra sveitastarfa og sérfræðingur
í að komast af með það sem landið
og sjórinn gáfu. Ég þakka skapara
mínum fyrir að hafa kynnst Gísla.
Marta mín, ég votta þér og fjöl-
skyldum þínum samúð mína og bið
algóðan Guð um að gefa þér styrk
í sorg þinni.
Sigurður Magnússon.
Þegar veturinn
gengur í garð missa
tré og aðrar plöntur
lauf sín tímabundið.
Þessar plöntur og tré innihalda
hinsvegar lífskraftinn sem þau
þurfa til þess að bera brum að nýju
þegar vorar. Það sama gerist við
andlát mannlegrar veru. Við inni-
höldum lífskraftinn sem leiðir okkur
til nýrrar tilvistar — að nýju hlut-
verki — þegar í stað og án sárs-
auka.
(IKEDA)
Það er í eðli okkar að syrgja þeg-
ar einhver okkur nákominn deyr.
Það er hinsvegar huggun okkar að
við trúum því að dauðinn er ekki
endalok heldur alveg eins upphaf af
nýju lífi. Eilíf hringrás lífs og dauða
eins og allt í umhverfi okkar sannar.
Nú hefur þú yfirgefið þessa jarð-
vist og þennan líkama sem var þér
stundum erfiður því hann þráði
annað en sálin. Nú hefur þú fengið
annað hlutverk. Við óskum þess og
kyrjum fyrir sál þinni og trúum því
að nú líði þér vel.
Þegar við hugsum til þín kemur
upp í huga okkar mynd af þér og á
henni ertu auðvitað brosandi. Eins
og við þekktum þig varstu alltaf í
góðu skapi og stutt í glennsið.
Þegar þér datt eitthvað sniðugt í
hug þá framkvæmdir þú það án
þess að hugsa þig þrisvar um. Eins
og þegar ykkur pabba og Davíð datt
í hug að fara að veiða í einhverri
MAGNÚS
JÓHANNSSON
✝ Magnús Jóhanns-son fæddist í
Hafnarfirði 30. júní
1959. Hann lést á
heimili sínu í Reykja-
vík 4. júní síðastlið-
inn.
Útför Magnúsar
fór fram frá Fella-
og Hólakirkju
fimmtudaginn 14.
júní sl.
dýrri Laxveiðiá. Þið
fóruð bara um miðja
nótt, og ef pabbi og
Davíð urðu eitthvað
stressaðir um að verða
gómaðir þá sagðir þú
þeim að hafa engar
áhyggjur því þú varst
alltaf tilbúinn með ein-
hver svör og afsakanir.
,,Ég redda málunum
var vanalega svar þitt.
Þú og pabbi voruð
ekki bara bræður held-
ur líka bestu vinir og
var oft talað um ykkur
sem síamstvíburanna.
Þið voruð alveg óaðskiljanlegirog
voruð alltaf að bralla eitthvað sam-
an. Nokkrum dögum fyrir andlát
þitt hringduð þið í okkur og þá vor-
uð þið, eins og svo oft áður, að týna
egg enn í þetta skiptið gleymduð
þið að taka með ílát undir eggin svo
þið fóruð bara úr sokkunum og
fylltuð þá af eggjum. Hvernig eggin
komu út úr þeirri ferð fylgdi ekki
sögunni en það má vel sjá það fyrir
sér.
Elsku Maggi við þökkum fyrir að
hafa fengið að kynnast þér og von-
um að þér líði betur núna.
Endurfæðing
Er ég geng út í óvissuna
spyr ég sjálfan mig
er þetta rétt eða er þetta rangt
hugurinn dofnar og dofnar
með hverju skrefi og hverri hugsun
svo loks er hann horfinn
en eftir langa leið
er hann kominn aftur
ég er fædd á ný
( Vala Rut)
Elsku Dobba, Sammi, Kristinn,
Sigfríð, Friðjón Smári og Pabbi
(Friðjón). Við sendum ykkur okkar
dýpstu samúðarkveðju og megi góð-
ar og bjartar minningar um Magga
létta sorg ykkar.
Vala Rut