Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á ÁKVEÐNUM tímum í lífi hvers
einstaklings, er gjarnan staldrað við
og reynt að líta fram á veginn. Oftast
er þetta tengt áföngum prófa út úr
skóla.
Áður fyrr, var áhugasviðið eitt lát-
ið ráða. En nú í seinni tíð hefur þátt-
ur afkomunnar, meir og meir ráðið
framvindu mála.
Stundum hafa einstakir foreldrar
komið að málum í þeim tilgangi að
ráða heilt sínu fólki. Í öllum þessum
bollaleggingum hafa vitanlega mörg
starfsvið borið á góma.
En þegar kemur að sjúkraliða-
þættinum, þá fyrst fara örvænting-
arstunurnar að byrja (--- sérstaklega
ef einstaklingurinn hefur bitið þetta í
sig og stendur fast á sínu.) Ekki er
fjarri lagi að ákveðin læknismeðferð
sé þá ráðlögð.
Eins og dæmið lítur út í dag, lætur
nærri, að verið sé að rústa þessari
starfstétt og lífsafkomu þeirra, sem
þegar hafa álpast út í þennan voða.
Starf sjúkraliða er meðal annnars
fólgið í andlegri og líkamlegri hjúkr-
un, auk margra annarra atriða, sem
ekki er alveg á færi allra að leysa.
Það lætur nærri, að líkja megi
samninganefnd ríkisins við bilað
apparat, sem auk annnars er með
bilaðar fastar bremsur.
Þrátt fyrir það sem á undan er
gengið ætla ég að vona að þeir háu
herrar nái að átta sig á þvi, að
sjúkraliðar eru bara að reyna að
klóra í bakkann til þess að lifa mann-
sæmandi lífi-,sem hlýtur svo aftur að
skila sér aftur út í starfið og hver veit
nema fjölga mundi í stéttinn
Ef við gefum okkur það, að þrátt
fyrir mikið langlundargeð, þá gæti
brostið á kjaraflótti, sem erfitt yrði
að sjá fyrir endan á.
Frjálsi markaðurinn virkar stund-
um sem botnlaus hít fyrir rétta ein-
staklinginn, en þar á bæ er yfirleitt
borin aðeins meiri virðing fyrir fólki
og kjörin eftir því.
Eftir standa þá ófaglærðir ein-
staklingar,sem e.t.v. eru á misjöfn-
um brauðfótum til að annast allavega
farna einstaklinga eftir allskonar
miskunnarlausa sjúkdóma.
Útkoman getur orðið ansi skraut-
leg, því þrátt fyrir góðan vilja er ekki
alltaf víst, að allir ófaglærðir hafi það
andlega þrek sem til þarf. Deildir
eru allar misþungar hvað álag snert-
ir og oftast eru stöðug áreiti sem
þarfnast mikillar þolinmæði.
Sumir þættir í starfi sjúkraliða-
,verða oft ekki allir lærðir af bók, og
þá þarf oft töluvert innsæi til. Ekki
er öllum það gefið að finna leið út úr
því völundarhúsi eins sjúklings, sem
ekki getur tjáð sig, að honum líði vel
á hverju augnabliki.
Ég stórefa, að samninganefnd rík-
isins geri sér grein fyrir út í hvaða
ógöngur og skelfingar þeir eru að
leiða illa farna sjúklinga, sem sitja
fastir í klafa sjúkdóma og þjáninga
stanslaust.
Við hin sem eigum að teljast heil-
brigð, getum jú alltaf skipt um um-
hverfi að vild. En við viljum bara að
okkur séu búin þau efnahagslegu
skilyrði, að við getum með góðu móti
haldið áfram að reyna að gleðja og
létta undir með þeim sem minna
mega sín og geta ekki sökum heilsu-
brests varið sig!!!
VALDIMAR ELÍASSON,
sjúkraliði á geðdeild Landspítala
– háskólasjúkrahúss.
Útrýmingarhætta
heillar starfsstéttar
Frá Valdimari Elíassyni:
ÉG HEYRÐI í útvarpinu og sá í
Morgunblaðinu frétt um að áfengis-
sala hefði aldrei verið meiri hér á
landi en á liðnu ári, eða yfir 16 millj-
ónir lítra og aukningin frá árinu 1999
hefði verið 7,2%. Ég verð síður en svo
undrandi, því að öðruvísi gat varla
farið vegna undanlátssemi og vesal-
dóms stjórnvalda gagnvart þeim lýð,
sem græðir á sölu og dreifingu þessa
vímuefnis.
Á langri ævi hef ég séð að ætíð, þeg-
ar slakað hefur verið á reglum um sölu
og meðferð áfengis í landinu, hefur
sigið á ógæfuhliðina. Um leið og bann-
lögin voru afnumin byrjaði flóðið. Og
með síauknum umsvifum áfengissal-
anna, til að mynda innflytjenda,
bruggara og sjoppugreifa, hefur flóðið
aukist og virðist nú stefna í algert jök-
ulhlaup. Þessi aukning sýnir þó aðeins
það áfengismagn sem opinber gjöld
eru greidd af. Hitt vita þeir sem vilja
vita, að smygl og brugg hefur marg-
faldast síðan yfirvöld komu til liðs við
lögbrjótana með því að hætta að láta
merkja löglegt áfengi.
Og til að kóróna vitleysuna sjá
sumir alþingismenn þau úrræði ein,
að heimila matvörukaupmönnum að
selja þetta vímuefni og gefa gróðap-
ungunum leyfi til að auglýsa þennan
varning sinn hömlulaust.
Ég tel hins vegar brýna nauðsyn að
snúa af þessari braut. Verði það ekki
gert munu æ fleiri drukkna í áfeng-
isflóðinu. Þeim mun einnig fjölga sem
ná landi með herkjum, laskaðir á lík-
ama og sál. Áfengissalar munu græða
en þjóðin tapa milljörðum og það sem
verra er, týna sjálfsvirðingu sinni.
Brotin heimili, gæfulausir foreldrar
og stefnulaus börn eru eitraðir ávext-
ir drykkjunnar. Lífsgleði og ham-
ingja verða aldrei metnar til fjár.
Mikið er talað um vímuvarnir, en
sjaldan minnst á að rætur neyslunnar
eru í áfenginu. Bestu varnirnar eru
bindindi. Gömul sögn segir, að fjand-
inn hafi laumað áfengi inn í heiminn
til að hrekja menn af réttri leið.
Sendiboðar hans eru þeir sem selja
það efni og vikapiltar þeirra á Alþingi
og víðar. Í æsku lærði ég þessa vísu:
„Satan lymskur leitar þín,
lifir á glötun manns.
Þá er bjór og brennivín,
besta vopnið hans.“
Ef menn vilja í alvöru stuðla að
vímuvörnum, ber að efla bindindis-
hreyfinguna. Því öflugri sem hún
verður þeim mun heilbrigðara verður
þjóðlífið. Ég vona að þeir tímar séu
ekki langt undan.
ÁRNI HELGASON,
Stykkishólmi
Besta vopnið hans
Frá Árna Helgasyni:
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.